Er innra eftirlit til í lögreglunni?

Þá verður auðvitað líka rannsakað hvað varð til þess að maðurinn setti inn þessa hótun:
„Herra Óskar Bjartmarz, þú réðst á mig eins og svín. Núna veit ég hvar þú býrð... ef ég væri þú færi ég varlega í það að setja bílinn í gang á morgnana."

Ég þekkti lögreglumann sem gerði sér það til dundurs að berja menn inn í klefa, og ég hef heyrt fleiri slíkar sögur og séð myndband af "handdöku" lögreglu á ofurölvaðri konu.

Nú er ég ekki að segja að lögreglumaðurinn hafi gert neitt slíkt, en orðin standa, og hótunin getur hafa verið vegna þess að manninum fannst á sér brotið og eins og oft vill verða, menn eru varnarlausir gagnvart landsstjórninni sérstaklega á landsbyggðinni.

Því miður hefur brunnið við að lögreglumenn hafa notað sér aðstöðuna til að leika Rambóa eða súperhetjur á kostnað manna sem minna mega sín í samfélaginu. Þess vegna vona ég að lögreglan hafi innra eftirlit sem m.a. rannsaka af hverju einhverjir sjái ástæðu til að láta svona frá sér.


mbl.is „Núna veit ég hvar þú býrð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má vera að eitthvað verði athugað með tilefni, finnist eitthvað sem gæti hugsanlega bent til brots lögreglumannsins verður það væntanlega sent til Ríkissaksóknara sem færi þá með rannsóknina í því máli. Þessu yrði þó aldrei blandað saman, enda sá alvarlegi glæpur, sem þarna er verið að rannsaka hvort átt hafi sér stað, óafsakanlegur.

ls

ls (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 02:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því að svona á ekki að gera, og greinilegt að maðurinn er í andlegu ójafnvægi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2014 kl. 10:03

3 Smámynd: Jens Guð

  Fyrirsögnin er áhugaverð spurning.  Það er ekkert innra eftirlit.  Það vantar eftirlit með löggunni.  Víða erlendis er sjálfstæð löggudeild sem hefur það eina hlutverk að fylgjast með störfum löggunnar,  rannsaka öll klögumál á hendur löggunnar og taka á þeim.  Og veitir ekki af.  Í öllum löndum eru spilltar löggur.  M.a. löggur sem fá útrás fyrir ofbeldishneigð og drottnunargirni.  Auðvitað ekkert allar löggur.  Bara örfáir. 

  Vandamálið er samt þannig vaxið að lögregluþjónar slá skjaldborg um hvern annan.  Þeir eru gengi,  klíka,  bræðralag.  Þegar lögreglumaður var fyrr í vetur sakaður um að hafa farið offari í handtöku á ofurölvi konu komu margir lögregluþjónar honum til varnar á opinberum vettvangi.  Allir sem sáu myndband af atburðinum urðu vitni að óþörfu ofbeldi lögreglumannsins.  Héraðsdómur staðfesti ofbeldið.  

  Mörg fleiri dæmi hafa komið upp.  Einn lögreglumaður - mig minnir að hann heiti Geir Þórir eða eitthvað svoleiðis - tók kast þegar tekin var ljósmynd af honum að bíta í langloku.  Sami lögreglumaður handtók með látum mann sem gekk á götunni (í stað gangstéttar),  færði hann í fangageymslu og laug út og suður í skýrslu um atburðarrás.  Eftirlitsmyndavélar sýndu það.

  Lögregluþjónninn var kærður,  dreginn fyrir dóm og rekinn úr löggunni.  Þegar réttarhöld yfir honum hófust,  fjölmenntu aðrir lögregluþjónar á allskonar ökutækjum fyrir utan Héraðsdómi og þeyttu flautur spilltu löggunni til stuðnings.  

  Eftir brottreksturinn hélt spillti lögregluþjónninn til Afganistan og vann hjá gjörspilltu glæpafyrirtæki.  

  Dæmið sem nefnt er í færslunni um lögreglumann sem lamdi fanga er þekkt.  Ég þekki tvo náunga sem urðu fyrir því að vera lamdir af löggunni á Hverfisgötu.  Annar var laminn af tveimur löggum í lyftu.  Hinn var laminn í löggubílnum.  Í báðum tilfellum voru fangarnir vímaðir og kjaftforir.  Undir þannig kringumstæðum reynir einmitt á að lögregluþjónar séu yfirvegaðir og taki tillit til ástands fanga.     

Jens Guð, 22.2.2014 kl. 00:13

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég ætla að bæta við frásögn af dæmdu spilltu löggunni,  Geir Þórir (ef ég man nafnið rétt):

  Seint að kvöldi voru tveir 14 ára strákar á heimleið í Bústaðahverfi.  Það var brjálað veður.  Grenjandi rigning og hávaðarok.  Þeir leituðu tímabundins skjóls í horninu við Garðsapótek.  Er þeir hölluðu sér undan veðurhamnum á útidyrahurðina hjá Garðsapóteki þá opnaðust dyrnar.  Það hafði gleymst að læsa útidyrunum.  Strákarnir færðu sig inn í forstofu apóteksins.  Þar var hlýtt og skjól.  Þar stóðu þeir og spjölluðu og biðu þess að veður gengi niður.  Þeir reyndu ekki að kanna hvort að opið var inn í sjálft apótekið og vissu aldrei hvort að svo var.  

  Skyndilega stukku lögreglumenn inn í anddyrið og handtóku strákana.  Drengjunum var brugðið og spurðu hvað gengi á.  Svarið sem þeir fengu var að það kæmi í ljós.  Þeim var ekið niður á stöð á Hverfisgötu.  Þar voru þeir skildir að.  Lögreglumaðurinn sem réði för var þessi Geir Þórir.  Á lögreglustöðinni skipaði hann öðrum drengnum að afklæðast fyrir framan fjölda lögreglumanna.  Þar á meðal kvenlögregluþjóna.  Strákurinn hlýddi en þótti þetta niðurlægjandi og vandræðalegt.  Geir Þórir hæddi drenginn.  Sagði eitthvað á þá leið að það væri skelfilegt að sjá hvað drengurinn væri horaður, ræfilslegur og vöðvalaus.  "Þú verður að gera eitthvað í þessu,"  sagði Geir Þórir hæðnislega og eitthvað fleira.

  Þó að það komi málinu ekki við þá var strákurinn mjög hraustur og óvinnandi í bardagaíþrótt sem ég kann ekki að nefna.  Kannski Tæ Kvondó eða eitthvað álíka.  Grannur en nautsterkur og stæltur.  Svo voru drengirnir læstir inni í sitthvorum fangaklefanum og fengu engar upplýsingar um hvað gekk á.  Þeir fengu ekki að láta ættingja vita af sér.  Móðir annars drengsins hringdi í lögguna þegar hann skilaði sér ekki heim og fékk upplýsingar um að drengirnir hafi verið handteknir vegna innbrots í apótek.  

  Síðar um morguninn - eftir fleiri símtöl - var móðirin upplýst um að drengirnir hafi verið hreinsaðir af grun um innbrot.  Staðfest hafði verið að gleymst hefði að loka útidyrum apóteksins og að ekki hafi verið farið inn í sjálft apótekið.  

  Drengjunum var sleppt úr fangelsi laust fyrir hádegi.  Þeir fengu sjálfir aldrei neinar skýringar á hvað gekk á.  En reynsla þeirra af samskiptum við lögregluna var vond og neikvæð.  Framganga Geirs Þóris var níðingsleg gagnvart unglingum.  EN enginn af vinnufélögum hans gerði athugasemd við ósæmilega framkomu hans.  Drengjunum sárnaði það eiginlega meira heldur en drullusokksháttar Geirs Þóris.

  Það var fagnaðarefni þegar hann var dæmdur og rekinn úr löggunni af öðru tilefni.   

Jens Guð, 22.2.2014 kl. 00:50

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessi innlegg Jens, það er nú málið, ég held að þessi lögreglumaður heiti Jón Þór reyndar, þekki til fjölskyldu hans. Faðir hans fór fyrir flokki mannsins ef mig misminnir ekki.

En því miður eru allof margar svona sögur af lögreglumönnum sem misnota aðstöðu sína til að sína vald sitt og fá útrás fyrir ofbeldi, það er bara þekkt. Þess vegna þarf virkilega að setja á legg innra eftirlit lögreglunnar, sem fylgist með svona málum og sigtar ofbeldismennina frá þeim sem stunda vinnu sína af heiðarleika kurteisi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2014 kl. 02:20

6 Smámynd: Jens Guð

  Mér tókst að grafa upp að kauði heitir Þórjón Pétursson. 

Jens Guð, 22.2.2014 kl. 12:50

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2014 kl. 13:13

8 identicon

Annar lögreglumaður var kærður fyrir að nauðga ungri stúlku í lögreglubíl og rekinn eftir það. Endaði held ég í Afganistan. Er þetta sami lögregluþjónninn?

Þessi meðferð á drengnum heitir kynferðisleg áreitni og þetta viðgengst ennþá. Ekki bara á fólki sem er handtekið heldur einnig á kvenkyns lögregluþjónum - nýleg könnun sýndi að um 30% þeirra verða fyrir áreitni.

Vinsamlegast látið alla sem þig þekkið vita af pedó-hneykslinu á Hverfisgötunni:

 "3.  Þegar móðir barnsins spyr hvers vegna manninum sé ekki vikið frá störfum svarar lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu því til að það sé á hendi ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri segist svo ekki hafa nægan aðgang að rannsóknargögnum til þess að geta tekið afstöðu til þess hvort ástæða sé til að senda manninn í frí. Það er ríkissaksóknari sem á að skammta ríkislögreglustjóra gögn en ríkissaksóknari segist hafa falið lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu (þessum sem nýlega fékk fálkaorðuna fyrir afrek sín á sviði löggæslumála) að meta hvort ætti að víkja manninum frá störfum. Orðið hringavitleysa kemur sterklega upp í hugann"

http://kvennabladid.is/2014/01/23/var-meint-kynferdisbrot-logreglumanns-ekkert-rannsakad/

Merkilegt að lögreglustjóri virðist hafa logið til að redda lögregluþjóni sem hefur verið kærður 3 fyrir að misnota barn. Enn merkilegra að Hanna Birna hafi ekki gert athugasemd við það.

Við skulum vona að Hverfisgatan sjái sig ekki knúna til að launa greiðann í "rannsókninni" á lekamálinu.

Og já, auðvitað er ekkert eftirlit með þessu liði. Ef það væri alvöru eftirlit þá væri Hverfisgatan í "Jimmy Saville" rannsókn. Það myndi líta svo illa út. Hvað myndi fólk halda?

símon (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021018

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband