Í-listinn á Ísafirði.

Ég fór á góðan fund hjá Í-listanum, en það er eins og flestir ísfirðingar vita samstarf milli Frjálslyndaflokksins/Dögunar, Vinstri grænna og Samfylkingar.  

Þetta var fyrsti fundur samtakanna til að búa sig undir kosningarnar í vor.  Samstarf þessara þriggja flokka hefur gengið mjög vel og fólkið unnið vel saman.  Þessi fyrsti fundur var til að til að hrista saman fólkið aftur, og ræða saman.  Haldnir voru margir góðir fyrirlestrar og fólk fékk blöð til að skrifa niður ef eitthvað kæmi þeim í hug sem gott væri að taka með í hugmyndabanka.

Yfirskrift fundarins var: Sköpum saman betra samféag.  Hugmyndaþing Í-listans.  

m

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þetta voru allt afar fróðleg erindi.  

unnamed (2)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þingið var vel sótt, og mikill hugur í mönnum.

unnamed

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ein af þátttakendum Lína Tryggvadóttir tók þessar myndir.

unnamed (3)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta góða samstarf sýnir bara að þegar allt snýst um málefnin en ekki einhverjar flokkspólitískar áherslur og yfirstjórnir, þá geta hverjir sem er starfað vel saman.  Eiginlega er komin tími á mannakosningar í sveitarstjórnarkosningum en ekki láta flokkspólitík vefjast fyrir þeim sem virkilega vilja vinna sínu samfélagi það besta.  

Ég hvet fólk sem vill breyta samfélaginu hér til að taka þátt í vinnu Í-listans, kynna sér samtökin og láta sitt af mörkum til að skapa saman betra samfélag.   


Kosningar um hvað!

Ég tók þátt í Búsáhaldabyltingunni af heilum hug.  Fór bæði niður á Silfurtorg á Ísafirði og á Austurvöll og skrifaði mikið um málið.  Enda var ég algjörlega sammála þeim markmiðum að ríkisstjórnin færi frá og skipt yrði um seðlabankastjóra, man ekki það þriðja í augnablikinu  

Stjórnin féll og skipt var um seðlabankastjóra, það urðu kosningar og Samfylkingin og Vinstri græn unnu glæsilegan sigur.  Vinstri græn að mínu mati mest út á þau loforð að ekki yrði sótt um inngöngu í ESB og ekki yrði makkað við AGS.  Það kom fljótlega í ljós að Steingrímur og hans fólk meinti ekkert með þessu, því það kom fljótlega í ljós að ákveðið var að sækja um aðild.  Það þurfti að snúa upp á handleggi nokkurra, og hóta stjórnarslitum, því var hafnað að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, því nokkuð ljóst var að meirihluti íslendinga var ekki á því að ganga þarna inn.  

Það var sagt að við gætum kíkt í pakka og séð hvað væri í boði.  Það reyndist því miður rangt, það var bara til heimabrúks, því það var alltaf stefnan hjá ESB að þjóð sækti ekki um, nema að það væri þjóðarsátt um að vilja ganga inn í sambandið.  Þetta las ég m.a. í bloggi Björns Bjarnasonar,sem fór út til Brussel og Berlínar beinlínis til að kynna sér afstöðu ráðamanna þar.  

Því til ítekunar sendu þeir íslenskum ráðamönnum skýrslu um að þetta væru ekki samningaviðræður heldur aðlögun að regluverki Sambandsins upp á 100.000 bls.  Þetta hefur margoft komið fram og verið staðfest af fólki sem þekkir til, m.a. í skýrslu H.Í.  Hagfræðideildar háskólans ef ég man rétt.  

Ég tók líka þátt í undirskriftum og baráttu gegn því að borga Icesave.  Við vorum kölluð öllum illum nöfnum, svikarar, þjófar og ég veit ekki hvað, og við myndum verða Kúpa norðursins, helkuldi myndi ríkja hér á landi, og við yrðum útskúfuð meðal þjóða.

Þetta reyndist ekki rétt, og þegar málið fór fyrir dóm unnum við það mál.  

Nú standa menn á Austurvelli einn ganginn enn vill þjóðaratkvæðagreiðslu, og safnar undirskriftum.  Það er auðvitað besta mál að fólk rísi upp, þegar því finnst sér misboðið.  

En í þetta sinn, er málið ekki svona kvitt og klárt.  Því þegar maður spyr:  Um hvað á að kjósa?  Þá vandast málið.  Sumir segjast bara vilja ráða sjálfir hvað þeir gera, og allt í lagi með það, aðrir segjast vilja gjaldreyrishöftin burt og verðtrygginguna.  Þessi tvö atriði skipta reyndar engu máli í sambandi við ESB.  Þetta eru heimatilbúin vandamál.  Enn aðrir eru bara að mótmæla til að hanka ríkisstjórnina, það er líka skiljanlegt. 

En hefur fólk sest niður og skilgreint hvað það vill, ef svo vill til að það verði ofaná að það verði farið að óskum fólksins.  Um hvað á að kjósa?  Afturköllun á frumvarpi utanríkisráðherra?  Og hvað svo.  

Er hægt að kjósa um að hætta við stjórnarfrumvarp?  Ég bara spyr.  

Og er það nægilegt að það verði kosið um að draga frumvarpið til baka, eða ætla menn líka að láta kjósa um leið um inngöngu í ESB?

Eða vilja menn láta þetta bara "Malla" eins og einn stjórnmálafræðngurinn orðaði það svo skemmtilega?

Ég er ekki viss um hvernig er hægt að taka á þessu máli með vitrænum hætti.  Og það fyndna við þetta er að það fólk sem mest óskapast núna um þjóðaratkvæðagreiðslu sem einu lýðræðislegu leiðina, hafnaði marg oft að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um umsóknina í ESB og um áframhald viðræðna.  Það er nú öll lýðræðisást Össurar, Steingríms, Róberts, Guðmundar Steingríms og fleiri góðra manna.

 Svo það væri ágætt að heyra hvað er um að ræða og hvað fólk vill, svona fyrir utan bara að kjósa, um hvað á að kjósa og hvernig skal því framfylgt?  Spyr sú sem ekki veit.   

 


Hafa skal það sem sannara reynist.

Mér finnst sjálfri skondið að ég skuli vera að tala máli Bjarna Ben þessa dagana, en ég hef alltaf sagt að mér er alveg sama hvaðan gott kemur, og vil greiða slíkar leiðir.  

Hlustaði á viðtal á Rúv við Gunnar Helga Kristinsson um ræðu Bjarna í Valhöll.  Það  væri gaman að láta einhvern fræðing skoða ummæli hans út frá trúverðugleika, því á stundum skriplaði hann á skötu og varð hraðmæltur, eins og hann hefði ekki alveg sannfæringu fyrir því sem hann var að segja.

Gunnar er stjórnmálafræðingur og ætti ef til vill að vita betur.  Hann sagði m.a. að samtök atvinnulífsins væri í meirihluta á móti því að draga frumvarpið til baka, á sama tíma og það birtist skoðanakönnun þar sem um 60% atvinnurekenda vildu ekki draga umsóknina til baka.  Hann sagði líka að það væri erfit fyrir sjálfstæðisflokkin að sitja uppi með svikin loforð.  Þó Bjarni hafi útskýrt ágætlega hvað hann var að meina. Hann sagðist ekki skilja hraðan á því að slíta viðræðum, það hefði verið hægt að láta þetta "malla" árum saman.  Er það gjörðir sem honum hugnast?  Það er von að hann hafi verið ánægður með fyrri ríkisstjórn sem lét allt malla árum saman, eða skipaði nefndir, eða ráð. Og til hvers að láta það "Malla" er ekki best að gera hreint fyrir sínum dyrum?  

 

Bjarni tók það fram sem margir eru búnir að átta sig á, m.a. með því að lesa skýrsluna frá ESB sjálfu, og lesa bloggið hans Jóns Bjarnasonar, sem var að vinna í þessu máli, að þetta eru EKKI samningaviðræður, þetta eru aðildarviðræður, þar sem umsóknarríki þarf að laga sig að regluverki Sambandsins, það væri hægt að fá einhverjar undanþágur en ekki varanlegar, og engar sérlausnir.  Þetta hafa ráðamenn í Brussel margítrekað meira að segja við Össur sjálfan, þó hann vildi ekki skilja það.

Það var því farið af stað með þessa vegferð á röngum forsendum, þar sem í fyrsta lagi þjóðin var ekki spurð og það sem verra er að ljúga að fólki að það væri pakki til að kíkja í.  Og við gætum svo kosið um aðild.  Sú kosning myndi ekki fara fram fyrr en Íslands væri búið að taka upp allar reglur sambandsins og aðlaga sig að ESB, plús aðrar ESB þjóðir að samþykkja inngönguna, og undanþágur, ef svo einkennilega vildi til að við fengjum einhverjar.  

Hvað það varðar að þetta mál verði formanni Sjálfstæðisflokksins erfitt, get ég sagt fyrir mig, að ég held einmitt ekki, þessar gjörðir eru að þjappa fullt af fólki saman úr öllum stjórnmálaöflum.  Fólki sem aldrei hefði lyft litla fingri til að ræða málin á þessum nótum.  

Þetta upphlaup Samfylkingarinnar og hennar stuðningsmanna er að eyðileggja þessar leyfar sem eftir urðu eftir síðustu kosningar.  Því fólk sér alveg hvað er í gangi.  Óskapagangurinn, heiftin og svívirðingarnar eru að fara með blessað fólkið.  Svo ég tali nú ekki um Steingrím Joð, var næstum búin að skrifa "Steingrín".   Sá maður hefur endanlega gert út um sinn pólitíska feril og synd að upplifa það að þessi maður sem að mörgu leyti hefur staðið sig vel, burt séð frá síðustu ríkisstjórn skuli daga uppi sem Ragnar Reykás.   

Þegar svona múgæsing skapast, sérstaklega þegar áherslurnar eru ekki réttar, því eins og Bjarni benti á það er ekki hægt að kjósa um málið í þessum farvegi.  Þetta er aðlögun en ekki samningur, þetta veit Össur vel, þess vegna settu þeir umsóknina á ís, þó það henti þeim núna að magna upp múgæsingu hjá fólki sem virðist ekki átta sig á staðreyndum.  

 Hér má lesa skýrslu ESB sem send var ríkisstjórninni til að árétta að hér er ekki um samningaviðræður að eiga heldur aðlögun upp á 100.000 bls. af regluverki ESB: 

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf Lesa þetta í rólegheitum.

Hér er ráðhereran okkar fyrrverandi Jón Bjarnason. http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/1358735/

Og svo um atkvæðagreiðslur á þingi. http://ast.blog.is/blog/ast/guestbook/

Þar má lesa ýmislegt um sannleikann í málinu.

Það er því miður ekkert til að semja um. Bara aðlögun upp á 100.000 bls, þess vegna er ekki hægt að kjósa um málið eins og það lítur út í dag.

 

En þar sem ég hef verið löt við að setja inn myndir, þá eru hér nokkrar.

IMG_4713

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þrjár knúsirófur sem gistu hjá ömmu á helginni. <3

  

IMG_4709
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
VInkona mín Ellen sem gisti hjá mér líka, hér með Lottu í fanginu.  
 
IMG_4714
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ísafjörður í dag.
 
IMG_4715
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og kúlan mín.  En svona er nú lífið í dag.  Það þarf að skoða allar hliðar mála og ekki láta einfaldan áróður gabba sig til að taka ranganr ákvarðanir.
En eigi góðan dag.  

Hvað er málið?

Ef ályktunin sem vitnað er í hljómar svona:

 

" Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." 

Hvernig í ósköpunum getur fólk þá lesið það út að hér sé um svkik að ræða?  Þarna segir svart á hvítu, landsfundur telur að hagsmunum Íslands sébetur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.  Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.  

Eru menn orðnir svo blindir að þeir skilja ekki lengur sitt eigið tungumál.  Hvar er hægt að lesa út úr þessu að þeir lofi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðlögunarviðræðna.  Það þarf ansi góðan vilja til þess.  

Verði  hætt, er skírt og klárt og kvit um að viðræðum verði slitið, ekki settar á ís, ekki frestað, verði hætt er alveg skírt í mínum huga.  Þetta er rétt eins og annar málflutningu ESB sinna, þeir skilja ekki mismun á aðildarviðræðum og aðlögunarviðræðum.  Þeir heyra ekki þegar sambandið sjálft segir að hér sé ekki um samninga að ræða heldur aðlögun að sambandinu, þeir sögðu meira að segja að Ísland væri að gagna í sambandið en ekki sambandið í Ísland.  Svo ofan á allt þegar opinberaður er kafli ESB um sjávarútvegsmálin, og í ljós kemur að yfirráðin verði færð til Brussel, þá reynir fólk að gera það tortryggilegt.  Hvaða æsingur er þetta og af hverju þessi ótti og hatur?  Ef fólk langar svona mikið í Evrópusambandi þá má benda á að það er hægt að flytja sig um set.  Enginn mun halda í það fólk sem getur ekki hugsað sér lífið án ESB.  

og ef mönnum er svona mikið í mun að þjóðaratkvæðagreiðsla sé málið.  Þá má benda á að fyrri ríkisstjórn datt ekki í hug að spyrja þjóðina hvort hún vildi fara í þessar viðræður.  Og höfnuðu því tvisvar að kjósa um málið.  

 

 

 


mbl.is Undirskriftum safnað gegn afturköllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá hugleiðing vegna umræðunnar í þjóðfélaginu.

Æsist nú leikurinn.  Samfylking og Vinstri græn ná ekki upp í nefið á sér fyrir hneykislun yfir því að verið sé að svíkja lýðræði með því að kjósa ekki um framhald viðræðna, lengst hafa gengið m.a., Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Baldur Þórhallsson, Árni Páll Árnason, hafa þeir talað digurbarkalega um hvernig troðið er á lýðræðinu með þeirri ákvörðun að slíta aðildarferlinu  

Já, í fyrsta lagi datt þessu ágæta fólki ekki í hug að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við vildum ganga í ESB, þó var það frumskilyrði fyrir inngöngu að þjóðin vildi ganga í ESB.  Nei það var talað um að kíkja í pakka, við myndum fá góðan samning sem fólk myndi vilja taka á móti.  

Svo drógust málin og árin liðu, ekki voru opnaði þeir pakkar sem höfðu mesta þýðingu fyrir íslenska þjóð, þ.e. sjávarútvegsmálin og landbúnaður.  Þegar fór að síga á ferlið var svo málið sett á ís af Össuri og có.

Það skondna við þessa umræðu í dag og hneykslun fyrri stjórnvalda, er athugasemd sem ég las fá Sigurjóni Vigfússyni, sem minnti okkur á að um leið og kjósa átti til stjórnlagaþings, setti Vigdís Hauksdóttir fram tilllögu um að borin yrðu undir þjóðina um áframhald á viðræðum við ESB.

Hér kemur uppryfjun Sigurjóns:

 

 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumálum. Hún lagði fram þessa þingsályktunnartillögu: "Alþingi ályktar að fela dómsmála- og mannréttindaráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010".

Og hverjir sögðu nei ?

Það er hér að neðan !

Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Baldur Þórhallsson, Birgitta Jónsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson. Kv. Sigurjón Vigfússon Rauða Ljónið, 21.2.2014 kl. 23:46

Er ekki í lagi með ykkur ágæta fólk sem nú kvaka hæst um þjóðaratkvæðagreiðslu?  Þið höfðuð engan áhuga á því í nóvember árið 2010.  Hefur eitthvað breyst á þeim tíma?

Jú! þið hlutuð afhroð í kosningum og síðan tók við stjórn sem er andvíg inngöngu, báðir flokkar staðfestu það skýrt á sínum landsfundum.  

Ekki að ég ætli að fara að verja núverandi stjórnvöld ég er ekki að því, ég er að hneykslast á því hvernig þið umsnúið sannleikanum eftir því hvernig vindurinn blær.

Reyndar var það Össur og Árni Páll sem hægðu á umsóknarferlinu, og Árni Páll sem klúðraði stjórnarkrárfrumvarpinu ef til vill sem betur fer ef ákvæðið sem alltaf var mér þyrnir í augum átti að vera til þess að koma okkur inn bakdyrameginn.

&#39;Eg held nú að þetta hafi þróast í þessa átt, þegar Össur og Árni Páll gerðu sér grein fyrir því að ESB gekk ekki í takt við vilja almennings á Íslandi í sambandi við þessu tvö stóru mál.  Þeir gerðu að því skóna að öll yfirstjórn fiskveiða færi til Brussel.  Þessir ágætu menn gerðu sér grein fyrir því að þetta gengi aldrei upp.  En í stað þess að koma hreint fram og segja eins og var, fóru þeir undan í flæmingi.  Og standa svo núna á blístri af vandlætingu á hlut sem þeir sjálfir klúðruðu.  

Ég segi bara fyrir mig, ég hafði í upphafi trú á vinstri stjórn Jóhönnu og  Steingríms, en það kom fljótlega í ljós svik aldarinnar þegar í ljós kom að meðan Steingrímur kallaði manna hæst að aldrei skyldum við fara í ESB eða semja við AGS, var hann að makka bak við tjöldin við Jóhönnu nákvæmlega um þetta.  

 

Svo er ég að spá í hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni ekki klofna núna á næstunni.  ESB sinnar í flokknum, þó í minnihluta sé eru froðuflellandi af reiði.  Hvernig eiga slíkir fjendur að starfa saman?  &#39;Eg fæ það ekki til að ganga upp.  Sennilega verður breiður hópur af gamla og ég meina gamla Sjálfstæðisflokknum, frá tímum Matta Bjarna og Sverris að flokki, og síðan hvarfnast út harðlínukjarninn sem endilega vill ganga í ESB.  Þessir reiðu sem ekki geta unað lýðræðislegri niðurstöðu flokksins á landsfundi.  

Samt vona ég bara að það kvarnist sem mest úr öllum fjórflokknum, að loksins geti fólk kosið eitthvað annað, ný framboð og nýtt fólk til dæmis  Pírata eða Dögun og nýja hugmyndafræði.  

Ég var á fundi í dag með félögum mínum í Í-listanum á Ísafirði, þrír flokkar hafa þar starfað saman og ber ekki skugga á, þar eru Frjálslyndir/Dögun, Samfylking og Vinstri Græn.  Það er fólkið sem starfar vel saman þvert á allar flokkslínur.   Sem sýnir að þessir flokkadrættir ættu að hverfa úr sögunni, og fólk að tala sig saman án titla eða félagsskírteina.  

IMG_4148

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það þarf nýja hugsun og meiri vitund fólksins sjálfs um hvað það vill sameinast um.  Eigið góðan dag.   


Er innra eftirlit til í lögreglunni?

Þá verður auðvitað líka rannsakað hvað varð til þess að maðurinn setti inn þessa hótun:
„Herra Óskar Bjartmarz, þú réðst á mig eins og svín. Núna veit ég hvar þú býrð... ef ég væri þú færi ég varlega í það að setja bílinn í gang á morgnana."

Ég þekkti lögreglumann sem gerði sér það til dundurs að berja menn inn í klefa, og ég hef heyrt fleiri slíkar sögur og séð myndband af "handdöku" lögreglu á ofurölvaðri konu.

Nú er ég ekki að segja að lögreglumaðurinn hafi gert neitt slíkt, en orðin standa, og hótunin getur hafa verið vegna þess að manninum fannst á sér brotið og eins og oft vill verða, menn eru varnarlausir gagnvart landsstjórninni sérstaklega á landsbyggðinni.

Því miður hefur brunnið við að lögreglumenn hafa notað sér aðstöðuna til að leika Rambóa eða súperhetjur á kostnað manna sem minna mega sín í samfélaginu. Þess vegna vona ég að lögreglan hafi innra eftirlit sem m.a. rannsaka af hverju einhverjir sjái ástæðu til að láta svona frá sér.


mbl.is „Núna veit ég hvar þú býrð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð Birgitta.

Birgitta alltaf jafn skynsöm, þetta er alveg hárrétt hjá henni, til hvers að vera eins og naut með rauða dulu að andskotast í ríkisstjórninni að halda þessu ferli áfram, þegar hún hefur margítrekað og einnig flokkarnir sjálfir að þeir vilji ekki fara þessa leið.  

Eins og Birgitta segir nær væri að eyða tímanum í annað og þarfara eins og aðstoð við heimili, og vaxtamálin.  Það skyldi þó aldrei vera að hefnigirni réði för, frekar en umhyggja fyrir landsmönnum? 


mbl.is „Þetta er bara skrípaleikur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afglæpavæðing og að aflétta refsingum.

"Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur sýslumaður á Akranesi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands, segir að umræða um að aflétta refsingum vegna vörslu fíkniefna sé að mörgu leyti óljós. Því sé erfitt fyrir lögreglustjóra að tjá sig um málið á þessu stigi. Það sé t.a.m. óljóst hvort hugmyndirnar snúist um að aflétta refsingum af vörslu allra fíkniefna eða hvort einungis sé átt við vörslur kannabisefna. â&#128;&#158;Það skiptir máli um hvað er verið að ræða.â&#128;&#156;
Samhliða umræðu um að aflétta eigi refsingum sé einnig rætt um að efla fíkniefnameðferð. â&#128;&#158;Og það væri mjög til góða, sérstaklega fyrir unga neytendur.â&#128;&#156; Sum fíkniefni hafi eitt sinn verið notuð í lækningaskyni og ekki talin hættuleg. Annað hafi komið í ljós. â&#128;&#158;Fíkniefni eru alls ekki hættulaus og menn verða að fara varlega í umræðunni og vanda sig.â&#128;&#156;"

Ef það er svona erfitt fyrir lögregluyfirvöld að skilja málið, hvernig væri þá að kynna sér þau, með að leita upplýsinga til þeirra sem málið varðara, til dæmis aðstandendur og fíkla?
Ég hef marg sagt að það þurfi að halda ráðstefnu um fíkniefnavána, þar eiga að hafa sæti allir sem koma nálægt þessum málum, fíklar, aðstandendur, lögreglan, dómarar, lögfræðingar, og allskonar sérfræðingar, meðferðarfulltrúar, sálfræðingar og geðlæknar. Þessi mál þarf að ræða af alvöru og festu.
Ef eins margir hefðu dáið gegnum árin af völdum annarra mála, þá væri löngu búið að bregðast við.
En fíklar eru réttlaust fólki íokkar samfélagi.
Og svona til upplýsingar þá fer afskaplega vel saman forvarnarstarf og aflétta refsingum. M.A. að fá fíkla í lið með sér til að ræða við ungmenni í skólum.

Það hefur ENGIN sagt að fíkniefni séu hættulaus, þau eru það ekki, en miklu hættulegra er það niðurbrot sem á sér stað á ungu fólki af kerfinu, ef það finnst með einhver slíka á sér, þó það sé til eigin notkunar.
Þið ættuð að einbeita ykkur að því að finna svarið, en ekki bíða eftir að einhverjir komi og segi ykkur það.
Því það þarf alla til, ykkur líka til að vinna saman að þessu stóra verkefni.


mbl.is Birtist á sakavottorði í þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fuglamál.

Nú er sól og blíða á Ísafirði.  Ég hef gefið krumma í allan vetur, það er einn krummi sem "á" kúluna.  Þau voru tvö en annað dó.  Nú er hann farin að bjóða öllum hröfnum bæjarins í veislu hjá mér hehehe...

Skrýtið er að ég hef ekki séð einn einasta smáfugl í allann vetur, þeir eru vanir að vera hér í stórum hópum og fljúga á milli húsa það sem þeir vita að þeir fá mat.  En ég held að ég hafi séð lóu áðan.  Hún flaug upp þegar ég fór niður á bílastæði.  Ótrúleglt að sjá hana á þessum árstíma, og svo er alltof mikill snjór fyrir hana blessaða. 

En nú verð ég að fara og njóta góða veðursins, eigið góðan dag.   


Frábært unga fólkið okkar, hinir eldri ættu að læra af þeim.

Unga fólkið sýnir fordæmi sem þeir sem eldri eru og hafa meiri ábyrgð á þjóðfélaginu mættu taka til sín og læra af.  

Ég er afskaplega ánægð með viðbrögð unga fólksins okkar, og er viss um að þetta er lærdómur sem mun reynast þeim vel í framtíðinni.  

Svo verð ég að hrósa ungu konunni sem lét ekki þar við sitja, heldur hélt sínu striki, af henni mættu margar konur læra, ekki endalaust fórnarlömb heldur standa fast á sínu.  

Ég verð að segja að ég er bjartsýnni en áður á framtíð Íslands.  


mbl.is Segir engan í liði MÍ hata konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Feb. 2014
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband