Að leika sé með líf heilla byggðalaga er vond pólitík og óréttlæti sem ekki á að viðgangast.

Auðvitað er útgerð grafalvarlegt mál Guðmundur, það alvarlegasta er það óréttlæti að útgerðarmönnum skuli vera færður veiðirétturinn á silfurfati.  Auðvitað eigið þið að geta samið um aflaheimildir við ríkið, sem á að halda utan um eign landsmanna, auðlindina í sjónum.  Það er óréttlæti að þið getið sankað að ykkur kvóta, án þess að þurfa endilega að veiða hann og nota hann til að halda uppi kvótaverði, og fyrirbyggja að nokkur komist inn í kerfið, þar deilið þið og drottnið í krafti stjórnvalda. Veit að það er ákveðin veiðiskylda, en það er farið í kring um hana á allan hátt og það bara á ekki að vera þannig að menn geti "átt" kvóta sem þeir nýta ekki og nota til að leigja öðrum sem þess vegna berjast í bökkum, meðan kvótahafar vaða í peningum. 

Ríkið á að taka kvótann eignarnámi, það á að afskrifa skuldir á móti, og greiða þeim sem SANNANLEGA hafa keypt kvóta, svo sem eins og smábátaútgerðarmenn.  En allar heimildir eiga að vera í höndum ríkisins.

Svo getið þið leigt kvóta fyrir sanngjarnt verð til 20 ára eða hvað sem er, og veitt þær heimildir sem þið hafið fengið.  

Ég veit ekki hvað þarf til að fá réttlætinu fullnægt hér, en sennilega þarf ríkisstjórn fólksins, með bein í nefinu til að taka á þessum málum af festu og styrk.   


mbl.is „Það halda allir að útgerð sé djók“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband