Afglæpavæðing og að aflétta refsingum.

"Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur sýslumaður á Akranesi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands, segir að umræða um að aflétta refsingum vegna vörslu fíkniefna sé að mörgu leyti óljós. Því sé erfitt fyrir lögreglustjóra að tjá sig um málið á þessu stigi. Það sé t.a.m. óljóst hvort hugmyndirnar snúist um að aflétta refsingum af vörslu allra fíkniefna eða hvort einungis sé átt við vörslur kannabisefna. „Það skiptir máli um hvað er verið að ræða.“
Samhliða umræðu um að aflétta eigi refsingum sé einnig rætt um að efla fíkniefnameðferð. „Og það væri mjög til góða, sérstaklega fyrir unga neytendur.“ Sum fíkniefni hafi eitt sinn verið notuð í lækningaskyni og ekki talin hættuleg. Annað hafi komið í ljós. „Fíkniefni eru alls ekki hættulaus og menn verða að fara varlega í umræðunni og vanda sig.“"

Ef það er svona erfitt fyrir lögregluyfirvöld að skilja málið, hvernig væri þá að kynna sér þau, með að leita upplýsinga til þeirra sem málið varðara, til dæmis aðstandendur og fíkla?
Ég hef marg sagt að það þurfi að halda ráðstefnu um fíkniefnavána, þar eiga að hafa sæti allir sem koma nálægt þessum málum, fíklar, aðstandendur, lögreglan, dómarar, lögfræðingar, og allskonar sérfræðingar, meðferðarfulltrúar, sálfræðingar og geðlæknar. Þessi mál þarf að ræða af alvöru og festu.
Ef eins margir hefðu dáið gegnum árin af völdum annarra mála, þá væri löngu búið að bregðast við.
En fíklar eru réttlaust fólki íokkar samfélagi.
Og svona til upplýsingar þá fer afskaplega vel saman forvarnarstarf og aflétta refsingum. M.A. að fá fíkla í lið með sér til að ræða við ungmenni í skólum.

Það hefur ENGIN sagt að fíkniefni séu hættulaus, þau eru það ekki, en miklu hættulegra er það niðurbrot sem á sér stað á ungu fólki af kerfinu, ef það finnst með einhver slíka á sér, þó það sé til eigin notkunar.
Þið ættuð að einbeita ykkur að því að finna svarið, en ekki bíða eftir að einhverjir komi og segi ykkur það.
Því það þarf alla til, ykkur líka til að vinna saman að þessu stóra verkefni.


mbl.is Birtist á sakavottorði í þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband