Sammála Ögmundi hér.

Ég er algjörlega sammála þessu.  Það er ekki lögreglunni fyrir bestu að bera skotvopn það þýðir einfaldlega að glæpamenn koma frekar vopnaðir til leiks.  

Þetta mál á eftir að vinda upp á sig, og erfitt verður að bakka út úr því aftur.

Við getum séð hvernig þetta er í Bandaríkjunum, byssueign er mesta ógn í bandarísku lífi, hvort sem það er lögregla eða almennir borgarar.  Hæsta dánartíðni bæði almennings og lögreglu er af völdum skotvopna.

 Við erum allaf svo fljót að stökkva á vagninn án þess að hugsa dæmið til enda, hér sem svo oft áður gildir hið fornkveðna "í upphafi skal endinn skoða"


mbl.is „Vopn kalla á vopn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá ferðalag til Mexico.

Flugum um hálf níu um morguninn frá Keflavík til Boston.  Þar tók á móti okkur í útlendingaeftirlitinu ung hress suðurríkjadama.  Heilsaði hún okkur brosandi og með kostum og kynjum, sagðist hafa verið á Íslandi,  í Reykjavík og víðar.  Spurði hvort Ísafjörður væri nálægt Akureyri. 

Það var knappur tími til að ná í farangur okkar og setja hana í framhaldsflug til Mexícócity, en við vorum fullvissuð um að taskann færi alla leið.  Það hafði verið klukkutíma seinkun hjá Icelandair svo við höfðum bara einn og hálfan tíma til að koma okkur gegnum útlendingaeftirlitið, fara á annan terminal og ná vélinni til Chicago.  Þar þurftum við að bíða lengur, fengum okkur brauðsneið og djús, og reyndum að láta fara vel um okkur.  Flugið til Mexicócity  tekur fjóra og hálfan tíma. Stúlkan í eftirlitinu í Chicago spurði hvaðan við værum og hrópaði upp yfir sig Íslendingar þá hef ég aldrei séð fyrr. 

 

Úti í Ameríku er geðveikislegt eftirlit, maður þarf að fara úr skónum og allt gegnum lýst, var samt feginn að sleppa við það sem sumir þurftu að ganga í gegnum, að láta taka af sér fingraför og mynd í bak og fyrir. 

 

Lentum í Mexícó um kl. 6 að staðartíma, vorum þá búin að græða 7 tíma.  Þá kom í ljós það sem ég reyndar hafði óttast að taskan okkar hafði ekki skilað sér. Það er samt mikill munur að koma frá Bandaríkjunum til Mexícó, fólkið hér er miklu brosmildara og kurteislegra en í B.N.A.

Þegar maður kemur inn í Mexícó, er tollaeftirlitið þannig að þú ýtir á hnapp, ef það kemur grænt þá ferðu í gegn óáreitt, ef það kemur rautt, ferðu í skoðun.  Við fengum rautt í þetta sinn.  Tollarinn bara brosti og spurði hvaðan við kæmum meðan hann grautaði smávegis í handtöskunni minni.  AHA Íslendingar, ég dáist svo mikið að víkingunum sagði hann og benti okkur á að fara bara í gegn. 

 

Á flugvellinum er það svo í Mexícó að þú pantar leigubíl inn á vellinum og segir hvert þú ætlar og greiðir fyrir hann þar.  Þetta er öryggisráðstöfun, vegna þess hve tíð rán höfðu verið á túristum, þar áður.  Við ætluðum niður á Holliday inn við Zocalotorg.  Það fyrsta sem maður tekur eftir í Mexócó á flugvöllum og rútubílatöðum er að þar er engin klukka. Þeim gengur illa að aðaga sig að Gregoriska tímatalinu. Enda lítið stressaðir.  Þar sem klukkann eltir þá, en ekki þeir klukkuna eins og á Vesturlöndum.

Við fengum staðfest að taskan okkar yrði send á hótelið þegar hún kæmi í leitirnar.  Mágkona mín kom frá Mazatlán hún ætlaði eð vera með okkur í þessari ferð. 

 

Þegar við komum upp á Zocalotorgið iðaði það allt af lífi, börn með blöðrur og lúðrasveitir og söngur.  ‘I dag er 9. janúar dagur Guadalupe.  Maríu Mey indíána í Mexícó og víðar.  Zocaló er stórt torg í miðri Mexícóborg, við það stendur forsetahöllin og hæstiréttur, og dómkirkjan.   Þar safnast fólk saman til allskonar hátíðabrigða, og þar dansa Aztekarnir í sínum glæsilegu búningum.  Stór fáni er á miðju torginu, um 30 metra há stöng, og fáninn stór eftir því. Mexicócity var upphaflega höfuðborg Azteka.

 

Zocalo torg, forsetahöllinn sést þarna og fáninn stóri.  Tekið ofan af Holliday inn.

 

Við byrjuðum á að fara og versla inn það nauðsynlegasta til skiptanna, vegna töskuhvarfsins, og fórum svo og fengum okkur góðan Brunch. Vorum 3 daga í borginni og svo var lagt af stað með rútu til Chapas.  Taskan kom í leitirnar síðasta daginn í borginni, og vorum við harla feginn.

 

Áður en við fórum suðureftir, fórum við og skoðuðum pýramídana í Teothihuacan,  þarna eru margar stórkostlegar byggingar.  Sól og mána pýramídar sitt við hvorn enda dauðagötunnar og byggingarnar meðfram henni, og þar eru margar byggingar ennþá huldar gróðri og jarðvegi.En þarna má sjá bæði tilhöggnar og málaðara myndir og þeir hafa skreytt náttúrulegu steinanna sem þeir hlóðu úr með mynstri úr minni steinum.  Svo hafa þeir múrað yfir og málað.  Vatnsleiðslur og skolp, og þarna mátti sjá leifar af saunabaði og klósetti.  Menningin hefur svo sannarlega risið hátt á þessum tímum.  Þarna var sagt að hefðu búið ættbálkur um 94.000 manns og þau hurfu skyndilega og enginn vissi hvað af þeim varð.

 

Mánapýramídinn.  Þar sem fólkið gengur er dauðagatan.

 

Hér sést vel hvernig þeir skeyttu steinanna.  Og inni sést hvernig þeir múrhúðuðu steinana.  Þarna sést líka útskurður mynd af dreka.

 

Við skoðuðum líka Azteca hof í borginnin rétt hjá torginu. Svolítið óhugnanlegt var að skoða fórnaraltarið og hvernig þeir hafa lagt frárennsli fyrir blóðið.

 

Síðasta kvöldið fengum við okkur að borða á veitingastaðnum á Holliday inn.  Veitingastaðurinn er upp á 6. hæð þar er hægt að sitja úti og horfa yfir Zocalotorg, en í ár er frekar kallt í borginni, svo við sátum inni,  en það var notalegt að sitja með góðan mat, Mexícóst Irish coffee og Tequila og hlusta á taktfastar trommur Aztekana, þar sem þeir dansa og nota fámennið til að æfa unglingana í dansinum, úti á torginu.

 

Flugvöllur Mexícóborgar er mjög nálægt borginni, yfirvöld vilja færa hann lengra burtu en bændur og umhvefissinnar berjast gegn því.  Þeir segja að allt of stórt ræktarland fari undir völlinn og akveg að honum.  Þeir segja að lifibrauð þeirra sé í hættu verði flugvöllurinn færður. 

 

Daginn eftir lögðum við af stað til Tuxtla.  Það er um 13 tíma akstur, en rúturnar eru þægilegar og á leiðinni eru sýndar kvikmyndir.  Vorum fyrr á ferðinn en við ætluðum vorum í Tuxtla um 6 leytið um morguninn, en rútan til Bendingo fer ekki fyrri en kl. 9.00  Settumst niður á litla kaffistofu og fengum okkur kaffi. Á kaffistofunni hittum við tvær ísraelskar stúlkur, þær sögðu okkur að upp í fjöllunum væri gljúfur sem væri mjög frægt.  Við ákváðum að taka leigubíl og skoða það.  Gljúfrið gengur þvert í gegnum fjall sem er 1200 metra hátt, það er hægt að sigla í gegn um skarðið, eða aka upp fjöllinn og skoða að ofan frá.  Það er hægt að stoppa á nokkrum stöðum, en við höfðum bara tíma fyrir tvo fyrstu 600 metra hæð og 900 metra.  Það var ótrúlegt að horfa niður þráðbeinan klettavegginn og sjá 900 metrum neðar silfurband árinnar, að vísu var dálítið móða og úði vegna þess hve snemma við vorum, og sólin ekki búin að bræða sig gegnum dögg næturinnar, en við því var ekkert að gera, því rútan fór kl. 9.00.  Í bænum Tuxtla búa um 850 þúsund manns og er hann með stærri bæjum í Shapas.  Gegnum bæinn rennur áin Rio Sabinal, fyrri nokkrum vikum hafði hún flotið yfir bakka sína og umflotið stóran hluta bæjarins.  Við sáum sumstaðar stóra reykjastróka líða upp úr jarðveginum, við spurðum hvað þetta væri, bílstjórinn sagði að þetta væru ofnar, sem grafnir eru í jörðina, þéttir innan með jarðsteinum og leir, til að baka brauð. 

 

Bílstjórinn ráðlagði okkur að stoppa í San Kristobel, þar sem er hellir einn mikill með allskonar náttúrumyndnum. Grutas Del Pancho nueve.  Hann sagði líka að við skyldum passa okkur á leigubílstjórum.  Lagði á við okkur að skrifa niður merki sem alltaf er á hlið bílanna og skrá líka niður nafn bílstjóranna, þeir gæru verið varasamir. 

 

Sab Kristobel er bær, það búa um 27.000 manns bærin er í 2667 metra hæð.  Við fórum yfir 3000 metra hæð á leiðinni, og vorum skýjum ofar.  Þarna er landslagið hæðótt og hrikalegt en mjög fallegt, hæðirnar eru  þaktar með frekar lágvöxnum gróðri og  mikið var um að menn höfðu rutt gróðri burtu og þarna var ræktaður maís í stórum stíl. Enda maís aðalútflutningsvara Chapasbúa. 

 

Horft yfir Tuxtla.

 

Hér sést inn í hellinn góða.

 

Við tókum leigubíl í San Kristobel upp í fjöllinn til að skoða Hellinn.  Hann var stórkostlegur.  Lítil indíjánastúlka leiðbeindi okkur um hellinn með vasaljós og sýndi okkur hellamyndirnar.  Sem höfðu myndast í mjúku berginu við ágang vatns.  Á þessum slóðum hafði brotist út stríð fyrir fjórum árum milli ensku rétttrúnaðarkirkjunnar og kaþólikka og 45 manns indíjánar voru drepnir þar sem þeir sátu og báðust fyrir í einni kirkjunni.

 

Í skólanum er það svo að börnin eru aðgreind eftir því hvor trú þeirra er.  Svo eru mormónar einnig að hasla sér völl.  Trúmál þarna eru mikið vandamál, vegna þessa stríðs á milli trúarbragða. 

 

Indíjánarnir upp í fjöllunum eru með sína siði og reglur enn þann dag í dag.  Þarna í Chapas eru kindur friðhelgar, það má ekki drepa þær eða skaða á neinn hátt, það eina sem menn mega hafa not af þeim er ullin. Enda vefa konurnar mikið og sauma út.  Þær vinna en karlarnir hafa það náðugt.  Algengt er að menn fastni sér stúlkubörn þegar þær eru fimm til sex ára.  Þá koma þeir með geitur asna og heimabrugg og velja sér telpu.  Hún elst svo upp á heimili foreldra sinna, uns hún er gjafvaxta fimmtán sextán ára, þá kemur brúðguminn, kvænist henni og tekur hana inn á sitt heimil, hann á gjarnan fjórar til sex eiginkonur, sem vinna fyrir heimilinu.  Börnin eru líka mörg.  Aðal fæða þeirra eru tortillur búnar til úr maís, og svo ávextir sem eru ræktaðir heima.  Einnig eru flest heimili með hænur, geitur og kalkúna.  Stærri býli eru svo með hesta og asna. Tvennskonar kýr eru ræktaðar önnur tegundin vegna kjötsins og hin til að mjólka.  Í San Kristobel De la Casas fór bílstjórinn með okkur í heimsókn til fjölskyldu, eiginkonurnar voru fjórar, en einnig systir einnar eiginkonunnar og ein frænka, þær fimm áttu með manninum 15 börn. þrjár kvennanna voru heima, ein að baka tortíllur og önnur að vefa sú þriðja var með ungabarn í sjali á bakinu.  Við vorum látin máta okkur í hátíðabúning ættbálkins og Elli minn var svolítið broslegur í skrautlegri treyju með stóran hatt með mörgum skrautborðum.  Við vorum líka flottar ég og mágkona mín, í vaðmálspilsum skrautlegum mussum með borða og fallega ofið sjal.  Allt heimagert og fallega unnið.  Svo var tekin mynd að herlegheitunum.  Við þáðum líka tortillur sem voru bakaðar við frumstæðustu aðstæður og heimabrugg.  Mjög skemmtilegt.  Framhlið hússins var mjög flott múruð og máluð, en bakhliðinn nokkurs konar patíó sem er reist úr timbri, og hlaðið með efni sem þeir gera úr taði, síðan er torf og leir sett í rifurnar, Við komumst svo að því að framliðin er byggð eins bara múrað yfir með leir og svo málað yfir.  Patíóið var aðeins einföld grind með plasti yfir sem var vinnustaður hannyrðakvennanna, og svo var óþéttur timburkofi sem var eldhúsið.  Engin borð eða stólar, utan nokkrir tréstólar sem eru eins og smábarnastólar, en einu sætinn, hinir sitja bara á gólfinu.  Þetta var samt fjölskylda sem átti nóg, og var í fínu hverfi.

 

 

 

 

 

Eldhúsið og tortillagerð.

 

Hér er ein eiginkonan að vefa. Og verk hennar hanga uppi allt í kring.

 

 

Týpiskur búningur fyrir indíána konur í Chapas.  Pilsin eru með mismundandi mynstri eftir því hvaða ættbálkur á í hlut. Þær vefa pilsin sjálfar, og sauma búningana. Teppið er algengt höfuðfat og er líka notað sem brúðarslör.

 

 

 

Í þessum bæ var katólsk kirkja á miðju torginu.  Þar var dýrðlingunum raðað með fram öllum veggjum kirkjunnar. Gólfið var þakið með furunálun, það gera indíjánar þessa héraðs, þegar þeir halda veislur, svo sem giftingar eða fermingar.  Víða á kirkjugólfinu sátu manneskjur með kerti fyrir framan sig og sumir voru með hænur, flestir voru með kókflöskur og brauðkollu sér við hlið.  Þetta voru heilarar, sem læknuðu fólk sem til þeirra leitaði.  Ég lét tilleiðast og fékk einn indíjánan til að lækna mig.  Með kertum ekki hænum.  Því þegar sjúkdómurinn hefur verið yfirfærður í hænugreyið þá er hún snúinn úr... Þau voru treg til að taka mig að sér, feiminn við þessa hvítu kerlingu, og hafa sennilega fundið af henni nornalyktina.  En loks var einn sem þorði.  Hann sagði okkur að sjúkdómar byrja allir í vitundinni, og ef maður gerir ekkert í því, þá fer sjúkdómurinn úr í líkamann.  En svei mér þá mér snarbatnaði sár verkur sem ég hafði verið með í bakinu. 

Í kirkjunni er messað einusinni í viku og presturinn kemur frá næsta þorpi. Okkur var sagt seinna að Páfinn hefði komið þarna í heimsókn  og hefði fengið svipaða meðhöndlun og ég.  Hann hefði verið spurður afhverju þetta væri látið viðgangast, og hann svaraði; Við megum ekki taka allt frá indíjánunum.

Kirkjan í baksýn og markaður á aðaltorgi San Kristobel.

 

 

Þarna sést ein kona að vinna tóg.  Handavinna hennar hangir þarna uppi.

 

 

 

Það sem vakti athygli sértsaklega er hvað hvítu fötin eru hvít þarna, þar sem aðstaðan til þvotta er afskaplega bágborin.  Indíjánakonurnar þvo mikið, þær byrja daginn á að þvo, og svo er þvotturinn hengdur til þessir á girðingar, limgerði, eða bara hvað sem er.  Aðal tækið sem er notað til að þvo þvotta fyrir utan lækjarsprænur, polla eða móbrúnar ár er .... já það eru nefnilega HJÓLBÖRUR. Á einum stað sáum við um 7 konur allr í röð að þvo í hjólbörunum sínum  hlið við hlið, sumar gamlar ryðgaðar, og aðrar flúnku nýjar.   Hugisð ykkur hjólbörur eru kostagripur, svo er hægt að fara með þvottinn í þeim til að hengja upp, skreppa í bæinn og kaupa inn, hafa barnið í þeim og svo getur maður lánað bóndanum þær er hann þarf að fara í gegningar.  Annars ganga allar konur í Mexóco með börn sín í fanginu eða í teppi á bakinu.  Enginn er með kerru eða vagn.   

Frá San Kristobel fórum við svo áleiðis til Palengue, en þar ætlum við að skoða Pýramída Maja.  Meira um það seinna.

 

 

 


Stundum er lífið of stutt, í minningu Hjálmars H. Sigurðssonar.

Undanfarnir dagar hafa liðið hratt, þar sem ég er á flótta undan vetrinum við að ganga frá plöntunum mínum fyrir veturinn.  Búin að koma flestu sem var óklárað inn í gróðurhús, svo ég get unað mér við að vinna innandyra það er gott. 

En tímin er bara svona afstæður og líður út úr höndunum á okkur áður en við náum að núa okkur við.  Ég fór í jarðarför s.l. laugardag, elskulegur félagi og samverkamaður til margra ára, Hjálmar H. Sigurðsson var jarðsettur.  Við sem unnum með honum erum öll harmi sleginn yfir að þessi káti drengur skulu horfinn okkur.  Mér finnst ég ennþá heyra hlátur hans og sterka rödd hljóma yfir kaffistofuna.  Það ríkti góður andi og vinsemd á vinnustaðnum og þar var gott að vera, þó ég sé nú hætt að vinna fer ég gjarnan þangað niðureftir til að fá mér kaffisopa og rabba við þessa góðu félaga mína, svo ég tali nú ekki um ef ég þarf einhverja aðstoð, þegar Elli er ekki heima, þá er gott að eiga hauka í horni.  

Hjalli var bóndi, með fram því sem hann vann sem gröfumaður hjá Ísafjarðarbæ.  Hann var alltaf kátur og greiðvikinn var hann og mátti ekkert aumt sjá.  Eins kom Hjalli eins fram við alla menn.  Enginn var öðrum æðri í hans augum.  

 

Hjalli 003

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þó rödd hans og hlátur séu nú þögnuð, þá geymum við minningu hans í hjörtum okkar.  Og það verður örugglega oft hugsað til hans með hlýju af samstarfsmönnum.    

Hjalli 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Kæri Hjálmar og fjölskylda ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur um leið og ég kveð góðan dreng.  

Lífið getur oft orðið endasleppt og áður en við áttum okkur á er komið stórt skarð í vinahópinn, eða fjölskylduna.  Þess vegna er alltaf best að gleyma ekki kærleikanum og hve mikils virði góð vinátta er.

Far þú í friði Hjálmar minn og blessuð sé minning þín.  


Málfrelsi, hvenær snýst það upp í andstæðu sína?

Ert þú að tala í eigin nafni ágæti þingmaður, eða er þetta ákvörðun alls flokksins þíns?

Látum nú vera að þú mótmælir lokun á síðu þessara glæpasamtaka í nafni málfrelsis.  En þarna kemur annað og alvarlegra til.  Í fyrsta lagi treystir þú hvorki sérfræðingum né stjórnmálamönnum til þess að fylgjast með þessu máli.  En telur að almenningur sem í þessu tilfelli getur aldrei orðið annað en dómstóll götunnar, sé betur til þess fallinn að fá að fylgjast með.  

En það alvarlegast í þessu öllu saman er að þú þingmaðurinn leyfir þér að brjóta brjóta á réttarkerfinu með því að koma með link á síðu sem er búið að loka, að því sem viðkomandi telja hættulega.

 Ef þetta er ekki gert með samkomulagi þingsflokksins, heldur er þín prívat og persónulega skoðun, þá langar mig til að spyrja þig, gerðir þú þetta af réttlætiskennd gagnvart málfrelsi, eða var þetta gert til þess að sýna hvað þú ert klár tölvumaður?

 Eða ertu búin að gleyma því að þingmenn sverja eið að stjórnarskránni og eiga að fara fyrir sauðsvörtum almúganum í því að halda uppi lögum og reglum.  

Þetta samrýmist ekki slíku, þar sem þú tekur það að þér að sýna fólki hvernig það eigi að fara framhjá aðgerðum, sem ráðamenn virðast vera samþykkir.

 Allt svona stuðlar að upplaust í samfélaginu og er nú nóg af slíku í dag.  

Nákæmlega eins og aðrir stjórnmálamenn, gera sitt í upplausn með því að ljúga, fegra málstað, sýna spillingu og "handstýra" réttlætinu.

Ég hef hingað til litið til Pírata sem mest óspillta flokknum sem komst inn á þing.  Ég mun endurskoða þá afstöðu mína eftir þetta mál.  

Mín tilfinning er sú að þessi samtök sem eru afskaplega hættuleg og ruddaleg, og virða ekki mannlíf né neitt annað sem við viljum sjá í okkar samfélagi, ég hætti við að segj siðaða, vegna þess hvernig stjórnmálamenn og aðrir hafa umgengist lög og reglur.  Þau eru nú komin nánast í bakgarðinn hjá okkur, sennilega út af is endingunni.  

þessi menn hlæja að vesturlanda búum, því meðan þeir bisast við að vera fordómalausir og gefa öllum sjens, murka þessir menn lífið úr fjölda fólks, bæði vesturlanda og sínum eigin löndum.

Þetta mál er því að mínu mati svartur blettur á Pírötum, nema þeir lýsi yfir að þetta sé þín einkaaðgerð þ.e. linkurinn, en ekki að undirlagi flokksins.   


mbl.is Rangt að loka vefsíðu Ríkis íslams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litli leikklúbburinn verður fimmtugur á næsta ári.

Litli leikklúbburinn á Ísafirði verður fimtugur næsta vor.  Við erum nokkur í ritnefnd sem erum að taka saman efni fyrir afmælisrit.  Það eru ég, Þórunn Jónsdóttir, Finni Magg, Anna Lóa og Sveinbjörn. 

Við höfum farið yfir þau verk sem LL hefur sett upp, bæði stór og smá.  Þetta hefur verið afskaplega gaman og skemmtilegt að rifja upp.  

Fyrsta verkið var Lína Langsokkur.  Hún var sett á svið 1966.

1-Lína 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Leikstjóri var Sigrún Magnúsdóttir sem lék lengi í þjóðleikshúsinu og var landsþekkt á sínum tíma .  

Mig langar að rifja aðeins upp sumt skemmtilegt frá þessum tíma, því Litli Leikklúbburinn var afskaplega skemmtileg afþreying og lærdómur sem við fengum að upplifa og hefur örugglega breytt okkur flestum sem þar komu nærri.

1-Skyggna vinnukonan 003

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Skyggna vinnukonan kom næst.  Ég var hvíslari, þar sem ég var komin langt á leið með mitt fyrsta barn.  Var orðin svo fyrirferðamikil að ég komst ekki ofan í hvíslarastúkuna sem var fremst fyrir miðju sviðinu.  Svo ég sat bak við tjöldin.  Þessi hvísltarahola var svo efnumin eftir það.

 Svo réðumst við í Allra meina bót.

1-allra meina bót 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var virkilega gaman á þessum tíma.

Svo kom Leyndarmál Öskjunnar, Erlingur Halldórsson, hann var nú ekki sá glaðlegasti þessi elska Smile

1-Leyndarmál 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sakamálaleikrit með meiru.

1-Sexurnar 002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sexurnar var algjör farsi sem sló í gegn, og við fórum í skemmtilegt ferðalag með þær, Sævar Helgason lék með, ásamt því að leikstýra.  Þetta var algjört ævintýri.

1-Billý lygari 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi mynd er sögð vera úr því leikriti.  Sýnist vera meira eins og frænka Charles LoL

1-Billy Lygari 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En Billý var frekar ádeiluverk. Leikstjóri þar var Jóhann Ögmundsson sá góði maður að norðan.

1-Afbrýðisöm eiginkona 002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afbrýðisöm eiginkona var svo næst, farsi sem gekk vel. Jóhann Ögmundsson setti þetta stykki upp líka.

 Ég vil fá minn mann kom svo í kjölarið. 

Sagan af Wasco var sett hér upp þegar Helga Hjörvar og eiginmaður hennar var skólastjóri í Hnífsdal, hann þýddi verkið og við urðum stundum að bíða eftir að fá framhaldið í hendurnar.  En þetta gekk ágætlega.  

1-Afbrýðisöm eiginkona 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verkin eru orðin æði mörg sem við höfum verið að fara í gegnum og rifjað upp.

Til dæmis Dario Fo, Sá sem stelur fæti.

18849_1349709311168_1484410268_954807_8145133_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá Veigar Kjartansson, sem lék með okkur um tíma, Sveinbjörn Björnsson, Guðna Ásmunds sem lék í næstum hverju leikriti hjá okkur og Jón Hallfreð.  

Í sjö stelpum lék m.a. Bryndís Scram.

1-Sjö stelpur 002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var á þeim tíma þegar Jón Baldvin var hér skólastjóri Menntaskólans, og Bryndís vann í rækjuverksmiðjunni hjá föður mínum.  Og var hvers manns hugljúfi.

Bryndís var líka leikstjóri hjá LL. Setti m.a. upp Sandkassann. 

 Baldur Hreinsson steig sín fyrstu spor í leiklistinni með Litla Leikklúbbnum. 

 

1-Sveitapiltsins draumur 001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér leikur hann í Sveitapiltsins draumur með Jakobi Fal Garðarssyni, en hans kona er Vigdís Jakobsdóttir sem hefur getið sér góðan orðstýr í leikhúsum borgarinnar, en hér lærði hún að meta leikhúsið.
 
1-Dýrin 001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er Baldur refurinn í Dýrin í Hálsaskógi.
 
1-Hinn eini sanni sveppi 001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er Vigdís með hópnum um Kitla.  Hún setti líka upp Bleikir fílar á inniskóm og vann mikið með leikklúbbnum áður en hún varð fræg í Reykjavík. Smile
  
 Hér hafa margt gott fólk lagt okkur lið gegnum tíðina. Fyrir utan leikstjórana þá hafa dvalið hér leikarar um tíma og lagt sitt af mörkum.  
 
Theodór Júlíusson var með okkur um tíma, þá var hann að vinna hér sem bakari minnir mig.  Hugsa bara að hann hafi fengið bakteríuna einmitt hér.
 
Elísabet Þorgeirsdóttir ljóðskáld vann mikið með leikklúbbnum.  
 
1-Fjalla Eyvindur 005
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er hún í Hart í bak.
 
Meira að segja Helgi Björns tók sín fyrstu skref í Litla Leikklúbbnum, í söngleik sem kallast Sabína, og er eftir Hafliða Magnússon frá Bíldudal.
 
1-Helgi Björns 001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ungur, sætur og sexý.  
 
Já það hafa margir lagt hönd á plóg í Litla Leikklúbbnum.  Og margir góðir leikstjórar komið við sögu. Enda held ég að LL sé einn af þekktustu áhugaleikfélögum úti á landi.  Að öðrum ólöstuðum.  
 
Hér var líka BJörn Karlsson leikari hann kenndi hér minnir mig einn  vetur, Rúnar Guðbrandsson, Saga Jónsdóttir og hennar maður Steingrímur var hér í löggunni um tíma. 
 
 
 En þó ég sé að telja upp svona Seleb, þá hefði Litli Leikklúbburinn aldrei orðið það sem hann er í dag, nema af því að hann átti á að skipa duglegu yndislegu fólki sem lagði allt á sig til að gera hann stóran og faglegan.  
Það er ekki hægt að byrja á að nefna nein nöfn, því það eru svo margir sem lagt hafa hönd á plóginn, en þið sem hafi starfað með okkur þekki þau nöfn.  
 
En mig langar til að biðja ykkur þarna úti sem eigi einhverjar minningar, myndir eða eitthvað sem þið viljið miðla að hafa samband við mig, Tótu, Önnu Lóu, Finna Magg og Sveinbjörn.  Það skiptir máli að sem flest komi fram og sé skjalfest þó ekki sé hægt að koma öllu fyrir í einni afmælis skrá.
 
Okkur vantar til dæmis allar myndir úr söngurinn frá My Lai.  Úr Húrra krakki, Sandkassanum og leikskrár úr þeim leikritum báðum.  
En ég mun ræða þetta betur síðar.  Endilega hafið samband.  ég er með gmail asthildurcesil@gmail.som 

Já það er bara sona?

Er ekki rétt að veita honum Grímuna fyrir góðan leik æðislegan  leikþátt ítem Leikstjórn?  Got talent þessi gaur. Smile

Svo má fá hann til að setja þetta allt á svið í þjóðleikshúsinu og síðan taka það upp og sýna í sjónvarpinu svo við missum nú ekki af svona gullétandi sjéníi.   


mbl.is „Eins og froskur í potti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið sem þykist þess umkomin að dæma. Ykkar er skömmin.

Eskuleg samkvæmt bænaskrá bænadags og svo "rétttrúnaðar sinna, þá átti þú bara að hætta við alla meðferð og bara farast með þínu barni.. Því fóstureyðing er synd.  

Þetta ákveðna dæmi segir bara hvað getur gerst og hvað ákvarðanir þarf stundum að taka.  Í hvaða stöðu eru fordæmingsmenn fóstureyðinga  þegar svona kemur upp?

Það fólk sem þannig hugsar hefur ekki hugmynd um hvað oft er í gangi, og svo reyna þessir einstaklingar að reyna að vekja samviskubit hjá fólki, þegar það þarf að velja um eigið líf eða fósturs.

Ég fordæmi þá sem setja sig á háan hest hvað þetta varðar, stundum fólk sem hugsar ekki einu sinni um sín eigin afkvæmi, en þykjast þess umkomin að dæma aðra.  Ja fussum svei.  


mbl.is „Ég var ólétt þegar ég greindist“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2014
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband