Fallegar sumarmyndir frá kúlunni.

Þó veðrið hafi verið frekar votviðrasamt hér undanfarna daga, hafa blómin mín dafnað vel. 

11-IMG_6480-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skógarmalvan mín falleg og kirsuberin tilbúin.

 

12-IMG_6482-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef einhver hefur áhuga á að gera sultu úr kirsuberjum getur hann fengið þau hjá mér, þetta eru að vísu súr kirsuber, en þau eru ágæt í sultu.  Ég hef ekki tíma, en vildi gjarnan að einhver nýtti sér þau.

 

13-IMG_6484-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pernillan mín er búin í bili, en þessi elska er byrjuð að blómstra.

14-IMG_6485-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi gaur nýtur sín vel í tjörninni og er búin að fá heilmikinn mosa til að standa á.

 

15-IMG_6486-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já svona getur þetta verið fallegt.

 

16-IMG_6487-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pelargonían mín er líka falleg.

 

17-IMG_6488-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Virkilega flott á að líta.

 

18-IMG_6489-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Perurnar mínar byrjaðar að vaxa.
 
19-IMG_6491-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Havaírósin byrjuð að hafa sig til.
 
20-IMG_6493-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Úti er gullregnið byrjað að brosa við sólinni.
 
21-IMG_6495-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þessi skemmtilegi hlynur er alveg niður við lækinn sem ég hef ennþá, hinn er farin vegna framkvæmdanna.
 
23-IMG_6497-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Geitaskeggið stórglæsilegt.
 
24-IMG_6498-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Síprisin er líka flottur.
 
25-IMG_6499-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Nýbúin að taka þetta beð í gegn.
 
26-IMG_6500-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Hnoðrar steinbrjótar njóta sín vel á þakinu.
 
22-IMG_6496-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Líka búin að taka þetta beð í gegn, önnur beð bíða til haustsins, eða eftir 15. ágúst, þegar vöxtur hættir.
 
27-IMG_6501-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þetta blágresi "grandiflora" er fallegt, en veður dálítið um, en fallegt er það.
 
28-IMG_6502-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og tjörnin er stille og roglig.
 
1-IMG_0191-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
VInir okkar frá Þýskalandi birtust óvænt á dyrahellunni hjá okkur, þau voru að koma til að halda upp á 25 ára brúðkaupsafmæli, og einnig 25 ára vináttu okkar, en við hittum þau ásamt fylgdarliði er þau giftu sig, og gistu á hóteli í Vík í Mýrdal, þar sem við Elli vorum líka, það var upphafið af yndislegu vináttusambandi.  
 
2-IMG_0195-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Maður er alltaf ríkari að eiga góða vini, og við höfum svo sannarlega deild bæði gleði og sorg gegnum árin. Heart
 
3-IMG_0193-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þau elska lambalæri og sósu ala Ásthildur Smile og eftirrétturinn voru jarðaber, eigin framleiðsla. 
 
4-IMG_0189-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Yndislegt fólk, sem ætlar að eyða elliárunum hér, þau hafa keypt sér hús hér sem þau vilja eyða ævinni í, og það gleður mig.
 
5-IMG_0185-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þessi listisnekkja frá austurlöndum dvaldi hér nokkra daga meðan mesta rokið var.  Sumir virðast eiga nóg af peningum.  En það er bara ekki nóg, ef hamingjan er ekki fyrir hendi. '
 
7-IMG_6472-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
ÚLfur minn fór með blóm á leiðið hans pabba síns á afmælisdaginn.  Ekkert barn á að þurfa að vera foreldralaust.  Það er bara sorglegt. Heart
 
8-IMG_6473-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En hann spjarar sig fínt og nú er ég búin að senda hann af stað til Noregs til Inga míns, frekar en að hafa hann atvinnulítinn hér í allt sumar.
 
9-IMG_6476-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Elli fór í kajakferðalag norður í Jökulfirði, en við Úlfur ákváðum að fá okkur svínarif, hann fékk að elda sitt og ég mitt.  Þetta var voða fínt hjá stráknum og bragðgott.
 
10-IMG_6478-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ég var reyndar alveg ánægð með mitt líka, þó það líti ekki eins vel út og hans LoL
 
29-IMG_6503-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ég er nú ekki alveg ein í kotinu, því þessir piltar koma oft og heimsækja ömmu í kúlu.
 
30-IMG_6504-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það er gaman að fara í kistuna og fata sig upp, þeir hlupu líka upp í gróðurhús og komu rennandi blautir til baka, og þegar ég spurði hvar þeir hefðu bleytt sig, svaraði einn þeirra, sem ekki var blautur, þeir voru að tékka á hvort þeir væru karlmenni, og þeir voru það.  
og hvernig gerðist það?
Jú með garðslöngunni hennar ömmu LoL
 
31-IMG_6505-001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Jamm börn eru skynsamar verur og við mættum ef til vill taka þau meira til fyrirmyndar.  Það er svo gott að eiga góða vini, sagði Sigurjón þegar þeir stóðu svona saman.  Og það er nú einmitt málið.  Vinir og væntumþykja er nauðsynlegt fyrir okkur öll.  
 
Ég fór líka í jarðarför í dag að kveðja góðan vin og félaga, sem dó langt um aldur fram, Sverrir Halldórsson sem hefur verið viðloðandi mína fjölskyldu í mörg mörg ár, og giftur frænku minni.  Elsku Björk ég innilega samhryggist þér elskuleg mín og einnig fjölskyldunni þinni sem misst hefur yndislegan mann, föður og tengdason.  Blessuð sé minning hans. Heart
 
Eigið svo góðan dag elskurnar.  
 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Tómasson

Takk fyrir þetta, virkilega dásamlegt.

Brynjólfur Tómasson, 12.7.2014 kl. 23:01

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alltaf er jafn gaman að myndunum þínum og þú ert alveg ótrúlega "nösk" á það óvenjulega.  Góða nótt og bestu óskir til allra í "kúlunni"

Jóhann Elíasson, 12.7.2014 kl. 23:04

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Brynjólfur minn.

Jóhann innilega takk fyrir mig góða nótt báðir tveir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2014 kl. 23:11

4 Smámynd: Laufey B Waage

Aldeilis sumarlegt í Kúlunni.

Laufey B Waage, 12.7.2014 kl. 23:31

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Laufey mín svo sannarlega <3

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2014 kl. 23:50

6 Smámynd: Jens Guð

Ég segi eins og Jóhann: Alltaf gaman að fá að fylgjast með og kíkja á myndirnar þínar.

Jens Guð, 14.7.2014 kl. 00:11

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jens minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.7.2014 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2020780

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband