Kæri eftirlitsmaður bæjarins!

Þú fyrirgefur að ég skuli skrifa þér hér, en ég veit ekki hver þú ert, né hvar ég næ í þig, svo finnst mér þetta ágætis samskiptamáti, rétt eins og við höfum talast við bærinn og ég, gegnum BB.  Þetta kallast örugglega "opin og gagnsæ samskipti"  Smile

Ég ætla að byrja á að þakka fyrir það sem vel er gert.  Síðan ég kvartaði síðast, hefur Búkollan ekki sést hér akandi á veginum fyrir neðan mig, svona frekar ógnþrungið tæki til að aka um í íbúðahverfi, sérstaklega þar sem lítil börn búa, og svo er nú von á mínum barnabörnum í heimsókn líka.  En hún er sem sagt bara þar sem hún á að vera, ég er heldur ekki frá því að umferð trukkanna hafi líka aðeins minnkað fram hjá húsinu mínu, og fyrir það er ég þakklát.   Seljalandsvegurinn hefur verið minna rykfallinn undanfarið,  en s.l. tvo mánuði, ég held meira að segja að ég hafi séð sóp í gær, svo þetta er nú allt saman á réttri leið.  Örugglega fyrir þín góðu viðbröð..... eða þannig.

Þess vegna ætla ég að minnast á smámál sem ef til vill er ekki eins þrúgandi og bílaumferðin í götunni minni sem áður var friðsæl íbúagata, en er nú eins og háannatímagata á Manhattan.  En það er malarvegurinn sem verktakinn gerði þar sem trukkarnir eiga að fara um, margar ferðir á dag.

IMG_4906-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það ætti nefnilega að vera auðvelt að halda þessum malargötum rökum, svo þær ryki ekki svona mikið.

IMG_4912-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reyndar veit ég ekki hvað svona ryk berst langt, en allavega er ég full af ryki í öndunarfærum og nefi.  

IMG_4917-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Held að svipað hljóti að vera um fólki sem labbar hér daglega.  Ég fór til læknis í dag og fékk að vita að ég er með berkjubólgu vegna ryksins og þarf að komast í hreint loft.  Íslenskir Aðalverktakar ættu ef til vill að bjóða mér að fara í frí, eða endurnýjun í Hveragerði. En nei auðvitað ekki, þetta eru svo miklir fátæklingar.

 Svo er ég með smá hugmynd: af hverju ekki að rykbinda malarveginn og þá alla leið að vinnusvæðinu, því rykið að ofan við mig, kemur niður, meðan rykið af Seljalandsveginum fer upp á við, hvernig sem á því stendur.  Og í þessum skrifuðu orðum eru gatnamótin við Skutulsfjarðarbrautina full af smásteinum, og allir geta ímyndað sér hvernig það fer með malbikið þegar trukkar af þessari stærðargráðu fulllestaðir aka yfir svoleiðis, datt bara svona í hug að minnast á þetta, því þessir steinar voru þarna líka í gær. Smile 

Það er misskilningur því verkstjórinn sagði við mig að allt slíkt sem fellur af bílunum sé sópað jafnóðum Smile

Og ég gat meira að segja leiðrétt, eiganda sópsins, hann hélt að sópunin væri aukaverk en ekki inn í samningnum. Smile

En þetta er nú allt á svona góðum nótum.  Verst ef ég enda með lungnabólgu, því það getur gerst ef þetta heldur svona áfram sagði læknirinn.  

Með bestu kveðjum Ásthildur.  

 

 

 


Bloggfærslur 20. maí 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband