Óhefðbundnar lækningar versus læknar.

Ég veit ekki alveg á hvað vegferð ríkisútvarpið er með umfjöllun sinni í Kastljósinu og viðtölin við kunningja minn Svan Sigurbjörnsson.  Ég er auðvitað alveg sammála því að sá harmleikur sem birtist okkur í fyrsta þættinum þar sem menn eru að reyna að selja dauðvona mönnum allskonar tól og tæki er hrikalegt að horfa á.  En þeir voru að gera þetta í góðri trú, rétt eins og lögreglustjórinn okkar, og þar með telst þetta ekki með eða hvað? 

 

En ég vil benda á að frá örófi alda hafa menn notað lækningajurtir til hjálpar öðrum.  Munkar til dæmis voru með heilu jurtagarðana í klaustrunum og ræktuðu plöntur til lækninga.  Ég á gamalt rit frá 1888 minnir mig, unnið af manni sem stundaði óhefðbundnar lækningar með íslenskum jurtum.  Þetta litla kver inniheldur allar helstu villiplöntur landsins og lýsir hvaða virkni þær hafa. 

Ég veit að Villimey er með sérstaklega vottað svæði sem hún týnir sínar plöntur í og er það gert til að fullvissa um að enginn mengun sé á svæðinu. 

Ef til vill veit læknirinn ekki að flest lyf eru unninn úr jurtum af einhverju tagi, þ.e. þær sem ekki eru unninn úr tilbúnum verksmiðjuunnum vörum, ætli hann hafi kynnt sér innihald þeirra í sama mæli?

En eigum við nokkur að tala um læknana?  Við erum með hæsta hlutfall geðlyfjanotkunar á okkar litla landi allavega í Evrópu og þó víðar væri leitað.  Ég átti kunningjakonu sem var orðin svo háð læknadópi ávísað af sérfræðingi, að hún var komin langt yfir hámarksskamta og dó þess vegna, ég man ekki eftir að sá sérfræðingur hafi verið sóttur til saka.  Það hefði mátt sjá fyrir sér ef sú gjörð hefði verið sýnt í beinni.

Ég veit um mann sem fór til læknis vegna eymsla í brjósti og var sagt að hann ætti bara að ganga meira.  Þetta reyndist svo vera risastórt krabbameins æxli, sem betur fer leitaði þessi maður annað.  Ég veit um nokkra menn sem hafa dáið úr krabbameini í hrygg, sem var sagt að þetta væri brjósklos, þeir eru allir dánir.  

Einn veit ég af sem var oft í heimsókn í vinnunni hjá mér, sem fór í hjartaaðgerð og fékk lyf, í staðin fyrir blóðþrýstingslyf fékk hann lyf sem gerði þvert á móti og dó fljótlega eftir meðferðina.

Ég veit að það eru læknar sem ávísa læknadópi til fíkla, þeir eru þekktir meðal þeirra og ætti að vera auðvelt að taka þá úr umferð.  

Ef vel ætti að vera þyrfti næst að taka læknamistök fyrir, því að mínu mati eru þau miklu alvarlegri því fólk treystir fagmennsku læknis, en tekur sjensinn hjá græðaranum. 

Því miður erum við með því marki brennd að við tökum umræðuna ýmist í ökla eða eyra.  Við getum aldrei tekið skynsamlega og upplýsta umræðu um hlutina.  Til dæmis þessi umræða hjá Kastljósi sem að mörgu leyti var góðra gjalda verð, en þegar farið er að síga bara á aðra hliðina og tekinn allskonar lyf og jurtir sem einhvert húmbúkk, þá finnst mér skörin vera farin að færast upp í bekkinn.  Tökum til dæmis Magnesíum, við hjónin vorum orðin ansi illa haldinn af sinadrætti, eftir að við fórum að taka reglulega magnesíum hvartf sinadrátturinn, en ef það líður einhver tími sem þetta er ekki tekið, byrjar sinadrátturinn aftur.  

Við skulum heldur ekkert minnast á hveititöflurnar sem læknar selja gjarnan sjúklingum sínum til að plata þá, ef þeir þurfa ekki pillur, í stað þess að segja þeim sannleikann.  Og þar erum við ef til vill komin að kjarna málsins.  Af hverju gera læknar þetta? Jú það er vegna þess að þeir vita að trú flytur fjöll, og bara að sjúklingur taki töflu þó hún sé vita gagnslaus, hjálpar honum gegnum daginn, af því hann trúir á hana.  

Hluti af þessu dæmi er nefnilega trúin á bata.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt kæra Ásthildur. Bestu kveðjur til ykkar hjóna

Arndís Ásta Gestsd (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 13:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Dísa mín.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2015 kl. 14:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú er ég alls ekki að alhæfa um lækna, þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir, en það eru líka þeir sem fást við óhefðbundnar lækningar.  Ég kvarta ekki yfir mínum lækni, og er afskaplega ánægð með hana.  En það eru læknar sem ætti að fylgjast með, rétt eins og hómópötum.  En við tökum umræðuna alltaf í botn svart á hvítu og hvítt á svörtu.  Í stað þess að skoða málin hlutlaust. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2015 kl. 14:41

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sammála hverju orði í þessari grein og mér fyndist að mætti birta hana víðar, því þarna er akkúrat umræða sem þyrfti að taka.Umræðan hefur verið allt of mikið bara í eina átt en eins og við vitum eru  höfuðáttirnar fjórar og svo margar útfrá höfuðáttunum....

Jóhann Elíasson, 6.3.2015 kl. 16:03

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammála öllum ræðumönnum hér.

Takk fyrir góða grein Ásthildur, nú sem oft áður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.3.2015 kl. 16:47

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka ykkur fyrir drengir.  Já við hljótum að vilja halda umræðunni uppi á hlutlausan hátt og spyrja ALLRA SPURNINGANNA.  Ekki bara sumra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2015 kl. 17:05

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála. Að sjálfsögðu á að ræða málefnalega um þessi mál.Læknisvísindi fyrri tíma- þar sem grös og jurtir voru notuð sem læknislyf hafa líka skilað sér inn í nútíma læknisvisindi. En meginreglan er samt ávallt sú að ný lyf, hvort sem þau byggjast á gömlu fræðunum eða þeim nýju, þarf að prófa hvort virki í raun eða valdi verulegum aukaverkunum áður en farið er að selja þau. Varðandi lyfjaaustur lækna þá held ég að það fari minnkandi og flestir læknar reyni aðrar aðferðir áður en farið er út í lyfjagjafir. En ekki allir og margir eru mjög slæmir. Þetta þarf að sjálfsögðu að stoppa og kannski vantar upplýsingakerfi sem sjálfkrafa skráir lyfjagjafir ( Ávísanir) til eftirlitsaðilans. Sennilega er best að setja þá upplýsingaskildu á apótekin.Það þarf líka að gera þá kröfu að lyfsalar séu ekki með vörur sem hafa ekki verið prófaðar.En ég tel að þeir sem stunda óhefðbundnar lækningar þurfi að hlíta sömu lögum og reglum og læknar. Í því felst sama kunnátta ( námsferill), og sú kvöð að þeir mega ekki selja eða framvísa lyf ( lækningajurtir) heldur ávísa til löglegra lyfsala.

Jósef Smári Ásmundsson, 7.3.2015 kl. 09:19

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Jósef.  Það er nú málið eins og þú getur um íupphafi, þær jurtir sem grasalæknar nota eru oftast jurtir sem hafa verið notaðar gegnum aldirnar og eru þekkt læknigalyf.  Þær hafa þróast með fólkinu og hvaða rannsóknir eru betri en þær.  Það hefur verið rætt um samræmt kerfi þannig að sjúkralistar fólks séu samræmdir þannig að læknar geti séð sjúkrasögu hvers og eins, þetta er ekki leyft vegna persónuverndar.  Það ætti sennilega að leyfa svona samræmdar sjúkraskrár.  en þær væru sennilega betur komnar á heilbrigðisstofnunum en hjá lyfsölum.  

Svo ítrekak ég að fólk treystir læknum, en hefur græðurum sjens.  Þar liggur munurinn, þannig að ég sé ekkert að því að selja vörur frá hómópötum í apótekum, svo fremi sem þau eru ekki skaðleg.  Ef fólk finnur mun þá kaupir það vöruna aftur, ef ekki, þá situr hún bara í hillunni.  Þá er ég ekki að tala um allskonar mambo jmbó svo sem jónað vatn á 3000 kall, eða einhver mælitæki sem geta verið hættuleg, þar er langur vegur á milli.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2015 kl. 10:31

9 identicon

 Já, því miður er til fólk, sem vill pretta náungann með alls kyns vitleysu, tækjum og tólum, sem gera ekkert gagn og þá frekar ógagn, ef eitthvað er. En rétt segir þú um blessaðar jurtirnar. Þær gera sitt gagn, ef rétt er með farið. Ég hef stundað grasalækningar sjálf núna um tuttugu ára skeið. Frænka mín, Ásta grasalæknir, leiðbeindi mér mikið og sagði mér til, en að öðru leyti er ég að mestu sjálflærð, og hef haft austurískar bækur að styðjast við og eina danska. Ég versla mikið við Kolbrúnu grasalækni, sem er ein sú fyrsta hér á landi, sem getur með sanni kallað sig grasalækni, þar sem hún var í slíkum skóla í Bretlandi. Hún hefur leiðbeint mér líka með ýmislegt, og í jurtaapótekinu hennar versla ég alltaf, þegar mig vantar jurtir í tein mín. Það er alveg rétt hjá þér, að frá alda öðli hafa einu apótekin á Íslandi verið jörðin og það, sem hún hefur gefið af sér af gróðri. Þegar Brynjólfur Sveinsson biskup var í námi í Kaupmannahafnarháskóla, þá lærði hann m.a. grasafræði hjá Ole Worm og þá grasalækningar um leið. Samt leitaði hann alltaf til forföður míns, sr. Þorkels Arngrímssonar í Görðum á Álftanesi, sem var grasalæknir þeirra tíma, þegar hann vantaði lyf. Mann fram af manni hefur fólk notað grös sér til lækninga hér á landi, og að segja okkur grasafólkið kuklara og annað þvílíkt sýnir aðeins fáfræðina, sem er svo sem ekki ný af nálinni, því að á tímum Brynjólfs biskups var margt af þessu fólki kallað galdrafólk. Hitt er annað mál, að aðeins viðurkenndir grasalæknar, sem starfa sem slíkir, eins og Kolbrún og Anna Rósa, og sömuleiðis frændfólk mitt, afkomendur Erlings grasalæknis, geta leyft sér að selja sínar afurðir, en við hin gefum þetta frekar. Hitt er annað mál, að ekkert okkar grasafólks lofum nokkurn tíma algjörum bata. Kolbrún sagði það líka í viðtali einhvern tíma. Við getum það heldur ekki, því að við vitum ekkert um það, frekar en almennir læknar. Við segjum hins vegar, að fólki gæti liðið betur af því. Það er ekki það sama. Ég get sagt þá sögu af mér, að sumarið 2009 veiktist ég af ristilkrabba, og var skorin. Það var aðeins ein arða illkynja af 41, sem skorin var úr mér, sagði læknirinn. Þá varð mér að orði:"Blessuð séu grös jarðarinnar." Því að ég hafði um alllangt skeið verið að forverja mig gegn þessum vágesti með góðu mataræði og grasateunum mínum(sem m.a. innihalda blessaða hvönnina), þar sem ég vissi, að ég var í áhættuhópi, þar sem móðir mín hafði látist úr ristilkrabba, og ég var viss um, að með því hafði ég komið í veg fyrir, að meinið væri verra en það var. Kandídatarnir á deildinni voru alltaf að agnúast út í grasalækningar mínar, en þá sagði ég við þá, að við grasalæknarnir lærðum bæði líffærafræði, lífeðlisfræði og annað þvílíkt, sem þeir yrðu að læra, og hefðum læknaeiðinn í heiðri eins og þeir, og þótt þeir störfuðu á almenna sviðinu en ég og mínir líkar á grasasviðinu, þá ynnum við að sama markmiði: Að halda lífinu í fólki og lækna það en ekki drepa. Þá hættu þeir nöldri sínu. Það er nefnilega málið, að við grasalæknar störfum á nákvæmlega sama grundvelli og almennu læknarnir og lofum aldrei neinu, megum það hvorki né viljum, því að hvorugur hópurinn getur fullyrt neitt um algeran bata. Eins og hinir almennu læknar, þá reynum við aðeins með teum okkar, seyðum og annarri framleiðslu að láta fólki líða aðeins betur. Sem guðfræðingur leyfi ég mér að segja, að afgangurinn er undir Guði komið. Svo einfalt er það mál. Þess vegna finnst mér oft ómaklega að okkur grasalæknunum vegið. Ég er líka furðu lostin á því, að sé verið að draga það í efa og bera brigður á rannsóknir dr. Sigmundar Guðbjarnarsonar, prófessors og fv. háskólarektors, og það mikla og góða starf, sem hann hefur verið að vinna á undanförnum árum, því að ætla mætti, að hann viti nú vel, hvað hann er að gera. En því miður, þá er ekki hægt að tjónka við suma. Ég komst að því á Landsspítalanum um árið, þar sem ég heyrði, hversu skiptar skoðanir voru meðal starfsfólksins á grasalækningum og nytsemi þeirra, sem þjóðin hefur lifað við um aldaraðir. Það er nú það.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 11:55

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þitt góða Innlegg Guðbjörg Snót.  Og þetta er svo satt með árangur og reynslu af lækningu með jurtum.  Ég hef líka heyrt að íslenskar jurtir séu jafnvel ennþá kraftmeiri en frá heitarði löndum, því þær vaxa hægar og eru þar af leiðandi kraftmeiri.  

Það er gott a heyra þína hlið á málinu. Þessa hluti bert að vinna saman, læknar og óhefðbundnar lækningar eiga svo sannarlega samleið.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2015 kl. 12:19

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er óskiljanlegt hvernig valdayfirstétt Tryggingarstofnunar íslands virðist berjast gegn starfsleyfisveitingum viðurkenndra heildrænna lækninga.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.3.2015 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 2020785

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband