Vinátta/kærleikur.

Vinátta og kærleikur eru vafðir inn í sama hugtakið, og geta ekki verið hvort án annars.  Ég hef verið svo heppin gegnum árin að eiga góða vini, ekki bara út í samfélaginu, heldur líka í fjölskyldunni minni.  Vinátta er ekki eitthvað sem maður kaupir, eða mútar sig fram um, vinátta getur einungis þróast með því að rækta hana.  

Rétt eins og við sáum fræjum, tökum græðlinga, ræktum tré og runna, þá ræktum við vináttu og kærleika.  Þeir sem ekki skilja hvað í því felst að rækta samskipti við umhverfið, sitja svo uppi með einmanaleika, ástleysi og illgirni.  Það er ömurlegt hlutskifti.  

Ég er lukkunar pamfíll í því dæmi, því ég hef átt svo gott fólk í kring um mig alla tíð, fjölskylduna mína, börnin mín og bæði æskuvini og svo vini sem ég hef kynnst gegnum lífið og svo elskulega bæjarbúa í þessu bæjarfélagi.

Ég hef verið svo "heppin" að vera vinur barnanna minna, það varð bara þannig vegna þess að ég umgekkst þau eins og jafningja, lét þau vita að ég væri breysk manneskja sem elskaði þau.  Ég var oft sökuð um "frjálst uppeldi", þ.e. að þau urðu meira og minna sjálfala á heimilinu og kunna þess vegna að bjarga sér afar vel út í lífinu.  Ég var á stundum svolítið sár yfir þessu áliti fólks á mér og mínum, en sé það nú að ég gerði þeim mestan greiða með því að gera þau að sjálfstæðum einstaklingum, með því að þurfa að bjarga sér sjálf.  

Ég á líka frábæra vini frá mörgum löndum, sem ég hef ræktað sambandið við og væntumþykja er á báða bóga, þetta fólk gefur mér mikið af kærleika og vináttan er heil og óskipt.  

Ég átti æskuvinkonu sem dó í haust, sem ég reyndar get ekki komist yfir að missa, því við vorum svo nánar alla okkar tíð.  Það er erfitt að missa  og ég missti mig við kistuna hennar, að sjá að raunveruleikinn blasti við, hún Dísa mín var búin að kveðja fyrir fullt og allt.

Núna í dag þurfti ég að taka á honum stóra mínum til að hafa samband við enn eina elskulega vinkonu til áratuga, þegar við vorum saman í Garðyrkjuskólanum, höfum reyndar alltaf verið nánar, en upp á síðkastið höfum við ekki haft samband.   Að taka á honum stóra mínum segi ég, vegna þess að ég á frekar erfitt að biðja um aðstoð.  Ég skrifaði henni fallegt bréf, en ég vissi að það dugði ekki til, ég þurfti að hringja í hana.  Ég dró það í lengstu lög, eða alveg þangað til ég gat ekki sofið lengur fyrir áhyggjum.  En viti menn, þegar ég hringdi þá var eins og við hefðum aldrei verið sundraðar.  

Og ég segi bara, "That what´s friends af fore" 

Ég er svo innilega þakklát þessari elskulegu vinkonu minni og get sofnað rótt í nótt, vegna þess að ég á vin sem elskar mig jafn mikið og ég elska hana.  

Mín kæru, munið að það þarf að rækta ástina, vináttuna og fjölskylduna, ekkert gerist af engu, og ef við getum ekki gefið af okkur þann kærleika sem þarf til að fá viðbrögð, þá eru engir vegir færir.  

Og svo rétt í lokin, barnabarnið mitt er afskaplega yndæll drengur, þessi sem ég tók að mér að ala upp, honum finnst bara allt í lagi að leiða ömmu sína niður heimtröðina þegar það er sleipt, honum finnst líka allt í lagi að kyssa ömmu sína á vangann, þó aðrir sjái til og í dag sagði hann við mig"amma þú er komin með svo sítt hár, og þú ert svo falleg"

Hvað getur ein manneskja óskað sér betra en að vera umvafin kærleika, ást og umhyggju?

En ég veit að þetta kemur ekki ókeypis, heldur er það líka vegna þess að ég hef ræktað garðinn minn, sáð fræjum og elskað.  Þannig er það bara. Heart 


Bloggfærslur 2. maí 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021022

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband