Smábrot af Austurríki.

Jæja þá fer þessu ferðalagi mínu að ljúka, ætla að skrifa meira um það seinna, með myndum.  En í kvöld höldum við áleiðis til London, og gistum þar tvær nætur.  Langt síðan ég hef komið þangað. 

En við fórum til Eisenstadt í gær, og fylgdumst með þegar verið var að gera göngugötuna klára fyrir jólamarkaðinn.

IMG_0363

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er líka búið að skreyta í Steinbrunn en þar verður ekki kveiktá jólaljósum fyrr en 1. des.

IMG_0362-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er búið að setja upp jólahlið og fyrir innan var verið að reisa litla skúra sem fólk selur allskonar muni, sumir voru komnir ansi langt í að skreyta, annarstaðar fann maður bara ilmin af glöggi, sem verið var að búa til.

IMG_0365-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elli að tala í símann.

 

IMG_0360-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við höllina var búið að setja niður stjúpurnar, en þær eru settar niður á þessum tíma til vors.  Eisenstadt er höfuborg Burgenlands, þar sem besta rauðvínið er framleitt, en borgin er stundum líka kölluð Haydnstadt, því hér var hann, og hér er bæði hótel, gistiheimili og söfn með hans nafni.  Þessir svörtu blettir á grasinu eru eftir moldvörpur, við höfum enn sem komið er ekki við þennan vanda að etja, hvað sem verður með hlýnandi veðurfari.

 

IMG_0371-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allt á fullu að skreyta.

 

IMG_0372-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Höllin í Eisenstadt.

 

IMG_0359-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er reyndar heimtröðin, og þetta voru hesthúsin.  En hér í Austurríki var mikil hefð fyrir hestaeign þar sem María Theresa og Napoleon voru vinir.

IMG_0380-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En eins og ég sagði er líka búið að skreyta í miðbæ Steinbrunn, þessi fallegi aðventukrans er á aðaltorginu.

IMG_0401

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rétt þar hjá er skólinn hennar Ásthildar, og þar voru litlu jólin haldinn í gær, eða þau kalla þetta jólamarkað, þar sem börnin selja allskonar fallega muni sem þau hafa sjálf búið til.

Hér má sjá Jón Ella með pabba sínum, annars var troðfullt af börnum foreldrum og öfum og ömmum.

 

IMG_0399

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru frískir krakkar að selja það sem þau bjuggu til.

IMG_0404

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru til dæmis fallegir aðventukransar sem rokseldust sýndist mér, kostuðu 25 evrur stk.

Svo var hægt að kaupa sé kaffi og kökur og gos, já og ég veit að sumum finnst það skrýtið, en hér var líka í annari kennslustofu hægt að kaupa sér bjór og jólaglögg laughing Ósköp hrædd um að eitthvað færi á hliðina heima yfir svoleiðis.  

 

IMG_0410

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er svo Ásthildur, mamma og Jón Elli.

IMG_0411-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og Hanna Sól er orðin svo stór stelpa.  Hún er í Miðskóla í Eisenstadt, því þegar krakkar eru orðin 10 ára þurfa þau að fara í þennan miðskóla og hafa ákveðið í hvaða starfsbraut þau vilja fara.  Ég skil það eiginlega ekki, en svona er þetta samt.  

IMG_0407

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá Ásthildi með afa og pabba,þetta var hennar dagur. 

IMG_0424-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessar tvær eru þær einu sem bera nafnið Ásthildur Cesil í öllum heiminum, bara tvö eintök og önnur er sjötug og hin sjö ára. 

En ég á eftir að fara betur yfir þessa ferð og bjóða ykkur með í ferðalag kiss

Eigið góðan dag elskurnar. 


Eftiráskýringar.

Eftiráskýring starfsmannsins hlýtur að gilda jafnt og um slíkar eftiráúrskýrinar þeirra í stjórnsýslunni ekki satt? það er búið að koma þeirri reglu á að enginn beri ábyrgð á neinu, og það frá æðstu stöðum.  Svo nú er þetta bara normið í dag.  Eftir höfðinu dansa limirnir. 


mbl.is Stytti sér leið og urðaði asbestið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þakka ber fyrir það sem vel er gert.

Þessi kastljósþáttur og viðtalið við Tolla Morteins er einhver uppbyggilegasta og jákvæðasta frétt sem ég hef séð lengi. Þessi þáttur og viðtalið ætti að vera skylduáhorf allra þeirra sem hafa með málefni fanga og fíkla að gera. http://www.ruv.is/frett/hugleidir-med-fongum-a-litla-hrauni   

Og þessi hlið hefði átt að koma svo miklu miklu fyrr. 

Meðan niðurrifsöfl setja samfélagið á annan endan og engin takmörk virðast vera á klúðri og afglapahætti kerfisins, þá kemur svona perla. 

Ég segi bara meira svona takk Tolli, og takk Kastljósmenn fyrir að sýna þessu áhuga og koma þessari jákvæðu hlið út í samfélagið.  

Það er rétt sem Tolli segir við þykjumst vera í stöðugri þróun sem manneskjur en í þessum málum hefur ekkert breyst og við erum ennþá við sama heygarðshornið og fyrir áratugum. 

 

 images


Hvað á þjóðin að læra af lekamálinu?

Í fyrsta lagi Sigmundur hvar er þessi ódrengskapur og grimmd sem þjóðin hefur sýnt ráðherranum fyrrverandi?  Geturðu nefnt dæmi?  Fyrir utan þessi vanalegu skítakomment sem alltof margir viðhafa allstaðar. 

Og þessi hatursfulla umræða? jafnvel hótanir? 

Það hefur verið rætt um þessi mál fram og til baka, en fyrst og fremst einmitt vegna þess hvernig hún sjálf tók á málunum.  Ég get ekki ímyndað mér að neinn einasti maður hér á landi hati Hönnu Birnu eða fjölskyldu hennar.  En fólki ofbýður embættisfærslur hennar, sem er allt annar hlutur og á alls ekki að rugla saman. 

Að þú sem forsætisráðherra leyfir þér að taka svona upp í þig og kenna þjóðinni þinni um að vera svona ómerkileg er bara mjög rangt.  Ég tek þetta m.a. til mín af því að ég hef verið að hneykslast á þessu máli öllu saman.  

Málið er bara að sem betur fer er ennþá til fólk sem fylgist með og reynir að draga ósómann frá sannleikanum, finna kjarnan í hisminu.  Og þorir að láta það í ljós.  Það er svo langt í frá að það sé hatursáróður eða grimmd.  Það eru reyndar alltaf einhverjir innan um sem eyðileggja umræðuna með skítkasti, en það fólk lætur engann í friði, heldur ekki Hönnu Birnu eða þig.  

Að við þjóðin eigum að læra af lekamálinu að þínu mati, sýnir frekar að þú og þið þarna uppi á toppnum hafið ekkert lært af því, jafnvel svo að þið þurfið að hnykkja á því að hún hafi staðið sig svo vel að hún eigi jafnvel afturkvæmt í ráðherrastól.

Þjóðin hefur fylgst vel með þessu máli, og ég hygg að flestir hafi séð hvernig þau hafa þróast, fólk tók líka eftir "hatursáróðri" velvildarmanna ráðherrans út í blaðamenn DV, og ritstjórann sem loks var hrakinn frá blaðinu, en ekki bara það heldur var gerð atlaga að æru umboðsmanns alþingis og ríkissaksóknara.  En nú er DV komið í eigu Framsóknarflokksins, svo það þarf ekki að hafa áhyggjur af blaðamönnum þess blaðs í framtíðinni. 

Það sem þú skilur ekki ágæti maður er að við höfum horft upp á einhver þau svæsnustu klækjabrögð sem hafa verið viðhöfð í stjórnsýslunni í langan tíma.  Og lengi vel þurftu blaðamenn að berjast fyrir því að koma sannleikanum fram, og það var ekki fyrr en bara núna rétt um daginn að sökudólgurinn játaði og var dæmdur.  Síðan hefur marg oft komið fram að ráðherrann hefur logið og sagt hálfsannleika á alþingi og hrakið lögreglustjóra úr starfi.  Ekkert af þessu eru sögusagnir eða hatursáróður, heldur blákaldar staðreyndir. 

Hanna Birna er eflaust hin besta manneskja svona daglig dags, en í þessu embætti sýndi hún vanhæfni og það er ekkert sem getur breytt því.  Engin eftirá söguskýring eða fullyrðingar sem fólk gerir sér grein fyrir að standast ekki. 

Eins og ég segi ég óska henni alls góðs í framtíðinni.  En sem fulltrúa þjóðarinnar hef ég ekki mikla trú á henni lengur.  Og ég er farin að efast um hæfni fleiri þarna uppi skal ég segja þér, því fólki sem finnst þetta allt saman vera bara í himnalagi og gagnrýni almennings sé hatursáróður og grimmd, og að við eigum að læra að vera ekki með svona aðhald, þarf auðvitað að líta í eigin barm og svo læra af viðbrögðunum.

Þjóðin á rétt á því að láta heyra í sér, þegar henni ofbýður.   


mbl.is Þjóðin læri af lekamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki komin tími til að tengja?

Ég vil óska Hönnu Birnu alls góðs, það hlaut að koma að þessari ákvörðun fyrr eða síðar.  Ég er viss um að henni líður mikið betur eftir þessa ákvörðun.  Hún er búin að standa í eldraun að vísu sjálfskapaðri að mestu leyti.  Það hlýtur að taka á bæði manneskjuna sjálfa og fjölskyldu hennar, og reyndar þá sem standa henni nær í pólitíkinni.   

Ég ætla ekki að gleðjast yfir þessum málalokum, en tel að þau séu og hafi verið nauðsynleg til að skapa frið og meiri sátt milli almennings og ríkisstjórnarinnar.  Ég er reyndar viss um að nú fara menn að gera úr henni fórnarlamb, það bara á ekki við. Hins vegar ættum við að geta fyrirgefið henni og reynt að setja okkur í hennar spor.  

En heila málið er og það er mikilvægast, að fólk sem tekur á sig svo ríka ábyrgð, verður að standa undir henni.  Og við kjósendur verðum að bregðast við þegar það sýnir sig að forystumenn ætla ekki að taka þá ábyrð.  Það er alveg sama hver á í hlut, aðhald verður að vera á forystumönnum þjóðarinnar.  Ekki af því að það sé slæmt fólk, heldur spillir valdið bæði fljótt og auðveldlega.  Það þarf sterk beint til að þola góða daga. 

En það að sýna aðhald ber ekki inn í sér að menn eigi að vera meðvirkir, eða verja hluti sem eru ekki verjanlegir og nú er ég að tala um heildina.  

Framundan eru erfiðir dagar, því það á að leggja fram nýtt sjávarútvegsfrumvarp sem bæði festir í sessi tök útgerðarmanna á auðlindinni, og gerir að því mér skilst ennþá betur, með því að lækka á þá álögur. 

Það er bara óásættanlegt, en við ofurefli að etja, því þessir menn hafa marga stjórnmálamenn í hendi sér, úr öllum flokkum.  Þar er hægt að tala um að menn fái spón úr aski þegar milljónirnar hringla í vösum og einhverjir detta hér og þar á vel valda staði. 

 

"http://www.visir.is/eigendur-staerstu-utgerdanna-fa-i-sinn-hlut-tvofalt-a-vid-veidigjoldin/article/2014711219933"  

Þessum mönnum eigum við að vorkenna og gefa þeim ennþá stærri hlut af sameiginlegri köku okkar.  Ætla ráðamenn virkilega að reyna að telja almenningi trú um að þetta sé besta fyrir okkur öll, að einstakir menn fitni eins og púkar á fjósbita, meðan almenningur þarf að herða sultarólina, og fá ekki læknismeðferð eða mannsæmandi líf.  

Við höfum mótmælt bæði stórum og smáum málum, Austurvöllur hefur verið sá staður sem mest hefur verið mótmælt á, en líka í stærri málum á ýmsum stöðum úti á landi.  Í þessu máli þurfum við að gera ennþá betur, við þurfum að mótmæla svo hátt að það syngi í fjöllum, drynji í sjávarföllum, við þurfum að mótmæla svo hátt að tröll vakni og dímonar fari á stjá.  Við þurfum að kalla fram alla landvætti okkar, griðunginn, gamminn, drekan og bergrisan okkur til varnar. 

Að mínu mati stendur nú fyrir dyrum mesta tilfærsla á fé frá almenningi til örfárra fylgifiska fjórflokksins sem um getur, og það til langframa. Það er bara óþolandi að nokkrir karlar sem eru örugglega bæði hvítir og miðaldra hafi þau völd að geta svínbeygt stjórnvöld til að hyglja sjálfum sér í krafti auðs.  

Einhverntímann hlýtur að koma að því að það sé hingað og ekki lengra. 

Viljum við ekki vera talinn til víkinga?

 

300px-Coat_of_arms_of_Iceland.svg


mbl.is Hanna Birna hættir sem ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær eru menn vanhæfir?

Ólafur Garðarssona, vék af fundi persónuverndar í gær, en hann er aðalmaður í stjórn Persónuverndar. Er maðurinn þá ekki bullandi vanhæfur sem verjandi Gísla Freys? Spyr sú sem ekki veit. Þetta fer nú að verða eins og ég er afi minn í kvæðinu góða. Svei mér þá. Það virðist vera mannekla á Íslandi, því sama fólkið er allstaðar fyrir á velli og beggjavegna allra borða.  Hélt eiginlega að það væri til fullt af hæfu fólki til að sitja í ráðum og nefndum, en ekki endilega starfandi lögfræðingar.  


mbl.is Lögmaður Gísla vék af fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsskapar eru vítin verst.

Mig langar svolítið til að segja mína skoðun á þessu máli og tilbúnaðinum kring um hann.  Ég er satt að segja búin að spá mikið í bæði hvernig þetta hefur atvikast og síðan viðbrögð þeirra sem eiga hlut að máli.

Mitt mat á stöðunni er svona, og þetta er eingöngu mín upplifun af þessu.

Lögreglustjóri suðurnesja á fund með innanríkisráðherra um málefni Tonys Osmos, vegna þess að fyrirhugaður er mótmælafundur vegna brottvísunar hans.  Þar eru þessi málefni rædd og fundinn situr Gísli Freyr aðstoðarmaður.  Eftir fundinn eru mál rædd eins  og gengur, og þá segir Sigríður söguna sem er í umræðunni, hún segir hana í trausti þess að hér sé fólk að ræða saman um málefni sem ekki á að koma fyrir augu almennings.  

Aðstoðarmaðurinn fer svo heim í afslöppun, en hann er að hugsa um málið og finnst að eitthvað þurfi að gera til að koma "réttlætinu" til skila.  Að hans mati.  Svo hann sendir skjalið á tvo vini sína, annar er blaðamaður á mbl, hinn á fréttablaðinu, og bætir við gróusögunni sem höfð er eftir lögreglustjóranum.  

Það má því rétt hugsa sér viðbrögð lögreglustjórans þegar hún les blöðin daginn eftir.  Og sér að orð sem sögð voru í hálfkæringi en fyrir eyru tveggja viðmælenda eru komin í Morgunblaðið og Fréttablaðið.

Það má síðan einnig gera sér grein fyrir viðbrögðum innanríkisráðherrans, þegar hún sér það sama.  Það sem allir myndu gera í hennar sporum væri að fara og ræða við sinn undirmann um málið, því hún veit strax hvaðan það kemur.  

Ég get ímyndað mér að aðstoðarmaðurinn brotni niður og viðurkenni að honum hafi orðið allsvakalega á.  

Og einmitt þar gerast mistökin.  Í stað þess að strax þar og þá geri ráðherran út um málið og upplýsi það, ákveður hún og vonast til að komast upp með það að hylma yfir með undirmanninum.

Þetta er skiljanlegt þegar hugsað er á mannlegum nótum um viðbrögð.  En ekki það sem mátti gerast.

Og nú er allt í uppnámi, lögreglustjórinn gerir sér grein fyrir að hún getur ekkert gert í málinu, því það sem hún sagði í trúnaði er allt í einu orðið fyrirsagnir í allavega tveimur af mest lesnu blöðum landsins.

Ráðherrann sömuleiðis.  

Það útskýrir líka af hverju Gísli Freyr fær úthaldið til að halda lyginni áfram, því nú er það ekki bara hann einn sem hefur brugðist, heldur verður hann að verja yfirmann sinn líka, sem hefur lagt sitt orð að veði fyrir hann.  

Öll vonast þau auðvitað eftir að þetta bara gleymist og fjari út.

En svo gerist eitthvað óvænt.  DV blaðamenn fara að skrifa um málið.  Og þeir láta sér útskýringarnar ekki nægja,og þeir halda málinu við endalaust.

Einmitt ef þetta er svona útskýrir af hverju ráðherran bregst við með því að reyna að þagga niður í blaðamönnunum, fyrst með því að ræða við yfirmenn um að hætta við að skrifa um málið og svo að reyna að láta reka blaðamennina.  En sem betur fer gerist það ekki.  

Þá er líka skiljanlegt af hverju hún svo fer að skipta sér af, þegar lögreglurannsókninn byrjar.  Og gengur þar of langt að margra mati.  Og það útskýrir líka af hverju hún lagðist mest gegn því að tölva aðstoðarmannsins yrði rannsökuð, því hún veit nákvæmlega hvað er þar að finna.  Að vísu ekki fyrr en eftir að leitað hafði verið til FBI um málið.

Það útskýrir líka af hverju hún er svona reið: "ég gerði ekkert rangt".  Og það að segja ósatt á þingi, bendir einnig til að þarna sé svakaleg vörn í gangi.

Lögreglustjórinn er líka í vörn, því hún veit að ef uppruni málsins er rakinn til hennar, þá er hún í vondum málum.  Hún kýs því að ræða ekkert um málið, ekki fyrr en farið er fram á útskýringar frá henni

Svona gekk þetta fyrir sig að mínu mati, og þegar púslið leggst svona púsl fyrir púsl, má sjá hvernig málið liggur.

Ég held að þessu fólki, þeim öllum þremur hafi liðið afar illa þennan tíma sem liðinn er, og sennilega hefur þeim liðið verr en Tony og konunum, því sjálfsskapar eru vítinn verst.  Þau hafa þurft að lifa með lyginni allann tímann.  Og þetta var eiginlega ekki ætlunin, heldur gerðist þetta bara, og ef Gísli Freyr hefði ekki gert það sem hann gerði, hefði þetta bara orðið smá spjallstund lögreglustjóra, ráðherra og aðstoðarmanns, og alveg saklaust þannig séð. 

En því miður varð það ekki svo.  Heldur komst málið fyrir almenningssjónir, fólkið sem hafði ætlað að standa að baki hælisleitandans Tony Osmos hætti við mótmælin í ljósi þessara upplýsinga, sem raunar voru óstaðfestar algjörlega.  

Ráðherra og lögreglustjóri sátu uppi með skömm sem þeim hafði ekki dottið í hug að gæti gerst á þessum tímapunkti  

Það má því segja að sök Gísla Freys sé mikil.  En dómgreindarleysi og ef til vill kæruleysi hinna tveggja er heldur ekki hægt að leiða hjá sér.  Fólk í ábyrgðarstöðum verður að hafa dómgreind og nægilega virðingu fyrir stöðu sinni til þess að gera ekki svona.  

Nú þekki ég Sigríði að góðu einu þegar hún var sýslumaður á Ísafirði og reyndist mínum syni afskaplega vel.  Það er því með sorg í hjarta að horfa upp á þau vandræði sem hún hlýtur að verða fyrir þegar málið útskýrist, sem ég hef grun um að gerist.  Það er búið að ganga allt of langt til þess að það hætti nú.  

En ef við viljum halda uppi lögum og reglu í okkar þjóðfélagi og að hér geti ríkt trúnaður og traust milli ráðamanna og almennings, þá má bara ekki líða svona.  

Við verðum að fara að veita stjórnendum meira aðhald, við erum öll mannleg og breysk og þess vegna þarf að veita því fólki sem er í forsvari það mikið aðhald að þau hugsa sig tvisvar um áður en þau gera eitthvað sem getur haft svona mikil áhrif.  Það er einfaldlega okkar að gera það.  Og þess vegna er sorglegt að horfa upp á sumt fólk, sem veit betur hylma yfir með sínum yfirmönnum, jafnvel í von um einhverja bitlinga, og algjörlega á kostnað okkar hinna.  Og það er líka sorglegt að horfa upp á fólk treysta í blindni fólki, af því að það aðhyllist sömu stjórnmálafræði og það sjálft.  

Við þurfum nefnilega alltaf að hugsa um hag heildarinnar, og reyna eins og við getum og erum megnug til að veita aðhald.  

Ég veit að ég hef verið dómhörð í garð Hönnu Birnu og alls málatilbúnaðarins í þessu, en það þýðir ekki að ég hafi ekki haft að vissu leyti samúð með henni og hinum tveimur.  En ég er ekki kóari, ég vil ekki vera meðvirk í að láta svona mál bara danka.  Þau eru einfaldlega of alvarleg til þess. 

Þess vegna vona ég Hönnu Birnu vegna að hún segi sig frá ráðherradómi sjálfviljug, og ég er viss um að henni mun líða miklu betur þannig.  Einnig held ég að Sigríður hljóti að segja af sér sem lögreglustjóri ríkisins, því það er svo augljóst hvers vegna það starf er tilkomið.

En við hin skulum fyrirgefa þeim og láta þau finna að með því að þau sjái að sér og axli ábyrgð séu þau einmitt að leggja sitt af mörkum til réttlátara samfélags, sem við öll þráum innst inni.

Eða viljum við réttlátt samfélag, eða viljum við bara vera meðvirk og halda með þessum eða hinum af því bara? 

 

 

 


mbl.is Bað Sigríði um upplýsingar um Omos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norskt jólaborð.

Fór á norskt jólaborð í gær.  Ekki hlaðborð.  Þetta er í litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla. Húsnæðið var ekki stórt, minnti mig mikið á samkomuhúsið í Ögri, samt sátu þarna til borðs 75 manns. 

IMG_0166-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var búið að skreyta salinn og það var þröngt setið til borðs, eg vorkenndi eiginlega stúlkunum sem báru fram matinn.

IMG_0162-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér hefur Elli hitt skvísu úr lúðrarsveitinni, sem hann fór í tímabundið, þegar hann tók að sér smáverkefni hér í Austfjorden.

IMG_0160-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ingi minn Þór og Elli á góðri stund. 

 

IMG_0143-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við sátum til borðs með nokkrum vinalegum norðmönnum, held að þeir séu raunar allir vinalegir.  Þau þekktu auðvitað öll Inga Þór. 

 

IMG_0182-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og ég sagði er þetta lítið samfélag. En þau eru samheldin, ráðamenn í Volda létu sér detta í hug að leggja niður skólann á svæðin, við könnumst nú við svoleiðis heima ekki satt.  En það urðu mikil mótmæli og svo aðgerðinni var frestað, íbúarnir fóru þá í að reyna að fjölga skólabörnum, og a.m.k. tvær fjölskyldur ættleiddu börn á skólaaldri til að "stækka kvótann".  Svona á að gera þetta. 

IMG_0147-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Maturinn fór reyndar að mestu ofan garðs og neðan hjá mér.  Að vísu var þarna ágætis svínakjöt, og svo var vel hægt að eta þessa pylsu, en kindakjötið, sem ,leit út eins og kótelettur eða slíkt, var í raun kjöt sem búið var að þurrka og síðan sjóða.  Sorrý, ekki fyrir mig.  Hér þurftu svo allir að koma með sitt vín með sér, því hér var enginn bar.  Það var nú bara voða krútlegt. Það var auðséð að margir komu með ölið á kókflöskum, svo það er augljóst að margir hér hjálpa sér sjálfir við drykkjarföng, því slíkt er dýrt, og jafnvel ekki á hverju strái, vínbúðin er inn í Volda, en hægt er að kaupa bjór í matverslunum, en ekki rauðvín, né aðra drykki.

IMG_0164-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi ágæta kona er fyrrverandi geitabóndi, en seldi bústofninn og hefur það ágætt.  Býr á stað sem heitir Björke.  

IMG_0181-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta par tók danspor, annars get ég ekki hrósað hljómsveitinni, raunar var bassaleikarinn ágætur og trommarinn átti takta, en gítarleikarinn og söngvarinn aðalkarlinn sjálfur var eiginlega já... en hljómsveitin var víst ódýr, ekki hægt að búast við meiru á svona litlum stað.  Ekki var mikið um músik fyrir ungafólkið, því hér var mest spiluð Kántrímúsik, sem virtist vera aðal söngvarans, enda klæddur upp eins og kúreki.  En þetta var allt í lagi og við skemmtum okkur vel með þessum glöðu og skemmtilegu frændum okkar í sveitinni.

IMG_0156

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kántríkarlinn að störfum.  

IMG_0150-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er hægt að ræða saman og segja brandara þó einn tali íslensku og annar norsku.  Bara ef viljinn er fyrir hendi.  

En við höfðum nefnilega eldað okkur íslenskt lambalæri kvöldið áður.  Og það bregst eiginlega ekki.

IMG_0137

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjölskyldan sameinuð um íslenskt lambalæri.  En til að gæta sanngirni, þá vorum við hjá Skafta syni mínum áður en við komum hingað, og þar elduðum við norskt læri, það var bara ágætt líka. 

 

IMG_0080

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allir að hjálpast að að elda norskt lambalæri.  smile

En ég ætla að skrifa meira um þessa ferð síðar.  Fannst bara gaman að hitta svona elskulegt fólk. 

Er reyndar að drepa tímann áður en ég fer í næturrútu til Gardemoen, og svo þaðan í fyrramálið til Vínar, þar sem ég ætla að hitta fólkið mitt þar.  

Það er yndislegt að hitta fólkið sitt reglulega.  Sérstaklega þegar það býr langt í burtu.  Ég vona bara að okkur íslendingum lánist að fá yfir okkur stjórnvöld sem þora að taka á málum og taka fé af þeim sem hafa verið færðar auðlindir landsins á silfurfati, og færa þá til fólksins í landinu, fólksins sem stendur undir samfélaginu en horfir upp á ómældar fjárhæðir færðar yfir til þeirra sem borga vel í kosningasjóði fjórflokksins.  

Að það sé ekki hægt er bara kjaftæði fjórflokksins sem vill viðhalda sínum völdum, hvort sem það er í stjórn eða stjórnarandstöðu.  Vilji er allt sem þarf, hann vantar alveg hjá fólkinu sem nú trónir yfir okkur og er að skera allt inn að beini og hrista undirstöðurnar svo að hætt er við að óbætanlegt tjón hljótist af.  


Aðhaldið hlýtur að þurfa að koma frá okkur sjálfum.

"Þá lagði Ólaf­ur áherslu á að brot Gísla hefði ekki verið hefnd­araðgerð að yf­ir­lögðu ráði held­ur skyndi­hug­detta þar sem hann hefði legið á sóf­an­um heima hjá sér um að bæta við skjalið og senda tveim­ur kunn­ingj­um sín­um. Ástæðan hafi verið sú að hann teldi að ekki ætti aðeins að fjalla um já­kvæða hluti við hæl­is­leit­end­ur held­ur einnig þá nei­kvæðu".

Það er svo margt við þetta mál að athuga, en þarna tekur þó steininn úr, ef þetta á að vera afsökun.  Honum datt í hug þar sem hann lá heima hjá sér og slakaði á að það væri sniðugt að bæta við skjalið og senda tveimur kunningjum sínum, sem óvart voru blaðamenn út í bæ.  Og afsökunin, af því að honum finnst að það ætti ekki bara að fjalla um jákvæða hluti við hælisleitendur.  Og þá tekur hann málin í sínar hendur og setur fram makalausa gróusögu úr lausu lofti gripna til að minnka "hallan" á málinu.  

Og svo áttaði hann sig alls ekki á alvarleika málsins fyrr en daginn eftir, þ.e. þegar skaðin var skeður og plottið fullkomnað.  

Það er sannarlega óhugnanleg tilhugsun hvort fleiri svona siðleysingjar sitji í stjórnunarstörfum á vegum íslenska ríkisins, sem telja sig þurfa að "leiðrétta kúrsinn" í umræðum borgaranna.  Margir þeirra hafa jú verið ráðnir án þess að vera endilega færustu umsækjendurnir, ef starfið hefur þá yfirleitt verið auglýst, í þessu tilfelli var það ekki svo, og þess vegna er ábyrgð ráðherrans ennþá meiri.  

En málið er, að mér finnst þetta bara ekki ganga upp.  Þetta er svona eftiráskýring manns sem hefur verið gert að taka pokann sinn og sullast í drullupollinum til að bjarga skinni yfirmanns sem er orðin áhyggjufullur yfir því þurfa að bera vitni eiðsvarin.  En honum verður sennilega umbunað vel, svona þegar rykið fellur og sauðsvartur almúginn búin að fá eitthvað annað til að hneykslast á og kjamsa.  

Ég er satt að segja orðin dauðleið á þessum endalausu lygum, hálfsannleika og undanbrögðum ráðamanna, hvort sem þau eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.  

Og alltaf eru þau saklaus þó drullan leki af þeim allstaðar, og ef fullnægjandi svör fást um sekt, þá "vissu þau ekki af", höfðu ekki "fylgst með", "treystu viðkomandi í blindni"

Fyrir hvað erum við að borga þessu fólki laun?  yfirmaður sem hvorki sér, heyrir né veit er ekki góður yfirmaður, hann er ekki launa sinna virði og á þess vegna að segja af sér.  Og þetta á við fleiri en þá sem hér er til umfjöllunar.  Þó svo sannarlega hafi hún sýnt okkur hve siðlausar manneskjur geta verið sem komast í þannig aðstöðu. 

Ef við viljum fá betra samfélag, verðum við sjálf að fara að fylgjast með og veita það aðhald sem þetta fólk þarf svo sannarlega á að halda.   Fyrr getum við ekki vænst þess að lifa í góðu og réttlátu samfélagi.  

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981


mbl.is Hugaði að játningu á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kunna að skammast sín er dyggð.

Gat því miður ekki hlustað á Kastljósþáttinn, vegna léglegrar útsendingar.  En hvað með það?  hvað gengur drengnum til að játa allt í einu núna?  Samviskubit hvað?  Því miður trúi ég ekki á samvisku fólks sem situr þarna uppi á toppnum, ég ímynda mér eitthvað allt annað, til dæmis að hann hafi verið beðin um að skera innanríkisráðherrann úr snörunni, eða að formenn flokkanna hafi séð fram á ískaldan vetur í skoðanakönnunum og þurft að delíta nokkrum leiðindamálum.  Eða bara að stjórnvöld hafi verið búin að fá nóg af þessari umræðu, og því best að fórna peði.

Hvað sem þarna er á ferðinni, þá er nokkuð ljóst að það er ekki samviskan sem hefur nagað þennan mann undanfarið, heldur eitthvað allt anna, og ég get bara sagt fyrir mig, ég hef svo mikla skömm á þessu máli, og ekki batnar það með þessu útspili. 

Ef hann hefði haft snefil af samvisku og samúð með þeim sem um ræðir, hefði hann fyrir löngu síðan komið fram og leiðrétt bullið. En það gerði hann ekki, og nú ætlast hann til að fá SAMÚÐ, Samúð okkar sem erum búin að fylgjast með þessu máli frá upphafi.  

Fjandinn hafi það að ég geti fundið einhversstaðar inn í mér einhverja samúð handa honum.  Ég hef aftur á móti fullt af samúð til konunnar og barnsins sem hafa verið svipt sambýlismanni og föður vegna Gróu á leiti kjaftæði þessa manns.  Ég get bara sagt við þennan unga mann og þá sem vinna með honum Þóreyju og Hönnu Birnu, SKAMMIST ÞIÐ YKKAR.  


mbl.is Vildi ekki lifa með því að segja ósatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2014
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband