Ósló/Voldakomune.

Já við áttum yndislegan tíma hjá Skafta og Tinnu í Osló, en við ætluðum lengra alla leið til Austfjorden, Voldakomune til sonar okkar þar Inga Þórs, við tókum Rútu, hún er níu klst. á leiðinni, ekki af því leiðin sé endilega svo löng, heldur eru það vegirnir, þarna er umferðin allt frá því að vera 50 km upp í 100, en sá hraði er bara rétt út til Gardemoen, algengasti hraði er 70 - 80 km.  Og ströng viðurlög við hraðaakstri. 

IMG_4478

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er hann Elías Skaftason júníor, hann er reyndar eins og snýttur út úr nösinni á pabba sínum, svo líkir eru þeir feðgar.  Hér er hann að borða, málið er að hann vill borða sjálfur, svo má mamma skella einni og einni skeið í munninn svona með því sem hann sullar LoL

IMG_4479

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mamma þekkir ungann sinn, og er alveg salla róleg.  

IMG_4482

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem betur fer sjáum við þessi elskulegu börn nógu oft til að þau þekkja okkur, það skiptir svo miklu máli, hér eru nafnarnir saman í knúsi.

IMG_4484

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er óendanlega mikilvægt að viðhalda fjölskylduböndunum eins og hægt er.

IMG_4485

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skafti minn að elda gurme mat eins og hans er von og vísa, eða eins og ég hef sagt, þeir eru allir listakokkar synir okkar Ella míns. Heart

IMG_4491

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stubbur og fallega mamman hans Heart

IMG_4497

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo er það prinsessan okka Sólveig Hulda, svo falleg og skemmtileg stelpa, eins og þau eru reyndar öll.

IMG_4502

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og bræðurnir, Óðinn Freyr sem er að verða svo stór og litli stubbur.

IMG_4501

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úti ríkir veturinn ennþá í Nittedal.

IMG_4503

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann situr nú ekki alltaf svona kyrr og rólegur, þessi ungi maður á bara smá tíma eftir að fara að hlaupa um allt og opna alla skápa í eldhúsinu, hann er farin að labba með.  En er á meðan er segir mamma hans.

IMG_4505

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afi og prinsessan að borða morgunmat, þau eru einstaklega góðir vinir, frá því að afi bjó hjá þeim.  Og það er svo sannarlega falleg ást og kærleikur.

IMG_4507

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún var búin að plana allt fyrir komuna, afi átti að lesa fullt af sögum og fara niður í Kíwí að kaupa ís, og svo áttu afi og amma að sofa með henni í rúminu hennar.  Hún var alsæl þessi elska.

IMG_4511

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún hringdi í ömmu og bað hana að koma með hrískúlur fyrir hana, og hún hringdi nokkrum sinnum til að vera viss.  Hún veit alveg hvað hún vill þessi litla stúlka okkar. Heart

IMG_4512

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afinn og barnið.

IMG_4513

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En hún er líka sönn prinsessa, og það var mikil ánæga þegar hún sá að amma hafði komið með falleg föt frá Báru frænku í Austurríki.  

IMG_4514

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já maður getur  nú verið fín.

IMG_4516

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það var gaman að skoða pakkan frá Báru frænku.

IMG_4517

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meira að segja prinsessukjóll fylgdi með svona ekta.

IMG_4518

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta var spennandi.

IMG_4521

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það fylgdi meira, allskonar falleg veski og hárspennur.

IMG_4522

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og nú þurfti mamma að aðstoða við frekari aðgerðir.

IMG_4523

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún setti auðvitað sjálf spennurnar í hárið sitt.

IMG_4524

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En mamma þurfti að aðstoða við að naglalakka dömuna.

IMG_4525

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er nefnilega ekki nóg að fara í fínan kjól og greiða hárið, það þarf líka að lakka neglurnar.

IMG_4527

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meðan Óðinn plataði afa sinn og þóttist leika klassiska tónlist á Ipadin hans hahahaLoL

IMG_4528

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afi skildi ekkert í hvað hann var flinkur að spila Für Elíza.

IMG_4533

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svo kom Habbi í heimsókn, hann var á fullu að undirbúa ball með Palla Óskari.  Rósa litla var á hvíldarheimili yfir helgina.  Svo það var upplífgun að heimsækja bestu vini sína og spjalla.   

IMG_4537

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamla brýnið.

IMG_4539

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alveg á kafi í undirbúningi fyrir Pallaball.

IMG_4541

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo fékk amma auðvitað hárgreiðslu.

IMG_4545

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Sólveig svo að búa til pizzu, hún er eins og flestir hinir krakkarnir hefur gaman af að elda.

IMG_4546

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En svo var komin tími til að fara með rútunni til Inga.  Við lögðum af stað kortér fyrir tíu á mánudagsmorgun, við fórum frá Ólafsgård, Það verður farið yfir hóla og hæðir, en líka fjöll, Strynfjallið er hátt, ég veit reyndar ekki Hve hátt það er, en það er örugglega 1-2000 metra hæð, þar er fullt af bústöðum og þar er mikið sumarskíðasvæði Norðmanna.  

IMG_4547

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það standa miklar vegaframkvæmdir yfir í Noregi, fleiri göng í smíðum og hrikalegar hlíðar undirlagðar af framkvæmdum.

IMG_4555

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir því sem norðar- eða vestar dregur verða fjöllin hrikalegri og vegirnir krókóttari.

IMG_4559

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég segi betur frá því síðar, en nú viljum við bara komast til Inga Þórs og hitta barnabörnin okkar þar.

IMG_4560

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komin heim í elshúsið hjá Inga Þór.  En það er margt forvitnilegt að sjá á leiðinni, og ég ætla að taka fleiri myndir á leiðinni aftur til Oslóar, hér var ekið gegnum Guðbrandsdalinn, ekið gegnum heimasvæði Knud Hamsun, Péturs Gauts, elsta stafkirkja í Noregi  og svo framvegið en nóg um það í bili.  Eigið góðan dag elskurna og vona að þið hafið notið myndanna minna. Heart 


Bloggfærslur 1. febrúar 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband