Eftirlitið talar hér, góðan daginn.

Lífið gengur sinn vanagang hjá mér þessa dagana.  Ég fékk bréf frá bæjarráði með þökkum fyrir ábendingar í sambandi við umgengni verktaka Í.A.V. og áréttað að betur væri fylgst með að þeir vinni í samræmi við samninga.

Nú vil ég taka fram að mér er ekki á nokkurn hátt illa við þá sem vinna verkið.  Þeir eru bara að vinna vinnuna sína.  Ég er reið þeim sem tóku þessa ákvörðun að eyðileggja hlíðina fyrir ofan mig og rútta öllu til, vegna "tímabundinnar vinnu verktaka" eins og stendur í skýrslunni.  Enda hefur vinnan sennilega verið farin að minnka hjá þeim, svo það hefur þurft að finna einhver verkefni fyrir allta þessa tröllabíla, ýtur, gröfur og búkollur.  Það virðist nefnilega vera þannig, eða svo er í mínum huga að þessir verktakar eru innundir hjá ráðamönnum, og Jóhanna og Steingrímur brugðust fljótt og vel við, eins og þeirra var von og vísa, enda búin að lofa 6000 störfum á kjörtímabilinu.   Þó störfin séu frekar nálægt 6 þá skiptir það ekki svo miklu máli, meðan verktakinn fær sitt... eða þannig.  

En það þarf að fylgjast með hvernig menn ganga um, og það er ólíðandi að vera í rykdrullu alla daga.  Ég vil samt taka fram að þeir hafa brugðist vel við og löguðu malarveginn upp í námu og veginn fyrir ofan mig, svo nú er miklu minna ryk, ég vil þakka fyrir það.  En það sýnir bara að það þarf að vera á verði til að við getum unað sem best í þessum hrikalegu aðstæðum.  

Það er til dæmis alveg ótrúlegt að hér skuli 4 trukka aka um íbúðargötu 6 sinnum á dag, til að fara í mat og kaffi.  Annað erindi eiga þeir ekki fram hjá húsinu mínu.  Ég skil auðvitað að þeir þurfi að næra sig, en er ekki ráð að leggja þessum risum annarsstaðar og svo verði léttari bíll sem taki við og aki þeim um íbúðagötuna, hér eru smábörn allavega í einu húsi, og mikið ónæði íbúa vegna þessarar umferðar.

 Svo er þetta mikil skemmd á malbiki, reyndar er malbikið á Seljalandsveginum orðið ónýtt, en ég er hissa á að eigandi verkstæðisins skuli ekki gera athugasemdir við að bílarnir aki upp að húsinu svona oft og mikið alla daga bara til að fara í mat og kaff.

Einhver sagði mér að þeir mættu fara þarna um tómir, þó mér þyki það truflandi, og auðvelt sé að leita annara leiða, eins og ég minntist á.

IMG_4921

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo liggur mönnum mismikið á að komast í kaffið eins og gengur, og losa ekki af bílnum fyrr en eftir á.

IMG_4918

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann var heillengi að skrapast á malbikinu áður en hann kom sér fyrir, hvað ætli svona tæki sé þung með hleðslu?  Bara datt það svona í hug.  

En sem sagt ég veit að ég er algjör "pain in the ass" hjá þessum ágætu bílstjórum, en ég bað ekki um þessa aðgerð, vildi ekki fá hana, og líf mitt hefur orðið að martröð síðan byrjað var á þessu.  Þess vegna ætla ég ekki að sitja þegjandi og leyfa verktökum að komast upp með hvað sem er.  Enhvernveginn sést lítið til eftirlitsmanna.   

Vil svo bara þakka fyrir að hafa lagað veginn og sett betra yfirlag, sem rykar ekki mikið.  Nú er bara að reyna að komast að samkomulagi um að bílarnir verði geymdir annarsstaðar og bílstjórum sé ekið fram og til baka úr og í íbúðahverfinu mínu, svo við losnum við þessa umferð, sem er eins og ég segi óþarfi, því þeir eru ekki að sækja neitt eða athafnasig, en bara koma sér í kaffi og mat, og einn bílstjóri á hverjum trukk, það er ekkert smá umferð.  Mér finnst það í rauninni vera smámál að það verði skoðað hvort ekki megi minnka umferðina með þessum hætti. Smile


Bloggfærslur 22. maí 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021022

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband