Íþróttamaður fatlaður eða ófatlaður, hvað er málið? Erum við ekki öll jöfn?

Ég hef verið að hugsa undanfarið um málefni fatlaðra og ófatlaðra í íþróttum. Um daginn var uppi fótur og fit þegar ung sundkona setti heimsmet, á stórmóti.  Það var fjallað um hana allstaðar og gott er íþróttafrömuðir tóku á móti henni á Keflavíkurflugvelli.  Nú er ég ekki að hnýta í þessa umfjöllun og óska henni innilega til hamingju með árangurinn.

 

http://www.pressan.is/Ithrottir/lesaithrottafrett/eyglo-skrifadi-nyjan-kafla-i-ithrottasoguna---fyrst-islenskra-kvenna-a-verdlaunapall-a-stormoti-?pressandate=20130731

"Eygló skrifaði nýjan kafla í íþróttasöguna - fyrst íslenskra kvenna á verðlaunapall á stórmóti Eygló Ósk Gústafsdóttir skrifaði nýjan kafla í íþróttasögu Íslands í gær á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug. Eygló kom þriðja í mark í 100 metra baksundi á nýju Íslandsmeti, 57,42 sek., og er hún fyrsta íslenska sundkonan sem nær á verðlaunapall á stórmóti hjá ófötluðum í sundi. Eygló var með sjöunda besta tímann inn í úrslitin og hún var þriðji yngsti keppandinn í úrslitasundinu".

ImageHandler

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Auðvitað er þetta allt saman gott og gilt, nema að segja að hún hafi skrifað nýjan kafla, enda var tekið fram að hún væri sú fyrsta sem fengi slík verðlaun hjá "ófötluðum"

Það vill nefnilega svo til að önnur sundkona átti ennþá glæstari sigra á Evrópumóti.

Hér má lesa í BB. "Ísfirska sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir er nú á heimleið eftir frækilega frammistöðu á opna Evrópska meistaramótinu fyrir fólk með Down Syndrome.

Kristín hélt stórkostlegri sigurgöngu sinni áfram á síðasta degi mótsins í gær er hún keppti í 25m. flugsundi og 50m. skriðsundi.

Í undanrásum synti hún 25m. flugsund, þar sem hún fór með besta tímann inn í úrslit og landaði enn einu Evrópumetinu. Hún var ekki hætt, því í seinna sundinu sem var 50 m. skriðsund setti hún einnig Evrópumet og var með besta tímann inn í úrslitin. Eftir þessa atrennu var pínu þreyta var farin að segja til sín hjá Kristínu, enda búin að synda heilan helling dagana á undan og að auki komin með kvef.

En eftir hádegismat og hvíld lá leiðin aftur niður í sundlaug fyrir síðustu sund mótsins. Fyrsta sund í úrslitum var 25m. flugsund og kom Kristín, sá og sigraði og setti í greininni bæði nýtt Evrópu- og heimsmet.

Síðasta sundið hjá Kristínu var svo 50m skriðsund þar sem hún náði að halda fyrsta sætinu eftir æsi spennandi keppni og bætti eigið Evrópumet síðan um morguninn. Óhætt er að segja að Kristín, sem hampar titlinum íþróttamaður Ísafjarðarbæjar, sé einn fremsti íþróttamaður sem Ísland á í dag. Á Evrópumótinu hefur Kristín fengið 5 gull, 1 silfur og 1 brons og hún hefur hvorki meira né minna en sett 10 Evrópumet og 2 heimsmet".

 

KristinHeimsmeistari

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi fallega, yndæla og duglega stelpa er alveg þess virði að fjallað sé um afrek hennar, hún er vel að því komin. 

Mig svíður bara alveg rosalega þessi mismunun sem gerð er á milli tveggja aðila sem hafa svo sannarlega komið Íslandi á sundkortið. 

Íþróttafólk í guðanna bænum reynið að bæta úr þessu virðingarleysi sem þið svo sannarlega sýnið Kristínu.  'Eg tek nefnilega undir orðin í BB: 

 

 "Óhætt er að segja að Kristín, sem hampar titlinum íþróttamaður Ísafjarðarbæjar, sé einn fremsti íþróttamaður sem Ísland á í dag. Á Evrópumótinu hefur Kristín fengið 5 gull, 1 silfur og 1 brons og hún hefur hvorki meira né minna en sett 10 Evrópumet og 2 heimsmet".


Kósýkvöld í kvöld.

Hér sig ég við kertaljós búin að versla inn fyrir helgina, þar sem ég ætla að halda mig inni meðan vonda veðrið fer yfir.  Það verður kjúklingur í matinn, hann er klár í ofninn, búin að hella rauðvíni í glas og sit við tölvuna.  Ég er að horfa á Rás2 í beinni og skemmti mér konunglega.  Það var virkilega vel til fundið að vera svona með beina útsendingu og leyfa okkur að fylgjast með í opinni dagskrá. Takk kæra rás2.

 

IMG_2094

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi var tekin um daginn, ekki í dag, því hér var dásamlegt veður í dag.

 

IMG_2099

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi var tekin fyrir svona tveimur tímum.  Svo fallegt veður.

IMG_2101

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þó úti sé snjór, þá er miklu hlýlegra inn í garðskálanum mínum, sem loksins er orðin fullkláraður aftur.  Og gamli jólasveinninn passar upp á súluna sem á að vera ef snjóþungi verður of mikill. 

IMG_2102

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má á hann fullt í fangi með að halda á gjöfunum og styðja við súluna.  En jóli er kaldur karl og kræfur og lætur sér ekki bregða smile

Svo er búið að gefa krummunum okkar, snjótittlingunum og svartþröstunum nægan mat svo þeir fari ekki svangir inn í óveðrið, enda eru þeir óvenjulega gráðugir, því þeir vita að það er að koma vont veður.  Mér líður líka mikið betur að vita að þeir hafa magann sinn fullan af mat. Hænurnar með nógan mat líka og ófrosið vatn.  

Ein svona skemmtileg sumarmynd í lokin, mynd sem ég fékk senda í dag. 

12316229_10205252342964197_2565554287433250278_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Júlli minn elskulegur og Lea tengdadóttir systur minnar, í vorverkunum fyrir mörgum árum. 

En sem sagt kósýkvöld í kúlunni.  Og nú rétt áðan hringdi stubburinn minn, hann var að aka inn í Akureyri, með Morfísliðið frá Ísafirði.  Ég hafði haft áhyggjur af þeim, en þau eru sem samt kominn í heila höfn.  

Vona að ykkur líði líka vel og og munum að ekkert liggur á.  Megi ást og friður leika um ykkur öll.  Knús frá mér til ykkar allra kiss

......

 


Að móðga mann.

Ekki er nú öll vitleysan eins.  Annað hvort móðgar maður mann, eða maður móðgar ekki mann... eða þannig.  wink

Verð nú samt að segja ef miða á við myndirnar einar og sér, þá er Gollrir meira krútt en Resep Erdogan. 

En sé verið að tala um innrætið, þá verður málið aðeins flóknara.  Því ómögulegt er að segja hvað varð til þess að Gollrir varð svona undirförull, lyginn og ómerkilegur. Hann var Hobbiti sem voru bæði hreinskiptir og heiðarlegir flestir.  Þannig að það hlýtur að vera nálægðin við hringinn eina sem gerði hann að því sem hann var. 

Og þá kemur spurningin Á að miða hobbitann sem varð svona af utanaðkomandi orsökum, eða á að miða við skrýmslið sem hann varð eftir á. 

CVNwo9-WsAAlIqq

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Segi nú bara fyrir mig, ekki vildi ég vera í sporum dómarans. kiss


mbl.is Dómari kallar til sérfræðinga í Gollri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2015
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 2020858

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband