Við mættum margt læra af dýrum, stórum og smáum. Þau sýna stundum meira umburðarlyndi og greind en mannskepnan.

Skemmtileg frétt.  Já við mannfólkið megum margt læra af dýrunum.  Læra að góðmennska er eitthvað sem býr í öllum, en getur verið eyðilögð af ýmsum ástæðum.  

Ég átti tvo páfagauka fyrir mörgum árum Gára, annar þeirra veiktist og missti gogginn, hinn tók þá til við að mata hann og gerði alla tíð þar til sjúklingurinn dó.  Það var fallegt að horfa á.

Dísarpáfagaukshjón sem ég hafði í minni umsjá voru afskaplega ástfanginn, kvenfuglinn flaug svo burtu og þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir til að ná henni tókst það ekki.  En karlinn fékk holu í hjartarstað, það var ótrúlegt, þessi hola var vel sýnileg, eins og hjartasár.

Músapar á inni í hænskankofanum hjá mér.  Eitt sinn er ég kom inn í kofann sá ég aðra músina liggja útflatta á bakinu með allar lappir upp, ein hænan var eitthvað að goggast í henni, en ég sá að músin var ósærð.  Ákvað að láta hana vera til að gá hvað gerðist.  Þegar ég gáði aftur var hún horfinn, hún hafði þá bara látist vera dauð til að sleppa við árásina sem var yfirvofandi.  

Ég fann líka eitt sinn hreiður með ungum í liggjandi á jörðinni, ég hafi enginn önnur ráð en að taka hreiðrið með mér heim og setti það inn í garðskálann í tré sem þar var, var að reyna að gefa þeim snigla og ýmislegt, en svo tók ég eftir því að þrastarmamma var farin að venja komur sínar inn í garðskálann gegnum bréfalúguna.  Og hún ól upp þessa unga, uns þeir flugu úr hreiðrinu.   

 

 


mbl.is Stari gaf maríuerluungum í gogginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðjón Arnar vinur minn sagði mér að eitt sinn er hann fór á rjúpnaveiðar, og var með eina í sigtinu, þá snéri hún sér við og horfði á hann á móti. Hann lét byssuna síga og hefur ekki farið á rjúpnaveiðar síðan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2014 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2020877

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband