Hvað er eiginlega í gangi?

Ég er ekki alveg á þessu, hvað gengur stjórnvöldum til að fá jafn umdeildan mann og Hannes Hólmstein til að rannsaka eitthvað eins og bankahrunið.  Og til hvers, hvað á að koma út úr þessari rannsókn?  Hvað með rannsóknarskýrsluna sem gerð var? var hún ekki nógu góð?

Hver treystir þessum annars ágæta manni til að gera hlutlausa skýrslu um bankahrunið?  Jú auðvitað innmúraðir sjálfstæðísmenn, en bara innmúraðir, sem hvort sem er trúa öllu sem þeim er sagt af sínum flokksmönnum.  

 Er þetta ef til vill tilraun til sjálfsmorðs af hálfu Sjálfstæðísflokksins?  Ætli Framsóknarflokkurinn standi einhuga með samstarfsflokknum að þessu?

Hvenær ætla íslenskir stjórnmálamenn að skilja að þeir geta ekki hagað sér eins og þeir vilja, langlundargeð íslendinga er svona um það bil að verða búið.  Og þegar það gerist, þá er aldrei að vita hvað gerist.  

Hvaða flokki sem þeir tilheyra hafa þeir orðið uppvísir að lygi, óheiðarleika, svikum, lagabrotum og þeir eru hættir að skammast sín eða fela það.  Þetta er mín upplifun af því fólki sem hefur verið í eldlínunni í stjórnmálum undanfarin mörg ár.  

En dropinn holar steininn, og stundum bara getur maður ekki annað en tjáð sig.  Hannes Hólmsteinn er auðvitað ekki slæm manneskja, né ætlar sér neitt illt.  En málið er að almenningur treystir honum ekki, frekar en öðrum samgeltendum stjórnmálaflokkanna, svo sem eins Björn Valur er fyrir Steingrím og svo framvegis.  Fólk er löngu farið að sjá í gegnum þetta.  Það er eiginlega komið nóg.  

Þegar fólk þekkir ekki sinn vitjunartíma þá er ástandið orðið frekar tvísýnt.  

Reynið nú að fara að hugsa um almenning í þessu landi og hag þess, en ekki pólitískt stolt ykkar sjálfra.   

 Sannleikann á borðið takk og engar refjar.  Og refsingu fyrir þá sem rændu og rupluðu þessa þjóð takk og engar refjar.  Takmörkun á sjálftöku örfárra á kostnað almennings takk og engar refjar.  Til dæmis að rannsaka skiptastjóra og hvernig þeir haga sér með þau fyrirtæki sem þeir hafa í sínum klóm, og hvernig þeir haga sér þar, takk og engar refjar.  

Við erum lítið og fámennt land og það er bara óþolandi hvernig örfáir einstaklingar fá einkaleyfi á að féfletta almenning endalaust með vitund og vilja stjórnvalda, af hvaða flokki sem er við stjórn.  


mbl.is 10 milljónir fyrir skýrslu Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2020816

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband