Kærar þakkir til Björgunarfélags Ísafjarðar og fleiri aðila.

Það er svona frekar hvasst í dag og nótt, og þýða sem er ekki heppilegasta veðrið fyrir ástandið á kúlunni minni.  Og spáð meira hvassviðri í dag.  

En sem betur fer fékk ég góða aðstoð í gær frá nokkrum aðilum.  Netagerð Vestfjarða eða hvað hún heitir í dag, lét okkur í té net til að leggja yfir kúluna, því það er hætt við að restin af þaki garðskálans fjúki í vestanáttinni.  Mágur minn kom með lyftara og fékk líka hellur frá Steypustöðinni til að fergja. Hópur fólks kom svo frá Hjálparsveit Skáta og vann þrekvirki við að koma neti yfir kúluna. 

 Ég vil líka þakka Geirnaglanum fyrir að senda menn daginn eftir að þakið brast og spengja þakið upp sem stóð ennþá.  Það væri sennilega farið líka ef það hefði ekki verið gert. 

IMG_8422

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjálparsveitarmennirnir eru að koma og byrja á verkinu.

IMG_8424

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það þurfti að fá hellugrjót til að fergja netið, því ekki er hægt að koma því niður að jörð.

 

IMG_8425

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það þurfti svo að bera netin upp að kúlunni. 

 

IMG_8426

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þetta voru fumlaus handtök og allir virtust vita nákvæmlega hvað þeir áttu að gera. 

 

IMG_8427

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má var veðrið einkar fagur í gær.  

 

IMG_8428

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo þarf að spá aðeins í hvernig er best að haga þessu.

 

IMG_8429

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá er netið komið uppeftir.

 

IMG_8430

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá þarf að koma grjótinu upp eftir og þá var nauðsynlegt að hafa lyftarann.

 

IMG_8431

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nokkrir fóru svo í að moka frá eins og hægt var.

 

IMG_8432

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og lyftarinn var líka notaður til að ná sem mestu af þakinu út úr garðskálanum.  

 

IMG_8434

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikið er gott að hafa svona sveitir manna um allt land sem eru alltaf reiðubúnir til að hjálpa þar sem þarf.

 

IMG_8435

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta virðist ef til vill ekki svo slæmt, en ef vindur stendur þannig, getur hann svift restinni af þakinu upp og þá myndi það fara upp í loftið en ekki niður.

 

IMG_8436

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var reyndar mágur minn Sævar sem lét sér detta þessa lausn í hug, og ég hefði ekki viljað vera án öryggis netsins í nótt þegar byrjaði að blása.

 

IMG_8437

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var hægt að draga eitthvað af þakinu burtu með lyftaranum.

 

IMG_8438

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mörg fallegu trén mín eru ónýt, perutréð, kirsuberjatréð, Pernille fallega bleika rósin mín, sem hefur glatt svo marga er í smalli.

 

IMG_8439

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er því mikill tregi í mínu hjarta, þó ég sé auðvitað glöð að enginn meiddist þegar þetta gerðist.

 

IMG_8442

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jukkan mín er brotinn í toppinn, en ef hún lifir veturinn af svona ekki undir þaki, mun hún ná sér.  En stóra tréð sýprisin stóð og stendur enn keikur sem betur fer. Zakúrakirsuberjatréð féll við og liggur nánast ofan á beðinu, en virðist ekki brotið, það á samt eftir að koma í ljós.  smile

IMG_8448

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Syprisin stendur samt ennþá.  

 

IMG_8450

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jukkan mín er toppbrotin, en gæti náð sér ef hún lifir veturinn af. 

 

IMG_8451

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En sumt er alveg í small, þetta var kirsuberjatréð mtt.  

 

IMG_8452

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það þýðir ekkert að gefast upp eða grenja, það þarf bara að halda áfram og vona að eitthvað gott komi út úr þessu.  

Skaðinn kemur nú reyndar ekki alveg í ljós fyrr en í vor.  En á móti kemur sá hlýhugur sem okkur er sýndur og þessi hjálp sem er veitt svo góðfúslega af öllum.  Það gefur manni trú á lífið og tilveruna. 

 

Og þess vegna vil ég endilega minna fólk á að versla rakettur og annað áramóta dót hjá hjálparsveitunum um allt land því það er þeirra aðal innkoma til að viðhalda sínum búnaði.  

 

Innilega takk fyrir mig allir sem lögðust á eitt við að gera kúluna öruggari það sem eftir lifir veturs.  

 

 Hér eru fleiri myndir, teknar af Dóru systur minni. 

5

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

6

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mágur minn.   

7

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þær eru svona óskýrar af því að það er búið að senda þær og seifa.  

 

8

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

9

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

unnamed

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annar mágur minn. 

1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eigið góðan dag. smile


Virðing og upphefð. Slíkt er ekki hægt að kaupa sér, hlýtur alltaf að þurfa að vera áunninn.

Já aldeilis stóruppákoma. Ég get ekki betur séð en að margir hneykslist á tiltækinu.  Við skulum líka hafa í huga að það var einmtt Sigmundur Davíð sem skipaði Guðna Ágústsson formann orðunefndar. 

 

"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur skipað Guðna Ágústsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins og ráðherra, sem nýjan formann orðunefndar. Hann tekur við af Helgu Jónsdóttur".

Ég verð bara að segja að ég er löngu hætt að hneykslast á forystumönnum og pólitískum toppum landsins í dag, þeir eru eins og hver upp úr rassgatinu á öðrum, og halda í sinni einfeldni að við fylgjumst ekki með, eða vitum ekki betur.  

Ég er farin að spekulera hversu langt þeir ætla að ganga og halda sig komast upp með það.

 

 "Forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, var sæmdur æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir íslenskum eða erlendum borgara fyrir utan þjóðhöfðingja; stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu. Stjarna stórkrossriddara fálkaorðunnar ásamt rósettu. Stórkrossinn Stjarna stórkrossriddara fálkaorðunnar ásamt rósettu. Fjölmiðlar fengu ekki að vita af athöfninni og þá er ekki vitað hvort hún hafi farið fram á Bessastöðum líkt og venja er. Einu upplýsingarnar um þessa afhendingu er að finna á undirsíðu embættis forseta Íslands á veraldarvefnum en þar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi verið sæmdur stórkrossinum laugardaginn 13. desember".

 

Eitthvað hafa þeir nú skammast sín blessaðir að láta ekki fjölmiðla vita, það hefur hríslast ónot niður bakið á þeim af tilhugsuninni um beinskeytta blaðamenn, spyrjandi óþægilegra spurninga svo sem um fyrir hvað Sigmundur fær orðuna?  

En íslensk þjóðarsál er seinþreytt til vandræða og lætur svo sem ekki mikið í sér heyra opinberlega, en þetta fólk má alveg vita að menn hugsa sitt.  

Að skreyta sig með fjöðrum sem maður hefur ekki unnið til, gefur engum upphefð, heldur þvert á móti.  Ég held að þessar orður, sem reyndar eru löngu gengnar út sér vegna vals á orðuhöfum mörgum hverjum, séu löngu komnar yfir síðasta söludag.  Það er ekki lengur upphefð sem vekur aðdáun almennings, heldur miklu fremur er fyrirlitning sú tilfinning sem heltekur mann þegar hugsað er út í þessa hluti.  Allir þurfa nefnilega að vinna sér inn virðingu og álit, hún verður hvorki keypt með gulli né prjáli.  

En mér finnst allof margir ráðamenn séu ennþá litlir karlar í stórustrákaleik, af því þeir geta það á okkar kostnað.  

Virðing hefur ekkert með það að gera, hvorki án kross né með. En vonandi er Sigmundur Davíð glaður með krossinn sinn, hætt er samt við að hann hafi einhverja smáónotatilfinningu þegar hann setur hann upp.  En það er auðvitað bara hans mál. smile


mbl.is Sigmundur sæmdur fálkaorðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórt jólatré, nei lítið jólatré... nei eiginlega bara grein.

Nokkrar nýjar myndir af hruninu, þ.e.a. s. okkar hruni.  

IMG_8389

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við höfum fundið fyrir ótrúlega fallegri hugsun og aðstoð frá þeim sem í kring um okkur eru.

Gömmlu vinnufélagarnir mokuðu fyrir mig snjóinn upp að kúlunni, takk Jói minn.

IMG_8391

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Menn frá Geirnaglanum komu og spengdu upp það sem eftir var af þaki garðskálans.

Svo núna lítur þetta út eins og frumskógur.

 

IMG_8393

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekkert smá vesen því lofthæðin er sumstaðar 5 m.

IMG_8395

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En inni loga jólaljósin.smile

 

IMG_8396

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má svo sjá gatið sem myndaðist.

IMG_8400

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér.

 

IMG_8401

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já svona lítur þetta út frá götunni.  Netagerðin ætlar að bjarga okkur um troll til að leggja yfir kúluna, því ef gerir vestanátt, þá er hætt við að restin af þakinu fari.  Og hjálparsveitinn Tindar ætla að vera svo elskulegir að festa það.  Svo þið sjáið að við erum í góðum höndum.  Og fyrir það er ég afskaplega þakklát, vinir hafa líka hringt og boðið fram penngagjöf.  

IMG_8399

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo er það þetta með jólatré.

Við kaupum alltaf jólatré af hjálparsveitinn, og vorum frekar sein í ár, svo það voru öll tré búin, nema einhver risastór.  

Elli minn sagðist myndu bjarga því við.  

 

IMG_8403

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér stendur tréð okkar alltaf.

En svo bar við um þessar mundir að við misstum af því að kaupa tré. 

En Elli minn dó ekki ráðalaus hann fór út með sög..

 

IMG_8405

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og sagaði eina stóra grein af einni furunni í garðinum okkar.

IMG_8406

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er svo þessi elska að skreyta tréð. Og kötturinn fylgist með af athygli, hún er afar spennt fyrir jólakúlunum. 

 

IMG_8408

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá mál.

 

IMG_8413

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér er svo jólatréð komið upp og fyrsti pakkinn komin undir það. Allt í anda jólanna.

En nú þarf ég að fara að huga að steikinni og leggja á borð.  Ég vil bara óska ykkur öllum enn og aftur gleðilegra jóla og vona að þið eigið góða hátíð, munum svo að hugsa til smáfuglanna, hrafnanna og svartþrastanna sem líka eru komnir hingað.  

 

Með bestu jólakveðjum.


Kæru bloggvinir.

Vil óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.  Við erum ólík flest okkar, þó eru þræðir á milli okkar sem tengir okkur saman, annað hvort sem sammála, eða ósammála.  Það sem mér þykir vænst um er þegar við getum rætt um málin og verið vinir, þó við séum ekki sammála í mörgum málum.  Bara að gera rætt mál af skynsemi og yfirvegun og komist að niðurstöðu sem við getum sætt okkur við, á hvorn veginn sem það er, það er besta formið á bloggvináttu.  Og gefur reyndar meira af sér en bara eitthvað yfirborð.

 

Nú langar mig til að óska ykkur öllum innilega gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.  Og þakka ykkur öllum fyrir skemmtilegar umræður og skoðanaskipti.  

Eins og sjá má af kortinu mínu þá er ég svo rík manneskja að eiga að öll þessi frábæru börn, það má segja að í stað þess að ég hafi lagt peningafúlgur í banka, þá hef ég lagt kærleika og umhyggju inn í framtíðina.  Gleðileg Jól. 

Jólakort 2014

 

 


Kúlan mín.

Míni kæru vinir hér á blogginu sem ekki eru á fésbókinni.  Mig langar til að segja ykkur frá því sem er að gerast hjá mér.

Ég vaknaði kl. fimm í morgun við andstyggilega skruðninga og óhljóð, og fór út að glugganum í svefnherberginu mínu og sá að stór hluti þaksins í garðskálanum mínum var fallinn, vegna snjóþunga.  Þetta átti reyndar ekki að geta gerst eins og sjá mér hér á mynd frá 1995.

 

snjór 1995

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá snjóalög árið 1995.  Og síðan hafa verið snjóavetur, þó ekki svona, og alltaf hefur kúlan staðið sig vel.

IMG_8388

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá mér hér....Bara skelfilegt. 

IMG_8387

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég get alveg svarið það að þetta hús er mitt líf og líka allt sem þar er.  Núna eru farin nokkur tré 

IMG_8383

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo kom hjálp, sem setti stífur undir veika punkta á þakinu sem eftir er.  

En elskurna ég er í vondum málum fyrst og fremst vegna þess að árið 2007 ætluðum við að fara að endurnýja þakið, þá varð hrun, 2009 ætluðum við samt sem áður að fara af stað, þá kom í ljós að ofanflóðásjóður ætlaði að kaupa upp húsið mitt, og ég las það í BB.  Síðan höfum við ekki gert neitt í viðhaldi, vegna þess að að við vissum ekkert hvað gerðist næst.  Síðan hefur komið í ljós að við erum einfaldlega ekki tryggð fyrir þessari vá.  Og Landsbankinn hefur verið á hælunum á okkur.  Og við erum bara gamalmenni með okkar ellilífeyrir, þetta er bara svona, en ég get alveg sagt ykkur það í trúnaði, að ég ætla að gera allt sem ég get til að fá að vera hér áfram, ekki bara gagnvart ofanflóðasjóði, heldur líka að geta fjármagnað viðgerðir á kúlunni minni.  En ef það gengur ekki upp, þá..... veit ég ekki hvað gerist, því þetta er bara einfaldlega ég og kúlan.  Ég veit að það er sjálfselskt en svona er það bara. Stundum finnum við á okkur að þetta er okkar leið, og annað stendur ekki til boða.  Þetta er mín leið og ég kann ekki aðra. 

En eins og þið auðvitað sjáið  þá er ég í rusli yfir þessu öllu saman og tala því eintóma steypu. 


Amma af hverju vilja þau ekki hafa mig?

Já það ríkir gleði á mörgum heimilum í dag vegna þessarar fréttar.  Númer 15 á þessum lista er barnabarnið mitt sem hefur beðið núna í 14 ár eftir að fá ríkisborgararétt.  Hún og fjölskyldan og við öll erum afskaplega glöð. 

Isobel Alejandra Peres Díaz kom hingað með ömmu sinni og afa árið 2000.

Þetta byrjaði með því að sonur Ella kynntist stúlku frá El Salvador, og þau ákváðu að gifta sig.  Við foreldrarnir fórum til að vera viðstödd brúðkaupið.

 c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_gifting2 (1)A

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veislan var hin glæsilegasta og haldinn á Mariott hótelinu í San Salvadon.

 

Það kynntumst við foreldrum hennar þeim Pablo Díaz og Isobel og við urðum strax nánir vinir, því við fundum að þó löndin væru ólík og aðstæður, þá áttum við svo miklu meira sameiginlegt í lífinu.

 

Það gerist svo að einn daginn hringir sonur okkar í mig og spyr hvort ég geti mögulega aðstoðað þau til að koma til Íslands.  Mafían í El Salvador sé að hóta þeim lífláti, en hafi þegar myrt foreldra Ísobel, svo það var ljóst að þetta voru engar innantómar hótanir.

 

El Salvadorhotel 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hótelið sem við bjuggum á.  Fyrir framan allar byggingar svo sem hótel, verslanir og banka voru þungvopnaðir verðir, og ekki að ástæðulausu. 

 

Þau hjónin voru ágætlega stæð, áttu tvö fyrirtæki sem þau ráku af myndarskap, en nú sem sagt vildu glæpamennirnir fá stóra hlutdeild í afkomu þeirra.  Þetta varð svo til þess að þau sáu sitt óvænna og þurftu að yfirgefa landið sitt.  

 

2-El Salvadorhotel 002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Götulífið í San Salvador var líflegt og fjörugt, þar mátti víða sjá indíjánakonur að selja allskonar dót, allar í svona litlum fallegum svuntum.  

 

 

Sonur okkar sagði við mig að hann vildi helst koma þeim til Íslands, og út á land, ekki vera á stórhöfuðborgarsvæðinu.  Ég sagðist auðvitað myndu gera allt sem ég gæti til að aðstoða þau.  Það var reyndra hægara sagt en gert, því að var ekki heiglum hent að útvega dvalar og atvinnuleyfi. Það þurfi ýmsar seremoníur, ræða við vinnumálastofnunina hér og verkalýðsfélagið, það var ekki nóg að útvega þeim vinnu, heldur þurfti að auglýsa störfin í einhvern tiltekinn tíma, til að skoða hvort þau væru örugglega á lausu.  En loks tókst þó að útvega þeim bæði dvalarleyfið og vinnu.

 

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_untitled-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég og mágkona mín eftir heilan dekurdag hjá förðunarfræðingum, hárgreiðslukonum, fóta og handnudd og uppstrílaðar, þar sem taskan mín kom ekki með okkur, hafði ég þurft að kaupa mér föt í mollum í San Salvador og þar var sko hægt að fá allar heimsins merkjavörur.  

 

 

Í Elsalvador 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heima hjá vinum okkar foreldrum brúðarinnar, með væntanlegum brúðguma og föður brúðarinnar Pablo Diaz.

 

Þá gerist það að ég fæ símtal um að þau séu hætt við allt saman, þar sem þau fá ekki að koma með barnabarnið sitt með sér.  Telpuna sem þau höfðu alið upp allt frá fæðingu og var nú fjögurra ára.  

Þá gerði ég svolítið sem ég mátti ekki gera, ég sagði þeim að koma samt, þau skyldu bara koma inn sem ferðamenn með barnið og við myndum svo vinna þetta mál héðan.  Ég var einhvern veginn svo viss um að okkar litla samfélag myndi líta þetta jákvæðum augum og ég vissi að bærinn minn myndi taka þeim vel. 

 

1-580305_10151581057886396_1521664240_n (1)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litla Alejandra.

 

Ég gerði þetta alveg upp á mína samvisku, en málið var reyndar ekki eins auðvelt og ég hafði haldið, vegna þess að það eru -skiljanlega- afar strangar reglur um flutning á börnum milli landa.  Og einmitt um þetta leyti var afar erfitt mál sem kom upp þegar ung kona flýði með börnin sín frá Bandarikjunum, en faðirinn hafði fengið forræðið.

 

1924379_10152248962406396_5281779742300625418_n1-1 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það gilti því ekki, þó þau væru með plögg undirrituð af báðum foreldrum um að afi og amma mættu fara með barnið hvert á land sem væri, undirritað af þeim og lögmönnum.  Allt þetta þurftu þau að gera, og losa sig við allar eigur sínar undir borðið til að komast úr landi. 

 

1924379_10152248962406396_5281779742300625418_n-2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það gerðist svo ekkert fyrr en Alejandra litla byrjaði í skólanum.  Þá kom auðvitað í ljós að hún var ekki skráð neinstaðar.  Ég man að ég fór með hana í skólann til innritunar og þarna stóðum við meðan allir krakkarnir voru taldir upp og kennarar stóðu með barnahópa í kring um sig, en hún var þar ekki meðal.  Þá tók sig til einn kennarinn Herdís Hüpner og ég sagði hanni hvað væri málið.  Hún sagði bara; komdu með mér, við björgum þessu.

1924379_10152248962406396_5281779742300625418_n2-1 

 

 

 

 

 

 

Lítill prakkari. 

En svo fóru að berast bréf frá útlendingastofnun um að barnið ætti að fara úr landi.  Þessi bréf bárust reglulega á 6 mánaða fresti, þetta var farið að vera afar þrúgandi fyrir fjölskylduna, en það var ekkert hægt að gera, barnið átti enga aðra fjölskyldu en þessa.

 

1924379_10152248962406396_5281779742300625418_n3-1

 

 

 

 

 

Að lokum sá ég að við svo mátti ekki búa, ég hafði rætt þessi mál við þáverandi sýslumann hér, sem þá var orðin yfirmaður útlendingastofnunnar.  Hún hafði sagt mér að þetta mál væri afar erfitt viðfangs. 

Amma af hverju vilja þau ekki hafa mig? spurði Alejandra einhverntímann, og þá sá ég að þetta gat ekki gengið svona. 

1924379_10152248962406396_5281779742300625418_n4-1

 

 

 

 

 

 

 

 

Að lokum skrifaði ég þáverandi dómsmálaráðherra Rögnu Árnadóttur bréf, þar sem ég reifaði þessi mál öll og sagði henni að þetta mál væri farið að hafa veruleg áhrif á Alejöndru.  

 

Þá loksins gerðist eitthvað.  Það var ákveðið að barnaverndarnefnd tæki forræðið yfir, en fjölskyldunni yrði gert að sjá um hana.  Loksins var þessari kvöð aflétt.  Og hún í öryggi uns hún yrði 18 ára.  Og þá fengi tækifæri til að sækja um ríkisborgararétt.  

 

Ég rifja þetta upp núna í tilefni þess að loksins núna er Isabel Alejandra Peres Díaz orðin íslendingur, en það fékkst ekki á neinn auðveldan hátt.  Mér er líka létt, vegna þess að auðvitað hafði ég á samviskunni að hafa komið þessari atburðarrás af stað.  En ef ég hefði ekki gert það, þá hefði þetta góða fólk einfaldlega ekki komið til Íslands og við hefðum misst af frábærum einstaklingum.

Mikið er ég þakklát í dag fyrir að hafa fylgt þessu eftir og látið hjartað ráða frekar en skynsemina. Og ég er líka þakklát öllum þeim sem voru tilbúnir til að aðstoða, bæði heimamenn og svo dómsmálaráðherrann Ragna Árnadóttir, forstöðumaður útlendingastofnunnar Kristín Völundardóttir, barnaverndarnefndin hér heima, úrlendingadeildinn hér heima Rauðikrossinn og allir sem greiddu götu þessarar frábæru fjölskyldu.

Bæjaryfirvöld sem tóku vel við og lánuðu flóttafólkinu okkar íbúð frítt í 6 mánuði og gerðu þeim síðan kleyft að fá að búa þar áfram, þeim sem gáfu húsgögn og annað, þar á meðal fjölskyldan mín.   

 Í dag líður þeim vel, þau eiga sína eigin íbúð og Pablo er kominn á eftirlaun en Isobel vinnur ennþá hjá góðum vinnuveitendum, Alejandra er á þriðja ári í menntaskóla og er frábær nemandi.  

Og að lokum smá ferðasaga þegar við fórum út, þar sem þetta allt saman byrjaði: 

 Má bjóða ykkur í smáferðalag til El Salvador undir svefninn. Af því að maður á aldrei að láta eitthvað íþyngja sér undir svefninn, þá ætla ég að bjóða ykkur með mér í smáferðalag til El Salvador. Það var reyndar gleðilegt tilefni, sum sé gifting, og við förum á slóðir Pablo og Isabel.

 

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_s_14_323462

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Taskan mín kom ekki, svo það byrjaði ekki byrlega, en sem betur fer var mágkona mín með í för sem býr í Mexico sem talar reiprennandi spænsku, svo við gátum tjáð okkur um málið, en enginn taska samt.

 

 Reyndar byrjaði ferðalagið ekki mjög vel, því þegar við komum til San SAlvador komumst við að því að taskan okkar hafði ekki komið með. Og við stóðum þarna með ekkert til skiptanna. En við kvörtuðum við flugfélagið, það voru bæði American airline og British airways sem við höfðum ferðast með, og fengum peninga til að kaupa föt til skiptanna.

1-El Salvadorhotel 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér er hótelið sem við gistum á. Það er utan við miðborgina, því þar var stórhættulegt að vera. Menn stoppuðu þar helst ekki á rauðu ljósi, og þetta var fyrir jarðskálftana, það stórversnaði eftir það. En það voru svona verðir við allar byggingar, með vélbyssur og alles, alla banka, búðir og hótel. Þetta venst sjálfsagt. Við íbúðargötur voru keyptir verðir og götur þeirra betur stæðari girtar af.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_salvador4_323374

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bakgarður hótelsins.  Alltaf á kvöldin var þrumuveður og rigning um stund svo stytti upp, þetta gerir það að verkum að El Salvador er með gróðursælli löndum álfunnar.

 

Þetta var bakgarður hótelsins, hér borðuðum við morgunmat. Þeir borða ekki kartöflur, heldur nota þeir banana í staðinn, eða hrísgrjón. Þetta er mágkona mín með mér sem býr í Mexíco. Það var ómetanlegt að hafa hana með altalandi á spænsku.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_salvdor3_323398

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á flugvellinum. 

Hér erum við á flugvellinum að kvarta yfir töskunni. Við fengum að leita í týndum farangri, og þvílíkt og annað eins sem týnst hefur, það sama var í London og Miami, þar sem við heimtuðum líka að fá að leita. Fleiri herbergi með töskum og allskonar farangri. En nei taskan fannst ekki. Hún kom reyndar hingað heim nokkrum mánuðum seinna, frá British airways.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_s_12

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Á hótelveröndinni.

 

Hér sitjum við á veröndinni á hótelinu, og Elli að semja ræðu sem hann átti að flytja við giftinguna, og systir þýðir yfir á spænsku.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_salvador5_323410

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við ströndina, El Salvador er við sjóinn og þar má fá ferskan krabba og rækjur. 

 Við brugðum okkur niður að ströndinni, og fengum okkur krabbasúpu.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_salvador7_323413

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Krkabbasúpa.

 Eins og sjá má er ekkert smá í þetta lagt.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_s_13_323427

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mollið í San Salvador. 

Svo var farið út að versla föt fyrir giftinguna, vegna töskutapsins, ég veit að þið trúið því varla, en þetta hús var inni í mollinu. Það var hægt að kaupa öll heimsins vörumerki.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_salvador6_323433

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bæjarins bestu, eða þannig. Snakk á horninu. Og ég er þarna í baksýn, eins og sjá má með innkaupapokana hehehe.

2-El Salvadorhotel 002 (1)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sölukonurnar á götunum voru allar með svona litlar sætar svuntur. Þær seldu allskonar varning. Þarna voru líka betlarar og maður sá líka vesalinga sem greinilega voru alkoholistar og geðveilt fólk, þau áttu ekki mjög gott líf.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_salvador9_323454

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Við fórum líka upp í lítið þorp utan við San Salvador, þar sem borgarastríðið var hvað harðast, það mátti ennþá vel sjá skotgöt víða á húsum. Svona voru göturnar.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_salvador8_323456

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Í þorpinu sátu menn og spjölluðu, enginn vissi lengur í hvaða liði þeir höfðu barist, enda sátu foringjar þeirra saman og sumbluðu. Sá sem vann þetta stríð voru Bandaríkjamenn og aðallega Kóka kóla.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_gifting4

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér er verið að undibúa veislu brúðhjónanna. Þessi litla skotta þarna minnsta er litla Alejandra.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_gifting3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá Pabló leiða dóttur sína ekki upp að altari en til brúðgumans.  Þetta samband reyndar entist ekki en var stór hluti af því að okkar fólk komst upp úr þessu vandræða ástandi og má því segja að það hafi orðið að gerast til að okkar fólk kæmist HEIM.

Hér leiðir Pablo dóttur sína inn gólfið. Það var ekki gift í kirkju, heldur á hótelinu þar sem veislan fór fram, og það var bæði kristileg athöfn, en líka borgaraleg, það er siður þarna.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_gifting2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru brúðhjónin og svo við Elías, ég er voða kerlingarleg þarna svei mér þá hehehehe. Eins og sjá má HÉR;

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_untitled-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar sem ég er með mágkonu minni henni Kristínu. Já þetta var ferðin til El Salvador, sem hefur leitt af sér annað mál, sem er að kynnast elskurlegri fjölskyldu minni frá þessu fjarlæga landi. Og svo er að sjá hvernig þeim reiðir af. Þau komu hingað í og vilja setjast hér að. Þau voru rík á mælikvarða El Salvador sem varð svo til þess að Mafían vildi fá sinn skerf að auðæfum þeirra. Of stóran skerf. Þeirra hótanir voru ekki innantómar, því þeir víluðu sér ekki við að drepa foreldra Isabel. En svona er lífið. Þeirra bíður örugglega gott og hamingjusamt líf her á okkar kalda landi. Þau hafa sett sig hér niður, eiga hér sitt heimili og fjölskyldu. Þar sem hjartað er, þar eigum við heima

 

 

Já svona hljómar þetta.  Og í dag getum við öll glaðst fjölskyldan vegna þess að litla stúlkan okkar allra er orðin íslendingur.  

 


mbl.is „Ég bara hreinlega endurfæðist“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skjóta sendiboðann.

Að skjóta sendiboðann. 

Stjórnarflokkarnir eru orðnir uggandi yfir umræðunni í samfélaginu. Þeim finnst að sér vegið, en í stað þess að líta í eigin barm finna þeir sér sökudólg "Ríkisútvarpið".  

Ég skal alveg viðurkenna að á stundum meðan norræna velferðarstjórnin réði ríkjum fannst mér fjölmiðillinn draga of mikið taum hennar í sumum málum, eins og til dæmis í ESB málinu og ýmsum öðrum málum.  Sem segir að til að fjölmiðill virki þarf áherslan að vera til hægri í vinstri stjórn og til vinstri þegar hægristjórn ríkir.  Þegar ég er að tala um hægri og vinstri er ég að vísa í fjórflokkinn, hann er að vísu hvorki hægri né vinstri og áherslurnar frekar líkar ef út í það er farið.  En þetta var útúrdúr. 

 

10631_hrutar2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem sagt í stað þess að líta í eigin barm og skoða hvort ástæður séu fyrir fréttaflutningum er ríkisútvarpið gert að blórabögli og nú skal höggva í þann knérunn svo eftir er tekið. 

En þetta var raunar byrjað fyrr, eru menn nokkuð búnir að gleyma hótun Vigdísar Hauksdóttur við síðust fjárlagagerð, þegar hún ræddi um vinstri slagsíðuna á ríkisútvarpinu og óbilgirni þeirra í garð stjórnvalda og hótaði þeim, erum við búin að gleyma þessum orðum hennar; " Ég er náttúrulega í þessum hagræðingarhópi".

Auðvitað tóku menn þessu ekki alvarlega þá en annað hefur komið á daginn. Nú á að lækka gjöldin til Rúv á þessu ári og því næsta.  Guðlaugur Þór er alharðastur í þessu með Vigdísi, enda hefur hann átt í útistöðum við stofnunina.  Þau vita bara ekki að flestu fólki leiðist hefnigjarnir, reiðir pólitíkusar.  

En hvað er það sem fer svona fyrir brjóstið á ríkisstjórninni?

Jú það sem kallað er aðför að forsætisráðherranum. Hann hefur ítrekað lýst sig fórnarlamb í umræðunni.  Og vissulega hefur umræðan verið óvæginn á köflum en mest í kommentakerfum blaðanna en ekki á RUV.  Hann hefur reyndar gefið oft færi á sér svo almenningur undrast, eins og að láta sér detta í hug að skrópa í vinnunni þegar alvarlegar umræður eru um fjárlagafrumvarpið á alþingi.  Og tilefni jú konan átti fertugsafmæli.  

Í hugum flestra eru fjörutíu árin bara ekkert svo merkilegur atburður í lífi manna, hvað þá að það sé tilefni til að laumast burtu í utanlandsferð.  laumast segi ég því það hefur komið fram að hvorki stjórnarandstöðumenn né þingforseti vissu af þessu, þó stendur skýrt í reglum um setu á alþingi að það þurfi að fá leyfi til að fara í frí og þá þurfi eitthvað mikilvægt að liggja að baki.  

En það er fleira sem vefst fyrir fólki, til dæmis að honum skyldi detta í hug að það yrði ekki frétt að hann hefði á síðasta starfsdegi sínum ráðstafað embætti lögreglunnar frá Suðurkjördæmi í sitt eigið kjördæmi, þó unnið hafi verið að því um tíma að embættið yrði í Suðurkjördæmi, bæta síðan gráu ofan í svart með því að segja að þar gæti misskilnings í fréttamennskunni.

Eða þegar upplýsingafulltrúi hans reyndi að hafa áhrif á fréttaflutning Grapewine.   

http://www.visir.is/upplysingafulltrui-rikisstjornarinnar-vildi-ad-grapevine-breytti-frett-/article/2014141219589

Það er ýmislegt fleira frá þeim bænum, en þetta er bara svona mest áberandi og von að fólk opni augu og eyru. 

 

Gamla grána

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En sennilega verður þetta ástand ekki viðvarandi, því Björn Ingi er sveittur við að kaupa upp alla fjölmiðla "án hirðis" eins og einn ágætur þingmaður kallaði sparisjóðina á sínum tíma. Mér er sem ég sjái það að ritstjóri DV láti bjóða sér að vera múlbundinn og með allar tennur úrdregnar lengi.  Núningurinn er byrjaður nú þegar, eða tóku menn ekki eftir að blaðamenn DV sem áttu undir högg að sækja við fréttamennsku í "lekamálinu" vildu láta mál þeirra og Þóreyjar fara í dóm en eigandinn ekki.  Ritstjórinn sagði líka opinberlega að hann hefði vilja ljúka málinu fyrir dómi.  'Eg giska á að fljótlega eftir áramótinn verði DV orðið eitt í rullunni Eyjan.Pressan.DV.is. Og þá hefur skapast rúm fyrir nýtt málgagn.  Það er nefnilega ekki hægt að stjórna umræðunni eða svínbeygja hana í því samfélagi sem við lifum í dag, með alla þá upplýsingatækni eins og internetið.  Risaeðlurnar verða að fara að skilja að það er einfaldlega ekki hægt þá er betra að líta í eigin barm og skoða hvort ekki sé rétt að friðmælast við almenning og gleyma hrokanum og innleiða auðmýkt gagnvart þjóðinni. 

 

aparnir þrír

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að skoða sinn eigin hug er dyggð sem við ættum að temja okkur.

En það eru fleiri sem hafa látið frá sér fara orð sem ekki hafa fallið í kramið.  Illugi sagði til dæmis að Stjórnarskrármálið hefði verið tóm vitleysa.  

 

http://www.dv.is/frettir/2014/12/11/illugi-stjornarskrarmalid-tom-vitleysa-sem-kostadi-mikid/

Þetta er blaut tuska framan í fólk sem lagði mikið upp úr því að fá fram nýja stjórnarskrá, með allir þeirri óeigingjörnu vinnu og fagmennsku sem þar var.  Svona segja menn einfaldlega ekki, það má hugsa svona en ekki segja upphátt ef menn vilja ekki lenda milli tannanna á fjölmiðlum. 

 

Það þarf ekki að ræða Lekamálið, sem var upplýst fyrir þrautsegju tvegga blaðamanna á DV, ætli þeir verði ekki látnir taka pokann sinn nú þegar blaðið er orðið að málgagni Framsóknarflokksins?

Kristján Þór lætur hafa eftir sér að hann "trúi því ekki að læknar fari að segja upp".

 http://www.dv.is/frettir/2014/12/12/eg-trui-thvi-ekki-ad-thad-komi-til-thess-ad-laeknar-muni-segja-upp/

Ég veit ekki hvort hann er svona naív eða þetta bara hafi sloppið út áður en hann hugsaði.  En þetta er heilbrigðisráðherrann okkar en ekki einhver "dude" út í bæ.  Þetta kallar auðvitað á viðbrögð.  Hann virðist ekki gera sér grein fyrir því að allann tímann er ríkisstjórninn búin að strjúka þessum starfshópi öfugt, bæði með áhugaleysi á að leysa deiluna og með yfirlýsingum um að þeir hafi sko nógu há laun.  Þeir virðast ekki gera sér neina grein fyrir því að einmitt þessi hópur er einn af þeim sem getur allstaðar í heiminum gengið inn í vellaunuð störf vegna menntunnar sinnar.  

Hvers vegna í ósköpunum ættu þeir þá að húka hér yfirkeyrðir af vinnu með fleiri hundruð næturvinnutíma, þegar þeir geta haft það miklu betra annarsstaðar.  Á að höfða til þjóðerniskenndar?  Það virkar ekki þegar þessir menn eiga sína eigin þjóð, þ.e. fjölskylduna börnin sem sjá ekki pabba sinn svo vikum og mánuðum skiptir.  Ráðamenn virðast ekki sjá fram úr sínum eigin hugarheimi, og virðast telja að allt eigi bara að vera eins og þeir vilja.

 

Flutningur fiskistofu til Akureyrar er eitt dæmið um óbilgirni stjórnvalda, þar er ekki hlustað á eitt eða neitt en af hverju ekki fara alla leið og færa fiskistofuna í Skagafjörðin þar sem húsbóndinn býr?

 

thb_IMG_0465

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hallalaus fjárlög segir fjármálaráðherrann.  Alveg sama þó landið og miðin fari á hliðina þá skulu fjárlögin verða hallalaus.  Þó fólk flýji land, heilbrigðiskerfið sé komið út fyrir síðasta söludag og auðnin ein blasi við, þá skal áfram harkað á hallalausum fjárlögum.  Fyrir mér er það að verða svona eins og Skjaldborgin hennar Jóhönnu og Ekkert ESB, ekki AGS og Ekkert Icesave hjá Steingrími.  

Ekki tók betra við þegar Vilhjálmur Bjarnason gaf það út að það væri til hagsbóta fyrir alla að afnema vörugjöld á heimilistæki, þá gætu hinir "fátæku" keypt gamla dótið af fyrirmönnunum.http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/12/12/ollum-til-hagsbota-ad-hinir-efnaminni-kaupi-notud-heimilistaeki-af-hinum-efnameiri/?fb_comment_id=fbc_868195403243915_868221469907975_868221469907975#f339241df8  

 

521747_10202267590039596_1830625205_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og allt þetta eftir að stjórnvöld lækkuðu veiðigjöldin og ráðgera að færa sægreifunum auðlindina í að minnsta kosti 20 ár eða meira.  Nær væri að innkalla allann kvóta og leigja síðan út kvóta eftir veiðigetu.  Það má finna réttláta leið til að þeir sem sannanlega keyptu kvóta fái ívilnun á leigu þangað til þeir hafa endurheimt það sem þeir lögðu í kaup.  Þá myndi skapast svigrúm til að auka strandveiðikvóta, jafnvel setja fasta kvóta á sjávarbyggðirnar sem aftur á móti myndi auka hagvöxt í þeim sem myndi síðan flæða um allt Ísland.  

Allar milljarða afskriftirnar hjá ríka fólkinu, meðan lítið er hægt að gera fyrir almenning í landinu, er svo ekki heldur til að auka hróður stjórnarinnar. 

Ég held að þó þessari ríkisstjórn með Vigdísi Hauksdóttur og Guðlaug Þór í fararbroddi takist að lama ríkisútvarpið að einhverju leyti tímabundið, þá verði það þeim sjálfum að fótakefli, vegna þess að það vill nú svo til að það er alveg sama hvar menn eru í sveit settir í samfélaginu og hverjum sem þeir hugnast þá vilja flestir hafa sterkt og öflug ríkisútvarp og frekar bæta í en hitt.  Ég sakna til dæmis ennþá RuvVest og landsbyggðastöðvanna um allt land, þar sem hlúð var að því sem er í nærumhverfinu.  Eins og er snýst þetta meira um Reykjavík og höfuðborgarsvæðið.  Því þarf að breyta. 

 

skjaldarmerki

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eigið góðan dag elskurnar, ég er farin inn í kirkjugarð með ljósakross fyrir drenginn minn, áður en óveðrið skellur aftur á.


Gott málefni og gott veður.

Þetta er afskaplega gleðileg frétt og ber að þakka fyrir það.  En betur má ef duga skal.  Ég var á N1 í dag og rakst þar á barmmerki frá götusmiðjunni sem kostar 2000 kall, ég keypti tvo, ætla að gefa Úlfinum mínu annann svo hann geti látið málefni berast til unglinganna í menntaskólanum.

Hvert eitt lítið skref í áttina að því sem ég hef verið að berjast fyrir nú í tæp 40 ár þakka ég fyrir og vil styðja.  

Það er alveg komin tími til að menn átti sig á því að börnin okkar hvernig sem þau eru á vegi stödd eru fjársjóður sem okkur ber að vernda.  Því segi ég bara kaupið þessi merki.

IMG_0571-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Merkið lítur svona út og það stendur á miðanum;  verndarengilinn er seldur í minningu þeirra sem látist hafa í baráttunni við vímuefni.

 

Götusmiðjan – Street Peace. Stórhöfði 15. 110 Reykjavík. Sími 555 4150. Netfang: gotusmidjan@gotusmidjan.is Facebook Viltu starfa með okkur. Umsóknareyðublað er hér Endilega styrkja gott málefni.

Svo eru nokkrar myndir sem ég tók í dag, enda er fallegt veður hér fyrir vestan núna eftir allt þrusuveðrið sem hér gekk yfir: 

IMG_0566-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frekar jólalegt ekki satt?

IMG_0567-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kúlan í rómantísku umhverfi. Meira að segja kötturinn Lotta hefur vogað sér út fyrir dyr laughing

 

IMG_0568-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og gróðurinn nýtur góðs af snjónum, og hann myndar ýmsar ævintýramyndir.

 

IMG_0570-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vetrarveröldin mín. 

Eigið góðan dag elskurnar. 


mbl.is Endurbætur á Stuðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óveður.

Þá er þessu áhlaupi að verða lokið.  Ég er viss um að hjálparsveitir og lögregla hafa verið viðbúnar hverju sem er, en vestfirðingar láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og eru vanir að þurfa að umgangast náttúruna af varúð, svo ég held að ekki hafi verið mikið um útköll. 

En fólkið mitt var farið að hafa áhyggjur af okkur hjónunum, og mágkona mín sem býr í Mexico bað mig að fara og taka mynd í gærkvöldi og ég gerði það með glöðu geði. 

IMG_0556-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það hefur kyngt niður snjónum. Eins og sjá má, þessi mynd var tekin í núna áðan. 

IMG_0557-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta lítur nú ekki svo mjög illa út á mynd, en vissulega var ekkert ferðaveður í gær, enda fór ég ekki út úr húsi.

Ég hafði svo sem nóg að gera, því ég var á kafi í að gera jólakortin og ýmislegt annað, þær jólagjafir sem ég þurfti að senda erlendis fóru fyrir veðurhaminn, svo þær kæmust nú öruggega alla leið.  Rafmagnið hélst inni allan tímann, og það er bara óvenjulegt í svona hávaðaveðri. 

Ég var á tímabili dottin ofan í að horfa á beina útsendingu alþingis, sem er að verða eins og sápuópera.  Það var verið að ræða fjármálin, og skólamálin, heilbrigðismálin og félagsmálin, en engin af viðkomandi ráðherrum var í salnum.   Formaður fjármálaráðs var þar heldur ekki, en kom askvaðandi um leið og farið var að ræða um fjarveru hennar.  Ég var farin að vera spennt að sjá hvort stjórnarandstöðunni tækist nú að koma þessu fólki inn á vinnustaðinn sinn til andsvara fyrir þær breytingar sem það hafði lagt fram sem hljóta að skipta okkur öll gríðarlega miklu máli.  En þá datt sendingin út tímabundið, svo ég lagðist aftur yfir jólakortin.  smile

Ég verð nú að segja það að það virðist vera ansi mikill hroki og yfirdrepskapur í þeim sem hafa verið kosnir til að höndla með okkar málefni, og halda að þau geti bara lagt eitthvað til og ætlast til að alþingi samþykki, og nenna svo ekki að mæta  til að svara fyrir það.  Þau ættu að skoða að þau eru í vinnu hjá okkur en ekki öfugt.  Það erum við sem borgum þeim launin, fríðindin og upphefðina sem reyndar er orðin frekar rislág þessi árin. Algjörlega heimaskítsmál. 

Nú er klukkan rúmlega ellefu og það er ennþá ekki orðið bjart.  Reyndar er kúlan mín vafinn mjúkri hvítri mjöll, svo hér er ansi notalegt og hlýtt. 

IMG_0556-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessar myndir voru teknar í gærkveldi.Svo það er ekki gott skil dags og nætur í svona veðri. 

 

IMG_0561

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi var tekin í gær um tíu leytið. 

IMG_0564

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bæti þessum myndum við, nú er klukkan hálf eitt. 

 

IMG_0563

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_0562

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta eru mjög flottar vetrarmyndir þó ég segi sjálf frá laughing

En sem sagt, nú tekur bara við að ösla snjóinn upp að nafla.  En þó það sé leiðinlegt, þá eins og ég sagði hlífir snjórinn öllum gróðri, og það verður aldrei eins kalt þegar hann hylur fold, eins og þegar það er þurranæðingur sem allt svíður. 

En eigið góðan dag elskurnar, og mér líður vel.  

 


Ferðin til að hitta barnabörnin mín.

 Það er gott að sjá að barnabörnin mín eru glöð á ánægð á nýjum slóðum.  Þá er auðveldara að sætta sig við að þau eru ekki nærri manni en raun ber vitni. 

IMG_0122

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er líka gott að vita að börnin eru ánægð á nýjum stað og standa sig vel, Skafti minn í járnbrautarbransanum og svo Ingi með skólaakstur og umsjón með geitum bóndans sem hann leigir hjá.  En hér er um eitt stærsta geitabú að ræða á þessum slóðum.  Og ný búið að endurnýja allann stofninn, þar sem verið er að útrýma sjúkdómum úr stofninum.  

IMG_0128

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það þarf svo sem ekki mikið fyrir þessum elskum að hafa, þar sem þær ganga um í frjálsu geitahúsi, og eru vélmjólkaðar, rata vel á básana sína og finnst gott að losna við mjólkina úr júgrunum. 

 

IMG_0126

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þær hugsa þó fyrst og fremst um að fá að éta og sumar hanga vel á roðinu smile og ætla ekki að gefa sig alveg strax. 

IMG_0096

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þó samfélagið hér í Austfjorden sé ekki stórt, þá er þar öflugt félagslíf bæði hjá börnum og fullorðnum.  Fótbolti, sund og körfubolti sem þó er í Örsta, en þetta litla samfélag býr við orkuverið Tussu, sem hefur byggt litla upphitaða sundlaug og leikfimiaðstöðu, þar sem heimafólkið fær bara lykilinn og getur notað aðstöðuna eins og það vill.  

 

IMG_0085

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er líka tónlistakennsla.  Og litla skottan mín er voðalega efnilegur blásari.

unnamed 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kveðjustund í Austfjorden.  Við gátum tekið næturrútuna frá Inga til Gardemoen.

24-IMG_0190

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Beðið eftir rútunni.  

Við fórum með næturrútu frá Inga Þór, rútan stoppar bara rétt hjá þar sem hann býr, við álitum að það væri best að taka bara rútuna frá Austfjorden til Gardemoen, við myndum hvíla okkur í rútunni og kæmum á flugvöllin í tæka tíð til að innrita okkur í flugið til Vínar, og það stóð heima. Enginn ös, og gátum fengið okkur að snæða á flutvellinum.

 Það er notalegt að þurfa ekki að standa í biðröð og komast greitt og vel alla leið, án þess að þurfa að hlaupa að útgangnum, það hefur þó komið fyrir.  

IMG_0397

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var gaman að hitta stubbinn.  

Það er mikið að gera á hestabúgarðinum hjá Báru og Bjarka. En eins og með hin barnabörnin var yndislegt að hitta þau aftur. Og taka þátt í lífi þeirra smá tíma. Þarna vinnur afskaplega yndæll maður frá Rúmeníu, hann á fjölskyldu í Rúmeníu, en vinnur hjá Báru og Bjarka, hann fær um 1000 evrur á mánuði, en heima í Rúmeníu eru mánaðalaunin 200 evrur. Hann ætlar að vinna þarna í þrjú á og þá getur hann keypt sér einbýlishús heima hjá sér. Það er hans draumur.

 2-IMG_0433

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lutzío er afar ánægður með að vinna á búgarðinum og hlakkar til að geta keypt sér hús eftir 3 ár.  En það mun kosta 30.000 evrur.  Er ekki allra draumur að koma þaki yfir höfuðið?  Sumir fá slíkt tækifæri aðrir ekki. 

Ég gat lokið við bókina þarna, meðan börnin voru í skóla og leikskóla. Það var heldur ekki ónýtt að fá aðstoð frá Báru.

3-IMG_0341

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afi og Stubbur að leika sér í sandkassa.

17-IMG_0335

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann er algjört töffari þessi stubbur. 

 

10-IMG_0322

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tekur kisurnar eingum vettlingatökum heldur laughing

 

5-IMG_0407

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það voru litlu jólin hjá Ásthildi þegar við vorum þarna, og hún söng með krökkunum í bekknum sínum við opnunina, þau höfðu svo gert allskonar fallega muni sem voru svo seldir í veislunni. 

28-IMG_0415

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir hressu krakkar voru farnir að láta gestina bjóða í, af því að þau virtust ætla að sitja uppi með einhverjar vörur.  En þarna var margt fallegt, eins og aðventukransar, fuglahús og lítil jólatré, allt búið til af krökkunum. 

12-IMG_0402

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo voru seldar veitingar, hér var hægt að kaupa kökur og kaffi, en í annari kennslustofu var hægt að fá sér bjór eða áfengt jólaglögg, það þykir ekkert tiltökumál hér í Austurríki við svona tækifæri. Get ekki ímyndað mér lætin sem myndu verða yfir svona heima.  En auðvitað var enginn drukkin, og það voru bara foreldrarnir og ömmurnar og afarnir sem fengu sér í tána. 

1-IMG_0227

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Jón Elli í leikskólanum sínum.  

25-IMG_0230

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og við afi sóttum hann, oftast þó afi.  Og hann labbaði líka með Ásthildi í skólann á morgnana, af því að það var gönguátak í gangi þar. 

21-IMG_0241

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kósý eftirmiðdagur hjá okkur. smile

4-IMG_0359

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vorum að hugsa um að skella okkur til Vínar til að skoða jólamarkaðina, en hættum við, fórum bara til Eisenstadt í staðinn, það er höfuðborg Burgenlands.  Hér má sjá innganginn að höllinni, þetta voru hesthúsin í gamla daga, en nú eru þarna pizzastaðir og verslanir. 

6-IMG_0372

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er höllin.  Borgin er líka kölluð Haydnborg, vegna þess að Haydn er héðan, hér er safn og gistihús, kaffi og fleira með nafninu hans. 

18-IMG_0360

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er búið að planta stjúpunum núna, en það eru haustblóm hér í Austurríki, plantað út á haustin. Þessar dökku þústir í grasinu eru eftir moldvörpur, eitthvað sem við höfum ekki hér ennþá hvað sem verður.

19-IMG_0371

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Eisenstadt voru menn í óðaönn að opna jólamarkaðina sína, þessi litlu skemmtilegu hús við göngugötuna, það var ekki búið að opna, en ilmurinn af kanil og kökum voru yfir öllu. 

22-IMG_0365

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elli malar í símann á aðaltorginu í Eisenstadt, við vorum að leita að matsölustað.  

11-IMG_0353

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þau voru fljót að átta sig á því að það var hægt að horfa á myndir í tölvunni hennar ömmu laughing Og þar var óvart einn diskur í sem Jón Elli vildi mikið horfa á. 

9-IMG_0224

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var líka verið að skreyta miðbæinn í Steinbrunn litla þorpinu sem Bára mín býr í. 

7-IMG_0380

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þessi flotti aðventukrans úr blómum. 

Og hér eru stelpurnar að máta föt sem þær fengu frá Ólöf Dagmar, Hanna Sól er orðin svo mikil skvísa að hún var mjög ánægð með fötin og ekki síður Áshildur.  

29-IMG_0198

7-IMG_0378

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Við skelltum okkur á kínverskan veitingastað á hlaðborð, sem var afar gómsætt. 

27-IMG_0441

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En tímin leið og svo kom að því að fara að halda heimleiðis. 

Við komum við í Gasometer í Vín og fórum á kínverskan matsölustað þar sem er uppáhaldsstaður Ásthildar, Running Sushi.

13-IMG_0439

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Maturinn kemur á færibandi, í litlum skálum, súshi og allskonar kínamatur kökur og nammi, minnir að skálin kosti 1 evru og svo eru skálarnar taldar þegar maður gerir upp.  

14-IMG_0446

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það hefur greinilega margt breyst í Gasometer síðan Bára bjó hér, ýmsir staðir lokað, svo sem ísbúð sem þarna var, og grískur veitingastaður, en allt er jú breytingum háð.  

 

Þar sem ekki er beint flug frá Vín til Keflavíkur á veturna, ákváðum við að kaupa okkur far til London með Easy Jet, ódýrasta flugið. Málið er að til að fá að komast með flugvélinni, þurftum við að bóka okkur inn á netinu og prenta út bording miðana. Bára aðstoðaði okkur með það. Við lendum á Gatwick flugvelli sem er talsvert utan við miðborginni.

En sú saga verður sögð næst. Vona að þið hafið haft gaman að þessari ferð með mér og hitta aftur ungana mína.  En það var margt skrýtið og skemmtilegt að sjá í Londin.  

Eigið góðan dag elskurnar. 


Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2014
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband