Fiskarnir mínir.

Þegar ég kom heim úr ferðalaginu komst ég að því að elsku fiskarnir mínir voru allir dánir.  Það var sorglegt, því þeir hafa gefið mér og barnabörnunum mikla gleði núna í mörg ár.  Í dag ákvað ég að veita þeim hinstu hvílu í garðskálanum mínum.  

IMG_8916

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var með eftirsjá og sorg í hjarta.

Því núna í mörg ár hafa þessar elskurveitt mér og barnabörnunum mínum mikla gleði, bæði að njóta þess að horfa á þokka þeirra og fegurð að synda í tjörninni og svo þegar við hjálpuðumst að við að veiða þá upp til að hreinsa tjörnina, þá varð að velja stund þegar sem flest þeirra voru viðstödd, svo þau gætu tekið þátt í því.

IMG_8920

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En því miður var ekkert annað að gera en að veita þeim hinstu kvílu.

Í gröf í garðskálanum mínum.  Elsku bestu vinirnir mínir.

IMG_8919

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var erfitt verk og sorglegt.

IMG_8917

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En stundum koma tímar sem við missum, mismunandi hvað við söknum, en samt það er samt alltaf tilfinningalega erfitt þó það séu bara fiskar.

IMG_8921

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hvað er meira viðeigandi ofan á gröfina en að setja einn fallegan steinfisk frá syni mínum. 

IMG_8922

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En mitt í þessu sorgarferli sá ég fallegu jólarósina mína í fullum blóma, þannig að hvernig sem okkur líður, þá er allaf eitthvað fallegt bara rétt handan við hornið. 

Það er nefnilega það sem við verðum alltaf að muna. að lífið heldur áfram og þó það sýnist svart þá er alltaf eitthvað fallegt og uppbyggilegt rétt handan við hornið.  Við verðum bara að taka eftir því og láta okkur þykja vænt um það.  Því vissulega heldur lífið áfram og við verðum að taka á móti því með gleði og opnum örmum. 

Með þessum orðum býð ég ykkur góða nótt elskurnar og knúsa ykkur öll með þeim kærleika sem ég á til.  <3


Sólmyrkvi.

Jæja þá er ég búin að gera eins og þorri þjóðarinnar starað upp í himininn með aðdáun og horft á tunglið færast fyrir sólina og myrkva hana 95%.  

Ég tók nokkrar myndir, þær eru ekkert sérstakar og allar aðrar miklu betri, en það er svolítið skemmtilegt hvernig ljósbrotin speglast og kalla fram skrýtna hluti á myndnum. 

IMG_8889

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi líkist nú meira gyðingastjörnu en sólinni. 

IMG_8891

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En landið okkar er fallegt svona með sín hvítu fjöll og glampandi sól. 

IMG_8895

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi ský sá maður nú ekki, en þau hljóta að hafa verið þarna.  

IMG_8897

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna er líka eins og lítill fljúgandi hlutur, sem er einhverskonar ljósbrot cool en lítur út eins og litrík lugt. Og það er eins og hún lýsi upp sólina.  

IMG_8898

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fór með rafsuðuhjálm með mér, en svo voru allir að lána hver öðrum bæði gleraugu og filmur, sumir notuðu geisladiska. 

IMG_8902

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi gleraugu eru alveg milljón. 

IMG_8904

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er þessi lugt aftur.  

IMG_8907

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já ég verð auðvitað að bíða fram á næsta sólmyrkva til að njóta þessa aftur.  

IMG_8912

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

og fólk lét sig ekki vanta. 

IMG_8915

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En nú skín sólin og veðrið er dásamlegt hér.  Svo það er að ýmsu að hyggja, eigið góðan dag elskurnar. 

 


Bloggfærslur 20. mars 2015

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 2020849

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband