Óhefðbundnar lækningar versus læknar.

Ég veit ekki alveg á hvað vegferð ríkisútvarpið er með umfjöllun sinni í Kastljósinu og viðtölin við kunningja minn Svan Sigurbjörnsson.  Ég er auðvitað alveg sammála því að sá harmleikur sem birtist okkur í fyrsta þættinum þar sem menn eru að reyna að selja dauðvona mönnum allskonar tól og tæki er hrikalegt að horfa á.  En þeir voru að gera þetta í góðri trú, rétt eins og lögreglustjórinn okkar, og þar með telst þetta ekki með eða hvað? 

 

En ég vil benda á að frá örófi alda hafa menn notað lækningajurtir til hjálpar öðrum.  Munkar til dæmis voru með heilu jurtagarðana í klaustrunum og ræktuðu plöntur til lækninga.  Ég á gamalt rit frá 1888 minnir mig, unnið af manni sem stundaði óhefðbundnar lækningar með íslenskum jurtum.  Þetta litla kver inniheldur allar helstu villiplöntur landsins og lýsir hvaða virkni þær hafa. 

Ég veit að Villimey er með sérstaklega vottað svæði sem hún týnir sínar plöntur í og er það gert til að fullvissa um að enginn mengun sé á svæðinu. 

Ef til vill veit læknirinn ekki að flest lyf eru unninn úr jurtum af einhverju tagi, þ.e. þær sem ekki eru unninn úr tilbúnum verksmiðjuunnum vörum, ætli hann hafi kynnt sér innihald þeirra í sama mæli?

En eigum við nokkur að tala um læknana?  Við erum með hæsta hlutfall geðlyfjanotkunar á okkar litla landi allavega í Evrópu og þó víðar væri leitað.  Ég átti kunningjakonu sem var orðin svo háð læknadópi ávísað af sérfræðingi, að hún var komin langt yfir hámarksskamta og dó þess vegna, ég man ekki eftir að sá sérfræðingur hafi verið sóttur til saka.  Það hefði mátt sjá fyrir sér ef sú gjörð hefði verið sýnt í beinni.

Ég veit um mann sem fór til læknis vegna eymsla í brjósti og var sagt að hann ætti bara að ganga meira.  Þetta reyndist svo vera risastórt krabbameins æxli, sem betur fer leitaði þessi maður annað.  Ég veit um nokkra menn sem hafa dáið úr krabbameini í hrygg, sem var sagt að þetta væri brjósklos, þeir eru allir dánir.  

Einn veit ég af sem var oft í heimsókn í vinnunni hjá mér, sem fór í hjartaaðgerð og fékk lyf, í staðin fyrir blóðþrýstingslyf fékk hann lyf sem gerði þvert á móti og dó fljótlega eftir meðferðina.

Ég veit að það eru læknar sem ávísa læknadópi til fíkla, þeir eru þekktir meðal þeirra og ætti að vera auðvelt að taka þá úr umferð.  

Ef vel ætti að vera þyrfti næst að taka læknamistök fyrir, því að mínu mati eru þau miklu alvarlegri því fólk treystir fagmennsku læknis, en tekur sjensinn hjá græðaranum. 

Því miður erum við með því marki brennd að við tökum umræðuna ýmist í ökla eða eyra.  Við getum aldrei tekið skynsamlega og upplýsta umræðu um hlutina.  Til dæmis þessi umræða hjá Kastljósi sem að mörgu leyti var góðra gjalda verð, en þegar farið er að síga bara á aðra hliðina og tekinn allskonar lyf og jurtir sem einhvert húmbúkk, þá finnst mér skörin vera farin að færast upp í bekkinn.  Tökum til dæmis Magnesíum, við hjónin vorum orðin ansi illa haldinn af sinadrætti, eftir að við fórum að taka reglulega magnesíum hvartf sinadrátturinn, en ef það líður einhver tími sem þetta er ekki tekið, byrjar sinadrátturinn aftur.  

Við skulum heldur ekkert minnast á hveititöflurnar sem læknar selja gjarnan sjúklingum sínum til að plata þá, ef þeir þurfa ekki pillur, í stað þess að segja þeim sannleikann.  Og þar erum við ef til vill komin að kjarna málsins.  Af hverju gera læknar þetta? Jú það er vegna þess að þeir vita að trú flytur fjöll, og bara að sjúklingur taki töflu þó hún sé vita gagnslaus, hjálpar honum gegnum daginn, af því hann trúir á hana.  

Hluti af þessu dæmi er nefnilega trúin á bata.  


Bloggfærslur 6. mars 2015

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband