Umræðan á Íslandi í dag. Bólusetningar.

Það er alveg með ólíkindum hvernig umræðan getur þróast hér á landi.  Það sést til dæmis vel í sambandi við bólusetningar á börnum.  Þar er fólk bæði með og á móti, en reynt er eins og hægt er að þagga niður raddir sem hafa efasemdir um bólusetningar. 

Nú vil ég segja að ég lét bólusetja börnin mín, þau fengu þó bæði mislinga, mislingabróður, hlaupabólu og rauða hunda kíghósta og slíkt.  Nú tel ég að það séu sjúkdómar sem þarf að bólusetja við, eins og stífkrampa og jafnvel kíghósta.  

En vandamálið er bara að í okkar steriliseraða samfélagi í dag er hreinlætið orðið of mikið, þannig að börnin fá ekki nægilega mikið af bakteríum og veirum sem herða ónæmiskerfi þeirra.  Það er hlaupið til ef þau fá hitavott og rekið í þau hitalækkandi stílar.  Ef þau hósta er rokið til og keypt hóstameðal.  

 

En það er umræðan sem ég er að hneykslast á.  

Sjá til dæmis hér: Vill vita hvort foreldrar séu upplýstir um að óbólusett börn gangi í skóla með börnum þeirra.

http://www.dv.is/frettir/2015/2/27/vill-vita-hvort-foreldrar-seu-upplystir-um-ad-obolusett-born-gangi-i-skola-med-bornum-theirra/

Eða: 

Óbólusett börn fái ekki að ganga í skóla Fimm til tólf prósent barna ekki bólusett hér á landi – Áhyggjuefni segir heilbrigðisráðherra http://www.dv.is/frettir/2015/2/22/obolusett-born-fai-ekki-ad-ganga-i-skola/

 Spurning hvernig Kristján Þór ætlar að útfæra þetta, þegar það er skólaskylda á Íslandi, og ekki veit ég til þess að neinar hættulegar pestir séu í umferð á landinu, nema flensan sem kemur alltaf á hverju vori. 

 

Ég setti inn í þessa umræðu eftirfarandi: 

 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir ·  Virkur í athugasemdum Mikið skil ég foreldra vel sem ekki vilja láta bólusetja börnin sín. Ég álít að líkami barna sem ekki eru bólusett sé betur varinn náttúrulega en börn sem eru endalaust bólusett fyrir öllu sem nöfnum tjáir að nefna. Og hvað er að því að börn fái mislinga, hlaupabólu og skarlatssót? þau mynda ónæmi í langan tíma náttúrulega. Ég hef til dæmis aldrei látið bólusetja mig gegn flensu, þó endalaus áróður sé fyrir því. Enda fæ ég ekki flensur sem ganga, því ég held að líkami minn sé búin að verja sig sjálfur gegnum tíðina. Og fjandinn fjarri mér ef það ætti að banna að ég kæmist á elliheimili af því að ég vildi ekki láta bólusetja mig.

Er ekki í lagi heima hjá þér Kristján Þór. Hvað ætlarðu að gera við börnin sem eru óbólusett? Hefurðu nú hugsað þetta dæmi til enda? Eða ertu bara rétt eins og aðrir sem valdið hafa, hugsa nákvæmlega ekkert fram yfir daginn á morgun, ef þú getur sýnt fram á valdsvið þitt?

 

Nokkur dæmi um svör: Smá dæmi... ebóla verður að faraldri en það tekst að þróa mótefni/bólusetningu, á að bólusetja börnin þín já eða nei?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir ·  Virkur í athugasemdum Karl Lúðvíksson Karl, við erum ekki að tala um Ebólu, lömunarveiki, HIV eða svartadauða. Hér er verið að tala um flensur og slíkt. Ég hugsa að enn sé bólusett gegn bólusótt, og stífkrampa sem eiga rétt á sér, en veiki eins og mislingar, hlaupabóla, skarlatssót og slík eru bara allt annar handleggur.

Og auk þess er ég á því að svona aðgerðir eins og heilbrigðisráðherra er að tala um, geti leitt til vandræða, því hvað ætlar hann að gera ef foreldrar hafna algjörlega að láta bólusetja börnin sín? Vegna trúleysis á bólusetningar, eða vegna trúar eða annars. Ætlar hann að handtaka foreldrana og færa börnin til bólusetningar án þeirra leyfis, eða heldur hann virkilega að hann geti bannað börnum að ganga í skóla? Getur þú svarar því?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir ·  Virkur í athugasemdum Svo langar mig til að benda á að sagt er að á misjöfnu þrífast börnin best. Og þau lönd sem lengst ganga í þrifnaðaræði vegna smábarna eiga við mestan vanda ofnæmi og asma, til dæmis hef ég lesið að það er vandamál í Sviss. ég sjálf var að passa barn þegar ég var ung, í Glasgow, barn læknishjóna og það vor sex pelar og allir soðnir fyrir næstu notkun. Þegar þau fólu mér að gæta barnsins, því móðirinn var nervus vegna hjartagalla sem barni var fætt með, þá hætti ég þessu dekri, átti þá þegar 4 systkini fyrir og fór að með hana eins og ég hafði fyrir mér heiman að. Og þegar ég fór átta mánuðum seinna, var ekkert að barninu. Og hvort sem það var nú sannleikurinn og uppeldið eða hvað, þá þökkuðu þau mér það. Börn verða einfaldlega að vinna úr áreiti utanaðkomandi og mynda mótefni úr náttúrunni. Ef þau fá aldrei tækifæri til þess eru þau bara einfaldlega ekki í góðum málum.

 

Smá Háð. Svo sammála þér Ásthildur! Sjálfur hefði ég óskað að fá mislinga, hettusótt og mænusótt. Finnst þvílík synd að ég hafi verið bólusettur. Mislingar drepa bara um 400 börn á dag í heiminum, sem er sama og ekkert! Hverjum er líka ekki sama um börn sem hafa veikt ónæmiskerfi og því sérstaklega viðkvæm fyrir öllum sjúkdómum eins og hlaupabólu, mislingum og þess háttar. Þau geta bara verið heima hjá sér! Helst vildi ég bara að bóluefni hefðu aldrei verið uppgötvuð, allir hefðu nú gott af smá bólusótt! Sumir hafa aðra sýn.

 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir . . . þessi áróður fyrir bóluefnum og skyldubólusetningar eru hugsanlega hluti af kröfum sem fylgja imf láninu . . . næst er að allir verða að borða gmó rusl og bann við mat úr náttúrunni . .

Sumir hafa áhyggjur af öllum heiminum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs286/en/ Skv. þessu þá deyja 16 manns á hverri klukkustund í heiminum vegna mislinga... og 145 700 t.d. árið 2013. Til samanburðar má geta þess að 9442 dóu vegna Ebola í fyrra. Ég veit ekki um þig en þrátt fyrir gamla málshætti þá er ég ekki tilbúin til að leggja líf barnsins míns í hættu.

 

Og svo eru það þeir sem eru svo miklir besservisserar:

Erna Árnadóttir ekki vera reyna að tala fyrir um svona kjánalingum, spurning hvort þetta sé ekki leið náttúrunnar til að fækka okkur áður en við skemmum meira á plánetunni, s.s. þegar næg prósenta er orðin of heimsk til að þyggja góða gjöf frá vísindum þá fer þetta fólk að deyja, verst að einhver prósenta af saklausum fórnarlömbum þyrftu þá að deyja eða veikjast alvarlega líka. helv hart en spurning hvort þetta borgi sig til lengri tíma litið.

 

Svo eru það reynslu boltarnir.

Ásthildur, þú manst greinilega ekki þá tíma þegar börn og fullorðinir dóu úr mislingum. Það man ég og þekki. Og Ásthildur það er eimmitt ekkii verið að tala um flensusprautur. Það er verið að tala um sprautur sem börn fá við mænusótt, mislingum, rauðum hundum, skarlatsótt og kíghósta. Nei það er langt síðan það var hætt að bólusetja gegn bólusótt. Ég fékk kíghósta sem ungabarn, lifði hann af, en hef verið með astma alla æfi vegna þess. Það er ágætt að lesa um það sem verið er að ræða, áður en maður tjáir sig.  

 

Ég ætla bara að segja þetta sem talið svona niður til mín. Þetta er einfaldlega mín skoðun og ég skil alveg fólk sem vill ekki láta bólusetj börnin sín. Það hefur líka komið fram að einhver hafa fengið drómasýki einmitt vegna bólusetningar. Ég bólusetti mín börn fyrir rúmum 60 árum, en ég er ekki viss um að ég myndi gera það í dag. Og þetta með fækkun í náttúrunni vísa ég beint til föðurhúsanna. Ég var svo ekki að tala um allan heiminn þar sem allskonarsjúkdómar ríkja fátækt og hungur, þið hljómið eins og þið eigið biafrabörn sem þola ekki sjúkdóma og þurfa að lifa í bómull. En aðal inntakið í þessu hjá mér er að gagnrýna heilbrigðisráðherran fyrir að ljá máls á því að börn fái ekki að ganga í skóla ef þau eru ekki bólusett. Ætli það stangist nú ekki á við mannréttindi og persónuvernd fyrir nú utan mismunun á þegnum landsins. Ég held aö allir foreldrar vilji það besta fyrir barnið sitt, það eru bara mismunandi áherslur sem þau hafa á hvað eru heilbrigðir hættir eða ekki. Og þið sem svona talið viljið greinilega forræðishyggjuna fram yfir einstaklingsfrelsið.

 

Og svo þetta: Ásthildur Cesil Þórðardóttir þú segir orðrétt "Ég hugsa að enn sé bólusett gegn bólusótt, og stífkrampa sem eiga rétt á sér, en veiki eins og mislingar, hlaupabóla, skarlatssót og slík eru bara allt annar handleggur." Nei, mislingar, skarlatssótt og aðrir sjúkdómar er ekki bara allt annar handleggur! Það má benda þér og þeim sem eru á móti bólusetningum á skýrslu WHO sem kom út ef ég man rétt 2012 og í þeirri skýrslu var farið sérstaklega yfir dauðsföll í þriðja heims löndum (sem eru all nokkur) og þá sérstaklega ungbarna og barnadauða sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir með bólusetningu sem kostar um það bil 4$ skammturinn. Gallinn í málflutningu þínum og allra sem gefa sig út fyrir að vera á móti bólusetningum liggur í orðum þínum sem eru "...við erum ekki að tala um Ebólu, lömunarveiki, HIV eða svartadauða." Þú nefnilega svarar ekki grundvallarspurningunni "Ef ebólufaraldur brytist út, þiggur þú eða afþakkar bólusetningu ef hún væri í boði?" Það þýðir ekkert að segja já með þeim rökum að ebóla sé hættulegri, bólusetning er bólusetning. Ég vill bara sjá hvort þú myndir fara í röðina til að fá þessa bólusetningu ef hún væri í boði? Sama á við um Axel, Halla Hansen og aðra sem eru á móti bólusetningum....

 

Og hann fær svar: Egill Stefánsson Því miður verð ég að hryggja þig með því að þessir sjúkdómar sem bólusett er við geta aldrei orðið þess valdandi að þín hávísindalega framtíðarsýn verði að veruleika.

Erna Árnadóttir það fylgir oftast ekki sögunni hvort að þessi börn voru bólusett eða ekki ...á þeim tíma sem að fólk var litið hornauga á vinnustöðum ef það vildi ekki taka sprautuna sem læknirinn kom með ínn á staðinn þá tók eg eftir því að það voru ekkert frekar þeir sem slepptu bólusetningunni sem veiktust.  þeir bólusettu urðu oft veikir. Og þá var sagt : Já en hvernig heldurðu að þú hefðir orðið ef þú hefðir ekki verið sprautaður ??

 

Lokaorð mín hér. Karl Lúðvíksson Já er það ekki, þú ert svo klár, en þetta er bara ekki issuið hér heldur afstaða heilbrigðisráðherra. Auðvitað myndi ég láta bólusetja barnið mitt fyrir ebólu ef hætta væri á því að hún bærist hingað. En ég vil velja og hafna, ég vil ekki vera skyldug til að bólusetja gegn öllu því sem gengur þar á meðal flensu. Við hljótum alltaf að eiga að hafa val ekki satt?

 

Svo kemur þetta hér sem mér finnst vera komið alveg út í móa: Láti foreldra vita um óbólusetta skólafélaga http://www.visir.is/lati-foreldra-vita-um-obolusetta-skolafelaga/article/2015702279953

 

Er ekki komið upp ástand sem kallar á skynsemi. Enda kemur gott svar við þessu.

María Shanko: Hvernig væri að óbólusett börn gengju í fötum með eins konar gyðingastjörnu? Þá færi það sko ekki á milli mála fyrir neinn og allir gæta leikið sér að dæma börnin og foreldra þeirra út frá sinni sannfæringu og heimsmynd.

 

Doktorinn sjálfur Svarar hér: Ólafur Þór Gunnarsson · Háskóli Íslands Ef menn læsu alla greinina kemur skýrt fram að það er alls ekki verið að tala um að upplýsingar sem þessar væru á persónugreinanlegum grunni. Heldur hitt að til að foreldri (hvort sem barnið þess er bólusett eða ekki) eigi rétt á að vita hvert bólusetningarhlutfallið í skólanum er. Víða erlendis er þess einfaldlega krafist að foreldrar framvísi bólusetningarskírteinum áður en börnin eru skráð í skóla.

 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir · Virkur í athugasemdum Ólafur ég á bara ekki til orð yfir þig. Það er verið að æsa fólk upp á furðulegum forsendum, og veiki eins og mislingar og hlaupabóla gerðar að manndrápsveikjum og það af læknum. Hvernig væri að þið færuð frekar út í það að biðja foreldra að hætta að vera með of mikið hreinlæti, svo börnin þeirra meðtækju meira af bakteríum sem styrkja ónæmiskerfið. Eða eruð þið ef til vill á mála hjá lyfjafyrirtækjum. Verð bara að segja að ég bjóst ekki við svona umræðu frá þér.

 

Og svo þessi yfirlýsing: Barn á Ísafirði reyndist ekki vera með mislinga http://www.visir.is/barn-a-isafirdi-reyndist-ekki-vera-med-mislinga/article/2015150229166

VOVOVO sem sagt stórhættu afstýrt.

 

Og hér. Bólusetningar að lögum: Undirskriftarsöfnun hafin INNLENT 11:28 25. FEBRÚAR 2015 En það eru reyndar aðrar raddir sem fá reyndar ekki mikið pláss.

 

Bólusetningar barna: Íslenskur skurðlæknir segir lyfjafyrirtæki einblína á gróða „Markmiðið ætti að vera að fá lyfjafyrirtækin til að búa til bóluefni sem valda ekki þessum aukaverkunum.“ http://www.dv.is/frettir/2015/2/25/bolusetningar-barna-islenskur-skurdlaeknir-segir-lyfjafyrirtaeki-einblina-groda/

Og svo hér: Gagnrýnir umræðu um bólusetningar barna: Eins og í Bandaríkjunum eftir 11. september http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/02/25/gagnrynir-umraedu-um-bolusetningar-barna-eins-og-i-bandarikjunum-eftir-11-september/.

 

Nú er þetta orðið alltof langt, en ég bara skil ekki hvernig svona umræða getur undið upp á sig, hvort sem fólk er með eða á móti bólusetningum. Hræðsluáróðurinn alveg í hámarki og lýðurinn fenginn með til að auka á óttann. En hverjir hafa mestan hag af bólusetningum? Það skyldu þó ekki vera lyfjafyrirtækin, og þeir læknar sem fá ef til vill einhverjar þóknanir. Ég er ekki að segja að það sé. En það vaknar bara hjá mér efasemd. Þegar farið er að tala um mislinga sem stórhættulegan sjúkdóm hér á Íslandi. Veiki sem börnin okkar hafa unnið úr öll þessi ár, ég er á því að líkaminn ef hann er í góðu standi stendur af sér flesta sjúkdóma. En fólk á að eiga þetta val. Öllum foreldru þykir vænt um börnin sín, og vilja þeim sem best. Það á líka við um flensusprautur hjá eldri borgurum. Ef það ætti að fara að pína mig til að fá bólusetningu við flensu af því að ég væri gangandi hætta fyrir alla aðra, myndi mér finnast forræðishyggjan vera orðin of mikil. Ég hef aldrei fengið flensusprautu og fæ ekki flensur. En er ekki hægt að ræða þessi mál af yfirvegun og taka tillit til allra sjónarmiða?


Ætla að bjóða ykkur í ferðalag.

Elli minn hafði tekið eftir því að ég var frekar döpur meira en venjulega í skammdeginu.  Hann vissi sem var að bara að horfa á alla eyðileggingun út um svefnherbergisgluggann á hverjum morgni gerði mig dapra.  Hann bauð mér því að koma með sér til Spánar, en þangað átti hann erindi til að hjálpa vini sínum að laga þakið á húsi sem þau hjón eiga þar.

Raunar er ég frekar löt við að ferðast á þessum tíma, en Ella mínum til mikillar ánægju ákvað ég að koma með. 

IMG_8455

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki mjög kræsilegt útsýni. ekki satt Rósirnar mínar, fallega Pernillan algjörlega farin, Zakúrukirsuberin, plómutréð og kirsuberjatréð, fyrir utan svo margt annað sem ekki kemur í ljós fyrr en í vor. 

En sem sagt við lögðum af stað þann 22. janúar í góðu veðri, en færðin var hræðileg.  Eitt hálagler alla leið.  Reyndar kom í ljós um morguninn þegar við fórum að fylla á bílinn að heilsársdekkinn sem voru undir honum dugðu engan veginn, því við runnum bara stjórnlaust við bensínstöðina.  Svo það var drifið í að fá nagladekk undir bílinn, sem betur fer er fljót og góð þjónusta á Ísafirði svo þetta tafði ekki mikið. 

IMG_8462

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Landið okkar fagra alveg sama hvort er vetur, sumar, vor eða haust.  En skapmikið er það, eins og við urðum vör við síðar. 

IMG_8464

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við komin upp úr Djúpinu og upp á Steingrím. Djúpið var eitt hálagler alla leið.  Svo það var ekki farið hraðar en 40 til 50 km. hraða. Því betra er seint en aldrei. 

IMG_8468

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Steingrímur er oft illfær á vetrum, en samt svo flottur og eiginlega glæsilegur.

 

IMG_8475

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Himnagalleríið er alltaf opið þegar veður leyfir. En það er ágætt að vera á leiðinni til Spánar, raunar með viðkomu hjá fjölskyldunni í Reykjanesbæ og svo í Osló.

IMG_8476

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þá erum við komin í Borgarfjörðinnsmile

IMG_8480

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er ekki alveg viss um að allir átti sig á þeirri fegurð sem býr í náttúru okkar, ekki bara landslagið heldur ekki síður leikur ljóss og skugga á himininum og allt er þetta ókeypis.

Það tók okkur 7 klukkutíma að komast til Njarðvíkur, og það var ekki veðrið heldur færðin sem olli því. 

IMG_8485

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var notalegt að komast í faðm fjölskyldunnar í Njarðvíkunum, og ég veit ekki hvert okkar var spenntara við eða strákarnir. En nú gátum við ekki stoppað lengi, því við þurftum að komast til Osló og þaðan til Alicante. 

IMG_8490

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sonur okkar sótti okkur á Gardemoen, og aftur og enn var ekki mikill tími til að stoppa.

IMG_8489

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Prinsessan okkar var nú dálítið feimin í fyrstu. En málið er að hún elskar Ipadin hans afa og hann braut ísinn.

Við fórum með Ryanair til Alicante, en það er flogið þangaði frá Rygge flugvelli, sem er lítill flugvöllur rétt hjá Sænsku landamærunum.  Það er um eins og hálfstíma akstur með flugvallarrútunni frá umferðarmiðstöðnni í miðri Osló.  Við tókum strætó frá Hagan, sem er rétt hjá Skafta okkar hann ók okkur á stoppistöðina og þaðan var haldið til Miðborgarinnar og í rútuna sem flutti okkur til Ryggeflugvallar.  Miðinn kostaði um 6000 ísl. krónur til Alicante. Þessi flugvöllur er ekki stór, en umferðin um hann er alveg rosaleg.  Við höfðum verið svo forsjál að tékka okkur inn á netinu og því þurfti ekki að bíða í biðröð, meira að segja þurftum við ekki að bíða í almennu röðinni út í flugvél, því þeir sem voru með tilbúna miða í sæti, fengu að fara fyrstir, því aðrir eru ekki með bókuð sæti, og þurfa því að flýta sér út í vélina og reyna að fá sæti saman.  Reyndar er svo þétt á milli sæta að það má nánast tala um síld í tunnu. En þar sem þetta er er ekki langt flug, þá má alveg láta hafa sig í ýmislegt.

IMG_8494

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skýjum ofar á leið til Alicante.

ég hafði tekið frá sæti fremst í vélinni og hélt að ég myndi fá betra pláss fyrir fæturna, en það var reyndar ekki, alveg jafn þröngt og í hinum sætunum.  En þannig geta flugvélög boðið okkur lægra far ekki satt?

IMG_8495

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég nýt þess að horfa út um gluggana á flugvélinni þegar hún er komin ofar skýjum, þar eru allskonar ævintýramyndir og ævintýralönd maður getur gleymt sér í ævintýrum endalaust.

IMG_8498

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er reyndar ekki vel að mér í landafræði, en ég held að þetta séu Pýreneafjöll. Stórglæsileg.

IMG_8501

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vona að þið séuð ekki flughrædd, ég get sagt ykkur að vélin haggast ekki. En það er bara svo gaman að horfa niður.

Og svo erum við að nálgast Spán. 

IMG_8508

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alicante eða Alicant er stór borg við Costa Blanca suður af Valencía svæðinu. Hún þekur um 201.3 ferkílómetra. Mannfjöldi er 334.678 árið 2012. Reyndar erum við ekki að fara þangað heldur til La Marína. Sem er einskonar sumarhúsabær þarna nálægt.

IMG_8510

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

La Marína er smábær á ströndinni við Costa Blanca, milli Alicante og Santa Pola.

Þarna er mest megnis eldri borgarar sem eiga eða leigja sumarhús þarna og eyða vetrinum eða megnið úr honum þarna.  Veðrið er yfirleitt gott eða eins og besta sumarveður hér heima.  Þarna er öll þjónusta sem fólk þarf.  Bæði þjónustumiðstöðvar, matsölustaðir verslanir og moll og bara alls sem nöfnum tjáir að nefna. 

IMG_8514

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En hér erum við komin til Alicante.Og við ætlum út fyrir stöðina og setjast aðeins á nýjan bar þarna fyrir utan og bíða eftir vinum okkar sem ætla að sækja okkur á völlinn.  Það er um hálftíma akstur til La Marína.

IMG_8516

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jamm sest niður með bjór og rauðvín og beðið eftir vinum okkar cool.

IMG_8519

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Og þá erum við komin til La Marína og heim til vina okkar og upp á terrassinn, það er eitthvað annað að koma frá Ísafirði og Osló og hingað í sól og sumar.

Hér er verið að skoða hvað þarf að gera til að stöðva leka sem hefur orðið til.  

IMG_8524

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá Þríburablómið Bugaenvillea þetta blóm sýnist mér mikið notað hér til skrauts, eins og í Mexico. Enda gífurlega fallegt, við þekkjum það svolítið úr stofugluggunum hjá okkur. Hér vaxa stofublóminn okkar bara úti eins og Hawairósin og allskonar kaktusar og þykkblöðungar. 

IMG_8525

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég komst að því fyrir tilviljun að elsku móðurbróðir minn dvelur skammt héðan frá, eða í Santa Pola.  Við ákváðum að hittast, það var raunar afa barnið hans hún Þóra Stína sem sagði mér að afi dveldi þarna.  Hann kom í heimsókn og við áttum góða stund saman.  Pétur móðurafi minn var yngstur systkinanna og er aðeins 16 árum eldri en ég.  Hann var eiginlega stóri bróðir því þegar ég var að alast upp var hann ennþá í heimahúsum a.m.k. milli vinna, og hann var stríðnari en andskotinn. Í dag er hann 96 ára og hleypur um eins og unglamb. 

IMG_8526

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi elska eins og Dóra systir mín segir hann og Jútidh Júlíusdóttir eru síðust móhikanarnir hjá okkur systkinunum. Hann móðurbróðir okkar og hún föðursystir, hin eru öll farin inn í annan og örugglega betri heim.  En þau eru bæði svo hress og flott og eiga örugglega mörg góð ár eftir. 

IMG_8527

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við áttum góða stund saman og það var virkilega gaman að spjalla.

IMG_8530

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skál elsku frændi. Við fórum svo út að borða á La Marína bar og við skemmtum okkur svo vel.  En nú er komið nóg í bili.  Við eigum eftir að dvelja lengur og segja meira frá.  Fólki hér er afar yndælt og margir íslendingar, og þó nokkrir ísfirðingar.  Hér eru til dæmis í næsta húsi Högni Þórðarson fyrrverandi bankastjóri og Kristrún kona hans, í Santa Pola búa Jón Gunnarsson og Elín Þóra Magnúsdóttir, hér í nágrenninu eru líka Auðunn Karlsson frá Súðavík og konan hans Fríður, en við eigum eftir að hafa meira með þau saman að sælda í þessari ferð.  

IMG_8529

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er svo húsbóndinn hér Sturla Fjaldsted, konan hans Kristín Þórðardóttir kemur líka við sögu. Við eigum eftir að eiga hér góða daga og fara í ferð til Barcelona. Svo nú er bara að setjast niður og hafa það næs, við sátum á kvöldin og horfðum á fréttirnar á stöð tvo og rúv, og ýmsa þætti eins og til dæmis Pointless. Út að borða og margt margt forvitnilegt framundan. Það getur verið ansi notalegt að horfa á hlýjar myndir og fara í ferðalag þegar veðrið argast úti með látum.

eigið góðan dag elskurnar. 


Að tapa.... eða vinna til úrslita.

ég skil þetta ekki alveg í stað þess að við séum hreykin af okkar manni og ánægð með að hann var tilnefndur og sennilega í öðru sæti, þá keppast allir við að tala um sneypu og ósigur.  Andstæðingur hans ánægður? Var hann andstæðingur eða bara meðkeppandi?  Og er Jóhann eitthvað minni maður af því að hann var ekki í fyrsta sæti, er afrek hans eitthvað lakara þess vegna.  Erum við ekki aðeins að fara fram úr okkur?  Verður þá María Ólafsdóttir lúser ef hún vinnur ekki Júróvisjón?

Eigum við ekki aðeins að fara að róa okkur og þakka fyrir allt það efnilega fólk sem við eigum og kemur fram fyrir okkar hönd og vekja heimsathygli í stað þess að tala um ósigur og svekkelsi.  Jóhann Jóhannsson tapaði ekki að mínu mati, hann vann sigur svo eftir var tekið, þó hann endaði ekki í fyrsta sæti, þá var hann útnefndur og var okkur öllum til sóma. Og ég segi nú bara: til hamingu með þennan frábæra áfanga Jóhann Jóhannsson, við íslendingar getum verið stolt af þér. 


mbl.is Andstæðingur Jóhanns ánægður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynir Traustason- afhjúpun.

Eg keypti mér tvær bækur fyrir jólin, önnur var bókin hennar Margrétar Tryggvadóttur "Útistöður" sem ég hef rætt um hér glæsileg og velskrifuð bók, og svo bókina hans Reynirs Traustasonar "Afhjúpun". Þessar tvær bækur ættu að vera skyldulesning í skólum, svo mikið fara þær inn á valdsvið klíka á Íslandi og útskýra svo margt sem miður hefur farið á okkar fallega landi. 

Þó efnistök þeirra séu ólík, þá eiga þessar tvær bækur sameiginlegt að þarna fer fólk sem vill réttlæti.  Þau hafa bæði hrærst í miðju hringiðunnar sem stjórnar Íslandi leynt og ljóst. 

Bók Reynis er skemmtilega skrifuð hann er góður penni.  Og upphaf hennar þar sem hann segir frá æskustöðvum sínum og veru á Flateyri einkar skemmtileg.  Ég þekki og kannast við marga sem þar koma við sögu.  Þekki móður hans ágætlega og svo Þorstein (Domma) bróður hans, sem reyndar var um tíma svili sonar míns.  Reynir dregur ekkert undan og er ekki að afsaka sínar gjörðir á neinn hátt, heldur lýsir á skemmtilegan hátt hvernig hann tókst á við bæði brennivín og sigarettur. Þó hann sé ekki borin og barnfæddur vestfirðingur, hefur hann greinilega dregið í sig þrautsegju og hörku þeirra sem þar hafa fæðst.  

Það sem skín í gegn í þessari bók hans er hversu sterkur maður hann er í raun og veru.  Og virðist ekki láta slá sig út af laginu, en um leið er hann viðkvæmur og með hugan hjá þeim sem minna mega sín. 

Það er ótrúlegt Hve létt honum virðist að hætta bæði reykingum og drykkju, og þegar hann þess vegna varð of þungur, fór hann að ganga á fjöll, og hefur nú klifið bæði Hvannadalshnúk og Mont Blanc.  Aðeins þremur árum eftir að hann byrjaði þjálfun.  Bara þetta lýsir manninum Reyni mjög vel, og sýnir hvað í hann er spunnið.  

Hvernig honum tókst svo að vinna sig endalaust frá fjárhagserfiðleikum á DV og síðan að snúa sig frá fjandvinum sínum úr öllum áttum er ótrúlegt afrek.  

Þó hann hafi verið umsetinn fólki sem vildi hann burt, er hann hvorki langrækinn né hefnigjarn, og það ótrúlegasta hann virðist endalaust treysta fólki, þó aðrir vari hann við.  Og það hefur oft komið honum í koll. 

Ég mæli alveg tvímælalaust með "Afhjúpun" Hún er að vísu ansi svæsinn á köflum, því óheiðarleiki, langrækni og undirferli sem þarna kemur fram er ill lesning og ekki til sóma því fólki sem það stóð í aðgerðum. Vonandi líður þeim vel með ránsfenginn.  En ósköp finnst mér DV hafa slappast síðan úrvalslið blaðsins hætti, ýmist sagði upp eða var bolað burt.  

Lokaorðin eru þessi: "Og enn er ég kominn á Búrfell.  Á hrímköldu hausti stend ég á krossgötum og reyni að átta mig á bestu leiðinni inn í næstu framtíð. Ég hlusta eftir barninu sem hvíslar: " Stundin er runninn upp".

Þegar þetta góða fólk kjarninn úr DV hætti á því blaði hafði ég keypt mitt síðasta DV.  Og nú eru forsvarsmenn blaðsins að skreyta sig með fjöðrum fólksins sem það hrakti burt, sem eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna. 

En ég ætla svo sannarlega að fylgjast með stundinni.  Hún er nefinlega runninn upp.  

Reynir Trausta


Að tríta einhvern.

"Bíla­fram­leiðand­inn Landrover trítaði er­lenda blaðamenn vel þegar þeir komu hingað til lands".

 

Hverskonar orðskrýpi er þetta Trítaði?  svona lagað á ekki að sjást í íslenskum fjölmiðli og þaðan af síður Morgunblaðinu.  


mbl.is Gáfu 1.000 stykki af 80.000 kr. úlpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Útistöður" Bókin hennar Margrétar Tryggvadóttur.

Ég var að lesa bókina hennar Margrétar Tryggvadóttur, sagði henni að ég ætlaði að lesa hana yfir jólin og svo aftur og aftur.  En ég sem sagt gat ekki lokið við lesturinn fyrr en núna.  Þessi bók er algjörlega frábær og einstök, hún gengur svo á mann að það þarf að taka sér pásu og byrja svo aftur.  Þetta er í senn sorgarsaga, reynslusaga, glæpasaga og svo skemmtilestur allt í senn.  

Margrét skrifar lipurlegan texta og er alveg heiðarleg í sinni úttekt á reynslu sinni sem þingmaður og svo aðdraganda að því að hún gerðist slíkur.  

Hún sýnir okkur almenningi í landinu hverslags ormagryfja alþingi er í raun og veru, opnaði gluggann út í samfélagið ef svo má segja.  Sýnir hversu brothætt lýðræðið er og hve vanbúið sumt fólk er til að gegna þeim störfum að vera þjónar almennings.  Stundum varð ég svo reið að mig langaði til að kasta bókinni frá mér, þegar þessir svokölluðu reyndu alþingismenn hreinlega léku sér að þingi og þjóð. Bæði með því að setja óþægileg mál í nefnd til að drepa þau niður, eða beygja sannleikann til að olnboga sig áfram.  

Það er til dæmis svakalegt að lesa um Icesavemálið og hvernig Steingrímur og hans nánustu höndluðu það mál allt saman.  Það átti að þvinga samninginn í gegn án þess að þingmenn og jafnvel ráðherrar fengju að lesa hann nema í aflæstum herbergjum.  Undirferlið í öllu því máli, vegna þess að það átti að koma okkur inn í ESB með illu eða góðu, og Icesave var partur af þeim samningi. 

Ég er Ólafi Ragnari endalaust þakklát fyrir að hafa stöðvað þetta mál og það í tvígang. 

Einnig er ljóst að Ásta Ragnheiður forseti þingsins notaði sér aðstöðu sína til að tefja mál eða hreinlega kála þeim.  M.a. var rætt um það á göngum þingsins að henni hefði verið lofað góðu embætti fyrir vel unnin störf, Þar segir svo:

"Orðið á göngum þingsins var að Ástu Ragnheiði forseta þingsins, hefði verið lofað góðu starfi að loknum kosningum og biðlaunatímanum sínum við að undirbúa og halda upp á afmæli 100 ára kosningaréttar kvenna - ef stjórnarskrármálið færi í súginn.  Starfið átti að standa út árið 2015 en eftir það átti hún rétt á eftirlaunum.  Hún hafði reyndar sjðálf lagt fram þingsályktunartillögu, var komin af stað með vinnuhóp um málið og þegar var ljóst að haldið yrði upp á þennan áfanga - en þessu þessu var ég samt ekki tilbúin að trúa.  

Starfið var hinsvegar auglýst og átti að standa út árið 2015, 81 umsókn barst, Ásta Ragnheiður var ráðin og hóf störf ufm það bil sem biðlaunarétturinn rann út. Um launakjör veit ég ekki".  Þó þetta verði aldrei sannað, þá leggur fnykurinn af þessu máli langar leiðir. 

Og hverjir skyldu nú hafa unnið að því að drepa stjórnarskrármálið? jú fyrir utan sjálfstæðisflokkinn voru það Katrín Jakobsdóttir og Árni Páll Árnason.  

Margrét talar líka vel um fólk þarna, segir til dæmis að bæði Valgerður Bjarnadóttir og Oddný Harðardóttir séu afar vandaðar og duglegar konur, það er einmitt mín upplifun af því að hafa fylgst með störfum þeirra.  

Það er ekki hægt að ræða þessa bók í stuttu máli, ég ráðlegg öllum að lesa hana og kynna sér starfshætti og málarekstur á þessu sama alþingi sem ég get ekki hugsað mér að skrifa með stórum staf.  Auðvitað er margt gott fólk þarna innan um, en þar er líka fólk sem ætti ekki að koma nálægt því að stjórna landinu okkar.  Við verðum að fara að taka okkur tak og hætta að kjósa fólk sem hefur sýnt siðferðisblindu, svik og pretti.  Ef við virkilega viljum fá lýðræði, sannleika, jöfnuð og réttlæti þá er það skylda okkar að velja úr hæfasta fólkið í hverjum flokki og láta ekki forkólfana raða sjálfa upp á listana, með tilheyrandi spillingu.  

Margrét segir í lok bókar sinnar eftirfarandi: 

"Hagsmunir venjulegs fólks virðast því miður ekki vega eins þungt og það þykir ásættanlegur fórnarkostnaður við að viðhalda þessu gallaða kerfi okkar að hver fjölskylda greiði fyrir íbúðina sína margoft ef hún missir hana ekki einhversstaðar á leiðinni.

Þá er þannig búið um hnútana að stjórnmálamenn geti sýslað með auðlindir þjóðarinnar eftir eigin geðþótta.  Stjórnmálamenn og stjórnmálasamtök mega enn þiggja fé frá lögaðilum og Ríkisendurskoðun telur sig ekki geta gert neitt í málunum þótt farið sé á svig við lög í þeim efnum.  Stjórnvöld hafa hvorki sýnt neina alvöru tilburði til að breyta þessu né svo mörgu öðru.

 

Þegar allt hrundi, Geir bað guð að blessa Ísland, húsnæðislánið mitt stökkbreyttist og hluti af minni nánustu fjölskyldu flúði land varð augljóst að líf okkar hafði verið byggt á blekkingum. Undirstaðan var ekki aðeins fölsk heldur fúin.  Allar forsendur voru rangar. Þá lofaði ég sjálfri mér að gera allt sem ég mögulega gæti til að laga landið mitt. 

Það loforð stendur".

 

Svo mörg voru þau orð.  Og ég vil þakka Margréti Tryggvadóttur fyrir þessa bók, sem ætti að vera kennslubók í skólum landsins um hvernig ekki eigi að standa að stjórnsýslunni. 

Margrét Tryggvadóttir


Hvað eru góðir lögmannshættir?

Loksins loksins tala menn sem þekkja til og þekkja þann vanda sem við er að glíma í íslensku samfélagi.  Stinga á ljótu kýli sem hefði átt að vera búið að fyrir löngu síðan.  Hvet fólk til að lesa þessa frétt.  

 

"Að lok­um vil ég bæta því við að ég tel að Hæstirétt­ur Íslands hafi með dómi sín­um í gær lyft spegli að ásjónu lög­manns­stétt­ar­inn­ar og ég tel að lög­menn geti ekki vikið sér und­an því að horfa vel og lengi í þann speg­il í þeim til­gangi að svara því gagn­vart sjálf­um sér og öðrum fyr­ir hvað þeir standa og hvað hug­takið ,,góðir lög­manns­hætt­ir“ fel­ur í reynd í sér,“ seg­ir Arn­ar Þór". Þetta segir í rauninni allt sem segja þarf um það ráðslag og skítafen sem lögmenn eru komnir út í.
mbl.is Lögmenn horfist í augu við sjálfa sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er saklaus. Ég gerði ekkert rangt. Dómararnir eru hlutdrægir.

Siðlaus eða saklaus?

Það má líka hugsa til þeirra með hryllingi sem eru orðnir eignalausir, ævistarfið farið og heimilin þar að auki. Sumir þeirra, sennilega langflestir í blóma lífsins, aðrir hafa beinlínis tekið sitt vegna örvæntingar um framtíðina.  

Eða eins og Eva Jolie sagði, þeir segjast auðvitað allir vera saklausir. 

 

 

Ég hugsa með hryll­ingi til þeirra fjöl­mörgu ein­stak­linga sem eru í blóma lífs­ins og bíða nú dóms vegna meintr­ar markaðsmis­notk­un­ar ef Hæstirétt­ur sér ekki að sér og dæm­ir eft­ir lög­um. Ég óska eng­um þess að þurfa að sæta meðferð af þessu tagi og því álagi sem fylg­ir fyr­ir ein­stak­linga og aðstand­end­ur þeirra.


mbl.is Ólafur Ólafsson: „Ég er saklaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki alveg komið nóg af Degi og stjórn Reykjavíkurborgar?

Andskotans lygasaga til að fría sjálfan sig ábyrgð.  Það er EKKERT sem afaskar þetta mál, EKKERT, og nú er búið að væla og æla í nokkrar vikur og biðja um þolinmæði og slíkt.  Þetta er komið út fyrir allt sem hægt er að þola.  Þessi mál virðast hafa verið í góðu lagi áður en borgaryfirvöld akváðu að SPARA og greinilega á kostnað þeirra sem minnst mega sín. Og ég segi nú bara þið ættuð að skammast ykkar meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar fyrir þessi mál og reyndar fleiri. Þið sem þykist vera svo mikið í velferðarmálum og með áherslur á þau mál, eru reyndar algjörlega búin að skíta upp á bak hvað varðar flest velferðarmál í borginni, bæði hvað varðar öryrkja, útigangsfólk og aðra sem eru minnimáttar í borginni.  Þið hafið þar með afsannað ykkar eigin tilgang og ættu-ð eiginlega bara að segja af ykkur og hætta.  Þið eruð greinilega ekki að meika það að stjórna borginni. Eða þannig lít ég á málið. 


mbl.is Kann hvorki að festa belti né losa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Feb. 2015
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 2020840

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband