Hvað á þjóðin að læra af lekamálinu?

Í fyrsta lagi Sigmundur hvar er þessi ódrengskapur og grimmd sem þjóðin hefur sýnt ráðherranum fyrrverandi?  Geturðu nefnt dæmi?  Fyrir utan þessi vanalegu skítakomment sem alltof margir viðhafa allstaðar. 

Og þessi hatursfulla umræða? jafnvel hótanir? 

Það hefur verið rætt um þessi mál fram og til baka, en fyrst og fremst einmitt vegna þess hvernig hún sjálf tók á málunum.  Ég get ekki ímyndað mér að neinn einasti maður hér á landi hati Hönnu Birnu eða fjölskyldu hennar.  En fólki ofbýður embættisfærslur hennar, sem er allt annar hlutur og á alls ekki að rugla saman. 

Að þú sem forsætisráðherra leyfir þér að taka svona upp í þig og kenna þjóðinni þinni um að vera svona ómerkileg er bara mjög rangt.  Ég tek þetta m.a. til mín af því að ég hef verið að hneykslast á þessu máli öllu saman.  

Málið er bara að sem betur fer er ennþá til fólk sem fylgist með og reynir að draga ósómann frá sannleikanum, finna kjarnan í hisminu.  Og þorir að láta það í ljós.  Það er svo langt í frá að það sé hatursáróður eða grimmd.  Það eru reyndar alltaf einhverjir innan um sem eyðileggja umræðuna með skítkasti, en það fólk lætur engann í friði, heldur ekki Hönnu Birnu eða þig.  

Að við þjóðin eigum að læra af lekamálinu að þínu mati, sýnir frekar að þú og þið þarna uppi á toppnum hafið ekkert lært af því, jafnvel svo að þið þurfið að hnykkja á því að hún hafi staðið sig svo vel að hún eigi jafnvel afturkvæmt í ráðherrastól.

Þjóðin hefur fylgst vel með þessu máli, og ég hygg að flestir hafi séð hvernig þau hafa þróast, fólk tók líka eftir "hatursáróðri" velvildarmanna ráðherrans út í blaðamenn DV, og ritstjórann sem loks var hrakinn frá blaðinu, en ekki bara það heldur var gerð atlaga að æru umboðsmanns alþingis og ríkissaksóknara.  En nú er DV komið í eigu Framsóknarflokksins, svo það þarf ekki að hafa áhyggjur af blaðamönnum þess blaðs í framtíðinni. 

Það sem þú skilur ekki ágæti maður er að við höfum horft upp á einhver þau svæsnustu klækjabrögð sem hafa verið viðhöfð í stjórnsýslunni í langan tíma.  Og lengi vel þurftu blaðamenn að berjast fyrir því að koma sannleikanum fram, og það var ekki fyrr en bara núna rétt um daginn að sökudólgurinn játaði og var dæmdur.  Síðan hefur marg oft komið fram að ráðherrann hefur logið og sagt hálfsannleika á alþingi og hrakið lögreglustjóra úr starfi.  Ekkert af þessu eru sögusagnir eða hatursáróður, heldur blákaldar staðreyndir. 

Hanna Birna er eflaust hin besta manneskja svona daglig dags, en í þessu embætti sýndi hún vanhæfni og það er ekkert sem getur breytt því.  Engin eftirá söguskýring eða fullyrðingar sem fólk gerir sér grein fyrir að standast ekki. 

Eins og ég segi ég óska henni alls góðs í framtíðinni.  En sem fulltrúa þjóðarinnar hef ég ekki mikla trú á henni lengur.  Og ég er farin að efast um hæfni fleiri þarna uppi skal ég segja þér, því fólki sem finnst þetta allt saman vera bara í himnalagi og gagnrýni almennings sé hatursáróður og grimmd, og að við eigum að læra að vera ekki með svona aðhald, þarf auðvitað að líta í eigin barm og svo læra af viðbrögðunum.

Þjóðin á rétt á því að láta heyra í sér, þegar henni ofbýður.   


mbl.is Þjóðin læri af lekamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2020816

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband