Fallegar sumarmyndir frá kúlunni.

Þó veðrið hafi verið frekar votviðrasamt hér undanfarna daga, hafa blómin mín dafnað vel. 

11-IMG_6480-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skógarmalvan mín falleg og kirsuberin tilbúin.

 

12-IMG_6482-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef einhver hefur áhuga á að gera sultu úr kirsuberjum getur hann fengið þau hjá mér, þetta eru að vísu súr kirsuber, en þau eru ágæt í sultu.  Ég hef ekki tíma, en vildi gjarnan að einhver nýtti sér þau.

 

13-IMG_6484-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pernillan mín er búin í bili, en þessi elska er byrjuð að blómstra.

14-IMG_6485-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi gaur nýtur sín vel í tjörninni og er búin að fá heilmikinn mosa til að standa á.

 

15-IMG_6486-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já svona getur þetta verið fallegt.

 

16-IMG_6487-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pelargonían mín er líka falleg.

 

17-IMG_6488-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Virkilega flott á að líta.

 

18-IMG_6489-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Perurnar mínar byrjaðar að vaxa.
 
19-IMG_6491-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Havaírósin byrjuð að hafa sig til.
 
20-IMG_6493-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Úti er gullregnið byrjað að brosa við sólinni.
 
21-IMG_6495-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þessi skemmtilegi hlynur er alveg niður við lækinn sem ég hef ennþá, hinn er farin vegna framkvæmdanna.
 
23-IMG_6497-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Geitaskeggið stórglæsilegt.
 
24-IMG_6498-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Síprisin er líka flottur.
 
25-IMG_6499-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Nýbúin að taka þetta beð í gegn.
 
26-IMG_6500-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Hnoðrar steinbrjótar njóta sín vel á þakinu.
 
22-IMG_6496-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Líka búin að taka þetta beð í gegn, önnur beð bíða til haustsins, eða eftir 15. ágúst, þegar vöxtur hættir.
 
27-IMG_6501-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þetta blágresi "grandiflora" er fallegt, en veður dálítið um, en fallegt er það.
 
28-IMG_6502-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og tjörnin er stille og roglig.
 
1-IMG_0191-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
VInir okkar frá Þýskalandi birtust óvænt á dyrahellunni hjá okkur, þau voru að koma til að halda upp á 25 ára brúðkaupsafmæli, og einnig 25 ára vináttu okkar, en við hittum þau ásamt fylgdarliði er þau giftu sig, og gistu á hóteli í Vík í Mýrdal, þar sem við Elli vorum líka, það var upphafið af yndislegu vináttusambandi.  
 
2-IMG_0195-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Maður er alltaf ríkari að eiga góða vini, og við höfum svo sannarlega deild bæði gleði og sorg gegnum árin. Heart
 
3-IMG_0193-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þau elska lambalæri og sósu ala Ásthildur Smile og eftirrétturinn voru jarðaber, eigin framleiðsla. 
 
4-IMG_0189-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Yndislegt fólk, sem ætlar að eyða elliárunum hér, þau hafa keypt sér hús hér sem þau vilja eyða ævinni í, og það gleður mig.
 
5-IMG_0185-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þessi listisnekkja frá austurlöndum dvaldi hér nokkra daga meðan mesta rokið var.  Sumir virðast eiga nóg af peningum.  En það er bara ekki nóg, ef hamingjan er ekki fyrir hendi. '
 
7-IMG_6472-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
ÚLfur minn fór með blóm á leiðið hans pabba síns á afmælisdaginn.  Ekkert barn á að þurfa að vera foreldralaust.  Það er bara sorglegt. Heart
 
8-IMG_6473-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En hann spjarar sig fínt og nú er ég búin að senda hann af stað til Noregs til Inga míns, frekar en að hafa hann atvinnulítinn hér í allt sumar.
 
9-IMG_6476-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Elli fór í kajakferðalag norður í Jökulfirði, en við Úlfur ákváðum að fá okkur svínarif, hann fékk að elda sitt og ég mitt.  Þetta var voða fínt hjá stráknum og bragðgott.
 
10-IMG_6478-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ég var reyndar alveg ánægð með mitt líka, þó það líti ekki eins vel út og hans LoL
 
29-IMG_6503-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ég er nú ekki alveg ein í kotinu, því þessir piltar koma oft og heimsækja ömmu í kúlu.
 
30-IMG_6504-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það er gaman að fara í kistuna og fata sig upp, þeir hlupu líka upp í gróðurhús og komu rennandi blautir til baka, og þegar ég spurði hvar þeir hefðu bleytt sig, svaraði einn þeirra, sem ekki var blautur, þeir voru að tékka á hvort þeir væru karlmenni, og þeir voru það.  
og hvernig gerðist það?
Jú með garðslöngunni hennar ömmu LoL
 
31-IMG_6505-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Jamm börn eru skynsamar verur og við mættum ef til vill taka þau meira til fyrirmyndar.  Það er svo gott að eiga góða vini, sagði Sigurjón þegar þeir stóðu svona saman.  Og það er nú einmitt málið.  Vinir og væntumþykja er nauðsynlegt fyrir okkur öll.  
 
Ég fór líka í jarðarför í dag að kveðja góðan vin og félaga, sem dó langt um aldur fram, Sverrir Halldórsson sem hefur verið viðloðandi mína fjölskyldu í mörg mörg ár, og giftur frænku minni.  Elsku Björk ég innilega samhryggist þér elskuleg mín og einnig fjölskyldunni þinni sem misst hefur yndislegan mann, föður og tengdason.  Blessuð sé minning hans. Heart
 
Eigið svo góðan dag elskurnar.  
 
 

 


Eftir hlátur kemur grátur.

Jamm það er svona notaleg tilbreytni að sjá stjórnmálamann gráta og reyna að útskýra af hverju hann stal frá þjóð sinni.  Tilbreyting frá hroka og munnherkju stjórnmálamanna, sem neita öllu og vonast til að komast upp með það.  Því enginn hefur nátturulega gert eitt eða neitt rangt þó allir viti betur.  

Annars datt mér í hug einn ágætur grátmaður frá Suður Afríku, sem reynir að telja fólki trú um að hann hafi ekki drepið konuna sína, þó allir viti að hann gerði það.  Smile  Hver segir svo sem að konur eigi einkarétt á því að gráta og góla?

Hefði samt vilja frá þetta textað svo ég vissi hvernig hann tæklaði málin.   


mbl.is Sá hágrátandi segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes var ekki valin, heldur valdi sjálfur, sem er allt annað mál.

Stundum held ég að ráðamenn haldi að við séum ennþá á tuttugustu öldinni, og hægt sé að telja okkur almúganum trú um hvað sem er.  

Það gekk vel alveg þangað til almenningur komst í  tæri við internetið, og gat bæði fylgst nánar með og tjáð sig sjálfur.  Hér áður fyrr var "plottað" í reykfylltum bakherbergjum og síðan var "fréttinni" komið áleiðis til ákveðinna aðila sem skrifuðu um það eða sögðu frá í heitu pottunum, og svo var hamrað á gjörðinni uns hún virtist vera algjör sannleikur og þjóðþrifamál, meðan þar bjó ekkert undir nema að ota eigin tota. 

Því miður er þetta brennimerkt öllum gamla fjórflokknum en ekki bara einum eða tveimur.  Þeir hafa allir gert sig seka um svona vinnubrögð, sem þess vegna augljóslega hefur orðið til þess að almenningur í landinu ber ekkert traust til stjórnmálamanna.  Því miður nær hugsunin ekki lengra en það, því fólk virðist alltaf kjósa það sama yfir sig aftur og aftur, en ég held að það breytist núna hraðar og hraðar.  Og plottið springur jafnvel framan í þá sem spinna það.  

 Þetta sést hvergi betur en einmitt í dæminu með Hannes Hólmstein, 

http://www.dv.is/frettir/2014/7/9/ekki-rett-ad-felagsvisindastofnun-hafi-valid-hannes-og-falid-honum-verkefnid/?fb_action_ids=10204193820114877&fb_action_types=og.comments

Þar sem kemur fram að Félagsvísindastofnun valdi hann ekki til starfans með rannsóknina.  Heldur var þetta undan hans rifjum runnið og var síðan borið undir fjármálaráðherra sem tók málið upp á sína arma.  Vissi Bjarni Benediktsson hvernig í pottinn var búið, eða var hann plataður upp úr skónum?

Eftir það sem nú hefur komið í ljós er augljóst að þessum tíu milljónum er kastað út í loftið, því enginn heilvitamaður mun taka mark á þessum vinnubrögðum.  

Ég hef svona hingað til haft ákveðna samúð og eftirvæntingu með þessa ríkisstjórn, en því miður er hún byrjuð að sýna tennurnar í allskonar niðurskurðarmálum, subbuskap með náttúruauðlindir, og allt virðist vera falt í þeirra augum.  

Þetta er synd, því vissulega hefur ríkt ákveðin bjartsýni í bæði atvinnulífi og fjármálum að undanförnu, en það við viljum bara ekki kosta öllu til.  Landið okkar þarf að vera verndað til að skila því til barnanna okkar þannig að þau geti lifað hér.  

Ég yrði ekki hissa þó ríkisstjórnin myndi lenda í blindgötu fyrr en síðar, því sífellt stækkar bilið milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og hvað tekur þá við?  Ekki vil ég fá Samfylkinguna, Bjarta framtíð og Vinstri græn aftur við stjórnvölin, ég fæ bara grænar bólur af tilhugsuninni.

En eitthvað verður að gerast til að menn átti sig á því að almenningur í þessu landi er búin að fá nóg af plotti í fylltum bakherbergjum og vilja ekki lengur hafa svona vinnubrögð, hvaða stjórnmálaflokkar sem haga sér þannig.

Skora á þig Bjarni Benediktsson að endurskoða þessa fyrirætlun þína, þegar komið er í ljós að þarna er pottur brotinn.  Það er nefnilega ekki sama hvort félgasvísindastofnun valdi mann til að vinna ákveðið verkefni, eða að það kom úr hans eigin ranni og er hans hugmynd.  Það er bara allt annar hlutur, þú hlýtur að sjá það sjálfur.   

 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981

Hvað er eiginlega í gangi?

Ég er ekki alveg á þessu, hvað gengur stjórnvöldum til að fá jafn umdeildan mann og Hannes Hólmstein til að rannsaka eitthvað eins og bankahrunið.  Og til hvers, hvað á að koma út úr þessari rannsókn?  Hvað með rannsóknarskýrsluna sem gerð var? var hún ekki nógu góð?

Hver treystir þessum annars ágæta manni til að gera hlutlausa skýrslu um bankahrunið?  Jú auðvitað innmúraðir sjálfstæðísmenn, en bara innmúraðir, sem hvort sem er trúa öllu sem þeim er sagt af sínum flokksmönnum.  

 Er þetta ef til vill tilraun til sjálfsmorðs af hálfu Sjálfstæðísflokksins?  Ætli Framsóknarflokkurinn standi einhuga með samstarfsflokknum að þessu?

Hvenær ætla íslenskir stjórnmálamenn að skilja að þeir geta ekki hagað sér eins og þeir vilja, langlundargeð íslendinga er svona um það bil að verða búið.  Og þegar það gerist, þá er aldrei að vita hvað gerist.  

Hvaða flokki sem þeir tilheyra hafa þeir orðið uppvísir að lygi, óheiðarleika, svikum, lagabrotum og þeir eru hættir að skammast sín eða fela það.  Þetta er mín upplifun af því fólki sem hefur verið í eldlínunni í stjórnmálum undanfarin mörg ár.  

En dropinn holar steininn, og stundum bara getur maður ekki annað en tjáð sig.  Hannes Hólmsteinn er auðvitað ekki slæm manneskja, né ætlar sér neitt illt.  En málið er að almenningur treystir honum ekki, frekar en öðrum samgeltendum stjórnmálaflokkanna, svo sem eins Björn Valur er fyrir Steingrím og svo framvegis.  Fólk er löngu farið að sjá í gegnum þetta.  Það er eiginlega komið nóg.  

Þegar fólk þekkir ekki sinn vitjunartíma þá er ástandið orðið frekar tvísýnt.  

Reynið nú að fara að hugsa um almenning í þessu landi og hag þess, en ekki pólitískt stolt ykkar sjálfra.   

 Sannleikann á borðið takk og engar refjar.  Og refsingu fyrir þá sem rændu og rupluðu þessa þjóð takk og engar refjar.  Takmörkun á sjálftöku örfárra á kostnað almennings takk og engar refjar.  Til dæmis að rannsaka skiptastjóra og hvernig þeir haga sér með þau fyrirtæki sem þeir hafa í sínum klóm, og hvernig þeir haga sér þar, takk og engar refjar.  

Við erum lítið og fámennt land og það er bara óþolandi hvernig örfáir einstaklingar fá einkaleyfi á að féfletta almenning endalaust með vitund og vilja stjórnvalda, af hvaða flokki sem er við stjórn.  


mbl.is 10 milljónir fyrir skýrslu Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferð til Gardavatns, Lazise, Sirmione og San Marino dell Battaglia.

Það fer nú að líða að lokum þessa ferðalags.  Nú förum við að Gardavatni, sem er stærsta vatn í Evrópu, hér fyrir nokkru fórum við að Dýpsta vatni í Evrópu í Noregi, Horningdals vatn.

img_8806

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá að það er yfir 500 metra djúpt.

 

img_8790

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Kuldalegra þar um að litast því við vorum þarna um vetur.

 

En sem sagt. Gardavatnið.

1-IMG_5759

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá vínvið í löngum bunum.  Á leiðinni.

2-IMG_5764

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Aftur farið gegnum Brennerskarðið hér er virki, en þetta var vígvöllur í stríðinu.

4-IMG_5776

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hugsið ykkur vinnuna við að byggja hús á svona stað, jafnvel þó það sé kirkja ?

 

5-IMG_5777

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Já þær eru víða stríðsminjarnar, vonandi verða þær aldrei teknar í notkun aftur.

 

6-IMG_5779

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Já ef til stríðs kemur í dag, verður ekki not fyrir svona hús, þá verða það langdrægar eldflaugar og drónar sem heyja stríðið, og það verða almennir borgarar sem verða drepnir meðan elítan situr í öryggi og fylgist með á skjánum.

7-IMG_5785

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En við erum komin að Lago Di Garda. Það er stærsta vatn á Ítalíu og jafnvel Evrópu 370 km. Vatnið er einungis 65m yfir sjávarmáli, og loftslagið þar afar hagstætt og notalegt.

 

8-IMG_5786

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En fyrst gafst tími til að fá sér að borða. 

 

9-IMG_5788

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var að koma sér um borð.

 

10-IMG_5791

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við Gardavatnið á eða átti Kristján Jóhannsson stórsöngvari sumarbústað og bát.

 

11-IMG_5793

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Beðið á bryggjunni, hér má sjá kónginn okkar Kristján 10. Hann er í hjólastólnum. Smile

 

12-IMG_5794

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kastalar allstaðar.

 

13-IMG_5796

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Og þá er það sjóferð til Lazise.

14-IMG_5798

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigling. 

15-IMG_5801

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það eru margir fallegir bæir við Gardavatnið.

 

17-IMG_5805

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komin til Lazise.   

18-IMG_5806

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá þessa fögru styttu, sennilega annað hvort minning um stríð eða pláguna miklu.

 

19-IMG_5807

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er vinalegur bær.

 

20-IMG_5808

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og menn stunda hér allskonar sjósport Smile

21-IMG_5821

 

 

 

 

 

 

 

 

En það er ekki bara mannfólkið sem kann að meta vatnið, þetta álftapar með sína átta unga var líka að leika sér, við furðuðum okkur samt á því að fjórir unganna voru ennþá gráir, meðan hinir fjórir voru orðnir hvítir.  Þau hljóta að hafa tekið að sér aðra unga.

22-IMG_5823

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Álftapabbi var ekki glaður með alla umferðina, hann varði sína fjölskyldu af miklum móð.  

 

23-IMG_5825

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einhverjir gárungar á sjóköttum voru að áreita hann, en þessi glæsilegi fugl hratt þeim í burtu, enda ekki árennilegur.  

24-IMG_5829

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einhverjar rústir þarna.

 

25-IMG_5834

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En nú erum við að nálgast Sirmione, þar sem strákarnir ætla að taka lagið á torginu og við að fá okkur í svanginn.

26-IMG_5836

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bátarnir ganga hér eins og strætó á milli staða.  

 

27-IMG_5838

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á torginu í Sirmione.

 

28-IMG_5843

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér var tekið lagið.  

 

29-IMG_5848

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir litlu fuglar voru víða á veitingastöðum, sennilega finkur, en þeir voru ekkert að tvínóna við að taka stóra bita, og þarna voru líka dúfur en þessir litlu fældu þær umsvifalaust frá.  Margur er knár þótt hann sé smár. Smile

30-IMG_5855

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við settumst svo niður hér við Hótel Sirmione og fengum okkur að snæða.

31-IMG_5857

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var ósköp notalegur dagur.

32-IMG_5862

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jamm ég sagði borða, en auðvitað þurftum við líka að drekka LoL  Og þar sem við höfðum verið svona mikið á ferðinni, þurfti að vinna upp tíma. 

 

33-IMG_5865

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta var gaman.

34-IMG_5868

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki satt Sigga Lúlla mín Heart

 

35-IMG_5870

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo gerðist svolítið óvænt og reyndar merkilegt.  Allt í einu var kallað; Elli!

Og viti menn voru ekki lúðrasveitarfélagar hans frá Osló einmitt stödd þarna í Sirmione, þar sem hann stoppaði bara í einn tvo tíma.

 

36-IMG_5872

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og það varð fagnaðarfundur meðal félaga hans frá Nittedal lúðrasveitinni.

 

37-IMG_5874

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skál Óli minn Wizard

38-IMG_5880

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skoðuðum gömul virki.

 

39-IMG_5881

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við borðuðum svo kvöldverð í San Martino della Battalgía, þar var ein blóðugasta orrusta sem háð hefur verið í Evrópu fram að þessum tíma sem leiddi til þess að Ítalía sameinaðist i eitt ríki 17. mars 1861 og þess að rauði krossinn var stofnaður.  Orrstan stóð í einn dag og um 40.000 manns dóu þann dag. Hér eru tvær svokallaðar beinakirkjur, og við ætlum að skoða aðra þeirra og syngja fyrir hina dánu. 

 

41-IMG_5886

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frekar óhugnanlegt ekki satt?  en þeir eru þó geymdir á helgum stað blessaðir.

 

40-IMG_5888

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér er sungið þeim til heiðurs.  

 

En svo var komin tími til að halda heim á leið.  

 

42-IMG_5903

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er verið að matast í San Martino della Battaglia.  Áður en haldið er heim á hótel.

 

Vona að ykkur hafi ekki leiðst, en það er ein færsla eftir og hún mun fjalla um kastalaferð og um snjómanninn Ötzi sem hefur umbylt sögunni um manninn, eins og hún var talin uns hann fannst.

Eigið góðan dag elskurnar. Heart 

 

 


Tónleikar Ernis og Coro Paganella.

Þennan dag var farið í tónleikaferð til Lamar Vatnasvæðisins.  En þar er karlakór, sem rétt eins og Karlakórinn Ernir heitir eftir fjalli í heimabyggð.  Coro Paganella kórinn heitir eftir fjalli sem gnæfir yfir félagsheimilinu þar sem okkur var boðið til matar eftir sönginn. 

1-IMG_5145

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En fyrst er auðvitað gott að stoppa aðeins á hótelbarnum og fá sér snaps.

 

4-IMG_5639

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo er lagt af stað.

5-IMG_5643

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meðfram öllum vegum og hraðbrautum, þ.e.a.s. þeirra sem ekki eru byggðir á stöplum eru endalausir akrar, eplarækt, jarðaber maís og slíkt.

6-IMG_5644

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við erum komin upp í þorpið, og þar eru sumar götur frekar þröngar eins og sjá má.  Þessi vegur er örugglega síðan á dögum hestakerrunnarSmile

7-IMG_5646

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En okkar menn eru náttúrulega snillingar í rútuakstri. Svo allt gekk slysalaust fyrir sig.

 

9-IMG_5649

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bærinn er svipað stór og Ísafjarðarbær að íbúatölu.  

10-IMG_5656

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tónleikastaðurinn er fyrir utan bæinn við vatnið Lamar.  Hér erum við komin þangað.

13-IMG_5665

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var ósköp svalandi og notalegt að kæla þreytta fætur í Lamarvatninu.

14-IMG_5667

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tvær flottar.

15-IMG_5673

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En sumum nægði ekki að vaða, Dagný og Ása stungu sér til sunds, það gerði líka sjúkrahúsforstjórinn Þorsteinn.

16-IMG_5675

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér er svo okkar elskulegi fararstjóri Jóna Fanney, sem er algjör perla.

12-IMG_5662

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna var náttúrulega bar og við flest settumst þar niður til að væta kverkarnar áður en við þyrftum að þramma aftur upp að samkomuhúsinu sem var talsvert labb í brekku.

17-IMG_5683

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En upp komumst við nú samt.

18-IMG_5685

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru hjón, framámenn í kórnum Coro Paganella.

19-IMG_5686

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fararstjórar með fréttamanni, þetta þótti auðvitað fréttnæmt.

20-IMG_5696

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Okkur var boðið upp á kokkteil bæði áfengan og óáfengan, hér er prakkarinn hún Dagný, sniðug að fá sér stærra glas en plastglösin sem stóðu tio boðaLoL

21-IMG_5697

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það væsti ekki um okkur hjá þessu yndæla fólki.

22-IMG_5700

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tónleikarnir fóru fram undir beru lofti.

23-IMG_5705

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um leið og þeir byrjuðu að syngja fór solin, svo það kólnaði aðeins, og síðan dróst konsertinn, okkar menn vildu velja einhver lög úr, en það var ekki við það komandi Paganella menn vildu heyra allt prógrammið. Smile 

En þetta var nú bara æfing.
1-IMG_5657
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það var yndælt að sleikja sólina við Lamarvatnið, það var augljóslega vinsælt af heimamönnum.
 
2-IMG_5669
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já svona rétt áður en við leggjum í brekkuna Smile
 
4-IMG_5678
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Jamm upp komumst við og ég sem var að kvarta, Lóa mín er frekar fótafúin en upp komst hún samt og Sigga Lúlla.
 
7-IMG_5702
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér syngur coro Paganella nokkur lög.
 
8-IMG_5713
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Okkar menn tóku síðan sitt prógramm, takið eftir íslenska fánanum, þeir höfðu til skiptis íslenska og ítalska fánann uppi eftir því á hvoru málinu þeir sungu.
 
 
9-IMG_5715
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Að lokum sungu svo báðir kórarnir saman.  Þá var sumum orðið kalt, því þegar sólin hvarf kólnaði frekar.  En okkar beið dýrðar máltíð.
 
 
24-IMG_5717
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það var þröngt setinn bekkurinn í litla félagsheimilinu í sveitinni.
 
 
25-IMG_5719
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Man ekki hvort það var fjór- eða fimmréttuð máltíð.  
 
26-IMG_5722
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo sannarlega áttum við þarna yndæla stund með félögum okkar.
 
27-IMG_5732
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og þarna voru mæður og verðandi mæður sem þurftu auðvitað að ræða málin á sínum forsendum Heart
 
28-IMG_5733
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo var komið að því að gefa gjafir til og frá, eins og venjan er.
 
29-IMG_5739
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hátíðleg stund þar sem fólk nær vel saman hvaðan sem það kemur.
 
30-IMG_5740
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Allir glaðir með sitt, og vinátta innsigluð.
 
31-IMG_5743
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og svo var tekið lagið.  
 
32-IMG_5747
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það er gaman að segja frá því að það voru karlarnir sjálfir sem uppvörtuðu, hér er verið að bera fram pönnukökur með sultu.
 
 
33-IMG_5750
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þessi snaggaralegi kórmaður virtist vera driffjöðurinn í coro Paganella.Smile
 
34-IMG_5751
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hressir Týrólar, þeir tóku líka hressilega lagið  og það var sungist á eins og gengur.
 
 
35-IMG_5753
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og svo var sungið saman, eins og O sole mio og Bjössi á mjólkur bílnum, það er alltaf hægt að finna lög sem allir kunna, þó hver hafi sitt tungumál, þá er söngurinn alþljóðlegur.
 
36-IMG_5762
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En allt tekur enda og komin tími til að halda heim á leið á hótelið.  
 
38-IMG_5771
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þessi fjöll heilla mig mikið.
 
40-IMG_5638
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það voru syngjandi glaðir ferðalangar sem komu heim á hótel eftir þennan dag.  Hér eru Ásta Gríms og Beata Jo, reyndar áður en við lögðum af stað, en eins og ég sagði þetta er ekki endilega í tímaröð.
 
Svo kemur hér mynd neðst, vegna þess að annað hvort er það ég, tölvan eða vafrarnir sem eru eitthvað skrýtnir, því ég get ekki tekið út myndir sem eru settar inn, og ég get heldur ekki sett inn myndir núna nema í Google Crome, ekki í Óperu og ekki heldur í Internet explorer.  Þess vegna fylgir þessi mynd með núna af "þjónunum" í uppákomunni á hótelinu, ekki svo sem að þeir hefðu notið sín vel að uppvarta í veislunni áðan Smile 

27-IMG_5608
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En þá eru bara tvö ævintýri eftir, það er ferðin til Gardavatns, og svo kastalamáltíðin.  Vona að þið hafi notið þessa, því þetta var algjör upplifun fyrir mig og ég vildi deila þessu með ykkur.  Sem sagt næst förum við til Gardavatns og þvínæst í kvöldverð í gömlum kastala, og svo nokkrar myndir úr beinakirkjunni þar sem mörg þúsund höfuðkúpur eru geymdar í skáp.
 
Hér má hlusta á okkar menn. http://www.valledeilaghi.it/cms/201406075770/ultime/coro-islandese-karlakorinn-ernir-lago-lamar.htm  
 
 
 
En eigið gott kvöld elskurnar  Cool 

Ég hef ekkert með þessi mál að gera lengur.

Það er alveg með ólíkindum hvað fólk getur verið ósvífið, nú eða spillt þegar það hefur gert eitthvað af sér, og málið komist upp.  Hvað með að viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar?

Spyrill: Hefði ekki verið rétt að spyrja bankaráðið fyrst.

Lára.  Bankaráðið var ekki spurt, og nú hefur komið í ljós að það var ólöglegt.

Og svo framvegis.

Spyrill, svona eftir á að hyggja var þetta ekki röng ákvörðun?

Kom þessi gullkorn: Ég er ekki lengur í bankaráði og hef ekkert að gera með þessi mál lengur.

Kemur opinberum starfsmönnum sem sagt ekkert við lengur, þegar ólögmætar ákvarðanir eru teknar af þeim sjálfum?  

Fellur sem sagt ábyrgðin niður um leið og viðkomandi hættir starfi?

Hverslags réttarkerfi búum við eiginlega við?

Gera yfirvöld sér ekki grein fyrir því að starfsfólk og stjórnendur eru undir sömu lög sett og almenningur.  

En sennilega ekki við miklu að búast þegar sjálfur dómsmálaráðherrann og aðstoðarmenn hennar sem eru með réttarstöðu sakborninga er ekki vikið frá tímabundið meðan verið er að rannsaka málin.

Málið er að allar svona uppákomur koma óorði á stjórnvöld, og vekur reiði fólks sem þarf að horfa upp á jón og Séra Jón, og að ekki gildi sömu reglur um alla.   

 


Við mættum margt læra af dýrum, stórum og smáum. Þau sýna stundum meira umburðarlyndi og greind en mannskepnan.

Skemmtileg frétt.  Já við mannfólkið megum margt læra af dýrunum.  Læra að góðmennska er eitthvað sem býr í öllum, en getur verið eyðilögð af ýmsum ástæðum.  

Ég átti tvo páfagauka fyrir mörgum árum Gára, annar þeirra veiktist og missti gogginn, hinn tók þá til við að mata hann og gerði alla tíð þar til sjúklingurinn dó.  Það var fallegt að horfa á.

Dísarpáfagaukshjón sem ég hafði í minni umsjá voru afskaplega ástfanginn, kvenfuglinn flaug svo burtu og þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir til að ná henni tókst það ekki.  En karlinn fékk holu í hjartarstað, það var ótrúlegt, þessi hola var vel sýnileg, eins og hjartasár.

Músapar á inni í hænskankofanum hjá mér.  Eitt sinn er ég kom inn í kofann sá ég aðra músina liggja útflatta á bakinu með allar lappir upp, ein hænan var eitthvað að goggast í henni, en ég sá að músin var ósærð.  Ákvað að láta hana vera til að gá hvað gerðist.  Þegar ég gáði aftur var hún horfinn, hún hafði þá bara látist vera dauð til að sleppa við árásina sem var yfirvofandi.  

Ég fann líka eitt sinn hreiður með ungum í liggjandi á jörðinni, ég hafi enginn önnur ráð en að taka hreiðrið með mér heim og setti það inn í garðskálann í tré sem þar var, var að reyna að gefa þeim snigla og ýmislegt, en svo tók ég eftir því að þrastarmamma var farin að venja komur sínar inn í garðskálann gegnum bréfalúguna.  Og hún ól upp þessa unga, uns þeir flugu úr hreiðrinu.   

 

 


mbl.is Stari gaf maríuerluungum í gogginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söngleikurinn á Hotel Citta.

Já nú var búið að æfa og menn fá búninga til að klæðast. 

15-IMG_5499

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessar tvær brosandi stúlkur höfðu ekki hugmynd um að þær voru umkringdar íslendingum Smile

 

16-IMG_5589

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meðan strákarnir fara í búningana sína skulum við aðeins skoða fornbílana á torginu.

 

17-IMG_5590

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir voru margir skrautlegir.

 

18-IMG_5592

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frekar virðulegur þessi.

 

19-IMG_5594

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég verð að segja að þessi saga er ekki í tímaröð, heldur eftir því hvað ég man hverju sinni LoL

20-IMG_5598

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En nú byrjar spennan, hér er virðulegur yfirlögregluþjónn orðin að blómasala á aðaltorginu í Bolzano.

 

21-IMG_5599

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pósturinn mættur á svæðið.

22-IMG_5600

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ferðalangur á hjóli.

 

31-IMG_5613

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SLökkviliðsmaður.

 

23-IMG_5601

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

"Gestir" á barnum.

 

24-IMG_5603

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þjónar vappandi um.

25-IMG_5604

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fólk tók svo sem ekki eftir því að fjöldi þjóna margfaldaðist snarlegaWink

 

26-IMG_5606

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tók heldur ekki eftir því að "þjónarnir" voru svolítið ófaglegir, héldu báðum höndum um bakkana eða horfðu á glösin LoL

27-IMG_5608

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá er staffið úr eldhúsinu komið á stjá líka.

28-IMG_5609

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En fólk var byrjað að safnast fyrir á götunni, því það var augljóst að eitthvað skrýtið var að gerast.

29-IMG_5610

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já hvað skyldi það vera?

30-IMG_5611

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo byrjaði söngurinn, fyrst einn, síðan tveir, fjórir og alltaf bættust við í hópinn, gestir af götunni, bjórþambandi karlar við barinn og einn af öðrum bættust þeir við. 

Á ákveðnum tímapunkti stóðu þeir svo allir upp og fóru í hóp, og þetta vakti mikla hrifningu og ánægju fólks sem hafði safnast saman.  Ég verð víst að láta hér staðar numið í bili, því bendilinn harðneitar að fara niður fyrir myndina hér að neðan.  Ætla samt að reyna að birta þetta og bæta svo við, og sjá hvað gerist.

Því miður tökumst við á talvan og ég með þessa mynd, svo ég set hana bara inn aftur.

 

32-IMG_5615

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem sagt á ákveðnum tímapunkti í laginu standa þeir upp og hópast saman.

 

33-IMG_5619

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo klæddu þeir sig úr búningunum og voru þá í bol frá hótelinu þar fyrir innan.

 

34-IMG_5620

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég verð að segja það af því að ég hef svolítið dútlað í leiklist og söng, að það er alveg stórkostlegt að láta allt ganga upp í svona stórum hópi, margir litla sem enga reynslu í að koma fram, á þennan hátt, en það gekk allt snuðrulaust fyrir sig og okkar mönnum og stjórnendum til miklis sóma.

Hér er svo upptakan af sama lagi, þegar þeir sungu það dagínn áður, en ég hef ekki ennþá fundið upptöku af þessari uppákomu.https://m.facebook.com/story.php?story_fbid=1421493624796075&id=100008063530650

  

  Eigið góðan dag.  Heart

32-IMG_5615

« Fyrri síða

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2014
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband