Já við komumst áfram, til hamingju með það Pollapönkarar og börn þessa lands.

Sannarlega gott hjá þeim, ég verð að viðurkenna að mér datt ekki í hug að þeir kæmust áfram.  En ég er bara ánægð fyrir þeirra hönd og Íslands.  Held að þetta með kjólana hafi gert stórt trikk, og eins einlægnin og gleðin sem skein af þeim.  

Var reyndar ánægð með úrslitin almennt, öll bestu lögin komust áfram.  Var samt að hugsa hvort þetta hefði verið "live" því ég sá ekki betur en söngkonan frá Arzbætjan, eða hvernig sem það er nú skrifað var búin að loka munninum þegar endatónarnir glumdu.  Og það voru ótal bakraddir sem ekki sáust, til dæmis hjá rússnesku tvíburunum.  Bara svona pæling.  

Þetta virðist allt meira svona mixað í dag en áður var.  Reyndar heyrðist frekar lítið í söngvaranum sem kom fyrst, eins og söngurinn væri ekki í sömu hæð og undirspilið, en ég er reyndar farin að heyra dálítið illa og þegar önnur hljóð koma, þá er erfitt fyrir mig að greina sundur hljóðin.  

Það er samt ekki jafn spennandi er þetta er allt orðið tæknivænt og ekki í beinni.  


mbl.is Endalaus gleði og þakklæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband