Spánarferðin, La Marína.

Jæja þá er enn ein lægðin á leiðinni, byrjað að snjóa og fuglarnir komnir til að fá sé að snæða, áður en þeir fara í skjól.  Krummi loksins búin að átta sig á því að matmóðirin er komin heim og situr nú á ljósastaurnum og bíður eftir mat, með frúna sér við hlið. 

En við erum á leiðinni til Spánar.  Nánar tiltekið til La Marína, þar sem vinir okkar dvelja á veturna.

 

26-IMG_0680

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sitjum við í góðu yfirlæti og ræðum við kempuna Högna Þórðarson, Það er búið að gera við gólfið á altaninu, en það var farið að leka, og Elli kom eiginlega bæði til að heimsækja vin sinn og aðstoða hann við að fúga milli flísanna.  

133-IMG_0729

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þó það væri ekki beinlínis hlýtt, var allt í lagi að sitja í sólinni og fá smá Dvítamín í kroppinn. Ekki vanþörf á eftir allt sólarleysið heima.

 

109-IMG_0676

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tvisvar í viku er markaður í La Marína og við fórum til að skoða, þar fæst allt milli himins og jarðar og marg fólk samankomið.  Þó sögðu Sturla og Stína að óvenjulega fátt fólk væri þarna á þessum tíma, en það er auðvitað vegna þess að fólki fanns ekki nógu hlýtt, þó ég fyndi ekki beint fyrir slíku.  

En i eitt skiptið keyptum við okkur svínarif Tilbúin og fórum með heim og átum með góðri lyst.  Annars var Stína að elda næstum alla daga, svo við fengum heimalagaðan mat oftast.  Og alltaf hafragraut á mornana.  Það var gott.

83-IMG_0668

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á markaðnum var hægt að setjast niður á nokkrum stöðum og fá sér eitthvað léttmeti líka bjór og rauðvín.  Svo var bara gaman að fylgjast með fólkinu sem var að skoða líka og fara fram og til baka. Hér er hægt að gera góð kaup í leðurvörum, þar sem ein af aðalal atvinnugreinunum er leðurvinnsla, skór, veski og slíkt. 

60-IMG_0648

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á hverjum sunnudegi kl. 14.00 kl. 2 fóru vinir okkar upp á La Marína bar, og borðuðu saman hádegisverð.  Þangað komu líka Högni, Kristrún, Jón Gunnars og Elín Þóra frá Ísafirði oft líka Auðunn Karlsson og Fríður frá Súðavík.  Það var tekið frá borð fyrir okkur á besta stað og þarna var spjallað og gantast.  Hér sitjum við fyrir utan staðinn, Högni, Dúnna og Sturla og bíðum eftir hinum.

 

134-IMG_0746

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér koma Elín Þóra og Nonni.  Þau búa að vísu í Sant Pola, en koma mikið hingað og sérstaklega eru þau natin við Dúnnu og Högna.

85-IMG_0733

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eitt skiptið komum við við hjá Fríði og Auðni, strákarnir þurftu að aðstoða karlinn blessaðan að komast út úr garðinum, þar sem hann hafði verið að láta laga stéttina hjá sér og bíllinn var fyrir hliðinu og ýmislegt fleira, og það var sko ekki málið að aðstoða.

86-IMG_0734

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Okkur var svo boðið upp á jägermaster svona í fordrykk fyrir matinn.  La Marína er hérna rétt hjá, svo það er bara rölt.

 

1-IMG_0737

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Haldið af stað í matinn.

31-IMG_0742

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dúnna og Elín, það var góður matur hjá henni Helen, venjulegur heimilismatur, en svo var hægt að panta hvað sem var auðvitað.

IMG_0645

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Helen er búsett hér í La Marína og rekur veitingastaðinn með manni sínum og börnum.  Það er voða ljúft að koma til þeirra.

IMG_0644

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þó þetta sé ekki beint líferni sem við Elli kjósum, þá er þetta bráðsniðugt fyrir fólk sem á erfitt með að fara um á veturna heima.  Hér er bara sumar misjafnlega hlýtt þó, og ekki dýrt að lifa.  Það er hægt að leigja sér hús, þetta er eins og ég sagði sumarbústaðabyggð og fólk getur bæði keypt sér og leigt húsnæði.  Hér er all afskaplega hreinlegt bæði á matsölustöðum og heimilin eru auðveld í þrifnaði, því hér er allt flísalagt í hólf og gólf.

 

8-IMG_0738

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Helen tekur niður pöntun.  

59-IMG_0647

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo þarf að greiða fyrir matinn og kveðja. 

25-IMG_0674

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það þurfti að fara í matvörubúðina, og meðan þau voru að versla í matinn, bjór og rauðvín, skoðaði ég mig um, og viti menn sá ég ekki skötu í fiskaborðinu kiss

Hér getur maður keypt flösku af rauðvíni á eina evru, en ef maður ætlar að fá betra vín er hægt að kaupa það fyrir 6 evrur og allt upp í 13, en þá erum við að tala um einhver eðalvín.  Glas á matsölstað kostar svona tvær evrur. 

 

61-IMG_0683

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta kalla vinir okkar heimilisbarinn.  Hér var upplagt að fara og fá sér hádegismat og glas af rauðvíni eða bjór, ódýrt og gott.  

29-IMG_0701

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En við ætlum að fara í svolítið dýrari mat núna, erum að rölta í góða veðrinu því við ætlum að fá okkur að borða í Argentína steakhouse.

84-IMG_0702

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér erum við komin þangað Stína að kókitera við kokkinn smile

 

98-IMG_0705

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og auðvitað smakkaðist maturinn vel.  Nú eruð þið farin að hugsa að hér sé eingöngu talað um mat og drykk.  En hvað er betra en að vera í fríi og hanga í tölvunni á daginn og fara svo út að borða, eða borða heimamatinn hennar Stínu.  Matur er mannsins meginn.

110-IMG_0703

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En tíminn leið og við nutum okkar í botn. 

 

82-IMG_0649

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Okkur var líka boðið í mat til Auðuns og Fríðar.  Það var bara gaman að spjalla við þau. Ég fór líka í heimsókn til Högna og Dúnnu, og það var virkilega gaman, þau eiga afskaplega fallegt heimili og börn og barnabörn koma í heimsókn, og svo eru þau í sambandi við fjölskylduna á Skype, þau eru svo glöð með barnabörnin sín og hafa svo gaman af að fá myndir og horfa á þau gegnum tölvuna.

Vorum líka boðin heim til Nonna og Elínar, þau sóttu okkur og við áttum yndislega stund saman á þeirra fallega heimili.  Nonni ók okkur um bæinn sem er töluvert stór og skemmtilegur bær.  Þau skutluðu okkur svo aftur heim um kvöldið.

 

62-IMG_0710

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér búa þau, og eru bara steinsnar frá ströndinni.  

 

125-IMG_0697

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar það var of kalt til að sitja uppi í sólinni, var ágætt að tilla sér niður á patíóið og sitja þar í algjöru skjóli.  Svo var farið inn og horft á íslenska sjóvarpið, fréttirnar og ýmsa þætti.  

 

28-IMG_0689

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum svo í moll, sem var í öðru bæjarfélagi, La Habanera, þar var hægt að kaupa alla merkja vöru og þar var H&M og allar þessar búðir.  En það var líka gott að fara upp á efstu hæðina og fá sér bjór.

63-IMG_0720

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En svo þurfti Stína að fara heim, vinnan kallaði.  Hún rekur gistiheimil á Hellisandi ásamt dóttur sinni. Við ókum henni út á flugvöll, og vorum strax farin að sakna hennar áður en hún fór. cry

 

64-IMG_0725

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En við drekktum sorgum okkar með því að fara á rosalega góðan kjúklingastað, og urðum ekki fyrir vonbrigðum með það.  

130-IMG_0662

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Læknirinn minn segir að það sé allt í góðu lagi að drekka rauðvín, en hún vill meina að 3  - 4 glös sé það allra mesta á dag.  Ég er að hugsa um að kaupa mér stærri glös innocent

 

87-IMG_0744

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En svo kom að ferðalokum hjá okkur líka, það var kominn tími til að kveðja La Marína.  Við ætlum að skreppa til Barcelona og dvelja þar í þrjá daga.  Jón og Elín ætla að skutla okkur á flugvöllinn.

 

9-IMG_0747

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við buðum þeim í mat á flugvellinum til að þakka fyrir okkur. 

66-IMG_0749

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elín fékk sér eitthvað algjört gúmmilaði rússneskt salad minnir mig.  Þarf að prófa það einhverntímann. 

En svo kom að því að kveðja.

32-IMG_0756

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo erum við komin til Barcelona.  Þeirrar fögru borgar.  Hér ætlum við að dvelja í þrjár nætur og skoða það sem fyrir augun ber. Byggingar Gaude og ýmislegt sem fyrir augu ber.  

En það verður bara næst.  En svo sannarlega er Barcelona ein af fegurstu borgum Evrópu og eftirtektarverð.  

73-IMG_0981

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna er eitt af stærstu knattspyrnustadíum í Evrópu held ég.  Og mikill áhugi á knattspyrnu. 

12-IMG_0827

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En allt það ævintýri bíður næstu færslu.  Ég vona að þið hafi haft gaman af að hitta vini mína í La Marína og svo hittumst við bara aftur í Barcelona eigið góðan dag.


Úlfur er átján ára í dag.

Þennan dag fyrir 18 árum fæddist drengur, barnabarn.  Hann átti sín fystu spor í kúlunni, ásamt móður sinni og föður. 

JHANNA~1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það ríkti gleði og hamingja á heimilinu. Þó bar skugga á.

Foreldrarnir höfðu ánetjast eiturlyfjum og þó þau væru þarna staðráðin í að standa sig vegna litla mannsins, fengu þau ekki að gera það í friði, því kerfið vildi ekki leyfa þeim það.

En stubburinn okkar óx og dafnaði og eftir því sem tímar liðu, kom betur og betur í ljós að við afi og amma urðum að taka á okkur meiri ábyrgð en við höfðum ætlað okkur. Við gerðum það samt með gleði.  En á þessum tímapunkti tel ég að hægt hefði verið að bjarga þessum tveimur eistaklingum, ef þau hefðu fengið tækifæri.  Það gerðist ekki.

IMG_0457

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þau reyndu samt, því þau elskuðu þetta barn meira en allt annað.  

Drengurinn dafnaði og óx og er hinn mesti myndarpiltur.

Myndir frá París og fleira 201

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einn af uppáhaldsstöðum þeirra feðga var að fara í Fljótavíkina, þar sem fjölskyldan á sumarbústað.  Þar undu þeir sér vel saman.

 

IMG_3446

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann eignaðist síðar lítinn bróður og eru þeir góðir vinir.  Og þeir hafa alltaf verið mikið hjá ömmu og afa. 

IMG_6438

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Faðir hans var mikill listamaður, og bjó til fiska úr steinum sem þeir týndu úr fjörunni, og margar fjöruferðir voru farnar. 

JúlíusK.Th. 002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í faðmi stjórfjölskyldunnar. 

Fjölskyldan3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það á ekkert barn að þurfa að gagna í gegnum að missa bæði föður sinn og móður á unga aldri.  Það er sárt óendanlegt og enginn getur bætt það.

Gotulist4

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En strákurinn minn er duglegur og flottur, hann hefur bæði unnið með leikfélagi menntaskólans, leikið og séð um hljóðkerfi, hann hefur spilað á Aldrei fór ég suður, á trommur og samið lög.  Hann tók þátt í Morfískeppninni í ár. 

Úlfur trommari

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Spilar á Aldrei fór ég suður.

 

Hairspray 001 (4)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elsku flotti strákurinn minn, ég er svo stolt af þér.  Megi þú eiga góðan dag, og haltu áfram a vera svona góður og yndislegur.  Knús frá ömmu. 

 


Mannanafnanefnd Oboy.

"Manna­nafna­nefnd leggst ein­dregið gegn því að nefnd­in verði lögð niður, eins og lagt er til í frum­varpi þing­manns­ins Óttar Proppé. Í um­sögn nefnd­ar­inn­ar um frum­varpið seg­ir hún jafn­framt að var­huga­vert sé að fella á brott ákvæði um að stúlk­um skuli gef­in kven­manns­nöfn og drengj­um karl­manns­nöfn". Og hver spyr mannanafnanefnd um ráð? Hvers konar fjandans vitleysa er þetta eiginlega. Þessi nefnd er algjörlega tilgangslaus og til vansa að hún skuli yfirleitt vera til. Það er löngu kominn tími til að afleggja þetta fyrirbæri, segi og skrifa.


mbl.is Telur frumvarpið ekki vera til bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhefðbundnar lækningar versus læknar.

Ég veit ekki alveg á hvað vegferð ríkisútvarpið er með umfjöllun sinni í Kastljósinu og viðtölin við kunningja minn Svan Sigurbjörnsson.  Ég er auðvitað alveg sammála því að sá harmleikur sem birtist okkur í fyrsta þættinum þar sem menn eru að reyna að selja dauðvona mönnum allskonar tól og tæki er hrikalegt að horfa á.  En þeir voru að gera þetta í góðri trú, rétt eins og lögreglustjórinn okkar, og þar með telst þetta ekki með eða hvað? 

 

En ég vil benda á að frá örófi alda hafa menn notað lækningajurtir til hjálpar öðrum.  Munkar til dæmis voru með heilu jurtagarðana í klaustrunum og ræktuðu plöntur til lækninga.  Ég á gamalt rit frá 1888 minnir mig, unnið af manni sem stundaði óhefðbundnar lækningar með íslenskum jurtum.  Þetta litla kver inniheldur allar helstu villiplöntur landsins og lýsir hvaða virkni þær hafa. 

Ég veit að Villimey er með sérstaklega vottað svæði sem hún týnir sínar plöntur í og er það gert til að fullvissa um að enginn mengun sé á svæðinu. 

Ef til vill veit læknirinn ekki að flest lyf eru unninn úr jurtum af einhverju tagi, þ.e. þær sem ekki eru unninn úr tilbúnum verksmiðjuunnum vörum, ætli hann hafi kynnt sér innihald þeirra í sama mæli?

En eigum við nokkur að tala um læknana?  Við erum með hæsta hlutfall geðlyfjanotkunar á okkar litla landi allavega í Evrópu og þó víðar væri leitað.  Ég átti kunningjakonu sem var orðin svo háð læknadópi ávísað af sérfræðingi, að hún var komin langt yfir hámarksskamta og dó þess vegna, ég man ekki eftir að sá sérfræðingur hafi verið sóttur til saka.  Það hefði mátt sjá fyrir sér ef sú gjörð hefði verið sýnt í beinni.

Ég veit um mann sem fór til læknis vegna eymsla í brjósti og var sagt að hann ætti bara að ganga meira.  Þetta reyndist svo vera risastórt krabbameins æxli, sem betur fer leitaði þessi maður annað.  Ég veit um nokkra menn sem hafa dáið úr krabbameini í hrygg, sem var sagt að þetta væri brjósklos, þeir eru allir dánir.  

Einn veit ég af sem var oft í heimsókn í vinnunni hjá mér, sem fór í hjartaaðgerð og fékk lyf, í staðin fyrir blóðþrýstingslyf fékk hann lyf sem gerði þvert á móti og dó fljótlega eftir meðferðina.

Ég veit að það eru læknar sem ávísa læknadópi til fíkla, þeir eru þekktir meðal þeirra og ætti að vera auðvelt að taka þá úr umferð.  

Ef vel ætti að vera þyrfti næst að taka læknamistök fyrir, því að mínu mati eru þau miklu alvarlegri því fólk treystir fagmennsku læknis, en tekur sjensinn hjá græðaranum. 

Því miður erum við með því marki brennd að við tökum umræðuna ýmist í ökla eða eyra.  Við getum aldrei tekið skynsamlega og upplýsta umræðu um hlutina.  Til dæmis þessi umræða hjá Kastljósi sem að mörgu leyti var góðra gjalda verð, en þegar farið er að síga bara á aðra hliðina og tekinn allskonar lyf og jurtir sem einhvert húmbúkk, þá finnst mér skörin vera farin að færast upp í bekkinn.  Tökum til dæmis Magnesíum, við hjónin vorum orðin ansi illa haldinn af sinadrætti, eftir að við fórum að taka reglulega magnesíum hvartf sinadrátturinn, en ef það líður einhver tími sem þetta er ekki tekið, byrjar sinadrátturinn aftur.  

Við skulum heldur ekkert minnast á hveititöflurnar sem læknar selja gjarnan sjúklingum sínum til að plata þá, ef þeir þurfa ekki pillur, í stað þess að segja þeim sannleikann.  Og þar erum við ef til vill komin að kjarna málsins.  Af hverju gera læknar þetta? Jú það er vegna þess að þeir vita að trú flytur fjöll, og bara að sjúklingur taki töflu þó hún sé vita gagnslaus, hjálpar honum gegnum daginn, af því hann trúir á hana.  

Hluti af þessu dæmi er nefnilega trúin á bata.  


Úlala...

Oh boy en flott. Mikið er gaman að sjá karla - flotta karla í þessu gigghlutverki sem oftast snýr að dömunum.  Og þeir eru bara svoooo flottir.  Bíðið aðeins meðan ég dreg karlinn inn í hvílu hehehe kiss


mbl.is Hver hossar best?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérsveitin?

Ha!  hver segir satt. 

"Konan var leidd út úr íbúðinni í handjárnum um klukkan eitt, samkvæmt sjónarvotti. Samkvæmt upplýsingum Vísis er konan fædd 1963 og því á sextugsaldri. Gaf sig sjálf fram Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi sett sjónpóst á húsið á meðan beðið var eftir sérsveit ríkislögreglustjórans. „Eftir skamma stund kom viðkomandi út og gaf sig á vald lögreglu,“ segir hann. Oddur segir að ekki sé hægt að fullyrða um að alvöru skotvopn hafi verið að ræða".

Var löggann annars í Rambóleik?

Man annars sögu af manni hér fyrir vestan sem var að byggja hús með félaga sínum, þeir voru hlið við hlið.  Einn daginn þegar maðurinn er að vinna í húsinu sínu kemur félagi hans inn í svörtum síðum jakka, hann talar ekki en byrjar á því að draga upp byssuparta og setja þá saman fyrir framan félagan.  Hann horfir á svolitla stund hissa, en segir svo; Hvað ertu að gera.

Ég ætla að skjóta þig, segir hinn, og miðar.  Félaginn stökk þá út um dyrnar og um leið smullu haglaskot á hurðinni fyrir aftan hann sem var raunar bara fleki því húsið var hálf byggt.  Það var hringt á lögregluna og þar koma að tveir lögregluþjónar, annar þeirra gengur strax inn í húsið og að byggumanninum, hvað ertu eiginlega að gera maður, segir hann og tekur af honum byssuna.  Svona var tíðin, hefði ef til vill mátt fara varlegar, en eru við ekki komin ansi langt í fóbíunni með skotvopn í dag?  Og þekkist ekki munur á leikfangabyssu og alvöru?


mbl.is Sérsveitin yfirbugaði konuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæri Innanríkisráðherra í dag glataðir þú gullnu tækifæri.

Ólöf í einu orðinu segir þú að mikilvægast sé að gæta trúnaðar í hinu segir þú að þú treystir lögreglustjóranum fullkomlega.  Hvernig ber að túlka þetta.  Það kemur skýrt fram hjá persónunefnd að henni bar að sjá til þess að vissum skilyrðum yrði fullnægt svo sem eins og dulkóðun og að kynna sér allar upplýsingar um málið áður en hún sendi upplýsingar um hælisleitanda.  Þarna talar þú í kross, og síðan villt þú ekki ræða málið, heldur ferð í flæmingi með málið og verður pirruð og reið vegna réttlátra spurninga spyrils.

Ég held að þú hafi ekki látið þér detta í hug annað en að þetta mál væri búið þegar þú ákvaðst að slá til. En það er það bara alls ekki og þið Sigríður eruð að falla í nákvæmlega sama pyttinn og Hanna Birna.  

Ég óska þér alls hins besta og vona að þetta hafi ekki áhrif til hins verra á heilsu þína, því svona strögl og leiðindi geta sett strik í reikninginn.

En ég varð fyrir sárum vonbrigðum með andsvör þín í dag.  Ég hélt að þú vildir vinna málin heiðarlega og vel, en finnst þú vera að detta í nákvæmlega sama pyttinn og forveri þinn.

Sigríður Björk á allt gott skilið, og hún hefur gert margt gott, en líka farið yfir strikið, eins og að fjalla í fullum lögregluskrúða um málefni mágkonu sinnar. 

Hvað kemur fólki til að leggja heiður sinn að veði fyrir einhvern annann sem vissulega hefur dansað á línunni, sýnir enga iðrun og er í fullkominni afneitun um brot sín.  Og svo má leiða að því líkum að hún hafi algjörlega gert sér grein fyrir hvaðan lekinn kom og hver sendi upplýsingarnar og þagði síðan í heilt ár, meðan málið var að ganga í gegn. 

Ég hefði viljað sjá að hún hefði verið færð til innan lögreglunnar með fullri sæmd, til að sjá um þau mál sem hún hefur hvað best unnið að, að vinna að heimilisofbeldi.  Fólk hefði örugglega ekki haft neitt við það að athuga að stofnað yrði nýtt embætti sem sannarlega er ekki vanþörf á að taka á slíkum málum.  

En þess í stað ákveður þú að verja eitthvað sem er ekki verjanlegt.  Fylgist þið Sjálfstæðismenn ekki með því sem er að gerast i samfélaginu?  Eruð þið svo langt frá þjóðarsálinni að þið skiljið ekki að við viljum réttlæti, sannleika og trúðverðugleika. 

Í kvöld talaðir þú algjörlega gegn þinni eigin sannfæringu, og ég er viss um að þú fórst í svefninn með óbragð í munni.  Er það þess virði?

Eigðu samt góða nótt mín kæra og góða drauma en mundu að sannleikurinn er það sem við öll verðum að verja og vilja.  

 


mbl.is Mikilvægast að gæta trúnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru stjórnmálin að breytast. Getum við vonast eftir vori?



Hugleiðinar þriggja manna sem ég hef trú að mörgu leyti gefa mér von um að breytinga sé að vænta í íslenskri pólitík.  

Nú síðast viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson hjá Birni Inga í gær.  Þar segir Jón Baldvin hreint út að við séum ekki á leiðinni inn í ESB.

 

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/03/01/jon-baldvin-esb-er-i-margs-konar-krisum-og-island-er-ekki-a-leid-thangad-inn/

„Evrópusambandið er í fjármálalegri krísu sem er bæði bankakrísa og skuldakrísa. Evrópusambandið er í hagstjórnarkrísu, þú nefndir Þýskaland, vegna þess að pólitíkin sem Þýskaland hefur þröngvað upp á Evrópu sem er niðurskurður á félagslegri þjónustu og hækkun skatta í jaðarríkjunum hefur ekki skilað neinum árangri.

Hún hefur haft þveröfug áhrif sem allir áttu að hafa lært af reynslu heimskreppunnar á sínum tíma,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra sem segir Ísland ekki á leið í Evrópusambandið.

Hann segir ennfremur í þessu viðtali: Um heimsmálin almennt sagði Jón Baldvin að Ísland og fleiri ríki um allan heim væru fórnarlömb sjúks fjármálakerfis. Öllum hömlum og böndum hafi verið sleppt af fjármálakerfinu sem vaxið þjóðríkjum yfir höfuð og hafi nú heiminn að viðfangsefni.

Uppreisn almennings í Grikklandi, og fljótlega á Spáni að því er Jón Baldvin telur, sé til komin vegna þess að stjórnmálakerfið hafi algjörlega brugðist og leyft fjármálakerfinu að byggja upp gríðarleg völd.

Í stað „fúnkerandi lýðræðis“ sé búið að koma á auðræði.

Aðspurður út í stjórnmálin hér heima, og einkum stöðuna á vinstri vængnum, sagði Jón Baldvin að það skorti upp á heimavinnuna hjá stjórnarandstöðunni og að svo virtist sem jafnaðarmenn, bæði hér heima og í Evrópu, „hafi týnt erindisbréfinu“. Hann sagði stjórnmálaumræðuna hér heima „hreint tuð“ og tók sem dæmi afnám gjaldeyrishafta sem búið er að ræða í sex ár án þess að nokkuð gerist. Hann segir Ísland eiga að fara að fordæmi Malasíu í kjölfar Asíukreppunnar sem afnam höftin einfaldlega með því að leggja á „windfall tax“, sem mætti útleggja sem útgönguskatt.

 

Jón Baldvin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jón er einn þeirra manna sem hvað mest hefur hrærst í íslenskri pólitík. Þess vegna vega orð hans þungt.  Það er að opnast fyrir okkur hverslags ránsstofnanir bankarnir hér eru. Hér áður fyrr voru menn svokallaðir okurlánarar teknir höndum og sektaðir fyrir starfssemi sína, en þeir voru bara hálfdrættingar á við hina opinberu banka á Íslandi í dag, bæði ríkisbankann og hina sem eru í klóm arðræningja.

 

Góður pistill Stefáns Ólafssonar, manni sem mér virðist hafa heilbrigðar skoðanir á mörgum málum.  En hann segir Svo:

 

http://blog.pressan.is/stefano/2015/03/01/tilgangurinn-i-stjornmalunum/#respond

 

"Það tengist því að stefna flokksins (Sjálfstæðisflokksins,orð Styrmis Gunnarssonar) hefur færst talsvert til hægri, í átt að nýfrjálshyggju sem þjónar fyrst og fremst hagsmunum þeirra ríku. Sú stefna tengdist hrunadansinum og hruninu og margir vilja eðlilega refsa flokknum fyrir það. Samhliða þessari breytingu hefur Sjálfstæðisflokkurinn minna að bjóða millistéttinni og fólki úr lægri stéttum. Eitt það mikilvægasta fyrir þessar stéttir var séreignastefnan í húsnæðismálum, sem átti stóran þátt í miklu fylgi “Gamla Sjálfstæðisflokksins”.

Þeirri stefnu hefur flokkurinn fórnað á altari óheftrar markaðshyggju.

Nú hefur stórlega fækkað þeim sem búa í eigin húsnæði og nær ómögulegt er fyrir venjulegt ungt fólk að eignast íbúð (raunar er líka ómögulegt að leigja vegna okurs).

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert fram að færa til að laga þessa stöðu og styður varla að séð verður viðleitni Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra Framsóknarflokksins, til að bæta ástandið á þessu sviði".

Á áratugunum meðan bandaríski herinn var hér var afstaðan til hans og vestrænnar samvinnu sá fleygur sem risti dýpst í klofningi vinstri og miðju manna. Alþýðuflokkur og Framsókn voru með vestrænni samvinnu en Alþýðubandalag vildi hlutleysi og sósíalistar áður fyrr hölluðust meira að Sovétríkjunum.

Eftir að herinn fór tók afstaðan til ESB-aðildar við þessu stóra klofningshlutverki hersins. Vinstrið og miðjan eru nú klofin til helminga um þetta mál (Sf og BF með en Framsókn og VG á móti). Sá klofningur virðist rista mjög djúpt og eyðileggja mikilvæga samstarfsmöguleika á miðjunni.

ESB er ekki gallalaust og óheft flæði fjármagns og fólks milli aðildarríkja skapar ný alvarleg vandamál (fjármálavæðingu, aukinn ójöfnuð og innflytjendavandamál). Þessi nýi veruleiki skilur eftir sig þá tilfinningu hjá venjulegum kjósendum að þeir séu afskiptir, hjá þeim flokkum sem fylgja algerri opnun samfélagsins með ESB-aðild og öðru alþjóðasamstarfi um óhefta markaðshætti.

Við erum að sjá þetta leiða til grundvallarbreytinga á flokkaskipan á öllum hinum Norðurlöndunum, í Bretlandi og víðar. Hjá þeim þjóðum sem fara verst út úr kreppunni (t.d. Grikkland og Spánn) er róttæk vinstri sveifla í gangi. Flokkar sem kallaðir er “hægri popúlistaflokkar” (sem í raun eru þó meira “þjóðlegir velferðarflokkar”) gera sig gildandi svo um munar. Taka mikið fylgi úr lægri og milli stéttum, frá bæði vinstri og hægri flokkum, þar á meðal klassískt fylgi jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum.

Þetta virðist ætla að verða mikil breyting á landslagi stjórnmálanna víða. Stuðningsmenn nýju flokkanna eru þó ekki sérstakir kynþáttahatarar, heldur er það flest venjulegt fólk sem óttast samkeppni um störf sín frá innflytjendum og lækkun launa sinna, ásamt rýrnun velferðarkerfisins. Það er raunsær ótti.

Að sama skapi sér þetta fólk lítinn stuðning við velferð sína frá hefðbundnum jafnaðarmannaflokkum, sem eru nú meira alþjóðasinnar og talsmenn óhefts markaðar og frelsis til fjármagnsflutninga, frekar en sem talsmenn velferðarríkisins og þjóðlegrar menningar. Þannig breytist grundvöllur stjórnmálaflokka, vegna þjóðfélagsbreytinga og hugmyndafræða.

Hnattvæðingin og aukinn ójöfnuður eru víða í Evrópu að hafa slík áhrif á stjórnmálin – sem ekki sér fyrir endann á.

Er ESB-aðild þess virði? Hér á landi er sérstaklega brýn sú spurning, fyrir þá sem eru á miðjunni og vinstri vængnum, hvort ESB-aðild sé þess virði að kljúfa miðjuna og vinstrið í herðar niður og gera hvern og einn flokkanna sem þar eru nær áhrifalausa?

Við Íslendingar erum nú þegar um 70% meðlimir í Evrópusambandinu, með EES samningnum. Kanski það dugi bara?

Og hann endar grein sína á þessum orðum: "Er það sem útaf stendur virkilega þess virði að kljúfa miðjuna og vinstrið eins og raun ber vitni og dæma jafnvel fulltrúa tveggja af hverjum þremur kjósendum þar með til almenns áhrifaleysis, sem hækjur nýfrjálshyggjunnar í Sjálfstæðisflokknum?

Samfylking og Björt framtíð eiga mest sameiginlegt með Framsókn, að ESB-aðild frátaldri. VG er að mestu leyti þjóðlegur velferðarflokkur í anda gömlu jafnaðarmannaflokkanna í Skandinavíu. Samvinna þessara aðila eða hluta þeirra í þágu meirihluta kjósenda ætti að vera mikilvægt markmið. Hin leiðin er áframhaldandi sundrung og innbyrðis samkeppni, samhliða ofurvaldi Sjálfstæðisflokksins, sem einungis er fulltrúi innan við þriðjungs kjósenda, en öðru fremur er hann þó fulltrúi atvinnurekenda og fjármálaaflanna.

Þau öfl ráða alveg nógu miklu þó þeim sé ekki að auki gert kleift að stjórna eða dempa áhrif launþegahreyfingar, vinstri og miðjuflokkanna. Kanski flokkarnir á miðjunni og í vinstrinu ættu að endurskilgreina sig og tengja betur við launþegahreyfinguna"?

 

 

Stefán Ólafsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo mörg voru þau orð. Og vel sagt að mínu mati. Er það þess virði að hengja sig á ESB lestina og verða þar hreinlega úti, vegna þess að það er einfaldlega ekki vilji þjóðarinnar að fara upp í þá lest, né kíkja í pakkann. Og þar með veita Sjálfstæðisflokknum þau völd sem hann hefur til að hlú að L.Í.Ú. og auðjöfrum þessa lands á kostað okkar hinna?

 

Hér er svo ágætt blogg frá Páli Vilhjálmssyni þar sem hann vitnar í Styrmir Gunnarsson. http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1640725/

Talar um S flokkana Sjálfstæðis og Samfylkinguna.

"Að nokkru leyti má segja að vandi flokkanna sé áþekkur. Hvorugur flokkanna höfðar beint til »hins þögla meirihluta« meðal íslenzkra kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn er enn hallur undir sjónarmið sérhagsmunahópa innan atvinnulífsins. Sú var tíðin fyrir mörgum áratugum að sjávarútvegur og verzlun tókust á innan flokks en þá var þar öflugur hópur verkalýðsmanna, sem skapaði ákveðið jafnvægi á milli.

Nú sést of lítið til síðastnefnda hópsins en auðvitað fór þetta svo allt úr böndum í byrjun nýrrar aldar, þegar peningarnir tóku völdin í íslenzku þjóðfélagi.

Samfylkingin hefur aldrei náð að mynda tengsl við rætur þeirra flokka, sem stóðu að myndun hennar, þ.e. við verkalýðshreyfinguna, þótt einstaka forystumenn í þeirri hreyfingu hafi verið hallir undir hana.

Hún hefur í þess staðið orðið flokkur þeirrar pólitísku yfirstéttar, sem hefur búið um sig í háskólasamfélaginu.

 

Og hann heldur áfram:

Stéttin sem átti að taka við þegar útgerð og verslun sigldu sig í kaf með Sjálfstæðisflokknum er stétt háskólamanna með lögheimili í Samfylkingunni og varnarþing í Vinstri grænum.

Stétt háskólamannanna, sem hefði átt að taka völdin til langs tíma á Íslandi eftir kosningarnar 2009, sýndi sig vera misheppnaðasta valdastétt Íslandssögunnar sem fokkaði svo kirfilega upp sínum málum að hún ber ekki sitt barr næstu áratugi.

Tvenn stærstu mistök háskólamannanna var yfirgengilega bernsk pólitík um að Ísland ætti heima í Evrópusambandinu annars vegar og hins vegar algert hugleysi gagnvart erlendum kröfuhöfum í Icesae-málinu. Þegar stjórnmálaafl sýnir sig hvorttveggja heimskt og huglaust eru dagar þess taldir. Eins og kom á daginn í kosningunum vorið 2013 þegar Samfylkingin fékk 12,9 prósent fylgi og Vg 10,9 prósent.

 

 

 Styrmir Gunnarsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér tala menn sem hafa hrærst lengi í pólitíkinni, þeir Jón Hannibalsson og Styrmir Gunnarson hvor úr sínum andstæðisflokki en báðir hættir í opinberri pólitík, en hafa þroska og áræðni til að ræða um málin frá sínum sjónarhól.  Og við ættum að hlusta.  Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands. 

 

Það sem ég sé úr þessum þremur viðtölum er að loksins er að rofa til í Íslenskum stjórnmálum, aldrei hefur umræðan komist upp á þetta stig áður með þvílíkum þungaviktarmönnum, sem hafa marga fjöruna sopið í stjórnmálum.  

Það er viskumerki að geta skipt um skoðun og einnig að þora að setja þær skoðanir fram fyrir almenning til umhugsunar.  Við vitum vel að bankarnir eru komnir í algjörar ógöngu með sína háu vexti og óréttlátu þjónustugjöld.  Það þarf að stöðva. Auðhyggjan sem Jón Baldvin talar um er alþekkt meðal almennings við stöndum bara hjá og getum ekkert gert.  Stjórnmálamenn verða að taka þennan bikar og skjóta lokum fyrir að við séum arðrænd svona og heimilin og við sjálf berjumst í bökkum meðan sami hópur græðir endalaust og vill ekkert gefa eftir til samfélagsins. Það má gera svo margt með litlum tilkostnaði til dæmis að taka á kvótamálunum, fara í þennan útgönguskatt og fara að huga að almenningi í landinu en ekki þeim sem borga mest í kosningasjóðina hjá fjórflokknum.  Við getum líka þrýst á stjórnmálamennina að fara að haga sér og muna að þeir eru að þjóna almenningi í þessu landi en ekki sérhagsmunum.  Ef þeir geta ekki tekið til hendinni er komin tími til að skipta um stjórnendur.  


Dagur tónlistaskólanna.

Ég átti yndislegan dag í gær.  fyrst var fundur í fjölskyldunni sem var skemmtilegur, síðan á tónleika og svo á leikrit allt mjög skemmtilegt. 

 

Í gær var dagur tónlistarskólanna. 

Vissuð þið að á Íslandi eru um 90 tónistarskólar. (þar af tveir á Ísafirði)Hjá þeim starfa um 900 kennarar og nemendur eru um 15.000 talsins, (ætli þetta sé ekki heimsmet miðað við höfðatölu?)

Fyrstu lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla voru sett 1963 og er nú kennt eftir samræmdum námskrám sem menntamálaráðuneyneytið gefur út.  Í skólunum eiga nemendur kost á fjölbreyttu tónlistarnámi.  Skólarnir gagna mikilvægu hlutverki í menningarlífi sérhvers byggðarlags.

Dagur tónlistarskólanna er ávallt haldinn hátíðlegur í febrúarmánuði ár hvert.  Þá efna tónlistarskólarnir til hátíðar hver á sínum stað.  Meðal viðburða má nefna opið hús, tónleika, hljóðfærakynningar, heimsóknir í stofnanir og ýmiskonar námskeið. 

Hér á Ísafirðii er sú hefð að bjóða bæjarbúum til nokkurra tónleika á miðjum vetri orðin gömul og rótgróin.  Markmiðið er að kynna hið viðamikla starf sem fram fer í Tónlistarskóla Ísafjarðar en um leið að kennarar og nemendur skemmti sér og örum með fjölbreyttum tónlistarflutningi.

Svo segir í skránni sem fylgir með skemmtuninni.

 

IMG_8831

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrst kom fram Strengjasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar. Stjórnandi og kennari þar er Janusz Frach, pólskur en hefur kennt hér núna í fleiri ár, og hefur náð undraverðum árangri hjá nemendum skólans í fiðluleik. Hann og hans fjölskylda eru löngu orðnir íslenskir ríkisborgarar og sannarlega fengur að.

Það var bara að loka augunum og njóta: Vals úr Kátu ekkjunni eftir Franz Hehár. Á öldum Dónár J. Ivanovici og Bluesett eftir Toots Thielemans. Nokkuð vogað verk þar, en gekk algjörlega.

 

IMG_8833

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þvínæst fengum við að njóta Lúðrsveitar Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Þar er einn af driffjöðrum skólans Madis Mäekalle, hann kemur frá Eistlandi, en er orðin íslendingur ásamt fjölskyldu sinni líkt og Janusz.

Á þeirra prógrammi var: Movie Star; Harpo. Prayer in C: Lilly Wood og Shake It Off: Taylor Swift.

IMG_8837

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar - Miðsveit.

Stjórnandi Madís Mäekalle.  Og hér fengum við að heyra: Don´t Bring Me Down: Jeff Lynne. Eternal Flame: Billy Steinberg og María (Debbi Harris) James M. Destri. 

IMG_8839

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kirkjan var troðfull af fólki á öllum aldri alveg frá nokkurra mánaða til tíræðisaldurs, og allir skemmtu sér afar vel, enda ekki hægt annað. Ég er afskaplega stolt af báðum tónlistarskólum bæjarins og veit að þar fer fram mikið og skemmtilegt starf.  Og mér þykir vænt um fólkið mitt á Ísafirði. 

IMG_8841

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Næst kom fram efnileg hljómsveit: Hljómveit nemenda. Og þeir fluttu frumsammið lag af einum liðsmanna Birni Degi Eiríkssyni.  Sírenur flott lag og frábær flutningur.  Að vísu sagði söngvarinn að hann hefði ekki haft tíma til að læra textan nógu vel svo hann var með textann í símanum sínum.  Alveg dæmigert fyrir krakkana okkar í dag. smile

IMG_8847

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Næst fengum við að njóta hæfileikaríkra krakka sem fluttu okkur Samfés-atriði GÍ. Þau réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en tóku lag frá Rihönnu í íslenskri þýðingu og kalla Við fundum ást, Lisbet Harðardóttir gerði textan.  Þau voru flott hann spilaði undir á píanó. Þau útsettu lagði saman og fluttu það með tvísöng.

IMG_8849

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá var komið að Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar, það er eldri deildin. 

Stjórnandi Madis Mäekalle.

Þau tóku Respect: Otis Redding.  Sagebrush; James Curnow og enduðu svo á Happý söngnum hans Pharrel Williams, og fengu alla til að klappa og jugga sér. 

IMG_8851

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er mikill aldursmunur hjá þessari hljómsveit alveg frá táningum upp í sjötugt, hér má sjá Ella minn m.a. 

IMG_8855

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má líka sjá Baldur Geirmundsson frænda minn, hann er komin yfir sjötugt og er enn jafn mikill töffari. 

IMG_8856

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Loka atriðið var stórglæsilegt, en það eru barnakórar Tónlistarskólans, og stórhljómsveit skólans ÍSÓFÓNÍA.  

Þar heyrðum við.  We Will Rock You: Brian May/Gueen.  Can´t buy Me Love Lennon/Mc Cartney.

og Á vængjum söngsins (Thank You For The Music: Andreson/Ulvaeus (ABBA)

Í yndislegri þýðingu Ólínu Þorvarðar.  

Ég er viss um að margir voru með kökk í hálsinum á meðferð barnanna á þessu fallega lagi.

IMG_8858

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stórsveitin. 

IMG_8860

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Foreldrar og aðrir gestir hlusta með athygli. 

 

IMG_8862

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki eru þau öll há í loftinu þessar elskur, en ekki heyrðist falskur tónn.  

IMG_8864

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Can´t Buy Me Love syngja stelpurnar af innlifun.  

IMG_8868

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einn upprennandi fiðlusnillingurinn.  

IMG_8872

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég vil þakka öllu þessu frábæra fólki fyrir einstaka upplifun.  Ég fann svo vel hvað tónlistinn endurnærir sálina og gefur menni styrk út í dagsins önn, og ekki síst á þessum tíma, þegar veturinn er orðin óþægilega langur og vorið ekki innan seilingar. 

Innilega takk fyrir mig.  

Svo fór ég í leikhús um kvöldið,  þar sem Menntskælingar sýndu söngleikinn Sweeney Todd, frábært verk en dálítið blóðugt.  Verkið tók um tvo og hálfan tíma, leikstjóri er Hrafnhildur Hafberg og hefur henni tekist afar vel upp.  Ég fann hvergi feilnótu og það var aldrei dauður tími í sýningunni, ótrúlegt vegna þess að sumir voru að stíga sín fyrstu skref á fjölunum.  Salóme Magnúsdóttir bar uppi leikinn í hlutverki Frú Lovett, og Einar Viðar Guðmundsson Thoroddsen var afskaplega trúlegur í gerfi hins óhamingjusama Sveeney Todd.  Ég mæli með því að þið ísfirðingar góðir bregðið undir ykkur betri fætinum og farið í Edinborg og eigið skemmtilega stund.  Úlfurinn minn kom heldur betur nálægt þessari sýningu, því hann annaðis uppsetningu á hljóðkerfinu öllu og sá um höfuðmikrafónana leikarana. Þó það hafi gleymst að setja hann inn í Leikskrána, sem er frekar vandræðalegt og ég vona að slíkt komi ekki fyrir aftur. 

Áfram EMMÍ. 

 

Að lokum ætla ég að setja inn nokkra skúlptúra sem myndast hafa í garðskálanum mínum.  Þó það sé sorglegt á sinn hátt, þá verðum við að reyna að njóta augnabliksins og taka svo afleiðingunum í vor.

IMG_8827 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá karl á hlaupum. Reyndar er þetta mandarínurósin mín, og ég vona að snjótinn hlífi henni við kali. 

IMG_8829

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svolítið kollhúfuleg eða eins og hárprúð hafmey eða snjómey, en er elsku fallega jukkan mín, sem vonandi lifir veturinn af.

 

IMG_8826

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Læt ykkur sjálfum eftir að sjá eitthvað út úr þessu, ég veit hvað mér datt í hug.  En þarna hvílir Kamelíufrúin mín, nafnið þekkt í kynferðislegu drama wink

 

IMG_8823

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En eigið góðan dag elskurnar. Framhald ferðalagsins míns kemur svo fljótlega.  


« Fyrri síða

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2015
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband