Mannúðarsjónarmið eigi ætíð að vera í hávegum höfð???

„Til viðbót­ar við það er það mín skoðun að mannúðarsjón­ar­mið eigi ætíð í há­veg­um höfð þegar við vinn­um og þróum þessi mál áfram,“ sagði Ólöf. Mál al­bönsku fjöl­skyldn­anna sem flutt­ar hefðu verið úr landi eft­ir að um­sókn þeirra um hæli var hafnað hafi haft mik­il áhrif á marga og hún væri þar ekki und­an­skil­in né nokk­ur ann­ar sem starfaði að mál­efn­um út­lend­inga. Það væri þó auka­atriði í mál­inu. Það sem mestu skipti væru börn­in, rétt­indi þeirra og hag­ur. Mál fjöl­skyldn­anna hefði því miður ekki farið til úr­sk­urðar­nefnd­ar út­lend­inga­mála".

Hverslags blaður er þetta Ólöf?  Þú gast auðveldlega gert eitthvað í þessu  máli, og miðað við þessi orð þín á ég auðvita von á því að þú einbeitir þér nú fyrir jólin að láta sækja þetta fólk og veita því dvalarleyfi, annars ertu ómerkingur orða þinna. 

Þið þú og útlendingastofnun hafi gerið gerð afturreka með allann ykkar málflutning og hver réði því að fólkinu var ráðlagt að draga kæru sína til baka?

Ég hef megnan viðbjóð á fólki sem segir eitt og meinar annað.  Þegar þú og þínir líkar sáu viðbrögðin þá var byrjað að væla um árásir, í stað þess að gera eitthvað rótækt í málinu.  

Ég skora því á þig að láta sækja þetta fólk og leyfa því að dvelja hér af þessum mannúðarðástæðum sem þú gumar svo mikið af. Mannúarsjónarmið eigi ætíð að vera í hávegum höfð?  

Satt að segja hélt ég í fávisku minni að þú myndir ræða um miskunsama samverjan, eða vitna í postulana eða jesú; leyfið börnunum að koma til mín, eða jafnvel lesa upp úr Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna.  En nei, þú fórst að gera sjálfa þig að fórnarlambi. Svei

Ég vona að þú eigir góð og hamingjusöm jól, slíkur verður ekki að fagna hja þessum fjölskyldum í Albaníu, þó þau haldi ef til vill ekki jól, þá verða komandi tímar þeim erfiðir.  Nema þú ákveðir að gefa þeim gjöf í anda samúðar, mannúðar og kærleika.  Ég og reyndar margir fleiri bíðum eftir því.  

aNi7ovUBU1du_992x620_fHORAODo

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo að lokum þetta. :http://stundin.is/frett/fjolskyldan-komin-til-albaniu-allslaus-i-hripleku-/

Ertu ekki bara ánægð og sæl?


mbl.is „Ég stend ekki þegjandi hjá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2015

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 2020858

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband