Náttúran í Kúlu og hryðjuverk.

Venjulega á þessum tíma hef ég verið í friði og ró upp í gróðurhúsinu mínu að undirbúa og rækta blómin mín.  Sálin mín hefur verið syngjandi af gleði yfir lífinu.  En nú bregður öðruvísi við.  Þeir eru nefnilega komnir aftur landnýðingarnir sem engu eira, nú heyrist ekki fuglasöngurinn fyrir ílandi búköllum, stórum gröfum, jafnvel jarðýtum, og það er búið að eyðileggja stærstan hluta af gróðrinum sem við höfðum gróðursett síðast liðin 30 ár, og héldum að við gætum notið þess að ganga um þar og fylgjast með trjánum okkar vaxa og dafna.

Þegar verið var að ræða þetta við mig, fullyrti eftirlitsmaðurinn að það þyrfti einungis að fara yfir 10 metra ræmu gegnum gróðurbeltið, þeir eiga bara að fara beint í gegn og hlífa sem flestu, sagði hann.  Ég spurði ertu viss? já sagði hann og hló, þeir þurfa varla snúningspláss hér.

Elli minn fór að skoða þetta um daginn, ég hef ekki treyst mér til þess, hann sagði mér að þeir hefðu tekið að minnsta kosti 30 metra en ekki 10.  

Og það versta við þetta er að ég þarf að hlusta á þetta í nokkur ár í viðbót.  

Ég ætla að leggja til að það verði reistar styttur af eftirfarandi fólki þarna við skrýmslavegginn; Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími Joð, fyrir að koma þessu á koppinn, forvísismönnum ofanflóðasjóðs, fyrir bruðl með fé almennings, yfirvöld bæjarins fyrir að vinna að þessu og síðast en ekki síst forsvarsmönnum Í.V.A. fyrir að vera allstaðar með klærnar til að koma sér í vinnu, og geta ekki einu sinni gert sér í hugarlund hvernig fólkinu líður sem þarf að hafa þennan óskapnað fyrir augunum, eyðilegginguna.   Allt á þeim falsrökum að það þurfi að verja okkur.  

Þessar styttur yrðu síðan til merkis um græðgi, spillingu og yfirgang manna gagnvart náttúrunni, til umhugsunar komandi kynslóðum.  

  

IMG_3966
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þá er nú meiri sáluhjálp í því að bjarga hunangsflugum upp úr tjörninni minni Smile
E búin að bjarga 12 stykkjum núna undanfarna daga, þær eru seigar að koma til, ég reyni líka að ylja þeim svolítið með að leyfa þeim að spássera á líkamanum á mér.  En ég geri samt upp á milli fluga, bjargaði einni geitungadrottningu í gær, þeirri fyrstu sem ég sá, en ég gat ekki hugsað mér að láta hana labba upp handleggina á mér.  Tounge
 
IMG_4864
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Já er hún ekki bara fínasta hárskraut.  
 
IMG_4868
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þær eru ískaldar greyin þegar þær koma upp úr ískaldri tjörninni.
 
IMG_4869
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þær eru algjör krútt, og mikil þarfadýr líka.
 
IMG_4863
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Úlfur fékk sér lokk í nefni, ekki miðnesið heldur nasavænginn, og auðvitað eru frænkur best til þess fallnar að hjálpa til.  
 
  
IMG_4860
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er svo ein felumynd.
 
IMG_4861
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já það er hægt að týnast í gróðrinum í garðskálanum hennar ömmu Heart
 
Og nú er háreysti útifyrir, krummi í uppnámi.  
Ég gef honum ennþá, þessari elsku, eða þeim hjónum.  Hélt hann væri bara einn á tímabili, en sé að þau er hér bæði.  
Hann er alveg ótrúlegur, ég gaf honum afgang af læri í gær, sem var svipað stórt og hann sjálfur, minn lét sig ekki muna um að taka hann í kjaftinn og fljúga með hann á brott.
En nú kom nokkkuð annað fyrir, mávahópur uppgötvaði að hér var mat að fá, krummi var nú aldeilis ekki á því að þeir fengju neitt, og nú stendur hann hér fyrir utan hoppandi og skrækjandi til að verja matinn sinn.  
 
IMG_4873
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér situr annar á staurnum, meðan makinn fór með mat í laupinn.
 
IMG_4875
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Því miður náði ég ekki mynd af honum við matinn, því hann er snöggur að fljúga upp.  
 
En mávarnir eru allavega farnir, verð sennilega að hætta að gefa karlanganum, ef mávar fara að gera sig heimakomna vil ekki laða þá að núna þegar aðal varptíminn er hjá smáfuglunum.
 
Er búin að hleypa hænunum út í sólina, þeim finnst svo notalegt að liggja og sleikja hana.  Cool 
 
Svo er best að koma sér út í sólina, þarf sennilega að kaupa mér eyrnatappa.   

Vinátta/kærleikur.

Vinátta og kærleikur eru vafðir inn í sama hugtakið, og geta ekki verið hvort án annars.  Ég hef verið svo heppin gegnum árin að eiga góða vini, ekki bara út í samfélaginu, heldur líka í fjölskyldunni minni.  Vinátta er ekki eitthvað sem maður kaupir, eða mútar sig fram um, vinátta getur einungis þróast með því að rækta hana.  

Rétt eins og við sáum fræjum, tökum græðlinga, ræktum tré og runna, þá ræktum við vináttu og kærleika.  Þeir sem ekki skilja hvað í því felst að rækta samskipti við umhverfið, sitja svo uppi með einmanaleika, ástleysi og illgirni.  Það er ömurlegt hlutskifti.  

Ég er lukkunar pamfíll í því dæmi, því ég hef átt svo gott fólk í kring um mig alla tíð, fjölskylduna mína, börnin mín og bæði æskuvini og svo vini sem ég hef kynnst gegnum lífið og svo elskulega bæjarbúa í þessu bæjarfélagi.

Ég hef verið svo "heppin" að vera vinur barnanna minna, það varð bara þannig vegna þess að ég umgekkst þau eins og jafningja, lét þau vita að ég væri breysk manneskja sem elskaði þau.  Ég var oft sökuð um "frjálst uppeldi", þ.e. að þau urðu meira og minna sjálfala á heimilinu og kunna þess vegna að bjarga sér afar vel út í lífinu.  Ég var á stundum svolítið sár yfir þessu áliti fólks á mér og mínum, en sé það nú að ég gerði þeim mestan greiða með því að gera þau að sjálfstæðum einstaklingum, með því að þurfa að bjarga sér sjálf.  

Ég á líka frábæra vini frá mörgum löndum, sem ég hef ræktað sambandið við og væntumþykja er á báða bóga, þetta fólk gefur mér mikið af kærleika og vináttan er heil og óskipt.  

Ég átti æskuvinkonu sem dó í haust, sem ég reyndar get ekki komist yfir að missa, því við vorum svo nánar alla okkar tíð.  Það er erfitt að missa  og ég missti mig við kistuna hennar, að sjá að raunveruleikinn blasti við, hún Dísa mín var búin að kveðja fyrir fullt og allt.

Núna í dag þurfti ég að taka á honum stóra mínum til að hafa samband við enn eina elskulega vinkonu til áratuga, þegar við vorum saman í Garðyrkjuskólanum, höfum reyndar alltaf verið nánar, en upp á síðkastið höfum við ekki haft samband.   Að taka á honum stóra mínum segi ég, vegna þess að ég á frekar erfitt að biðja um aðstoð.  Ég skrifaði henni fallegt bréf, en ég vissi að það dugði ekki til, ég þurfti að hringja í hana.  Ég dró það í lengstu lög, eða alveg þangað til ég gat ekki sofið lengur fyrir áhyggjum.  En viti menn, þegar ég hringdi þá var eins og við hefðum aldrei verið sundraðar.  

Og ég segi bara, "That what´s friends af fore" 

Ég er svo innilega þakklát þessari elskulegu vinkonu minni og get sofnað rótt í nótt, vegna þess að ég á vin sem elskar mig jafn mikið og ég elska hana.  

Mín kæru, munið að það þarf að rækta ástina, vináttuna og fjölskylduna, ekkert gerist af engu, og ef við getum ekki gefið af okkur þann kærleika sem þarf til að fá viðbrögð, þá eru engir vegir færir.  

Og svo rétt í lokin, barnabarnið mitt er afskaplega yndæll drengur, þessi sem ég tók að mér að ala upp, honum finnst bara allt í lagi að leiða ömmu sína niður heimtröðina þegar það er sleipt, honum finnst líka allt í lagi að kyssa ömmu sína á vangann, þó aðrir sjái til og í dag sagði hann við mig"amma þú er komin með svo sítt hár, og þú ert svo falleg"

Hvað getur ein manneskja óskað sér betra en að vera umvafin kærleika, ást og umhyggju?

En ég veit að þetta kemur ekki ókeypis, heldur er það líka vegna þess að ég hef ræktað garðinn minn, sáð fræjum og elskað.  Þannig er það bara. Heart 


« Fyrri síða

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2014
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband