Söngvakeppni Sjónvarpsins.

Eigum við ekki aðeins að lyfta huganum upp úr öllum þessum vangaveltum um pólitík, svik og spillingu og tala um söngvakeppnina.  

Ég er nokkuð sátt við þau lög sem komust í úrslit.  Þetta er svona mitt sjónarmið um lögin.

01f.u.n.k

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

F.U.N.K. Þangað til ég dey, er skemmtilegt lag og grípandi, strákarnir fara afskaplega vel með það, raddirnar eru hreinar og hái tónn söngvarans í lokin algjör gæsahúð.  

Samt held ég að lagið komist ekki áfram, það er of "venjulegt" eða þannig.   Virkilega gaman að þessum drengum.

asdis-small

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lagið Amor var valið af dómnefndinni, og ég skil vel þann úrskurð, því lagið er öðruvísi og sérlega skemmtilega útsett með blístrinu og klinginu sem smellur á réttum stöðum.  Ég var strax mjög hrifin af laginu, en því miður þá var ég ekki alveg sátt við flutninginn, Ásdís María syngur mjög vel og allt það, en það var samt eitthvað sem vantaði.  Ég held að þau sitji heima, en er viss um að þessi bæði lög verða spiluð mikið í vor. 

01sigridur-flytjandilifidkviknarany

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lífið kviknar á ný, sungið af  Siggu Eyrúnu er virkilega skemmtilegt lag, það er svona grískur keimur af því, Sigga fer vel með lagið og er flott á sviðinu, dansararnir eru líka flottar.  

Veit ekki alveg, en þetta lag gæti sigrað að mínum dómi.

01gissur-flytjandivon

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Von. Verð að segja að ég var dálítið hissa að þetta lag hafi komist áfram.  Ekki af því að lagið sé ekki flott, það er flott, en það virkar bara á mig eins og ég hafi heyrt það mörgum sinnum áður, get bara ekki komið fyrir mig hvar.   Gissur Páll syngur eins og engill, og ég er viss um að enginn hefði gert það betur en hann.  Hann hefur líka útgeislun sem sennilega hefur skilað honum atkvæðum.

En ég held að íslendingar sendi ekki þetta fallega lag út, en það  er bara mín skoðun.

01greta-flytjandieftireittlag2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir eitt lag.  Þetta lag er mitt uppáhalds.  Það er skemmtilegt, sérstaklega stefið, Gréta hefur þvílíka útgeislun og krúttleg með úkúleleið sitt.  Svo hefur hún afar góða rödd, ég mun því giska á að þetta lag  verði sent út, ef útsendingin heppnast eins vel og í forkeppninni. Gaman líka að sjá höfundana spila með. 

01pollaponk-hofundarogflytjendurengafordoma

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Enga fordóma.  Þeir voru flottir og skiluðu þessa lagi vel.  Ég held samt að lagið hafi verið valið út frá textanum frekar en laginu sjálfu.  Því það er ekkert sérstakt.  Eða þá tilþrif Pollapönkarana.  Man vel eftir laginu sem Botnleðja komst með í úrslit.  Margir vildu að sú sveit hefði komist áfram, en það er sama hér við viljum ekki taka sjensa á neinu slíku eftir Silvíu Nótt.  

En þetta er nú bara svona mitt álit og það gildir nú ekki mikið, því sjaldan vinnur lagið sem ég held með.  Svo ég er víst ekki alveg dómbær á landa mína í lagavali.  

En það er hægt að hafa gaman að þessu, lögin eru öll afar frambærileg og myndu öll sóma sér í Danmörku.  Svo er spurning, ætla menn að fara út með lagið á íslensku eða ensku, eða dönsku jafnvel?

Ég hlakka til að eiga notalega stund með sjálfri mér á laugardaginn og fylgjast með þessum ágætu listamönnum.  

Eigið góðan dag elskurnar Heart 


Já við eigum að vera stolt af landi og þjóð, og hafa meira sjálfsálit.

Ég er nokkuð ánægð með forsætisráðherrann, en ég sé að þeir sem endilega vildu borga Icesave eru ennþá við sama heygarðshornið, allt sem íslenskt er er ónýtt og okkur fyrirmunað að bjarga okkur sjálf.  Þetta er nú meira sjálfsálitið eða hitt þó heldur.  
mbl.is Ísland er ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Osló og heim.

Eftir að komið er framhjá Lillehammer, er ekið fram hjá Ólympíuhöllinni í Hammer, sem var notuð í vetrarólympíuleikunum árið 1994.  Þetta er stórglæsileg höll, einnig kölluð Víkingaskipið, hún er 22.000 fm, og kostaði á sínum tíma 2.4 milljarða ísl. króna.  

IMG_4548

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þetta er auðvitað snarléleg mynd.  Þessi skautahöll tekur  10.600 áhorfendur og þar af 2000 manns í sæti.  

19

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo erum við komin aftur til fjölskyldunnar í Nittedal.

20

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og smáfólkinu þar <3

18

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þá þarf að gera ýmislegt, eins og að lita, en Sólveig Hulda er sérlega laginn við að lita.

IMG_4677

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stóll er sérlega gott tæki til að labba með, ef maður er ekki alveg búin að sleppa sér.

IMG_4675

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afi og dúllan hans <3

IMG_4670

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já sumir vilja lita, aðrir eru í tölvunnni.

IMG_4660

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo er bara tímaspursmál hvenær unginn nær að opna ofnin og elshússkápana og þá er voðinn vís.

IMG_4666

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En svo liggur leiðin heim aftur eftir yndislegan tíma.

IMG_4685

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Leifsstöð var hóað í Ella, og þar var á ferð frændi frá Mexicó, hann var að koma frá að skemmta sér á Íslandi til vinnu í Noregi, elsku Daníel svo flottur.

IMG_4688

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þá er að skoða íslensku fjöllinn sem á einhvern hátt virka bara dvergar eftir tröllin í Noregi.

IMG_4690

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Baula virkar eins og baby miðað við Norge.

IMG_4693

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún er samt flott sérstaklega svona í vetrarbúningi.

IMG_4694

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já svo ennþá nær.

IMG_4695

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er samt eitthvað vinalegt við fjöllin okkar.

IMG_4696

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þau eru allskonar í laginu.

IMG_4697

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En við vorum heppin með veður og færð, og nú blasa Vestfirðir við okkur ferðalöngum.

IMG_4698

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þó það sé gaman að ferðast þá er einhvernveginn alltaf best að koma heim.

IMG_4701

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Steingrímur á sínu besta á þessum tíma.  En ég vona að þið hafið notið þessa ferðalags og molanna sem fylgdu.  

Eigi gott kvöld elskurnar. Smile 

 

 

 

 

 


Ferðin mín, nú á leiðinni til Osló.

Eins og komið hefur fram hér þá er mikil náttúrufegurð í Noregi, að ferðast með rútu gegnum landið er upplifelsi út af fyrir sig.  Það er margt að sjá.

IMG_4570

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo fyrir utan að hitta elsku barnabörnin mín, var ferðin líka næring fyrir skynfærin.

3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

11

 

 

Rétt eins og hjá okkur sést sólin ekki á þessu svæði í tvo mánuði.  Við hér fyrir vestan þekkjum alveg þá tilfinningu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elli brá sér í göngutúr upp á eina hæðina og þar var geitahús, sem bændurnir áttu í sameiningu, en Andrés vinur Inga Þórs er að endurnýja geitastofn sinn, norðmenn eru að útrýma sýkingu úr geitastofni sínum, og ef menn vilja breyta eða stækka stofn og húsnæði, fá þeir enga fyrirgreiðslu nema að fara í gegnum þann prósess, þurfa að fá nýjar geitur sem hafa verið hreinsaðar af öllum sjukdómum.  

Þessir kofar eru í eigu bændanna, það hafa þeir aðstöðu þegar þeir vitja geitanna.  Andrés er að stækka sitt geitahús sem er í við bæ hans.

IMG_4575

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrstu geislar sólarinnar þetta vorið.

IMG_4573

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýja geitahúsið hans Andrésar.  

12

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er ekki djúp gróðurþekjan í Noregi, stundum sér maður trén vaxa beint út úr klettunum, og fara verður vel með þann jarðveg sem fyrir er, þess vegna liggja vegir kringum tún bændanna en ekki þvert í gegn.  Þegar við erum að tala um grjóthrúgu hér, þá má segja að það eigi miklu betur við í Noregi.

IMG_4583

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er máni gamli hálfur, milli hrikalega hárra fjallanna.  

IMG_4585

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og kvöldin eru falleg, þegar sólin lýsir skýin.

IMG_4586

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér á sjá dýpsta vatn Noregs.   Horningdalsvatn, en það er við bæinn Gråtos.

IMG_4591

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér kúrir þorp undir hrikalegum fjöllum.

IMG_4599

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöllin okkar blikna við þessa risa, og þeir ná langt niður, ég held að það séu sárafáar fjörur hér í Noregi.

IMG_4602

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við erum byrjuð að klifra upp á Strynfjallið á heimleið.

En áður en við leggjum aftur á fjallið, ætla ég að minnast á Ivar Aasen,  Málvísindamann og málýskufræðing, hann bjó til nýnosku, ferðaðist um öll byggðarlög og samræmdi málýskur sem voru ólíkar.  

portrett_Lars-Osa_utsnitt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er stytta af honum í miðbæ Örsta.  Tónleikastaður og menningarhús í hans nafni.

img_9229_1193929

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki  mjög góð mynd.   

IMG_4603

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En við erum sem sagt að klifra upp á Strynefjallið, það er um 1500 metra hátt og er aðalskíðasvæði Noregs yfir sumartímann, þar eru ótal hyttur sem norðmenn eiga og nota þegar þeir fara á skíði yfir sumartímann.

IMG_4604

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vegurinn upp á fjallið Strynmegin er hrikalegur og brattur.  

IMG_4605

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Liggur allur í bogum og beygjum.  

IMG_4608

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef satt að segja engan áhuga á að fara gamlaveginn, gruna að hann sé ennþá brattari og mjórri.

IMG_4609

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Engir smá risar hér.

IMG_4610

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem betur fer er efstihluti vegarins í göngum.

IMG_4611

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við komin upp á fjallið og hér má sjá hyttur norðmanna, en þessar hyttur eru örugglega fleiri hundruð eða jafnvel þúsund.

IMG_4614

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og við erum komin upp fyrir skógarmörk, gæti þess vegna verið Steingrímsfjarðarheiði.

IMG_4615

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Strynefjall, takið eftir stikunum hve háar þær eru, segir dálítið um snjóhæðina sem getur verið hér.

IMG_4617

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komin niður af fjallinu, hér er greinilega mikið um ferðamenn og bæði hótel og hyttur. 

IMG_4618

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þá tekur skógurinn við.  

IMG_4624

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og auðvitað er Statoil allstaðar í hverjum krók og kima.

IMG_4632

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við erum komin til Lom, en þar er elsta stafkirkja Noregs.  Gríðarlega falleg bygging.

 Lom stafkirkja liggur í miðju bæjarins Lom, hún er talin hafa verið byggð 1198.

Nokkrar rúnir og áletranir má ennþá sjá í kirkjunni.  Og loft hennar er magnað listaverk.  Í henni eru fjölmörg listaverk frá 17 og 18 öld. Mörg þeirra voru máluð af listamanni í nágrenninu Eggert Munch, fjarskyldum ættingja Edvard Munsh.

in-der-stabkirche-lom-9b0ae376-7f2e-4680-8592-b2d12531f2a6

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

LOM

 

 

 

Fann þessa mynd á netinu, hér sést kirkjan að innan. Ef ég fer á eigin vegum um þetta svæði, sem ég á eflaust eftir að gera, mun ég skoða þessa kirkju nánar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lom er mikill ferðamannastaður.  Og við erum komin í Guðbrandsdalinn.  

En þaðan er líka Knut Hamsun.  Hann fæddist í Guðbrandsdalnum 4. ágúst 1859.  Hann var fæddur Knut

Pedersen, og lést 19. febrúar 1959.  Hann var einn frægasti rithöfundur norðmanna og var sæmdur Nóbelsverðlaunum í bókmenntum árið 1920.  Við ókum fram hjá bæ þar sem var safn um hann, man bara ekki hvað sá bær heitir.  En það er gaman að upplifa söguna svona.  

IMG_4639

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bærinn Otta, og þá nálgumst við bæinn sem við munum stoppa og fá okkur að borða á veitingastað sem heitir Sinclair.

IMG_4641

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Otta.

IMG_4642

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dæmigert norskt hús.  

IMG_4643

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og dæmigerur norskur vegur.  Ég er hrædd  um að við myndum æpa yfir vegum hér ef þeir væru eins þröngir og hlykkjóttir og í Noregi, hraðinn mest 80, en oftast 60 eða 70 km. per.klst, og stundum jafnvel 50 km.

IMG_4645

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þá erum við komin á söguslóðir Péturs Gynt, þeirra Ibsen og Edvards Grieg.  

Leikhús við Grålåvatn.  

 

IMG_4650

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við erum farin að nálgast Lillehammer.

IMG_4651

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Húsin kúra upp um allar hlíðar, og ég sé enga vegi að þeim mörgum hverjum, var að hugsa hvort þeir færu um á snjósleðum eða þrúgum.

IMG_4652

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miðbærinn í Lillehammer.

IMG_4653

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér voru vetrarólympíuleikarnir haldnir 1994. Og við erum ennþá í Guðbrandsdalnum. 

IMG_4654

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá skíðabrekkurnar.

IMG_4656
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og áfram skal haldið.  það er farið að dimma, klukkan orðin fjögur. 
IMG_4657
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta svæði sem við erum á er greinilega mikil ferðamannaparadís, hér eru eins og ég sagði hótel og hyttur, en líka allskonar til viðverðu, svo sem eins og rafting, veitt gegnum ís og svo framvegis, í Noregi eru margar ár og vötn.  

IMG_4658

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Biri er einn af þessum ferðamannastöðum.

IMG_4659

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En nú læt ég staðar numið að sinni.  Eigið góðan dag elskurnar. Smile 

 

 


Að leika sé með líf heilla byggðalaga er vond pólitík og óréttlæti sem ekki á að viðgangast.

Auðvitað er útgerð grafalvarlegt mál Guðmundur, það alvarlegasta er það óréttlæti að útgerðarmönnum skuli vera færður veiðirétturinn á silfurfati.  Auðvitað eigið þið að geta samið um aflaheimildir við ríkið, sem á að halda utan um eign landsmanna, auðlindina í sjónum.  Það er óréttlæti að þið getið sankað að ykkur kvóta, án þess að þurfa endilega að veiða hann og nota hann til að halda uppi kvótaverði, og fyrirbyggja að nokkur komist inn í kerfið, þar deilið þið og drottnið í krafti stjórnvalda. Veit að það er ákveðin veiðiskylda, en það er farið í kring um hana á allan hátt og það bara á ekki að vera þannig að menn geti "átt" kvóta sem þeir nýta ekki og nota til að leigja öðrum sem þess vegna berjast í bökkum, meðan kvótahafar vaða í peningum. 

Ríkið á að taka kvótann eignarnámi, það á að afskrifa skuldir á móti, og greiða þeim sem SANNANLEGA hafa keypt kvóta, svo sem eins og smábátaútgerðarmenn.  En allar heimildir eiga að vera í höndum ríkisins.

Svo getið þið leigt kvóta fyrir sanngjarnt verð til 20 ára eða hvað sem er, og veitt þær heimildir sem þið hafið fengið.  

Ég veit ekki hvað þarf til að fá réttlætinu fullnægt hér, en sennilega þarf ríkisstjórn fólksins, með bein í nefinu til að taka á þessum málum af festu og styrk.   


mbl.is „Það halda allir að útgerð sé djók“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Volda.

Nokkrir fróðleiksmolar um  Noreg.

Hér um bil helmingur landsins liggur 500 metra yfir sjó.  Hæstu fjöllin eru  Galdöpiggen og Glirtetindur bæði um 2500 metra há.  Strynefjallið er um 1500 metra yfir sjávarmáli.

Stærsta vatnið er Mjörsvatn um 360 km.  Það er í Uppsölum. 

Dýpsta vatnið er Hornidalsvatn um 514 m djúpt.  Það er í Gråtos, rétt hjá þar sem Ingi Þór býr.

Næstum fjórðungur landsins er skógivaxið eða um 74.000 km2. Tveir þriðju hlutar skógarins eru barrskógur.

Lauftré vaxa mest á láglendi austafjalls, eins og eik, beyki, linditré, ösp, askur, álmur,  hlynur og hesli.

Birki vex mest ofan við barrskógana, sem eru aðallega tvennsskonar, greni og fura.  Barrtré vaxa í suðurNoregi allt upp í 1000 m. hæð. En í norður Noregi í 300 - 400 m. hæð.

Framan af var Ósló ekki stjórnsetur, því að konungarnir sátu í Niðarósi eða Björgvin.  Um 1300 varð hún höfuðborg landsins, því að Hákon Magnús-son háleggur settist þá að þar.  Er gizkað á, að íbúar borgarinnar hafi þá verið um 3000.  Nokkrum áratugum síðar hætti hún að vera konungssetur, því að Danakonungar náðu þá Noregi undir sig.  Borginni hrakaði þá mjög og íbúum fækkaði.  Um 1550 er talið að þeir hafi ekki verið nema 1500.  Um 1600 tók hún að eflast á ný, en 1624 brann mestur hluti hennar.  Kristján IV lét reisa borgina á ný og var hún kennd við hann, Christiania, og hét hún svo til 1924, þegar Óslóarnafnið var tekið upp á ný.  Á 17. og 18. öld óx borgin fremur hægt.  Um 1800 munu íbúarnir hafa verið tæp 10.000.  Árið 1814 varð borgin stjórnarsetur sjálfstæðs ríkis á ný, þótt konungarnir sætu að jafnaði í Stokkhólmi.  Þá tók hún að vaxa og um 1880 bjuggu þar um 110.000 manns.

Deilur héldu áfram milli Norðmanna og Svía og í nóvember 1905 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Noregi um framtíðarstjórnarform ríkisins.  Tæplega 260.000 manns greiddu atkvæði með stofnun konungsríkis en tæplega 70.000 með stofnun lýðveldis.  til konungs var tekinn Carl prins, sonarsonur Kristjáns IX Danakonungs og tengdasonur Játvarðar VI Bretakonungs.  Hann tók sér konungsnafnið Hákon VII og var krýndur í Niðarósi árið eftir.   

Í Volda kommune bjuggu 1. Janúar 2013, 8827 íbúar. Það er sem sagt bærinn Volda og svo bændasamfélagið í kring.   Komúnan skiptist í þrennt, Fyrde, Folkestad og Lauvstad/Dravlaus.  Flugsamgöngur eru bæði til Oslóar og Berger gegnum flughöfnina í Örsta.  Svo er það expressen, sem gengur frá Osló.  Sú ferð tekur um 9. Klst. 

 En við erum sem sagt komin til Inga Þórs.

Strynfjelled

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona til gamans fann ég þessa mynd frá Strynefjalli, það var ekki svona mikill snjór þegar við fórum yfir, en þetta minnir óneitanlega á snjóavetur hér heima.

IMG_4579
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Komin til Inga Þórs, hann eldaði gourmemáltíð, hreindýrakjöt með hörpuskelsósu, sem var æðislega gott.  Það fellur afar vel saman bragðið af hreindýrinu og hörpudiskurinn.  
 
1
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það er svaka spennandi að leggja kapal í tölvunni með ömmu.  
 
14
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Litla fjölskyldan mín.  <3.  Það hefur svolítið kvarnast úr henni, þar sem Sóley Ebba er komin til Ålesund, Aron Máni er hjá mömmu sinni og Kristján farin til föður síns í Bolungarvík.  
 
15
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En börnin þurfa líka að læra heima í Noregi, og Evíta Cesil er líka dugleg eins og frænkur hennar í Austurríki.
16
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En stubburinn litli þarf að fá athygli líka, pabbi er víst of upptekinn við að aðstoða Evítu LoL
4
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þessi stubbur Símon Dagur er líka upprennandi kokkur, miðað við áhugann á að elda.
 
5
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Á kisa að fara í pottinn?  Nei auðvitað ekki.  Hún má ekki vera yfir eldavélinni.
 
6
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já það vantar ekki myndaskapinn hér Heart
 
En nóg um þetta í bili.  Ég held að þetta sé nú þegar orðið of langt, en mér finnst einhvernveginn að það sé ágætt að rifja aðeins upp sögu frænda okkar og nágranna, þar sem þeir hafa tekið við stórum hluta fólks sem hrakist hafa héðan, og erum okkur góð og vinsamleg.  
Vonandi nennir einhver að lesa þetta, en meira seinna.
Eigið góðan dag.
En nú er sól á Ísafirði, fyrstu sólargeislarnir hér þennan veturinn.
 
IMG_4704
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Myndin tekin fyrir nokkrum mínútum síðan.
 
IMG_4705
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Elli að undirbúa klippingar.
  
IMG_4706
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo sannarlega lyftist á mér brúnin við þessa dýrð.
 
IMG_4707
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Heart 
 

Ósló/Voldakomune.

Já við áttum yndislegan tíma hjá Skafta og Tinnu í Osló, en við ætluðum lengra alla leið til Austfjorden, Voldakomune til sonar okkar þar Inga Þórs, við tókum Rútu, hún er níu klst. á leiðinni, ekki af því leiðin sé endilega svo löng, heldur eru það vegirnir, þarna er umferðin allt frá því að vera 50 km upp í 100, en sá hraði er bara rétt út til Gardemoen, algengasti hraði er 70 - 80 km.  Og ströng viðurlög við hraðaakstri. 

IMG_4478

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er hann Elías Skaftason júníor, hann er reyndar eins og snýttur út úr nösinni á pabba sínum, svo líkir eru þeir feðgar.  Hér er hann að borða, málið er að hann vill borða sjálfur, svo má mamma skella einni og einni skeið í munninn svona með því sem hann sullar LoL

IMG_4479

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mamma þekkir ungann sinn, og er alveg salla róleg.  

IMG_4482

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem betur fer sjáum við þessi elskulegu börn nógu oft til að þau þekkja okkur, það skiptir svo miklu máli, hér eru nafnarnir saman í knúsi.

IMG_4484

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er óendanlega mikilvægt að viðhalda fjölskylduböndunum eins og hægt er.

IMG_4485

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skafti minn að elda gurme mat eins og hans er von og vísa, eða eins og ég hef sagt, þeir eru allir listakokkar synir okkar Ella míns. Heart

IMG_4491

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stubbur og fallega mamman hans Heart

IMG_4497

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo er það prinsessan okka Sólveig Hulda, svo falleg og skemmtileg stelpa, eins og þau eru reyndar öll.

IMG_4502

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og bræðurnir, Óðinn Freyr sem er að verða svo stór og litli stubbur.

IMG_4501

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úti ríkir veturinn ennþá í Nittedal.

IMG_4503

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann situr nú ekki alltaf svona kyrr og rólegur, þessi ungi maður á bara smá tíma eftir að fara að hlaupa um allt og opna alla skápa í eldhúsinu, hann er farin að labba með.  En er á meðan er segir mamma hans.

IMG_4505

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afi og prinsessan að borða morgunmat, þau eru einstaklega góðir vinir, frá því að afi bjó hjá þeim.  Og það er svo sannarlega falleg ást og kærleikur.

IMG_4507

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún var búin að plana allt fyrir komuna, afi átti að lesa fullt af sögum og fara niður í Kíwí að kaupa ís, og svo áttu afi og amma að sofa með henni í rúminu hennar.  Hún var alsæl þessi elska.

IMG_4511

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún hringdi í ömmu og bað hana að koma með hrískúlur fyrir hana, og hún hringdi nokkrum sinnum til að vera viss.  Hún veit alveg hvað hún vill þessi litla stúlka okkar. Heart

IMG_4512

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afinn og barnið.

IMG_4513

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En hún er líka sönn prinsessa, og það var mikil ánæga þegar hún sá að amma hafði komið með falleg föt frá Báru frænku í Austurríki.  

IMG_4514

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já maður getur  nú verið fín.

IMG_4516

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það var gaman að skoða pakkan frá Báru frænku.

IMG_4517

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meira að segja prinsessukjóll fylgdi með svona ekta.

IMG_4518

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta var spennandi.

IMG_4521

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það fylgdi meira, allskonar falleg veski og hárspennur.

IMG_4522

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og nú þurfti mamma að aðstoða við frekari aðgerðir.

IMG_4523

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún setti auðvitað sjálf spennurnar í hárið sitt.

IMG_4524

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En mamma þurfti að aðstoða við að naglalakka dömuna.

IMG_4525

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er nefnilega ekki nóg að fara í fínan kjól og greiða hárið, það þarf líka að lakka neglurnar.

IMG_4527

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meðan Óðinn plataði afa sinn og þóttist leika klassiska tónlist á Ipadin hans hahahaLoL

IMG_4528

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afi skildi ekkert í hvað hann var flinkur að spila Für Elíza.

IMG_4533

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svo kom Habbi í heimsókn, hann var á fullu að undirbúa ball með Palla Óskari.  Rósa litla var á hvíldarheimili yfir helgina.  Svo það var upplífgun að heimsækja bestu vini sína og spjalla.   

IMG_4537

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamla brýnið.

IMG_4539

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alveg á kafi í undirbúningi fyrir Pallaball.

IMG_4541

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo fékk amma auðvitað hárgreiðslu.

IMG_4545

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Sólveig svo að búa til pizzu, hún er eins og flestir hinir krakkarnir hefur gaman af að elda.

IMG_4546

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En svo var komin tími til að fara með rútunni til Inga.  Við lögðum af stað kortér fyrir tíu á mánudagsmorgun, við fórum frá Ólafsgård, Það verður farið yfir hóla og hæðir, en líka fjöll, Strynfjallið er hátt, ég veit reyndar ekki Hve hátt það er, en það er örugglega 1-2000 metra hæð, þar er fullt af bústöðum og þar er mikið sumarskíðasvæði Norðmanna.  

IMG_4547

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það standa miklar vegaframkvæmdir yfir í Noregi, fleiri göng í smíðum og hrikalegar hlíðar undirlagðar af framkvæmdum.

IMG_4555

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir því sem norðar- eða vestar dregur verða fjöllin hrikalegri og vegirnir krókóttari.

IMG_4559

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég segi betur frá því síðar, en nú viljum við bara komast til Inga Þórs og hitta barnabörnin okkar þar.

IMG_4560

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komin heim í elshúsið hjá Inga Þór.  En það er margt forvitnilegt að sjá á leiðinni, og ég ætla að taka fleiri myndir á leiðinni aftur til Oslóar, hér var ekið gegnum Guðbrandsdalinn, ekið gegnum heimasvæði Knud Hamsun, Péturs Gauts, elsta stafkirkja í Noregi  og svo framvegið en nóg um það í bili.  Eigið góðan dag elskurna og vona að þið hafið notið myndanna minna. Heart 


« Fyrri síða

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Feb. 2014
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021018

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband