Smá hugleiðing vegna umræðunnar í þjóðfélaginu.

Æsist nú leikurinn.  Samfylking og Vinstri græn ná ekki upp í nefið á sér fyrir hneykislun yfir því að verið sé að svíkja lýðræði með því að kjósa ekki um framhald viðræðna, lengst hafa gengið m.a., Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Baldur Þórhallsson, Árni Páll Árnason, hafa þeir talað digurbarkalega um hvernig troðið er á lýðræðinu með þeirri ákvörðun að slíta aðildarferlinu  

Já, í fyrsta lagi datt þessu ágæta fólki ekki í hug að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við vildum ganga í ESB, þó var það frumskilyrði fyrir inngöngu að þjóðin vildi ganga í ESB.  Nei það var talað um að kíkja í pakka, við myndum fá góðan samning sem fólk myndi vilja taka á móti.  

Svo drógust málin og árin liðu, ekki voru opnaði þeir pakkar sem höfðu mesta þýðingu fyrir íslenska þjóð, þ.e. sjávarútvegsmálin og landbúnaður.  Þegar fór að síga á ferlið var svo málið sett á ís af Össuri og có.

Það skondna við þessa umræðu í dag og hneykslun fyrri stjórnvalda, er athugasemd sem ég las fá Sigurjóni Vigfússyni, sem minnti okkur á að um leið og kjósa átti til stjórnlagaþings, setti Vigdís Hauksdóttir fram tilllögu um að borin yrðu undir þjóðina um áframhald á viðræðum við ESB.

Hér kemur uppryfjun Sigurjóns:

 

 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumálum. Hún lagði fram þessa þingsályktunnartillögu: "Alþingi ályktar að fela dómsmála- og mannréttindaráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010".

Og hverjir sögðu nei ?

Það er hér að neðan !

Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Baldur Þórhallsson, Birgitta Jónsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson. Kv. Sigurjón Vigfússon Rauða Ljónið, 21.2.2014 kl. 23:46

Er ekki í lagi með ykkur ágæta fólk sem nú kvaka hæst um þjóðaratkvæðagreiðslu?  Þið höfðuð engan áhuga á því í nóvember árið 2010.  Hefur eitthvað breyst á þeim tíma?

Jú! þið hlutuð afhroð í kosningum og síðan tók við stjórn sem er andvíg inngöngu, báðir flokkar staðfestu það skýrt á sínum landsfundum.  

Ekki að ég ætli að fara að verja núverandi stjórnvöld ég er ekki að því, ég er að hneykslast á því hvernig þið umsnúið sannleikanum eftir því hvernig vindurinn blær.

Reyndar var það Össur og Árni Páll sem hægðu á umsóknarferlinu, og Árni Páll sem klúðraði stjórnarkrárfrumvarpinu ef til vill sem betur fer ef ákvæðið sem alltaf var mér þyrnir í augum átti að vera til þess að koma okkur inn bakdyrameginn.

'Eg held nú að þetta hafi þróast í þessa átt, þegar Össur og Árni Páll gerðu sér grein fyrir því að ESB gekk ekki í takt við vilja almennings á Íslandi í sambandi við þessu tvö stóru mál.  Þeir gerðu að því skóna að öll yfirstjórn fiskveiða færi til Brussel.  Þessir ágætu menn gerðu sér grein fyrir því að þetta gengi aldrei upp.  En í stað þess að koma hreint fram og segja eins og var, fóru þeir undan í flæmingi.  Og standa svo núna á blístri af vandlætingu á hlut sem þeir sjálfir klúðruðu.  

Ég segi bara fyrir mig, ég hafði í upphafi trú á vinstri stjórn Jóhönnu og  Steingríms, en það kom fljótlega í ljós svik aldarinnar þegar í ljós kom að meðan Steingrímur kallaði manna hæst að aldrei skyldum við fara í ESB eða semja við AGS, var hann að makka bak við tjöldin við Jóhönnu nákvæmlega um þetta.  

 

Svo er ég að spá í hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni ekki klofna núna á næstunni.  ESB sinnar í flokknum, þó í minnihluta sé eru froðuflellandi af reiði.  Hvernig eiga slíkir fjendur að starfa saman?  'Eg fæ það ekki til að ganga upp.  Sennilega verður breiður hópur af gamla og ég meina gamla Sjálfstæðisflokknum, frá tímum Matta Bjarna og Sverris að flokki, og síðan hvarfnast út harðlínukjarninn sem endilega vill ganga í ESB.  Þessir reiðu sem ekki geta unað lýðræðislegri niðurstöðu flokksins á landsfundi.  

Samt vona ég bara að það kvarnist sem mest úr öllum fjórflokknum, að loksins geti fólk kosið eitthvað annað, ný framboð og nýtt fólk til dæmis  Pírata eða Dögun og nýja hugmyndafræði.  

Ég var á fundi í dag með félögum mínum í Í-listanum á Ísafirði, þrír flokkar hafa þar starfað saman og ber ekki skugga á, þar eru Frjálslyndir/Dögun, Samfylking og Vinstri Græn.  Það er fólkið sem starfar vel saman þvert á allar flokkslínur.   Sem sýnir að þessir flokkadrættir ættu að hverfa úr sögunni, og fólk að tala sig saman án titla eða félagsskírteina.  

IMG_4148

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það þarf nýja hugsun og meiri vitund fólksins sjálfs um hvað það vill sameinast um.  Eigið góðan dag.   


Bloggfærslur 22. febrúar 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband