Öllu er nú hægt að vera stoltur af.

Ef þú ert svona stolt af þessu Unnur Brá, eftir alla sóunina sem er raunveruleikinn þegar við áttum í erfiðleikum þá segi ég nú bara megum við ekki bara senda þér reikninginn sem af þessu hefur hlotist.  Segi samt að ég hef fulla samúð með Vestmanneyjingum, en þetta er bara einum of mikill kostnaður til að vera stolt.  Það var margvarað við þessari framkvæmd og að ekki skyldi vera tekið tillit til aðvarana frá sjómönnum og mönnum sem þekkja til er þjóðarskömm og þú ættir líka að skammast þín.


mbl.is „Ég er stolt af því“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlakórar, leiksýning, partý og lífið í kúlunni.

Þetta er öðruvísi annatími hjá mér.  Fyrst var opnuð sögusýning í Safnahúsinu á Ísafirði vegna 50 ára afmælis Litla Leikklúbbsins, frábær sýning sem þau Ómar Smári og Nína Ivanova settu upp, þau sáu líka um afmælisritið okkar, sem er afar fallegt og skemmtileg.

Íja

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er mynd af mér og einum fyrrverandi formanni klúbbsins Gerði Eðvarðsdóttur.

 

Síðan var konsert í kirkjunni okkar með karlakór Rangeyinga og okkar mönnum í karlakórnum Erni, dásamleg stund og fagur söngur. 

5-IMG_8941

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flottir sunnlenskir bænur og búalið í smalabúningunum eins og við hér köllum þessa búninga laughing

Okkar menn sungu líka fyrir gestina.

8-IMG_8949

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég elska svona söng og mér þykir svo vænt um þessa karla sérstaklega.  

6-IMG_8946

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þó Rangársýsla sé langt í burtu þá vill svo til að í kórnum voru karlar út fjölskyldunni minni, Jón Ingi Guðmundsson tengdafaðir Báru minnar og hér eru Hanna hin amman og Anna Gunna mágkona hennar, þær voru með sínum mönnum hér með kórnum. <3

7-IMG_8948

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þessi er tekin sérstaklega fyrir Báru mína og þau í Austurríki.  Flottar konur kiss

9-IMG_8954

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir konsertinn fór ég svo beint á sýningu Litla leikklúbbsins á leikritinu kallarðu þetta leikrit!  Dásamlega skemmtilegt verk og auðvitað var leikurum og leikstjóra vel fagnað í lokinn,  en þetta var síðasta sýningin og á eftir bauð LL upp á ekta litla leikklúbbs partý eins og í gamla daga. 

10-IMG_8955

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

FLottur leikhópur. 

12-IMG_8958

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var tekið til við að skemmta sér af fullum krafti, hér er Laufey að pósa krúttsprengjan sem hún var og er enn.  Og svo Guðni Ásmund og Sigrún. 

En stjórn Litla Leikklúbbsins hafði veg og vanda að þessu öllu með Höllu Sigurðar og Denna Steingrímin Rúnari Guðmundssyni í fararbroddi.  

13-IMG_8961

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigrún og Laufey, ég held svei mér þá að við sem höfum tekið þátt í þessu nánast frá byrjun séum meira eins og fjölskylda frekar en félagar, svo náin vorum við og í krulli við eigið líf, og við erum miklu meira en bara félagar, sem betur fer eru margar vinnufúsar ungar hendur tilbúnar til að taka við og bera hróður LL áfram. 

14-IMG_8962

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eintóm gleði.

15-IMG_8964

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og það var boðið upp á veitingar, Hér má sjá Rögnu vert í Bolungarvík, Höllu formann og Hafsteinn heildsalan okkar og fremst er dóttur eins leikarnans hans Bjarka, en mér sýnist að fjölskyldur leikaranna hafi tekið mikin þátt í því sem var að gerast og er bara frábært.

16-IMG_8967

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og allir voru orðnir svangir, svo það var eins gott að fá sér í gogginn. smile

17-IMG_8968

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kata mín og Óli <3

18-IMG_8971

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ásthildur! sagði Halla við mig, hvernig lýst þér á að ráða Halldór Kára sem leikstjóra? ég horfði á hana smástund og sagði svo; hann er harður, og hann þrælarmanni út þangað til maður getur varla meira, en hann er besti leikstjórinn sem þú getur fengið. wink

19-IMG_9000

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er hún Eva dansþjálfari, en þar sem þetta var sakamálaleikrit með söng og dansi þurfti auðvitað að þjálfa dansinn. 

20-IMG_9011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir öll formlegheitin ræður og svoleiðis, en Magni fermingarbróðir minn og skólabróðir var veislustjóri, þá tók við stanslaust fjör og dans.  Hér er hann Halli okkar með gítarinn. 

21-IMG_9014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og einhver er ómissandi þá er það Gummi Hjalta, þessi elska.  Hann stóð ekki út úr hnefa þegar hann vildi fá að syngja með okkur hljómsveitinni á jólaböllunum í gamla daga, og hann er enn að. 

 

22-IMG_9019

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við eigum margar hæfileikaríkar söngkonur og þessi skemmti okkur í gær með sínum fallega söng. 

24-IMG_9027

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér með Óla er Stefán Örn Stefánsson "leikstjórinn" sem reif hár sitt og skegg yfir dreyfbýlistúttunum sem hann var að leikstýra í leikritinu. Svona myndi aldrei gerast fyrir sunnan. hahaha

25-IMG_9031

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér er ein leikkonan "tryppið" sem gat ekki verið kyrr á sínum stað og minnti okkur mjög mikið á  Laufey.  En það var margt í þessu leikriti sem minnti okkur á okkar upplifun af leikstússi úti á landi, til dæmis kom Sagan af Wasco oft upp í hugann af ýmsum ástæðum.  En þar var leikstjórinn Helga Hjörvar, en þýðandinn var eiginmaður hennar Úlfur Hjörvar og það komu einmitt svona eitt og eitt blað inn á æfingar, en eins og "formaður leikhópsins" sagði; það gerir verkið bara meira spennandi ef við vitum ekki hver er morðinginn hahahaha

En núna sem ég skrifa þetta niður fylgist ég með þröstunum sem hamast við að færa björg í bú.  Það er þeir eru að byggja sér hreiður úti í garðskálanum mínum, því þar er jú þakið rofið, og ég get ekki sagt þeim að þegar við höfum til þess tíma og fjármagn muni þakið verða endurbyggt, hvað þá að ég geti sagt þeim að kötturinn sé hér og fylgist með af áfergju.  Það verðu bara að bíða síns tíma. 

3-IMG_8939

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeim finnst svo  notalegt að sitja og skoða sig um, en mesta aðdráttaraflið er samt vínberin sem ekki voru týnd í haust, nú gera þeir sér gott af klösunum sem reyndar eru ekki í sínu besta ástandi en allavega sælgæti fyrir þess orkubolta.

4-IMG_8940

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já lífið er dásamlegt. smile

26-IMG_9036

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta sem Þröstur situr á er Jukkan mín sem var svo falleg en er nú hálf dauð ef ekki alveg, vona samt að hún komist á skrið í vor.  En það er ekki hægt að segja að Þröstur kallinn sé vannærður. 

27-IMG_9037

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og stendur eru þessar elsku mesta lífið í kúlunni.  Og dásamlegt að fylgjast með þeim.  Og ef ykkur finnst þetta umræða væmin þá er það eingöngu vegna þess að ég er á væmnisstigi eftir gærkvöldið að hitta svona marga af mínum gömlu vinum og svo að í kvöld ætla ég að hitta nokkrar af mínum elskulegu Sokkabandssystrum og við ætlum að borða saman og skemmta okkur.  Þannig að ... hvað er ég að tala um væmni?  Væmni er fundinn upp af fólki sem þolir ekki tilfinningar kiss

En svona er þetta bara.  Takk elsku LL félagar nær og fjær og takk allir fyrir að vera til.  Það eykur gildi lífsins að vita af svo mörgu vænt um þykjandi fólki þá verður heimurinn þrátt fyrir allt betri en halda má eftir fréttum.  Eigið góðan dag elskurnar mínar ég er floginn á vit kærleikans. 

 


Til hamingju Brynjar Karl.

Innilega til hamingju með þennan áfanga Brynjar Karl.  Svona fréttir eru frábærar og fallegar, ekki síður en mannbætandi og það er bara svo gott að lesa svona, þegar allar vondu fréttirnar dynja yfir mann.  Takk fyrir að vera til og takk fyrir að gefa okkur svona trú á mannkynið.  


mbl.is Stór stund hjá Brynjari Karli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstaklega gleðileg frétt.

Þessa rödd eða raddir þarf að hlusta á.  Frábært hjá unga fólkinu.  Ég er sjálf með ungling og hann hefur áhuga á öllu sem snertir skólann og vill fá það besta úr úr honum.  Þau eru svo sannarlega hugsandi verur og vita hvað þau vilja. Sem betur fer, því þetta var ekki svona þegar ég var ung.  Þá var okkur nokk sama um hverjir sátu í stjórn og kennaraliði skólans.  Þetta er vakning sem verður að ýta undir og rækta.  Eins og mér sýnist þessi ágæti maður og starfsfólk skólans hafa gert.  

 

Annað. 

IMG_8936

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mitt í öllu brakinu eftir hrun þaks garðskálans mín, brosir páskarósin mín, aldrei verið fegurri en nú.

IMG_8938

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Blessað kirsuberjatréð mitt er með þrútin brum, en veit ekki að það er brotið niður við rót.  vona samt að það nái að blómstra í síðasta skipti.

IMG_8937

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hörmungarnar eru alltaf að koma betur og betur í ljós og það er bara svo andskoti erfitt.  Þarna er stubburinn af kirsuberjatrénu, svo virðist perutréð vera horfið og líka nektarínan.  En þetta kemur smá saman í ljóð og lengir sorgina yfir örlögum þessara plantna sem ég hef hugsað um og látið mér þykja vænt um í mörg ár.  En það þýðir ekki að gráta björn bónda heldur safna liði og gera skurk í vor.  Vonandi fæ ég fólk til að hjálpa mér með þetta allt saman þegar skemmdirnar eru komnar í ljós.  Eigið góðan dag elskurnar. 

mmmm


mbl.is Stuðningurinn snertir hann djúpt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söngvakeppni framskóla.

Ég fylgdist með þessari keppni bæði forkeppninni og svo lokakeppninni.  Ég verð að segja að það er góð tilfinning að sjá hve frábær ungmenni við eigum í söngbransanum, þessir krakkar stóðu sig öll frábærlega vel.  Samt sem áður verð ég að segja að úrslitin komu mér á óvart. Ég hélt að það væri verið að velja besta söngvarann.  Lagið sem vann var ágætt og söngvararnir frábærir, og þessi unga kona sem vann og hennar meðsöngvarar voru flottar, og ég skynjaði frábæran einstakling í þessari ungu stelpu sem skemmtilegan einstakling.  En samt sem áður varð ég fyrir vonbrigðum með sigurlagið, ég var alveg ákveðin í að Stúlkan úr Garðabænum myndi sigra, lagi sem hún söng var frábært og túlkunin hjá henni einstök.  Einnig var ég afskaplega hrifin af söng stúlkunnar úr MH og gítarleikaranum og táknmálsdæminu.  Hún var svo falleg og með þessar frábæru tæru rödd, sem fáir myndu hafa eftir. 

Ég hélt að það væri verið að leita eftir "gæsahúð" eins og ein úr dómnefndinni sagði.  En sigurlagið var engin gæsahúð, langt í frá, bara svona smekklegt og enginn áreynsla. Gæsahúðin var með stúlkunni úr Garðabænum og svo úr menntaskólanum í Hamrahlíð.

Ef verið var að dæma um söng eins og þessi keppni bendir til, þá segi ég nú bara ágætu dómarar hvar er ykkar gæsahúð? Enda sá ég að þið voru ekki endilega neitt rosalega stolt af því sem þið buðuð fram.  

Þessar stelpur sem unnu, eiga vonandi eftir að gera góða hluti, en það sem upp úr stendur í mínum huga eru Garðabær og MH. Sem algjörlega standa upp úr að mínu mati. Og þannig er það bara. 


mbl.is Syngur mest í sturtu og eldhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óboðin gestur.

Verð að segja að ég er hálf skekin, 

Hvað er það sem ekki kemur fyrir í Kúlunni? Ég var upp í gróðurhúsi þegar Úlfur hringdi í mig og sagði mér að það væri minkur í garðskálanum. Hann væri særður og hættulegur. Ég þorði ekki annað en að hringja í meindýraeyðinn hann Val Rigther, sem kom og aflífaði dýrið. Hann sagði að þetta væri læða og það væri óvenjulega mikið um mink á svæðinu. Og ég sem var með fullt hús af ungu fólki í gær og auk þess búin að hafa hænsnakofann minn opinn hluta af dögum svo þær fái sólina og góða veðrið inn. En sem sagt blessað dýrið er farið til Guðs. Eins gott að fara varlega. 

IMG_8935

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki falleg sjón.  Þegar meindýraeyðirinn mætti með byssuna fór ég eins langt inn í húsið og ég gat. Dauðvorkenndi kvikindinu, en það er bara ekki hægt að hafa svona hættuleg dýr á ferli, sérstaklega ef þau eru særð. 


Gleðilega Páska.

Já þær voru að leggja af stað heim stelpurnar mínar sem voru hér yfir helgina.  Og þær kvöddu mig með páskaeggi.  Svona hljómar málshátturinn: Ég ætlaði alltaf að verða doktorsritgerð- en endaði sem málsháttur.  kiss Dettur eiginlega tveir frammámenn í samfélaginu í hug. 

2-IMG_8930

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mestu myndarstelpur.  Gaman að hafa þær.  

Páskarósin mín er ennþá undir snjó en jólarósin skartar sínu fegursta. 

 

1-IMG_8922

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það var heilmikið fjör hjér hjá mér í gær, krakkarnir nutu þess að koma heim og ylja sér, þegar þau voru orðin köld.  Þetta var líka frábær skemmtun, ég gat fylgst með henni í tölvunni.  Frábært tónlistafólk sem við eigum. 

 

 Svona hljómuðum við fyrir þremur árum, eftir 30 ára hlé og bara nokkrar æfingar fyrir giggið. 

https://www.youtube.com/watch?v=SuPb0QKmcpE

 

 

Sokkabandid

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá æfingu í kúlunni. 

 

Svona hljómuðum við á Músiktilraunum 1982.

 

https://www.youtube.com/watch?v=SMMn-s6OwFg

 

Eigið góðan dag elskurnar. 


mbl.is Gestrisnin lokkar fólk á hátíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær stemning.

Jamm það er frábært að vera bara í næsta húsi og horfa á í streymi.  Frábært. laughing


mbl.is Aldrei fór ég suður nær hápunkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðasagan Osló Kiel.

Osló er höfuðborg Noregs, það vita allir.  

Ósló er höfuðborg Noregs. Þar bjuggu rúmlega 640.313 íbúar árið 2014. Fylkið, sveitarfélagið og bærinn heita öll Ósló. Borgin er vinabær Reykjavíkur. Við lentum á Gardemoen og sonur okkar sótti okkur þangað.  Það var fagnaðarfundur með okkur og börnunum.  Elías Nói elska afa sinn alveg rosalega mikið og reyndar ömmu líka. 

89-IMG_8489

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litla prinsessan okkar var dálítið feimin fyrstu sekúndurnar en svo ekki meir.  Hún var búin að skipuleggja hvar við ættum að sofa, þ.e. hjá henni sem við gerðum.  

 

86-IMG_8538

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stubburinn var öruggari hjá mömmu svona til að byrja með, en það var ekki lengi, því hann mátti ekki sjá af afa neina stund.  En hann er yndislegur eins og þau eru öll, og svo er hann nýorðin tveggja ára. <3

87-IMG_8537

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Óðinn Freyr er orðins svo stór strákur, hér eru þeir feðgar saman í tölvum.  En þeir eru bestu vinir. 

 Ég er mjög stolt af börnunum mínum, því þau kenna börnunum sínum að bera virðingu fyrir öðru fólki rétt eins og við pabbi þeirra héldum að þeim. Hvað ungur nemur gamall temur.  Og svo sannarlega er sorglegt að sjá til barna sem eru dónaleg.  

 

En þegar við komum til Noregs var einmitt vetrarfrí. Norðmenn gera mikið úr slíkum fríum, fara með börnin í ferðalag stundum til heitari landa, eða í Hyttuna sem flestir eiga, nú eða fara í siglingu á skemmtiferðaskipi, og það var það sem við gerðum.  Fórum í siglingu til Kiel í Þýskalandi.  Þetta er tveggja daga sigling í allskonar lúxus.

1-IMG_8542

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Enginn smásmíði þetta skip.

4-IMG_8546

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HLuti hópsins, en Alejandro eiginmaður Vickýar frænku Ella kom með ásamt börnunum sínum þeim April og Axel. Hér eru vinirnir Róbert og Óðinn Freyr, Sólveig Hulda.

3-IMG_8544

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hagbarður blessaður komst ekki með, því hann þurfti að sinna dóttur sinni henni Rósu Jónu, en hún var einmitt veik á þessum tíma elsku litla fallega hetjan.

2-IMG_8543

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fólkið dreyf að út öllum áttum, og það voru mörg börn  sem voru að fara með foreldrum sínum.

5-IMG_8550

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikil tilhlökkun var hjá unga fólkinu, verðinu er stillt í hóf svo sem flestir hafi ráð á að sigla.  

6-IMG_8552

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og auðvitað voru trúðar um borð.

 

 

Kiel er höfuðborg og fjölmennasta borgin í Schleswig/Holsten með rúmlega 240.000 íbúa.

Kiel er ein frægasta skipaborg í Þýskalandi og þar hafa verið haldnir ólympíuleikar í siglingum. Þar er haldinn árlega ein stærsta siglingaviðburður í heimi, svokölluð Kielweek.

Þar er stærsti herfloti Þýskalands og auk þess er Kiel Skurðurinn einn af stærstu manngerðu skurðum.  Ég hef ekið yfir hann á brú sem er hrikalega há, þar undir fara lestar á leið sinni til Hamborgar.  Ekki alveg fyrir lofthrædda?

 

7-IMG_8556

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þau sem skemmtu sér allra best voru krakkarnir okkar, þau voru fjögur á sama aldri, Óðinn, Róbert, April og Minerva Hjörleifsdóttir, en þau Róbert eru bræðrabörn.  Þau sáust mest lítið í ferðinni nema á matmálstímium laughing

8-IMG_8559

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var ansi troðið þegar við vorum að koma okkur um borð.

9-IMG_8562

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kátir og yndislegir krakkar.

10-IMG_8566

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi skipstjóri tók á móti litlu krökkunum en mín var hálfsmeyk við þennan skrýtna karl.

11-IMG_8568

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En hana langaði svo mikið að tala við hann smile

12-IMG_8569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo amma þurfti auðvitað að koma til aðstoðar og "kynna" þau.  

13-IMG_8570

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kominn inn í klefan okkar, þá er hægt að fara að slaka á.

Man ekki hvað voru margir farþegar, en minnir að þeir hafi verið rúmlega 2000, og allir að komast inn í einu, svona dálítið stapp. 

14-IMG_8571

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við "göngugötuna" í skipinu á hæð 7, voru tveir barir annar heitir Monkeybar og hinn Donkey bar.  Við hertókum Donkeybarinn hahaha.

15-IMG_8578

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er alveg sama hvaða barn á í hlut, þau elska öll afa.  Hér er Axel að leika við afa með svarthöfða og fleiri kempur smile

 

16-IMG_8587

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig sem það æxlaðist þá fundu börnin okkur alltaf um matarleytið wink

Svo voru þau horfin á braut.  Þau fóru í sund sem er hin besta skemmtun. 

17-IMG_8589

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá hluta af "göngugötunni" í þessum íbúðum býr ríka fólkið, veit ekki hvort það er neitt skemmtilegra en að vera bara einn af fjöldanum. 

18-IMG_8590

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Næturlífið var líka glæsilegt, skemmtanir og live músikk.

19-IMG_8593

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo má bara fylgjast með hafinu og njóta útsýnisins og kyrrðarinnar. 

20-IMG_8598

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eða fara á kvöldshow, og leyfa börnunum að njóta sín, því hér mega þau vera með. 

21-IMG_8608

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jamm og allt í boði hússins (skipsins)

22-IMG_8611

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Norskar dragdrottningar. 

23-IMG_8618

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér sjáum við Conchita Wurst eða staðgengil hennar/hans.  Þetta var virkilega gaman.

 

25-IMG_8634

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hversu mörg ykkar hafa farið í svona glæsisiglingar? smile

24-IMG_8632

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér erum við stelpurnar komnar til Kiel, í moll, en málið er að norðmenn eru ekki bara að fara í skemmtisiglingu heldur líka verslunarferð, því hér er allt mikið ódýrara en í Noregi.  Og nú er notaður tíminn.  

26-IMG_8635

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kiel.

27-IMG_8641

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þýska stílbragðið.

28-IMG_8643

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Farið í mollið. 

29-IMG_8646

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef reyndar ekkert gaman af að vera í búðum, en það er alltaf gaman að skoða nýja staði. 

30-IMG_8650

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við Mínerva sátum og spjölluðum meðan aðrir voru að versla og skoða.  Þessi skóbúð er uppáhaldsskóbúðin hennar mömmu sagði Mínerva.  Við ákváðum að fara inn og skoða, og þarna fundum við báðar flotta skó sem okkur langði í.  Og keyptum þá, hér er Mínerva að máta sína laughing

31-IMG_8655

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo þurfti að prófa hringekjuna. smile

En nú elskurnar er ég í miðju kafi að elda páskalærið, stelpurnar ætla að fara á morgun, svo ég flýtti matnum, við ætlum að eiga kósýstund áður en þær fara niður í skemmu að fylgjast með Aldrei fór ég suður.  Úlfurinn minn kemur líka, svo það verður gaman.  En framhaldið ætla ég að setja inn á morgun, en við erum ennþá stödd í Kiel.  Eigið dásamlegan dag elskurnar. 

...


Fjör í Kúlunni.

Já þetta er frábær skemmtun, og bæði ég og minn maður höfum spilað þarna og líka Úlfurinn okkar.  Og núna er aftur hlátur og skemmtilegheit í kúlunni, því hingar eru komnar þrjár hressar stelpur til að upplifa Aldrei fór ég suður, og von á tveimur í viðbót á morgun.  Ég elska þetta fallega unga fólk sem er í kring um mig, bæði barnabörnin og þau öll hin sem eru í kring um mig.  Þau eru framtíðin og þau eru bara svo heilbrigð og frábær.  Við eigum sko ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni með allt þetta fallega og yndislega fólk.  

 

IMG_8928

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tilbúnar í djammið flottar stelpur, ein þeirra dóttir vinkonu minnar út Garðyrkjuskólanum.  Og það er bara gleði og hlátur í kúlu þessa Páska eins og alltaf. 

 


mbl.is Aðalfjörið fyrir vestan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2015
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2020559

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband