Er ekki komin tími til að tengja?

Ég vil óska Hönnu Birnu alls góðs, það hlaut að koma að þessari ákvörðun fyrr eða síðar.  Ég er viss um að henni líður mikið betur eftir þessa ákvörðun.  Hún er búin að standa í eldraun að vísu sjálfskapaðri að mestu leyti.  Það hlýtur að taka á bæði manneskjuna sjálfa og fjölskyldu hennar, og reyndar þá sem standa henni nær í pólitíkinni.   

Ég ætla ekki að gleðjast yfir þessum málalokum, en tel að þau séu og hafi verið nauðsynleg til að skapa frið og meiri sátt milli almennings og ríkisstjórnarinnar.  Ég er reyndar viss um að nú fara menn að gera úr henni fórnarlamb, það bara á ekki við. Hins vegar ættum við að geta fyrirgefið henni og reynt að setja okkur í hennar spor.  

En heila málið er og það er mikilvægast, að fólk sem tekur á sig svo ríka ábyrgð, verður að standa undir henni.  Og við kjósendur verðum að bregðast við þegar það sýnir sig að forystumenn ætla ekki að taka þá ábyrð.  Það er alveg sama hver á í hlut, aðhald verður að vera á forystumönnum þjóðarinnar.  Ekki af því að það sé slæmt fólk, heldur spillir valdið bæði fljótt og auðveldlega.  Það þarf sterk beint til að þola góða daga. 

En það að sýna aðhald ber ekki inn í sér að menn eigi að vera meðvirkir, eða verja hluti sem eru ekki verjanlegir og nú er ég að tala um heildina.  

Framundan eru erfiðir dagar, því það á að leggja fram nýtt sjávarútvegsfrumvarp sem bæði festir í sessi tök útgerðarmanna á auðlindinni, og gerir að því mér skilst ennþá betur, með því að lækka á þá álögur. 

Það er bara óásættanlegt, en við ofurefli að etja, því þessir menn hafa marga stjórnmálamenn í hendi sér, úr öllum flokkum.  Þar er hægt að tala um að menn fái spón úr aski þegar milljónirnar hringla í vösum og einhverjir detta hér og þar á vel valda staði. 

 

"http://www.visir.is/eigendur-staerstu-utgerdanna-fa-i-sinn-hlut-tvofalt-a-vid-veidigjoldin/article/2014711219933"  

Þessum mönnum eigum við að vorkenna og gefa þeim ennþá stærri hlut af sameiginlegri köku okkar.  Ætla ráðamenn virkilega að reyna að telja almenningi trú um að þetta sé besta fyrir okkur öll, að einstakir menn fitni eins og púkar á fjósbita, meðan almenningur þarf að herða sultarólina, og fá ekki læknismeðferð eða mannsæmandi líf.  

Við höfum mótmælt bæði stórum og smáum málum, Austurvöllur hefur verið sá staður sem mest hefur verið mótmælt á, en líka í stærri málum á ýmsum stöðum úti á landi.  Í þessu máli þurfum við að gera ennþá betur, við þurfum að mótmæla svo hátt að það syngi í fjöllum, drynji í sjávarföllum, við þurfum að mótmæla svo hátt að tröll vakni og dímonar fari á stjá.  Við þurfum að kalla fram alla landvætti okkar, griðunginn, gamminn, drekan og bergrisan okkur til varnar. 

Að mínu mati stendur nú fyrir dyrum mesta tilfærsla á fé frá almenningi til örfárra fylgifiska fjórflokksins sem um getur, og það til langframa. Það er bara óþolandi að nokkrir karlar sem eru örugglega bæði hvítir og miðaldra hafi þau völd að geta svínbeygt stjórnvöld til að hyglja sjálfum sér í krafti auðs.  

Einhverntímann hlýtur að koma að því að það sé hingað og ekki lengra. 

Viljum við ekki vera talinn til víkinga?

 

300px-Coat_of_arms_of_Iceland.svg


mbl.is Hanna Birna hættir sem ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2020816

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband