Kósýkvöld í kvöld.

Hér sig ég við kertaljós búin að versla inn fyrir helgina, þar sem ég ætla að halda mig inni meðan vonda veðrið fer yfir.  Það verður kjúklingur í matinn, hann er klár í ofninn, búin að hella rauðvíni í glas og sit við tölvuna.  Ég er að horfa á Rás2 í beinni og skemmti mér konunglega.  Það var virkilega vel til fundið að vera svona með beina útsendingu og leyfa okkur að fylgjast með í opinni dagskrá. Takk kæra rás2.

 

IMG_2094

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi var tekin um daginn, ekki í dag, því hér var dásamlegt veður í dag.

 

IMG_2099

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi var tekin fyrir svona tveimur tímum.  Svo fallegt veður.

IMG_2101

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þó úti sé snjór, þá er miklu hlýlegra inn í garðskálanum mínum, sem loksins er orðin fullkláraður aftur.  Og gamli jólasveinninn passar upp á súluna sem á að vera ef snjóþungi verður of mikill. 

IMG_2102

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má á hann fullt í fangi með að halda á gjöfunum og styðja við súluna.  En jóli er kaldur karl og kræfur og lætur sér ekki bregða smile

Svo er búið að gefa krummunum okkar, snjótittlingunum og svartþröstunum nægan mat svo þeir fari ekki svangir inn í óveðrið, enda eru þeir óvenjulega gráðugir, því þeir vita að það er að koma vont veður.  Mér líður líka mikið betur að vita að þeir hafa magann sinn fullan af mat. Hænurnar með nógan mat líka og ófrosið vatn.  

Ein svona skemmtileg sumarmynd í lokin, mynd sem ég fékk senda í dag. 

12316229_10205252342964197_2565554287433250278_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Júlli minn elskulegur og Lea tengdadóttir systur minnar, í vorverkunum fyrir mörgum árum. 

En sem sagt kósýkvöld í kúlunni.  Og nú rétt áðan hringdi stubburinn minn, hann var að aka inn í Akureyri, með Morfísliðið frá Ísafirði.  Ég hafði haft áhyggjur af þeim, en þau eru sem samt kominn í heila höfn.  

Vona að ykkur líði líka vel og og munum að ekkert liggur á.  Megi ást og friður leika um ykkur öll.  Knús frá mér til ykkar allra kiss

......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Líst vel á þetta hjá þér svo ég tali nú ekki um rauðvínið!!

Sigurður I B Guðmundsson, 4.12.2015 kl. 18:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er algjörlega frábærð smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2015 kl. 22:23

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og vonda veðrið hefur ekki látið sjá sig ennþá.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2015 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2020909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband