Náttúran í Kúlu og hryðjuverk.

Venjulega á þessum tíma hef ég verið í friði og ró upp í gróðurhúsinu mínu að undirbúa og rækta blómin mín.  Sálin mín hefur verið syngjandi af gleði yfir lífinu.  En nú bregður öðruvísi við.  Þeir eru nefnilega komnir aftur landnýðingarnir sem engu eira, nú heyrist ekki fuglasöngurinn fyrir ílandi búköllum, stórum gröfum, jafnvel jarðýtum, og það er búið að eyðileggja stærstan hluta af gróðrinum sem við höfðum gróðursett síðast liðin 30 ár, og héldum að við gætum notið þess að ganga um þar og fylgjast með trjánum okkar vaxa og dafna.

Þegar verið var að ræða þetta við mig, fullyrti eftirlitsmaðurinn að það þyrfti einungis að fara yfir 10 metra ræmu gegnum gróðurbeltið, þeir eiga bara að fara beint í gegn og hlífa sem flestu, sagði hann.  Ég spurði ertu viss? já sagði hann og hló, þeir þurfa varla snúningspláss hér.

Elli minn fór að skoða þetta um daginn, ég hef ekki treyst mér til þess, hann sagði mér að þeir hefðu tekið að minnsta kosti 30 metra en ekki 10.  

Og það versta við þetta er að ég þarf að hlusta á þetta í nokkur ár í viðbót.  

Ég ætla að leggja til að það verði reistar styttur af eftirfarandi fólki þarna við skrýmslavegginn; Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími Joð, fyrir að koma þessu á koppinn, forvísismönnum ofanflóðasjóðs, fyrir bruðl með fé almennings, yfirvöld bæjarins fyrir að vinna að þessu og síðast en ekki síst forsvarsmönnum Í.V.A. fyrir að vera allstaðar með klærnar til að koma sér í vinnu, og geta ekki einu sinni gert sér í hugarlund hvernig fólkinu líður sem þarf að hafa þennan óskapnað fyrir augunum, eyðilegginguna.   Allt á þeim falsrökum að það þurfi að verja okkur.  

Þessar styttur yrðu síðan til merkis um græðgi, spillingu og yfirgang manna gagnvart náttúrunni, til umhugsunar komandi kynslóðum.  

  

IMG_3966
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þá er nú meiri sáluhjálp í því að bjarga hunangsflugum upp úr tjörninni minni Smile
E búin að bjarga 12 stykkjum núna undanfarna daga, þær eru seigar að koma til, ég reyni líka að ylja þeim svolítið með að leyfa þeim að spássera á líkamanum á mér.  En ég geri samt upp á milli fluga, bjargaði einni geitungadrottningu í gær, þeirri fyrstu sem ég sá, en ég gat ekki hugsað mér að láta hana labba upp handleggina á mér.  Tounge
 
IMG_4864
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Já er hún ekki bara fínasta hárskraut.  
 
IMG_4868
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þær eru ískaldar greyin þegar þær koma upp úr ískaldri tjörninni.
 
IMG_4869
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þær eru algjör krútt, og mikil þarfadýr líka.
 
IMG_4863
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Úlfur fékk sér lokk í nefni, ekki miðnesið heldur nasavænginn, og auðvitað eru frænkur best til þess fallnar að hjálpa til.  
 
  
IMG_4860
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er svo ein felumynd.
 
IMG_4861
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já það er hægt að týnast í gróðrinum í garðskálanum hennar ömmu Heart
 
Og nú er háreysti útifyrir, krummi í uppnámi.  
Ég gef honum ennþá, þessari elsku, eða þeim hjónum.  Hélt hann væri bara einn á tímabili, en sé að þau er hér bæði.  
Hann er alveg ótrúlegur, ég gaf honum afgang af læri í gær, sem var svipað stórt og hann sjálfur, minn lét sig ekki muna um að taka hann í kjaftinn og fljúga með hann á brott.
En nú kom nokkkuð annað fyrir, mávahópur uppgötvaði að hér var mat að fá, krummi var nú aldeilis ekki á því að þeir fengju neitt, og nú stendur hann hér fyrir utan hoppandi og skrækjandi til að verja matinn sinn.  
 
IMG_4873
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér situr annar á staurnum, meðan makinn fór með mat í laupinn.
 
IMG_4875
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Því miður náði ég ekki mynd af honum við matinn, því hann er snöggur að fljúga upp.  
 
En mávarnir eru allavega farnir, verð sennilega að hætta að gefa karlanganum, ef mávar fara að gera sig heimakomna vil ekki laða þá að núna þegar aðal varptíminn er hjá smáfuglunum.
 
Er búin að hleypa hænunum út í sólina, þeim finnst svo notalegt að liggja og sleikja hana.  Cool 
 
Svo er best að koma sér út í sólina, þarf sennilega að kaupa mér eyrnatappa.   

Bloggfærslur 5. maí 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021022

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband