Þegar karlakórinn sló í gegn í Bolzano.

Jamm eða þannig.  Hótel Sitta átti afmæli og það hafði verið beðið um að kórinn héldi smá tónleika, og í staðin var kórnum og eiginkonum boðið í kvöldverð. 

1-IMG_5478

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já hér bjuggum við við torgið, rétt í hjarta Bolzano.  En nú er eitthvað að gerast sem karlarnir okkar sáu ekki alveg fyrir.

2-IMG_5480

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Víst var búið að ræða það svona fram og til baka en ég held að okkar menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir hvað hékk á spítunni, en nóg umk það.  Hér átti að fara fram tónleikar á torginu og það var bara gaman.

3-IMG_5485

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessar elskur voru búnir að hanna sér búninga fyrir Ítalíuferðina, ekkert svona smaladæmi.. eða þannigSmile

4-IMG_5489

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þeir sómdu sér vel þarna niður í Bolzano okkar menn.

5-IMG_5494

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fararstjórarnir okkar voru með lífið og sálina í öllu sem við gerðum, þau eru algjörlega einstök, stofnuðu þettar Eldhúsferðir til að framfleyta sér í söngnámi í Bolzano og ég hef oft farið með farartjórum víða, en ég verð að segja að þessi tvö standa algjörlega upp úr því öllu saman.

6-IMG_5495

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestfirsk glæsimenni algjölega.

7-IMG_5496

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stoltar eiginkonur fylgdust svo ákafar með.

8-IMG_5501

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er hann Hrein einn af einsöngvurum Karlakórsins. Og söngurinn vakti mikla athygli bæjarbúa.

9-IMG_5502

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ójá við elskum okkar menn algjörlega Heart

10-IMG_5503

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En ömmuhjartað í mér er alltaf á varðbergi.

11-IMG_5505

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litlar skottur eiga greiðan aðgang að mínu gamla hjarta Heart

12-IMG_5512

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tala nú ekku um ef þær eru tvær.

13-IMG_5514

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þær kunnu ekki síður að meta kórinn en við eiginkonurnar.

14-IMG_5515

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Því þær fóru að dansa með söngvum kórsins.

15-IMG_5517

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað er eiginlega hægt að biðja um meira en barnslega einlægni og aðdáun?Heart

16-IMG_5518

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Því bragð er að þá barnið finnur Smile

17-IMG_5519

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Flottir aðdáendur karlakórsins.

18-IMG_5520

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Smile Við hefðum auðvitað átt að fara og dansa líka.

19-IMG_5521

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef til vill ekki alveg með svona miklum tilþrifum LoL

20-IMG_5522

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er nú ekki ónýtt að eiga svona flotta aðdáendur.  Segi nú bara.

21-IMG_5527

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þá stóðst amman ekki málið.

22-IMG_5528

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það er nú það Heart

23-IMG_5531

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var kvöldverður í boði hótelsins.

24-IMG_5532

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og við vorum frekar spennt hvað borið væri á borð.

25-IMG_5535

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það sem er svo skemmtilegt við þennan stóra hóp er að það eru allir samtaka um að skemmta sér, aldrei neitt vesen og enginn klíkuskapur.  Þetta er eiginlega ótrúlegt eins ólík og við erum, eða ef til  vill er það einmitt þess vegna.

26-IMG_5536

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Beðið eftir matnum.

27-IMG_5537

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eigendur hótelsins Eru miklir músik aðdáendur og upp um alla veggi eru frægir stjórnendur, og auðvitað er hér mynd af Ashkenazy.

28-IMG_5538

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allavega maturinn smakkaðist bara vel, þó sumt væri frekar torkennilegt.

29-IMG_5539

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef þið eruð að undra ykkur á yfirlýsingunni á myndumum, þá bilaði vélin mín þannig að ég get ekki notað flassið, og þá verða myndirnar svona, sorrý.

30-IMG_5540

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En við nutum matarins og skemmtunarinnar mjög vel.

31-IMG_5544

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jóna Fanney í öllu sínu tvíveldi svo falleg og háólétt, en samt svo dugleg og ákveðn þessi stúlka.

32-IMG_5545

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það var ýmislegt sem átti eftir að koma í ljós, óvæntur gestur að mæta og svoleiðis. En enginn var með neinar áhyggjur út af því... eða þannig.

33-IMG_5546

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Því miður man ég ekki nafnið á þessum ágæta manni, en hann er víst vel þekktur þarna í suður Tíról sem leikstjóri. Og nú átti að taka það hehehe.

34-IMG_5548

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já hann þekkti strax Gróu á Leiti.. eða þannig hahaha.  Og þarna var planað hvernig átti að gera stóra hluti á torginu á morgun. Allir glaðir og fullir sjálfstraust, auðvitað væri þetta ekkert mál hehehe

35-IMG_5549

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekkert mál fyrir Jón Pál, handritið klárt og bara eftir að æfa sig daginn eftir.

36-IMG_5550

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leikstjórinn meðita algjörlega og okkar menn fullir sjálfstraust.. enda nokkuð óskírir í hugsun eftir góða drykki og mat, sagði ég nokkuð um að drykkirnir voru fríir?Cool

36-IMG_5550

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hana þarna kemur villupúkinn aftur að manni, ekki hægt að taka út myndir, þannig að þið verðið bara að dást að Ásu og öllum hinum aftur Smile

37-IMG_5551

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það var spekulerað í hver ætti að leika hvað, og hlutverkin valin þetta kvöld.

38-IMG_5554

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var óskaplega spennandi að upplifa hvernig listaverk verður til á núll komma núll tíma, en leikstjórinn var fullur traust á að okka menn myndu standa sig, svo ég tali nú ekki um þá sjálfa, frekar hálfa hahaha

39-IMG_5555

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þá gerðist nokkur óvænt, fararstjórarnir okkar og uppvörtunardaman sem reyndist vera í söngnámi upphófu söng, Þessi skemmtilega stúlka heitir ... nú man ég ekki Rósa? En hún söng fallega og faglega.

40-IMG_5559

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan kom yndislegur ástardúett fararstóranna okkar, eitthvað svo fallegt og frábært með litla barnið þarna á milli Heart

41-IMG_5562

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Daginn eftir fór fram æfing á handritinu sem hafði verið kynnt kvöldið áður.

42-IMG_5563

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þá fór nú að renna tvær grímur á okkar menn, svona þegar málin voru kryfjuð til merkjar hehehe

43-IMG_5566

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já alvara lífsins blasti við, það sem í gær virtist vera svooo einfalt og skemmtilegt, fór eiginlega að renna upp fyrir okkar mönnum að ef til vill gæti leynst þarna eitthvað sem þyrfti að ræða betur.  Menn fóru yfir rulluna sína og sumir vildu helst bara láta sig hverfa, sérstaklega í ljósi þess að þetta var allt tekið upp af bæði pressunni og sjónvarpinu.

44-IMG_5567

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En æfingin gekk vel og leikstjórinn var algjörlega harður á sínu.  

45-IMG_5568

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og auðvitað var enginn leið til baka LoL

46-IMG_5571

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var ströng æfing og margir stöldruðu við til að horfa á uppákomuna, en þetta var jú bara æfing, og nú átti eftir að koma búningar og allskonar skemmtilegt.

47-IMG_5572

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Konsertmeistarinn Margrét og leikstjórinn ráða ráðum sínum.

48-IMG_5577

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já spennan í hámarki og saklausir gestir vita ekkert hvað er í vændum.

49-IMG_5583

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En plottið helsur áfram þið eruð gestir og fáið hlutverk segir leikstjórinn allt leyndól

50-IMG_5585

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það sem hér á að gerast eftir hádegið, er að kórinn ætlar að syngja Bjössi á mjólkurbílnum eða Papaveri & Papere í leik, þannig að karlarnir okkar koma fram í ýmsum búningum og í hópum og byrja að synga algjörlega óvænt, svo gestirnir vita ekki á hvað þeim stendur veðrið.  Og svo er að sjá hvor þetta heppnast.

51-IMG_5586

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo er að sjá hvort þetta heppnast, en það verður bara næst, svo var líka bílasýning á torginu þennan sama dag, og ég ætla að sýna myndir af nokkrum þeirra, en alveg bara næst. Eigið góða helgi elskurnarHeart 


Dólómítafjöllin- Ítalíuferð framhald.

Við fórum frá Bolzano upp Eggenthal- dalinn og upp að Karersee-vatni, svo gegnum Karerpass-skarðið og yfir pordoijoch-skarðið, þaðan er svo farið með kláfi upp á Sass Pordoi - fjallið sem erí 2.950 metra hæð.

1-IMG_5285

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er afskaplega fallegt í sveitunum kring um Bolzano. 

2-IMG_5286

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Vatnið þeirra er drykkjarhæft sem er kostur.

3-IMG_5294

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við stefnum á þessi háu fjöll sem þarna blasa við.

5-IMG_5298

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sjáið þið skíðabrekkurnar von að margir fari á skíði í Alpafjöllin.

6-IMG_5299

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og upp er klifrað hærra og hærra, Þau eru sérstök á litin Dolomitafjöllin.

7-IMG_5307

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og vegirnir eru nú ekki alltaf jafn breiðis, hér munaði minnir mig 5 cm á milli bílanna, en bílstjórarnir okkar voru eldklárir og þekktu sínar rútur út og inn.

8-IMG_5310

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bergir gnæfir hátt yfir.  Það fer um mann smá hrollur að hugsa til að eiga að fara að klifra þarna upp í kláf.  Elli fararstjóri sagði að stundum mætti sjá ljós í klettaskorum, það væru fjallgöngumenn, sem hengdu hengirúm í klettunum og svæfu svo þar yfir nóttina.  

10-IMG_5324

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og nú erum við komin upp í snjólínu.

12-IMG_5329

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já komin upp í snjó, og lítill gróður.

13-IMG_5332

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hrikalega falleg fjallasýn.

15-IMG_5339

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekkert smáflott.

16-IMG_5344

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Smile

17-IMG_5348

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var smástopp svo við gætum tekið myndir.

18-IMG_5356

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er svona stopp fyrir skíðamenn, svo þeir bruni ekki út í ógöngur.

19-IMG_5359

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kláfur á ferð.

20-IMG_5360

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jæja þá er komið að því.

21-IMG_5361

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nokkrir lögðu ekki í uppförina. Wink

22-IMG_5362

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi heilsaði okkur þegar við komum upp í kláfaðstöðuna.

23-IMG_5363

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þá er að draga andann djúpt og fleygja sér í dúpu laugina.  

24-IMG_5366

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Cool

25-IMG_5369

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki myndi ég fara þarna upp þó mér væri borgað fyrir það Crying

26-IMG_5370

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og maður sé í flugvél.

27-IMG_5371

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vona að þið séuð ekki leið á fjallamyndum, en þetta er bara svo stórkostlegt, til dæmis verða Ernirinn og Eyrarfjall eins og litlir fjólubláir draumar í samlíkingunni.

28-IMG_5380

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jamm hrikalegt en fallegt.

29-IMG_5382

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komin upp og hér fengum við okkur hádegismat, og áttum góða stund í frábæru veðri.  

30-IMG_5387

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd af okkur Ella í ítölsku ölpunum í 2950 metra hæð yfir sjávarmáli.

31-IMG_5389

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta er lofthrædda konan, og ég þorði meira að segja að kíkja fram af brúninni.  

32-IMG_5395

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já sumir eru lofthræddari en aðrir.

33-IMG_5397

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi vakti athygli gesta, múrmeldýrið.

34-IMG_5398

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir kappar eru að undirbúa klettaklifur.

35-IMG_5400

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Smile

36-IMG_5401

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá er að fara niður.

37-IMG_5402

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einhverjir að klifra upp á klettinn.  

39-IMG_5405

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo koma fleiri Gasp Ótrúlegt að sjá.

40-IMG_5416

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alveg að komast niður.

41-IMG_5419

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komin niður og getum slakað á.

42-IMG_5424

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá erum við búin að skoða það.  En eins og þið sjáið er töluð jöfnum höndum ítalska og þýska í Suður Tíról, og allar merkingar bæði á þýsku og ítölsku, sagt er að nú eigi að afnema styrki til að halda þessum sið, og að þá verði margir hér sem vilja segja sig út ESB.

43-IMG_5427

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef þið haldið að þetta sé brú, þá er það misskilningur, þetta er nefnilega skíðabraut. Þeir gera skíðabrautir yfir vegi og aðrar ójöfnur.  

44-IMG_5451

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Karersee- vatnið, það var hægt að ganga kring um það, á góðum degi speglast fjöllinn í því, en þetta sérstaka svæði heitir rósagarðurinn.  Sagan segir að dvergur einn lagði ást á prinsessu, en þegar hún giftist öðum varð hann reiður og lagði á að enginn skyldi sjá fallega rósagarðinn hans, sem var þarna upp í fjöllunum hvorki að degi né nóttu.  En hann gleymsi sólarlagi og sólarupprás, og þá má sjá rósagarðinn bleikan og uppljómaðan.

En ég vona að þið hafið notið Dólómítafjallanna eins vel og ég og ekki sakar að þið hafið orðið örlítið lofthrædd.  'Eg hef verið að hugas um ferðalanginn sem ég tók upp í á leiðinni suður, sem kom frá Mont Blanc til að skoða vestfirsku fjöllinn.  

Eigið góðan dag. Heart 


Ítalíuferð framhald. .

3-IMG_5198

Á mánudeginum var ferðinni heitið upp í Dólómítafjöllinn, sem eru með hæstu fjöllum í Evrópu eða allt að því 3000 metra yfir sjávarmáli.  En við förum ekki þangað alveg strax, því við ætlum að koma við í Ortisei, fæðingarbæ Sigurðar Demetz söngvara og söngkennara sem margir þekkja.  En fjölskylda hans á fyrirtæki sem sker út helgimyndir og sendir um allann heim.  Bróðir hans tók á móti okkur og nokkrir kórfélagar höfðu þekkt Sigurð, og ein kona í hópnum Guðný hafði verið í söngtímum hjá honum.  Gamla manninum þótti vænt um að heyra það.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er reyndar götumyndin út um glugga á hótelherberginu mínu.

4-IMG_5201

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En vegirnir þarna eru svo sannarlega krókóttir og þröngir, en algjört meistaraverk að hengja þá svona upp í fjöllinn.

5-IMG_5205

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má, er ekki mikið pláss, svona í dalbotnum hér.  Áður fyrr voru íbúar einangraðir hver í sínum dal, og þeir töluðu sérstakar mállískur eftir því í hvaða dal þeir bjuggu.  En svo kom vegurinn og ástandið batnaði, því hér er mikil ferðamannaparadís.

  

 

6-IMG_5207 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En við vestfirðingar þekkjum vel svona mannvirki.

7-IMG_5209

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá stöplana sem hraðbrautinn stendur á. 

4-IMG_5201

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En vegirnir þarna eru svo sannarlega krókóttir og þröngir, en algjört meistaraverk að hengja þá svona upp í fjöllinn.

5-IMG_5205

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má, er ekki mikið pláss, svona í dalbotnum hér.  Áður fyrr voru íbúar einangraðir hver í sínum dal, og þeir töluðu sérstakar mállískur eftir því í hvaða dal þeir bjuggu.  En svo kom vegurinn og ástandið batnaði, því hér er mikil ferðamannaparadís.

  

unnamed 9
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og hér má sjá hrikaleika þessa vegar.  
 
unnamed12
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Fallegt ekki satt?
 
 
unnamed14
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En hér erum við komin á safnið, og þetta er bróðir Sigurðar, nú man ég ekki lengur hvað hans nafn er Smile
 
unnamed 15
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
hér er gaman að skoða, og margt gríðarlega fallegt, hér er tálgað úr tré, linditré er notað í útskurði, en fura til að búa til kassana sem gripirnir eru lagði í, þegar þeir eru sendir út um allan heim.  
 
unnamed 16
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er jesú kristur í frumformi.
 
  
unnamed 17
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Áhugasamir kórfélagar hlusta á sögu þessarar verskmiðju, þar sem allt er búið til af umhyggju og alúð.
 
unnamed8 (1)
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er svo Jesú kominn fullmótaður, bara eftir að mála hann.
 
18-IMG_5244
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þessar spýtur eiga eftir að verða að fögum styttum.
 
19-IMG_5245
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Eins og sjá má hér. 
 
20-IMG_5248
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og hérna. 
 
21-IMG_5251
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hver listamaður gerir sína styttu frá A til Ö, og er hanbragð þeirra á styttunum. Enginn stytta er nákvæmlega eins. 
 
22-IMG_5252
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já þær eru margar flottar og líka konan sem þarna stendur. 
 
23-IMG_5254
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Raunar vantar ekki hendurnar á Jesú, heldur eru þær skrúfaðar á sérstaklega, því það er erfitt að ferðast með hendurnar út í loftið. LoL
 
24-IMG_5255
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er frumteikning af stærstu styttunni sem þau hafa gert.  Nú man ég ekki lengur hvað hún var stór. 
 
25-IMG_5258
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Móðir Theresa með lítið barn í fanginu. 
 
26-IMG_5259
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já við erum sem sagt í málingadeildinni, en eins og ég sagði þá fylgir listamaðurinn sinni styttu frá byrjun til enda. 
 
27-IMG_5261
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Með umhyggju og ástúð.
 
28-IMG_5262
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er Jesú tilbúinn til að fara í kirkju eða einhverja byggingu aðra.  
 
 
29-IMG_5264
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er hún Jóna Fanney fararstjórinn okkar. 
 
30-IMG_5265
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það væri nú gaman að eiga eina sona í stofunni hjá sér Wink
 
  
31-IMG_5270
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér eru líka gerðar lágmyndir, og allskonar flotterí.  Mæli með að fara og fá að skoða þetta safn ef þið eigið leið um Val Gardena.
 
32-IMG_5274
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já hér var gaman.
 
33-IMG_5275
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En Óli hreyfst auðvitað mest af Díönu prinsessu Heart
 
35-IMG_5279
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og auðvitað tóku karlarnir lagið.  Þeir sungu á ítölsku og það var gama að sjá svipinn á starfsfólkinu þegar það fattaði það.  
 
34-IMG_5277
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og varið ykkur svo á hundinum... Nei reyndar hann hvorki bítur né geltir þessi elska, því hann er úr trá Smile
 
Vona að þið hafið skemmt ykkur í þessari ferð, en hún er ekki búin, því við ætlum upp í Dolomitafjöllinn upp í Sassa Pordoi fjallið í kláf, en það er 2950 metra hátt frá sjávarmáli.  
Þangað til næst.  Eigið góðan dag. 

6-IMG_5207

Afmæli.

Elli minn varð sjötugur í gær.  Ég ákvað að halda honum veislu, en það átti að vera leyndarmál, því ég vildi koma honum á óvart þessari elsku.  

Allt gekk vel, hann hélt að það yrði ekkert um að vera og fór í vinnu um morguninn eins og ekkert væri.  

En ég og systurmínar og einn bróðir og mákona vorum búin að undirbúa veislu án þess að hann hefði hugmynd um. Þetta var skemmtilegt og ég auglýsti á facebókinni þar sem ég veit að þangað fer hann sjaldan eða aldrei.  Og fullt af fólki tók þátt í leyndarmálinu.  

unnamed

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ég pantaði snittur frá Hamraborg og Dóra systir bakaði þessa líka flottu brauðtertu og Inga Bára litla sys kom með flatkökur með áleggi, Guðbjörg mágkona kom með ídýfur og Dísa Guðmunds sendi karlinn sinn með ýmislegt góðgæti.  

 

unnamed (1)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það gerir engin flottari brauðtertur en Dósa systir mín.

unnamed (2)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úlfur og Júlíana Lind létu sig ekki vanta.  elsku barnabörnin mín og líka Daníel, Sigurjón og Ólöf Dagmar Heart

unnamed (3)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Addi minn kom líka og hér er einnig Jorge frá El Salvador, sem hefur verið hér hjá mér í þrjá mánuði.

unnamed (4)

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo margir yndislegir vinir og fjölskylda eins og Tóta mín, Hafsteinn og Halla, sem kom með flösku af Asti Cancia. Mér fannst það svo vel við hæfi sagði Halla og hló, því þessi drykkur varð til að nafnið á hljómsveitinni ykkar Halla, Dúdda, Steina og Rósa varð kveikjan að því nafni.  LoL

unnamed (5)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vinnufélagar og vinir, hvað er hægt að fá það betra? 

unnamed (6)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta var sannarlega notaleg stund í ofsalega góðu veðri, sem lék við okkur allan tímann.

unnamed (7)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En svo birtust syngjandi karlar, Hann á afmæli í dag....

unnamed (8)

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessu hafði karlinn minn ekki búist við LoL

unnamed (9)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þarna var fagnaðar fundur hjá félögum.

unnamed (11)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dóri var mættur, sem kajakfélagi og með myndavélina, enda flottur ljósmyndari fyrir bb.

unnamed (12)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

unnamed (13)

 

 

Og svo var sungið áfram, hér er Viðar ærslabelgur að stjórna kórnum í Veifa túttum vilta Rósa, sem er eitt skemmtilegasta atriði sem einn kór getur framkvæmt, get svo svarið það. LoL

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér er verið að ræða málin af alvöru Guðrún Jóns okkar frábæra söngkona, Magga og Þorsteinn.

unnamed (14)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta aftur á móti eru mínir skólabræður, Addi, Jónas og Nonni Láka, flottir strákar.Smile

unnamed (15)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við svo systkinin, Daddi, Ég Inga Bára og Dóra, en litli bróðí fann hjá sér þörf fyrir að láta eins og asni LoL

unnamed (16)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En hvað um það við erum auðvitað flottust, hér vantar auðvitað, Nonna bróður, Siggu systur og Gunnar sem sá sér ekki fært að mæta því miður.

 

unnamed (17)
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Litla sys doktorinn og Elli ræða málin af alvöru Heart
unnamed (18)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru svo strákarnir mínir, Úlfur og Sigurjón synir Júlla míns, Jorge frá El Salvador og Matteus frá Ítalíu.

Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu litla gamni mínu, og hjálpuðu mér á einn og annan hátt, það er svo gott að eiga góða vini og vandamenn, sem elska mann jafn mikið og ég elska þau.  Það er alveg ómetanlegt að finna hlýju og kærleika frá fólki sem maður deilir þessu lífið með, það ber að rækta þann kærleika, því hann er ekki ókeypis.

Elskurnar innilega takk fyrir mig Heart Og bestu kveðjur frá Elíasi.  


Já er það ekki?

Jamm hverjir eru rasistarnir núna?  Það er nefnilega vandmeðfarið réttlætið, og þetta sem þarna er að gerast er hreint út sagt með ólíkindum og setur fólkið sem hér um ræðir á nákvæmlega sama level og þeir eru að gagnrýna Forsvarsmenn framsóknar fyrir.  Þetta er líka kallað einelti og er ógeðslegt.  Þeir þurfa því að fara að fægja geislabauginn sinn hinir flokkarnir.  
mbl.is Gagnrýnir útilokun Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlakórsferð

Ekið var niður Þýskaland frá Munchen til Ítalíu.  Gegnum Bæjaraland, en í Þýskalandi eins og í Austurríki og Ítalíu eru ótal smáríki sem mynda heildina, þar sem áður voru kóngar og fyrirfólk, og kastalar allstaðar.  En Bæjaraland er eitt af ríkustu svæðum Þýskalands með mesta framleiðslu per haus.  

 

IMG_5022

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5024

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér er ekkert smáhýsi á ferð. 

 

IMG_5029

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vel hirt tún og kirkja í miðju þorpi er eitthvað sem er aðal á þessu svæði.  

IMG_5030

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brennerskarðið, þar sem var mjög hart barist í heimstyrjöldinni.

IMG_5046

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Suður Tírol var eitt af fátækustu svæðum Ítalíu, með bröttum fjöllum og erfiðleikum vegna slæmra vega, þangað til hraðbrautinn var gerð, þá vænkaðist hagur Suður Tíról, sem varð einn vinsælasti ferðamannastaður á Ítalíu, bæði sumar og vetur vegna skíðasvæðanna og einstakrar veðurblíðu og fegurðar.  Elli fararstjóri sagði okkur að þjóðverjar og ítalir byggðu þessa þjóðbraut, en það eru austurríkismenn sem rukka fyrir hana, vegna þess að hún liggur um Austurríki. Smile

IMG_5062

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

það hefur verið þrekvirki að byggja þessa hraðbraut, sem er meiriháttar vegagerð.

IMG_5063

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá virki frá styrjöld í Brennerskarðinu.

IMG_5067

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og kastalarnir víða, og allir hátt uppi, þar sem hægt var að verjast óvininum.

IMG_5070

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jæja við erum komin til Bolzano.  Bolzano eða Bozen á þýsku er norðarlega í ítölsku Ölpunum, héraðið heitir Suðue Tíról.  Frá 1190 hefur Bolzano verið mikilvæg  verslunarborg, en vegna staðsetningar hennar milli margra stórra borga, m.a. Feneyja og Augsburg í suður Bæheimi í Þýskalandi, mættust menn þar á miðri leið til að eiga viðskipti hver við annan. 

   

IMG_5073
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Þessi kirkja er á torginu þar sem hótelið okkar er, hún vakti okkur kl. 7 á hverjum morgni, veit ekki hvort það var gott eða slæmt, alla vega svaf enginn yfir sig. 
 
IMG_5074
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þessi höfðingi stendur á miðju torginu í Bolzano, þarf að spyrja betur um hann, það er nefnilega saga.
 
IMG_5078
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Við erum á leið í kláf til að fara upp í fjöllin.  Kláfurinn er nýr, var vígður 2009, ferðinni er heitið upp til Soprabolzano með kláf og síðan með með gamalli lest til Wolfsgruben, á leiðinni upp má sjá vínekrur og eplaekrur, ásamt leirpíramíta sem eru á náttúruminjaskrá UNESCO.  
En hér var tekið lagið hraustlega af karlakórnum á kláfstöðinni.
 
IMG_5079
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það verður að segjast eins og er að ég var með smá fiðring í maganum, en allt gekk þetta vel, og útsýnið frábært.
 
IMG_5082
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér eru vínekrurnar hátt upp í fjöllunum.  Hér er líka mikil eplarækt. 
 
IMG_5083
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Borgin í öllu sínu veldi langt fyrir neðan okkur, en Bolzano liggur aðeins 265 metrum yfir sjávarmáli, þó sum fjöllinn í kring séu um 3000 metra yfir sjávarmáli. 
 
IMG_5085
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Við erum komin í sveitina, það er ekki mikið sléttlendi hér, víða hanga húsin og akrarnir rétt við þvergnípi, ekki gott að vera mjög lofthræddur hér. Wink
 
IMG_5094
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En svona er þetta bara.
 
IMG_5097
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og við erum komin upp.  
 
IMG_5098
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Erni Ingólfs var víst kalt, enda hitinn rétt um 36° LoL Þó aðeins svalara svona hátt uppil 
 
IMG_5100
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En við ætlum að fara í lest og aka um fjöllinn við ætlum að skoða hunangsbú, Plattnerhofsafnið og njóta náttúrufegurðar Alpanna. Við vorum heppinn því þetta er gamla upprunalega lestinn sem við fáum að ferðast í.  Hún var eiginlega alveg eins og gömlu vagnarnir í San Fransisco.  Og þarna var öllum troðið inn.  
IMG_5101
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það var ekki frítt við að andardrátturinn væri svolítið grunnur í þessari hæð.
IMG_5102
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ítalir eru auðvitað mjög kaþólskir, hér hefur trúlega orðið dauðaslys.  
 
IMG_5103
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér var stoppað til að fara í Plattnerhofsafnið.  En það er eitt af afar gömlum bóndabæjum sem hafa varðveist í upphaflegri mynd.  Flestir voru brenndir, þegar kom upp veiki sem talin var stafa af efnivið húsanna.  
 
IMG_5105
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo var gengið að safninu.
 
IMG_5109
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Í þessu gamla húsi var búið alveg þangað til um 1985, en þar bjuggu tvær systur, önnur sem erfði bæinn, en hin meira sem þræll.  Þær áttu enginn farartæki en gengu niður til Bolzano til að ná í það sem þurfti til búsins.  Enginn kláfur þá.
 
IMG_5114
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er inngangurinn, hér er líka sala á hunangi, með allskonar bragði, og var hægt að smakka af list.  Hunangið er algjörlega náttúrulegt og unnið samkvæmt rituali til að halda sinni upprunalegu næringu.
 
IMG_5116
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það er auðvitað afar nýtískulegt og gott að hafa klósettið í svefnherberginu Cool
 
IMG_5117
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo ekki sé nú talað um eldhúsið.  
 
   
IMG_5119
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er ekki verið að láta pípulagnir þvælast fyrir, bara rás fyrir vatnið og annað út á lóðina.  Happy
 
IMG_5123
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Skóladótið, pennastokkurinn og ipadinn hehe.
 
IMG_5124
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér má svo sjá körfurnar sem flugurnar voru ræktaðar í, svo var þetta bara allt saman pressað þegar kom að uppskerunni.  Reyndar er hunangsrækt hér ennþá, en á nútímalegri máta.
 
IMG_5127
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo þrufti auðvitað að tilla sér á barinn áður en haldið var af stað heim á hótel.
 
IMG_5133
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Beðið eftir lestinni.
 
 
IMG_5137
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo er haldið niður aftur, hér má sjá bletti sem menn slá og senda svo heyið niður í böggum.  
 
IMG_5138
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ítölsku Alparnir, veit ekki hvort er hrikalegra Copper Canyon í Mexico e'a þessi fjöll.  En hvortveggja afskaplega myndarleg og falleg.
 
IMG_5139
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér voru svo leirpýramídarnir, en þeir sjást ekki á þessari mynd.  
 
IMG_5140
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þorpin upp í fjöllunum.  Hér er mikil eplarækt. og það eru sko ekki bara epli, heldur margskonar epli.
 
IMG_5144
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og komin heim á hótel.   
 
IMG_5145
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Gott að fá sér bjór, þessi ungi barþjónn á íslenska kærustu og heilsaði okkur á íslensku.  Hér er örugglega verið að skála í grabba.
 
 
IMG_5147
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það er ekki mikið af betlurum hér, raunar varð ég varla var við neinn, svo er líka að klæða sig upp og vekja athygli.
 
IMG_5148
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Götumyndirnar eru mikið fallegar hér, og húsum vel við haldið.
 
IMG_5151
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Við ætlum aðeins að skreppa í labbitúr, hér má sjá annan fararstjórann okkar hana Jónu Fanneyju, þau eru alveg til fyrirmyndar þessi tvö, og allt vel skipulagt.  
 
IMG_5152
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Það sem háir gömlum borgum er einmitt þröngar götur, það er ótrúlegt að sjá bílaumferð á slíkum.  En þetta er meira göngugata aðalverslunargata Bolzano.
 
IMG_5153
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er verið að hóa hópnum saman.  
 
IMG_5154
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er þessi elska eins og íslensk valkyrja, hún er búin að læra söng og hefur mikla og fallega rödd, enda er hún Konnari.  Hún er nú komin heim til að eiga litla guttann sem fylgdi okkur allar ferðir með mömmu sinni. Heart
 
IMG_5158
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Okkar strákar voru vel merktir.  
 
IMG_5160
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er verið að skoða byggingar og hvernig reynt er að byggja þannig að það verði kæling þegar mest er heitt.
 
IMG_5163
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Sum hús líka út eins og ófreskjur eða geimverur Tounge
 

IMG_5164 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við komin inn í klausturgarð, en það má ekki hafa hátt til að trufla ekki íbúana.

IMG_5167

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

Ég man þetta ekki alveg, tek mér svolítið skáldaleyfi, en mig minnir að hér hafi djöfullinn verið múraður inni.   

 

IMG_5168

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er nefnilega allt til í kaþólskunni eins og annarsstaðar, djöflar, dýrðlingar og allt þar á milli.

 

IMG_5171

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Meira að segja ísmaðurinn ógurlegi, en ég segi nánar frá honum seinna.

IMG_5176

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tveir flottir.  bjórinn flaut hér um slóðir sem aldrei fyrr.

IMG_5189

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég veit ekki alveg hvað þeir voru að skoða þessir herramenn, en skondnir eru þeir LoL

IMG_5193

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En hér gerum við hlé á ferðinni.  Vona að þið hafi haft gaman af.  

Eigið góðan dag. Heart 


Að iðrast, er það rétta.

Svo sannarlega verður þeim þetta víti til varnaðar.  Unglingar gera stundum hluti sem þeir dauðsjá eftir, einhvernveginn æsast þeir upp í vitleysunni og loks ráða ekki við framvinduna.  Það var því alveg frábært hjá forráðamönnum Sæbjörgu að koma þessu á framfæri, og þar með fá drengina til að sjá hvað þeir höfðu gert.  Þetta mál hefur því leysts á farsælan hátt bæði fyrir drengina, fjölskyldur þeirra og svo björgunarsveitina, og þeir eiga örugglega eftir að vinna vel að öryggismálum sjómanna héðan í frá.  
mbl.is Piltarnir báðust afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðin til Ítalíu.

Það myndi æra óstöðugan að ætla að segja frá öllu því skemmtilega sem við upplifðum í ferðinni.  Karlakórinn Ernir ákvað að skella sér til Ítalíu með mökum.  Við höfum farið nokkara svona ferðir og þær eru alltaf jafn skemmtilegar, því hópurinn er samhentur og góður félagsskapur, ótrúlegt því við minnir mig 85 manns.  

En piltarnir okkar byrjuðu ferðina með að halda tónleika í Guðríðarkirkju í Grafarvogi, þar var fullt út úr dyrum, því bæði eru kórinn vel þekktur og margir vestfirðingar leggja leið sína til að hlusta á þá.

IMG_4980

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tónleikarnir voru vel sóttir.

Síðan var ferðinni heitið til Munchen, þar sem fararstjórarnir tóku á móti okkur með tveimur rútum, til að aka okkur til Suður Týról, nánar tiltekið Bolzano.

IMG_5008

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vorum spennt fyrir ferðinni á flugvellinum.

IMG_5012

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komin til Munchen og létt yfir  mannskapnum.

IMG_5013

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fararstjórarnir okkar reyndust vera alveg frábær.  Þau eiga sjálf þessa ferðaskrifstofu Eldhúsferðir, eða Cucina Travel.  

IMG_5017

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var galsi í mannskapnum.

IMG_5021

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lögð af stað.

IMG_5029

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allt snyrtilegt hér, eins og vera ber í Þýskalandi.

IMG_5030

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem betur fer voru engar fyrirstöður á hraðbrautinni eins og oft vill verða.  Suður Týról tilheyrði Austurríki en eftir stríðið fengu ítalir landið, og hóf Mússolíni þá nauðungarflutninga, að flytja þýskumælandi fólk til suður Ítalíu og flytja þaðan fólki til Suður Týról.  Það heppnaðist ekki mjög vel, því landbúnaður er mjög sérstakur í Týról, þar sem fjöllinn eru afar há upp í 3000 metrar, og djúpir dalir, sem fólk frá flatlendinu réði ekki við.  

IMG_5063

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Förin liggur gegnum Brennerskarðið, þar sem hart var barist, þar eru virki sem voru notuð til að verjast óvininum.  En hraðbrautin sem við ókum á er öll byggð á stöplum, og liggur meðfram hlíðum og yfir dali, ótrúlegt mannvirki, hún var opnuð einhverntímann milli 1950 - 60.  Hún liggur ekki alveg upp við fjöllinn, til að forðast skriðuföll, sem eru tíð í þessum háu fjöllum, en þau eru víða lögð netum til að varna skriðum, eins og víða má sjá í Noregi.

IMG_5067

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kastala má víða sjá hátt upp í hlíðum.  Hér er búið langt upp eftir fjöllinn, og enn ofar má sjá bletti sem slegnir eru.  Jóna Fanney annar fararstjórinn sagði okkur sögu um hvernig jóðlið varð til.  Menn fóru upp í fjallið og slógu bletti sem þar voru, en í stað þess að bera heyið niður snarbrattar hlíðar, þá bundu þeir töðuna í bagga og rúlluðu því svon niður, en af því að skógurinn er svo þéttur, þá sást ekki til þeirra sem biðu neðar í fjallinu eftir sendingunni, því göluðu þeir Júlúhe, til merkis um að bagginn væri á leiðinni, og þegar hann komst svo niður, jahúu, kvað þá að neðan, svo þannig byrjaði jóðlið í Týról. LoL

IMG_5070

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá erum við komin á hótelið, Stadt Hotel  Cittá.  En hér í Bolzano, þar sem við bjuggum eru allar merkingar bæði á þýsku og ítölsku, þar sem hér búa bæði ítölskumælandi íbúar og þýskumælandi.  

Reyndar er eitt tungumál til viðbótar hér elsta tungumálið ladin.  Það tungumál er talað í sveitinni og eru mismunandi mállískur vegna þess að áður en dalirnir voru vegi lagðir bjó fólkið mest á sínu svæði og þróaði sitt eigið mál, sem ennþá má heyra.  Týrólabúar tala líka allir mjög góða ensku.  

En nú verð ég að hætta í bili, en á eftir að segja frá mörgu skemmtilegu, eins og ísmanninnum Otzi, dolomitafjöllunum og ferðum í kláfum.  

En nóg í dag eigið góðan dag elskurnar Heart 


Mikið er gaman að svona fréttum.

Maður fær einhvernveginn trú á bæði mannkyninu og lögreglunni aftur, við að lesa svona.  Takk fyrir mig, kæru bjargvættir.  
mbl.is Lögreglan bjargaði kettlingi í neyð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarhátíð ungmenna á vestfjörðum.

Jæja þá er ég komin heim frá Ítalíu, það var skemmtileg og afar fróðleg ferð.  Ég hef hugsað mér að bjóða ykkur í ferðalag.  En hef ekki tíma núna, því nú þarf að vinna upp "tapaðan" tíma, sem ekki var tapaður því ég er algjörlega endurnærð eftir frábæra ferð með frábærufólki. 

IMG_5078

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Karlakórinn Ernir tekur lagið.  

 

En ég vil benda fólki á menningarhátíðina L.Ú.R.  Sem stendur yfir á Ísafirði núna.  Eins og segir í bækling sem unglingarnir gefa út:

"Verkefnið LÚR hófst fyrir ári síðan þegar nokkur ungmenni hittust í Menningarmiðstöðinni Edinborg.

Fundar var reglulega yfir veturinn þar sem við fundum 9. manna hópa frá Rúmeníu og Finnlandi og sóttum um styrk til Evrópu unga fólksins á mettíma sem  var afar lærdómsríkt.  

Við erum ótrúlega glöð því við fengum styrkinn og þess vegna eru ungmenninn að koma til Íslands 8. júní. og eru í heimsókn hérna til 16. júní.  Þau taka þátt í listasmiðjum  með áherslu á tabú ásamt vestfirskum ungmennum og verður afraksturinn af þeim sýndur á hátíðinni.  

LÚR-festival".

Þetta er frábært framtak þessara ungmenna, og hafa þau lagt mikið í hátíðina, unnið þetta allt sjálf.  Það er sannarlega fjársjóður í ungmennunum okkar.

Endilega sýnið þessu áhuga og látið þau vita hve frábær þau eru. Heart 

  

10334474_820178301343449_4299521962331569784_n

Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júní 2014
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband