Unga Ísland.

Maðurinn minn Elías var að slá garðinn í gær sem raunar er ekki í frásögur færandi, nema að þar sem hann var að munda sláttuorfið sér hann ófleygan unga í Slægjunni, svo hann tekur hann upp, og kemur með hann til mín.  Ókey, þannig er það bara, ég þurfi auðvitað að taka að mér litla ungann.

1-IMG_6557

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Já en fyrirgefið, ég nefnilega heyrði ekki í útvarpi allra landsmanna, að það væri sól og blíða á Ísafirði í dag, og Ísafjörður "ætti góða veðrir" eins og iðulega er sagt um Egilstaði og Akureyri, en við erum víst ekki í náðinni hjá útvarpi þjóðarinnar. Cool

En hvað um það, unginn er núna í minni umsjá, sem er frekar erfitt þar sem ég á kött sem hefur gífurlegan áhuga á fuglum, sér í lagi ungum sem detta óvænt niður úr hreiðrum.

2-IMG_6558

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þannig að nú voru góð ráð dýr, ég var að vinna við að umbotta fjölæringunum mínum upp á lóð, og gaf litla unganum brauð leyst upp í vatni og svo snigla, og einn ánamaðk gaf ég honum en fékk þvílíkt samviskubig yfir því að slátra bestu vinum mínum í gróðri ánamökum.  

Ég fór svo að kaupa í matinn og keypti svo mat fyrir smákettlinga, en þessi ungi herra eða ungfrú þröstur er matvandari en skrattinn og vildi ekki borða svoleiðis sull.

 

3-IMG_6563

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þannig að það er víst ekkert annað að gera en að fórna mínum elskulegu ánamöðkum Blush

4-IMG_6570

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem betur fer á á flottar systur sem umsvifalaust fundu maðka og gáfu honum að éta, sem hann þáði með bestu lyst.

 

5-IMG_6572

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jamm áhuginn leynir sér ekki Heart

6-IMG_6574

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Opnaðu gogginn góði LoL og hann var sko ekki í vandræðum með að torga nokkrum ánamöðkum. 

7-IMG_6579

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vona að ég komi honum til fugls... þannig að hann geti flogið burt með sóma, burt frá Kettinum mínum henni Lottu.

8-IMG_6591

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er svo kóngulóin vinkona mín, sem er beint fyrir framan gluggan hjá mér, þau voru eitthvað að ræða um að gefa unganum kónguló, en nei takk, ég hef mikla ánægju af að fylgjast með henni þessari elsku.

9-IMG_6594

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í lokin er svo mynd a pelargoníunni frá honum Sigurjóni á Hrafnabjörgum, dugleg og óskaplega falleg planta og harðger.  


Ása Emanúels.

Ása Emanúels datt inn úr dyrunum hjá mér áðan.  Hún sefur reyndar ennþá í bílnum sínum blessunin, en hún er kát og skemmtileg. Rétt komin af Snæfellsnesi þar sem hún hitti marga myndlistamenn sem hrósuðu henni fyrir myndirnar sínar. 

 Hún málar nefnilega og ég verð að segja að þær eru afar flottar myndirnar hennar.

1-IMG_6547

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún hefur verið frekar feiminn  við að sýna þær, en nú þegar hún er búin að fá hrós frá fagfólki, er hún bjartsýnni á að selja eitthvað af myndunum sínum.

2-IMG_6549

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

VIrkilega falleg mynd og skemmtilegir litir.

 

3-IMG_6552

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mæli með að fólk skoði myndirnar hennar.  Þessi hefur vakið mikla eftirtekt segir hún og hlær, vegna þess að þarnar er geimskipið yfir Snæfellsjökli.

1-IMG_6553

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Virkilega flott gert hjá þér Ása mín. Heart

 

4-IMG_6554

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi er líka skemmtileg, hún er af gosinu í Eyjafjallajökli.  Hún minnir mig heilmikið á myndirnar hans Júlla míns.  Ef vel er að gáð má sá mannsandlit í reyknum.  Hún segist hafa séð hana eftir á, rétt eins og gerðist svo oft hjá Júlla mínu. Heart

'Asa verður hér á Ísafirði til mánaðamóta, og símanúmerið hennar er 8936274, Endilega sýnið henni áhuga og skoðið myndirnar hennar, það er alveg vel þess virði.  

Eigið yndislegan dag.  


Bloggfærslur 20. júlí 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 2020841

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband