Volda.

Nokkrir fróðleiksmolar um  Noreg.

Hér um bil helmingur landsins liggur 500 metra yfir sjó.  Hæstu fjöllin eru  Galdöpiggen og Glirtetindur bæði um 2500 metra há.  Strynefjallið er um 1500 metra yfir sjávarmáli.

Stærsta vatnið er Mjörsvatn um 360 km.  Það er í Uppsölum. 

Dýpsta vatnið er Hornidalsvatn um 514 m djúpt.  Það er í Gråtos, rétt hjá þar sem Ingi Þór býr.

Næstum fjórðungur landsins er skógivaxið eða um 74.000 km2. Tveir þriðju hlutar skógarins eru barrskógur.

Lauftré vaxa mest á láglendi austafjalls, eins og eik, beyki, linditré, ösp, askur, álmur,  hlynur og hesli.

Birki vex mest ofan við barrskógana, sem eru aðallega tvennsskonar, greni og fura.  Barrtré vaxa í suðurNoregi allt upp í 1000 m. hæð. En í norður Noregi í 300 - 400 m. hæð.

Framan af var Ósló ekki stjórnsetur, því að konungarnir sátu í Niðarósi eða Björgvin.  Um 1300 varð hún höfuðborg landsins, því að Hákon Magnús-son háleggur settist þá að þar.  Er gizkað á, að íbúar borgarinnar hafi þá verið um 3000.  Nokkrum áratugum síðar hætti hún að vera konungssetur, því að Danakonungar náðu þá Noregi undir sig.  Borginni hrakaði þá mjög og íbúum fækkaði.  Um 1550 er talið að þeir hafi ekki verið nema 1500.  Um 1600 tók hún að eflast á ný, en 1624 brann mestur hluti hennar.  Kristján IV lét reisa borgina á ný og var hún kennd við hann, Christiania, og hét hún svo til 1924, þegar Óslóarnafnið var tekið upp á ný.  Á 17. og 18. öld óx borgin fremur hægt.  Um 1800 munu íbúarnir hafa verið tæp 10.000.  Árið 1814 varð borgin stjórnarsetur sjálfstæðs ríkis á ný, þótt konungarnir sætu að jafnaði í Stokkhólmi.  Þá tók hún að vaxa og um 1880 bjuggu þar um 110.000 manns.

Deilur héldu áfram milli Norðmanna og Svía og í nóvember 1905 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Noregi um framtíðarstjórnarform ríkisins.  Tæplega 260.000 manns greiddu atkvæði með stofnun konungsríkis en tæplega 70.000 með stofnun lýðveldis.  til konungs var tekinn Carl prins, sonarsonur Kristjáns IX Danakonungs og tengdasonur Játvarðar VI Bretakonungs.  Hann tók sér konungsnafnið Hákon VII og var krýndur í Niðarósi árið eftir.   

Í Volda kommune bjuggu 1. Janúar 2013, 8827 íbúar. Það er sem sagt bærinn Volda og svo bændasamfélagið í kring.   Komúnan skiptist í þrennt, Fyrde, Folkestad og Lauvstad/Dravlaus.  Flugsamgöngur eru bæði til Oslóar og Berger gegnum flughöfnina í Örsta.  Svo er það expressen, sem gengur frá Osló.  Sú ferð tekur um 9. Klst. 

 En við erum sem sagt komin til Inga Þórs.

Strynfjelled

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona til gamans fann ég þessa mynd frá Strynefjalli, það var ekki svona mikill snjór þegar við fórum yfir, en þetta minnir óneitanlega á snjóavetur hér heima.

IMG_4579
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Komin til Inga Þórs, hann eldaði gourmemáltíð, hreindýrakjöt með hörpuskelsósu, sem var æðislega gott.  Það fellur afar vel saman bragðið af hreindýrinu og hörpudiskurinn.  
 
1
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það er svaka spennandi að leggja kapal í tölvunni með ömmu.  
 
14
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Litla fjölskyldan mín.  <3.  Það hefur svolítið kvarnast úr henni, þar sem Sóley Ebba er komin til Ålesund, Aron Máni er hjá mömmu sinni og Kristján farin til föður síns í Bolungarvík.  
 
15
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En börnin þurfa líka að læra heima í Noregi, og Evíta Cesil er líka dugleg eins og frænkur hennar í Austurríki.
16
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En stubburinn litli þarf að fá athygli líka, pabbi er víst of upptekinn við að aðstoða Evítu LoL
4
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þessi stubbur Símon Dagur er líka upprennandi kokkur, miðað við áhugann á að elda.
 
5
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Á kisa að fara í pottinn?  Nei auðvitað ekki.  Hún má ekki vera yfir eldavélinni.
 
6
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já það vantar ekki myndaskapinn hér Heart
 
En nóg um þetta í bili.  Ég held að þetta sé nú þegar orðið of langt, en mér finnst einhvernveginn að það sé ágætt að rifja aðeins upp sögu frænda okkar og nágranna, þar sem þeir hafa tekið við stórum hluta fólks sem hrakist hafa héðan, og erum okkur góð og vinsamleg.  
Vonandi nennir einhver að lesa þetta, en meira seinna.
Eigið góðan dag.
En nú er sól á Ísafirði, fyrstu sólargeislarnir hér þennan veturinn.
 
IMG_4704
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Myndin tekin fyrir nokkrum mínútum síðan.
 
IMG_4705
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Elli að undirbúa klippingar.
  
IMG_4706
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo sannarlega lyftist á mér brúnin við þessa dýrð.
 
IMG_4707
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Heart 
 

Bloggfærslur 4. febrúar 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021018

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband