Hafa skal það sem sannara reynist.

Mér finnst sjálfri skondið að ég skuli vera að tala máli Bjarna Ben þessa dagana, en ég hef alltaf sagt að mér er alveg sama hvaðan gott kemur, og vil greiða slíkar leiðir.  

Hlustaði á viðtal á Rúv við Gunnar Helga Kristinsson um ræðu Bjarna í Valhöll.  Það  væri gaman að láta einhvern fræðing skoða ummæli hans út frá trúverðugleika, því á stundum skriplaði hann á skötu og varð hraðmæltur, eins og hann hefði ekki alveg sannfæringu fyrir því sem hann var að segja.

Gunnar er stjórnmálafræðingur og ætti ef til vill að vita betur.  Hann sagði m.a. að samtök atvinnulífsins væri í meirihluta á móti því að draga frumvarpið til baka, á sama tíma og það birtist skoðanakönnun þar sem um 60% atvinnurekenda vildu ekki draga umsóknina til baka.  Hann sagði líka að það væri erfit fyrir sjálfstæðisflokkin að sitja uppi með svikin loforð.  Þó Bjarni hafi útskýrt ágætlega hvað hann var að meina. Hann sagðist ekki skilja hraðan á því að slíta viðræðum, það hefði verið hægt að láta þetta "malla" árum saman.  Er það gjörðir sem honum hugnast?  Það er von að hann hafi verið ánægður með fyrri ríkisstjórn sem lét allt malla árum saman, eða skipaði nefndir, eða ráð. Og til hvers að láta það "Malla" er ekki best að gera hreint fyrir sínum dyrum?  

 

Bjarni tók það fram sem margir eru búnir að átta sig á, m.a. með því að lesa skýrsluna frá ESB sjálfu, og lesa bloggið hans Jóns Bjarnasonar, sem var að vinna í þessu máli, að þetta eru EKKI samningaviðræður, þetta eru aðildarviðræður, þar sem umsóknarríki þarf að laga sig að regluverki Sambandsins, það væri hægt að fá einhverjar undanþágur en ekki varanlegar, og engar sérlausnir.  Þetta hafa ráðamenn í Brussel margítrekað meira að segja við Össur sjálfan, þó hann vildi ekki skilja það.

Það var því farið af stað með þessa vegferð á röngum forsendum, þar sem í fyrsta lagi þjóðin var ekki spurð og það sem verra er að ljúga að fólki að það væri pakki til að kíkja í.  Og við gætum svo kosið um aðild.  Sú kosning myndi ekki fara fram fyrr en Íslands væri búið að taka upp allar reglur sambandsins og aðlaga sig að ESB, plús aðrar ESB þjóðir að samþykkja inngönguna, og undanþágur, ef svo einkennilega vildi til að við fengjum einhverjar.  

Hvað það varðar að þetta mál verði formanni Sjálfstæðisflokksins erfitt, get ég sagt fyrir mig, að ég held einmitt ekki, þessar gjörðir eru að þjappa fullt af fólki saman úr öllum stjórnmálaöflum.  Fólki sem aldrei hefði lyft litla fingri til að ræða málin á þessum nótum.  

Þetta upphlaup Samfylkingarinnar og hennar stuðningsmanna er að eyðileggja þessar leyfar sem eftir urðu eftir síðustu kosningar.  Því fólk sér alveg hvað er í gangi.  Óskapagangurinn, heiftin og svívirðingarnar eru að fara með blessað fólkið.  Svo ég tali nú ekki um Steingrím Joð, var næstum búin að skrifa "Steingrín".   Sá maður hefur endanlega gert út um sinn pólitíska feril og synd að upplifa það að þessi maður sem að mörgu leyti hefur staðið sig vel, burt séð frá síðustu ríkisstjórn skuli daga uppi sem Ragnar Reykás.   

Þegar svona múgæsing skapast, sérstaklega þegar áherslurnar eru ekki réttar, því eins og Bjarni benti á það er ekki hægt að kjósa um málið í þessum farvegi.  Þetta er aðlögun en ekki samningur, þetta veit Össur vel, þess vegna settu þeir umsóknina á ís, þó það henti þeim núna að magna upp múgæsingu hjá fólki sem virðist ekki átta sig á staðreyndum.  

 Hér má lesa skýrslu ESB sem send var ríkisstjórninni til að árétta að hér er ekki um samningaviðræður að eiga heldur aðlögun upp á 100.000 bls. af regluverki ESB: 

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf Lesa þetta í rólegheitum.

Hér er ráðhereran okkar fyrrverandi Jón Bjarnason. http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/1358735/

Og svo um atkvæðagreiðslur á þingi. http://ast.blog.is/blog/ast/guestbook/

Þar má lesa ýmislegt um sannleikann í málinu.

Það er því miður ekkert til að semja um. Bara aðlögun upp á 100.000 bls, þess vegna er ekki hægt að kjósa um málið eins og það lítur út í dag.

 

En þar sem ég hef verið löt við að setja inn myndir, þá eru hér nokkrar.

IMG_4713

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þrjár knúsirófur sem gistu hjá ömmu á helginni. <3

  

IMG_4709
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
VInkona mín Ellen sem gisti hjá mér líka, hér með Lottu í fanginu.  
 
IMG_4714
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ísafjörður í dag.
 
IMG_4715
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og kúlan mín.  En svona er nú lífið í dag.  Það þarf að skoða allar hliðar mála og ekki láta einfaldan áróður gabba sig til að taka ranganr ákvarðanir.
En eigi góðan dag.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Góðan daginn Áshildur og þakka þér góðan pistil.

Ég lét mig hafa það að lesa bókina " Ár drekans." Eftir Össur S.margt kemur fram í þeirri bók m.a. að Össur sótti það fast að opnaður væri pakkinn um sjávarútveg við ESB, en varð ekkert ágengt vegna þeirra skilyrða sem þó voru settir af Íslands hálfu. Væri einhver möguleiki á að þeir sem eru yfirlýstir andstæðingar ESB tækist betur til ?. Í þetta ferli fóru mikill tími og kraftar hjá fyrrverandi stjórn. Ég held að ráðamenn hafi annað og þarfara að gera en vera með annan fótinn út í Brussel og tala þar fyrir lokuðum eyrum. Ég er mjög ánægður með Bjarna B. hvað hann er eindreginn í þeirri afstöðu sem landsfundur markaði og hvað hann færir góð rök fyrir sínu máli. Skil vel vilja hans til að geta snúið sér að málum hér innanlands af fullum huga, af nógu er að taka.

" Stór áfangi í sjálfstæðismálum Íslendinga." segir Hjörleifur Guttormsson í ágætri grein í Mogganum í dag um þá tillögu að slíta viðræðum við ESB þar vandar hann ekki Steingrími S.kveðjurnar. 

Kveðja vestur.

Ragnar Gunnlaugsson, 25.2.2014 kl. 16:26

2 identicon

Gallinn er hinsvegar sá að flest ríkin eru með varanlegar undanþágur og Króatía fékk varanlega undanþágu við inngönguna á síðasta ári. Þannig að þó ESB sé ekki að auglýsa það, hvetur ekki til þess og vill það helst ekki þá er það alveg í spilunum að fá varanlegar undanþágur. Vilji ESB fá okkur inn og við spilum fram góðum samningamönnum þá eru þetta samningaviðræður þar sem dæmin sanna að varanlegar undanþágur og sérlausnir eru raunhæfur möguleiki.

Egill (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 16:37

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vel mælt mín kæra.  Mín tilfinning er sú að þegar harðir INNLIMUNARSINNAR sáu að barátta þeirra fyrir því að ljúga Ísland inn í ESB fundu þeir til ástæðu til að gera ákvörðun núverandi stjórnar tortryggilega enda hefur umræða síðustu daga ekkert snúist um málefnið Ísland og ESB................

Jóhann Elíasson, 25.2.2014 kl. 16:58

4 identicon

Ég heyrði ekki betur en að Gunnar Helgi hafi farið með rangt mál í dag þ.e. að sjálfstæðisflokkurinn hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna.  Landsfundarsamþykktir flokksins fela ekki slíkt í sér eins og bent hefur verið á. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 18:02

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnar það er nú málið, að vera að þessu brölti þegar miklu alvarlegri hlutir þurfa að vera í brennidepli. Satt sem þú segir að óþarflega mikill tími síðustu ríkisstjórnar fór einmitt í að hafa ESB í forgangi, þegar miklu alvarlegri mál brunnu á Íslenskri þjóð.

Egill, hvaða varanlegar undanþágur ertu að tala um? Það væri fróðlegt að fá það upplýst hér.

Einmitt Jóhann, það kann aldrei góðri lukkur aðstýra að hliðra til sannleikanum til að fá sínu framgengt, það fer yfirleitt frekar illa.

Gunnar fór bæði með rangt mál og einnig skriplaði á sannleikanum. Hlutlaus er maðurinn ekki frekar en aðrir viðmælendur sem RUV dregur upp í þessu máli. Þess vegna fer ég fram á það að þeir hætti að tala um útvarp allra landsmanna, þeir standa ekki undir því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2014 kl. 18:29

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Góð rök - frábærar myndir. Knús í Kúluna.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.2.2014 kl. 18:57

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Lísa mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2014 kl. 22:21

8 identicon

Takk fyrir góða grein.  Þú ert hugrökk að þora að segja þetta.

Frímann (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 05:43

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Frímann, það hefur aldrei þvælst fyrir mér að segja það sem mér býr í brjósti. :)

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2014 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband