Færsluflokkur: Bloggar
23.11.2009 | 14:18
Prakkarar í kúlu.
Nokkrar myndir af prökkurunum mínum. Ásthildur er lasin í dag, eiginlega eldhress, en hún ældi í nótt og kvartaði yfir maganum, svo ég ákvað að hafa hana heima. En hún er eins og ekkert hafi ískorist og bara ánægð yfir að eiga ömmu sína alveg sjálf.
Ég á þennan varalit sagði Hanna Sól. Ásthildur vill líka láta varalita sig, afi má ég varalita þig líka?
Hopp og hí... Isobel kom í heimsókn.
Reyndar er búið að vera fjölmennt hér yfir helgina, Daníel gist hjá okkur, og börnin komu í heimsókn.
Hún vill gera allt sjálf þessa dagana, það má ekki hjálpa henni...
Þetta er sama erfitt og snúið.
Úbbs þetta ætlar ekki að ganga neitt..
Fór reyndar aldrei lengra, því það mátti ekki hjálpa henni að snúa erminni.
Stóru börnin voru í laufabrauðsgerð hjá henni Jónu Símoníu frænku Daníels og Júlíönu. Hin fengu að koma með, og þau komu færandi hendi þessi líka flottu laufabrauð sem eru búin að vera hér til reiðu fyrir gesti. Sumir borða þau með sultu, og viti menn ein vinkona mín hafði einmitt fært mér þessa rosalega góðu plómusultu.
Þau fóru svo líka út að leika sér í snjónum. Ærslabelgirnir mínir.
Þá er nú gott að amma og afi eigi auka galla.
Viltu opnida fyrir mig?
Þau fengu sem sagt ís.
Nammi namm.
Með bók á höfðinu.
Vil ekki fara að sofa!
En ég hélt satt að segja að það væri komið nóg af áhyggjum hjá mér. En svo fékk pabbi gamli áfall og dvelur nú á sjúkrahúsinu. Ég vona að honum batni. En það er alltaf undirliggjandi ótti um að missa. Og núna er ég ekki í stakk búinn til að missa fleiri í bili. En svona er lífið víst. Það verður að hafa sinn gang, og við þurfum víst bara að læra að lifa með því sem er. Og taka því sem að höndum kemur. Vona að þið hafið það gott í dag elskurnar. Og megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur og vernda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
21.11.2009 | 13:18
Pizzur, fjölskyldukvöld og kúlulíf.
Við hittumst hér í kúlunni tengdadæturnar og börnin til að baka og borða saman pizzur í gærkveldi. Það var mikið fjör og mikið gaman. Enda kúlan sneisafull af börnum og konum. Drengirnir mínir eru allir flognir burt einn til himins hinir til Noregs.
Það er ósköp vinalegt að hafa allan hópinn svona í kring um sig. Svo fara þau öll til Noregs eftir áramótin. Þá verður hálf tómlegt hjá ömmu sín.
Sumir eru samt sem áður áhyggjulausir, á nýjum græjum og svoleiðis. Zorró er líka alveg sama.
Aðrir gera smátilraunir með hvaða áhrif lampaljós hefur á gospilludjús.
Svo er bara ferlega flott að djöflast í ömmuholu. Og þar er enginn aldurshöft á.
Brandi finnst notalegt að láta dýralækninn klappa sér.
Annars er hann að tékka á Aloavera plöntunni hann lagðist nefnilega ofan á hana um daginn og fylgist nú með hvernig henni reiðir af.
Það er búið að hnoða deigið og nú er beðið eftir að að hefi sig og verði tilbúið. Matta er aðalbotngerðamanneskjan í hópnum.
Ég vil líka gospilludjús....
Þú fékkst stærri bolla en ég....
Svo þarf maður knús.
Og ef þið haldið að við séum ekki "professional" í pizzugerðinni, þá skjátlast ykkur.
Það eru allir að flækjast fyrir hver öðrum, en það er líka bara allt í lagi. Enginn er samt fyrir öðrum... þannig.
Allt að koma fyrstu pizzurnar komnar inn í ofnana.
Nammi namm...
Og meira nammi namm.
Halló pabbi ég veit að þú skoðar myndirnar og fylgist með
ég get alveg sagt ykkur það að hann Júlli minn hefði notið sín hér í gærkveldi, þetta var hans uppáhald að vera innan um fólkið sitt.
Það var ekkert smá sem var bakað, og borðað af pizzum í gær á þessu heimili.
Amma taktu mynd!
Taktu líka mynd af mér amma!
Okkur báðum.
Reyndar misreiknuðum við okkur í tíma í morgun. Þegar stelpurnar vöknuðu héldum við að klukkan væri bara fimm, og reyndum að koma þeim til að sofa aðeins lengur. Skildum ekkert í því hvað þær voru hressar og kátar, svo kom í ljós að klukkan var sjö, og þeirra tími að vakna.
Og núna er bara notalegheit í kúlu. Afi les amma í tölvunni og stelpurnar að lita. Úlfur og Daníel sem er hjá okkur þessa dagana eru að baka laufabrauð hjá frænku hans Daníels. Úti er fallegt veður.
eins og sjá má.
En ég óska ykkur öllum góðrar helgi. Og megi hún vera ykkur öllum gleðileg. Það skiptir svo miklu máli að vera jákvæður og hugsa fallega. Og þannig fær maður allar fallegu hugsanirnar tífalt til baka, og fyrir það er ég óendanlega þakklát.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
19.11.2009 | 22:12
Kúlulíf.
Jæja þá eru börnin sofnuð. Elli minn fór á söngæfingu til Þingeyrar, og það er hundleiðinlegt veður, farið að snjóa núna og hvasst. Ekkert í sjónvarpinu þá er best að setjast niður og sýna ykkur myndir frá deginum í dag.
Reyndar var þessi tekin í gær. Takið eftir hvernig sólin kemst ekki lengra upp fyrir fjallið en þetta. Bráðum getur hún ekki einu sinni kíkt.
Sumir eru bara töffarar.
Eða þannig....
Og megakrútt. Spáið í hvað hún verður hrifin af svona myndum þegar hún er 12 ára og fer að kíkja á netið Eins og Úlfur sagði við mig í fyrra; amma það er bannað að setja myndir af mér þar sem ég er í baði á netið. Krakkarnir stríða mér. Það voru myndir frá því hann var fimm ára eða svo.
Allir voru að dansa upp á dekki!!!
Náttfatatískan.
Ef þið haldið að skottið hafi áhuga á litlu frænku, þá er það misskilningur, hún er einungis að passa upp á hestinn SINN.
Horft á barnaefni í sjónvarpi.
Dansi dansi dúkkan mín...
Dæmalaust er stúlkan fín...
Og fyndin.
Og Óðinn Freyr er sko voðaduglegur að hjálpa mömmu við litlu systur sína.
Litla fallega prinsessan og þreytta illa tilhafða amman hennar. Vorum að borða banana.
Eins og ég sagði áðan er farið að snjóa og auðvitað þurfti að fara út og ná sér í snjó.
En ég vil bara þakka fyrir mig og öll fallegu innleggin og hughreystingarnar sem þið hafið veitt mér.
Það gefur mikið. Innilega takk fyrir mig og góða nótt, megi allar góðar vættir vaka með ykkur og vernda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.11.2009 | 11:15
Smá hugleiðing á nóvembermorgni.
Hvernig hefurðu það? Hvernig líður þér? Já fólk spyr af umhyggju og ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara. Stundum líður mér vel og get gleymt mér um stund. En svo sé ég eitthvað eða heyri sem minnir mig á og söknuðurinn hellist yfir mig. Ég veit líka að ég verð ekki í ró fyrr en ég hef komið öllum munum hans í röð og reglu. En ég er algjörlega frosin að framkvæma eitt eða neinn.
Svo eru það gluggapóstarnir, ég get ekki opnað þau bréf. Elli minn þarf að standa í því, og ég held að hann sé ekki ofsæll heldur. Fólk hefur boðist til að aðstoða, og ég er þakklát fyrir það. Málið er bara að ég kemst ekki til að gera neitt í því heldur. Ætla að fara að sækja um framlengingu á uppboði fram í mars, eins og nú er hægt að gera. Bara spurning hvort það sé betra að bíða undir svona pressu eða láta bara slag standa. En æ, ég held að ég fái frestinn.Ég finn líka að ég er haldinn mikilli ákvörðunarfælni, get ekki sagt af eða á um minnstu atriði. Verst með þau minnstu, sem skipta minna máli, get bara ekki ákveðið hvort ég vil rautt eða grænt og svo framvegis. Það er vont að þurfa að standa frammi fyrir stórum ákvarðanatökum einmitt á þeim tímapunkti, þegar maður er allsendis ófær um það.
Það versta er að það eru margir þarna úti sem eiga við þetta sama að stríða. Sömu sorgina, sömu áhyggjurnar og jafnvel reiðina. Ég er sem betur fer laus við hana.
Ofan á allt þetta kemur svo jólaundirbúningurinn. Jólin með sína fjölskylduvænu daga. Mamma má Siggi ekki borða með okkur í kvöld, hann hefur engan, átti Júlli minn til að segja. Og hvað var annað hægt en að leyfa Sigga að borða með okkur. Ég þekki konu sem sagði mér að á hennar heimili væri alltaf laust pláss fyrir einhvern. Það er fallegur hugsunarháttur. Og Jólin eru einmitt tíminn til að muna eftir þeim sem minna mega sín eru einmana eða líður á einhvern hátt illa. Og þegar maður hefur tekið einhvern slíkan heim og leyft að eiga stund með fjölskyldunni, finnur maður að gleðin yfir því gefur okkur sjálfum stærstu gjöfina.
Svona var þetta líka á mínu æskuheimili. Við krakkarnir komum iðulega með einhvern einhverja sem voru langt í burtu frá heimahögum og áttu enga að á staðnum. Ég held að það hafi verið fá jólin sem ekki var einhver slíkur með í jólahaldinu. Það var alltaf laust pláss hjá mömmu minni.
Ég hef alltaf átt erfitt með að vakna á morgnana í skammdeginu, held að ég sé haldin skammdegisfælni. Er upp eins og hani öll sumur, en í myrkrinu vil ég helst kúra mig niður og breiða upp fyrir haus. Það sem bjargar mér núna eru tvær litlar skottur sem þarf að klæða og fæða og koma á leikskólann, sem betur fer hjálpumst við að við það við Elli minn. Og svo náttúrulega stubburinn okkar, hann er duglegur að vakna og koma sér í skólann.
Í gær tók hann þátt í freestyle danskeppni. Hann var í hópi með tveimur jafnöldrum sínum og vinkonum, þau voru búin að æfa stíft í tvo daga, frá skóla og fram á kvöld. Og þau unnu keppnina. Fengu farandbikar og verðlaunapening og blóm. Það var því stoltur drengur sem kom færandi hendi heim í gær. Því miður komst ég ekki á sýninguna, og því eru engar myndir teknar, en ég er staðráðin í að láta þau klæðasig upp og sýna smá fyrir mig og taka myndir. Þetta má ekki fara fram hjá mér. Ég er voða stolt bæði af honum og svo hinu barnabarnabarninu mínu Sóley Ebbu sem var líka í þessum danshópi, þau voru þrjú alls.
Ég er búin að semja jólasöguna. Ætlaði aldrei að hafa mig í að byrja, en svo kom þetta bara einhvernvegin af sjálfu sér. Ævintýrið í Hulduheimum heitir hún. En þetta verður jólagjöfin mín í ár til barnabarnanna. Þá er eftir að gera jólakortin. Ég er reyndar ekki í stuði til að gera neitt svoleiðis. En ég verð að harka af mér og byrja. Það kemur örugglega alveg eins og sagan.
Þið verðið að afsaka þó ég sé að væla þetta. Það er bara gott að koma þessu frá. Svona er lífið bara og það þarf að takast á við það og læra að lifa með því. Helst að komast upp á jafnvægið aftur sem fyrst.
Ég þarf eiginlega að gera alveg heilan helling, ég held að einn daginn komi það bara yfir mig að drífa af það sem ég hef látið drabbast alltof lengi. Og sumt er til að hlakka til, því ég er búin að fá nýjan skanner, sem getur tekið slides myndir. Ég á svo mikið af slíkum myndum síðan krakkarnir voru litlir. Við höfum ekki mikið skoðað þær vegna þess að við eigum ekki sýningarvél. Svo það er hægt að láta sig hlakka til að skoða þær myndir upp á nýtt. Alveg frá fyrstu tíð krakkanna minna.
Við gerðum nefnilega heilmikið með börnunum þegar við vorum yngri, fórum í útilegur, ferðalög eða bara fjöruferðir. Stundum var bara farið inn í Álftafjörð og tjaldað inn í botninum þar við ána. Ég held að þau búi að þessum samverustundum lengi. Og ef til vill er það einmitt það sem hefur leitt drenginn minn á þær slóðir að elska náttúruna svona mikið. Og vilja njóta fjörunnar og fjallanna. Það er allavega ljós í minningunni að láta sig halda það.
Þetta gerðum við þrátt fyrir að við yrðum bæði að vinna mikið, til að eignast þak yfir höfuðið. En við munum svo sem tímana tvenna. Við þurftum að velta hverjum pening og spara eins og hægt var. Ég tók til dæmis alltaf slátur. Keypti skrokka og frysti. Gat komist í frostgeymslu hjá föður mínum. Ég saumaði öll jólaföt sjálf á krakkana og reyndar flest fötin mín líka. Hafði gaman af því í þá daga. Man líka eftir að stoppa í sokka, og prjóna ullarvettlinga og sokka. Sauma fyrir rifur, í dag eru rifurnar bara í tisku.
Þegar ég fór að vinna í frystihúsi Ísfirðina, fengum við að hafa með okkur afganga sem ekki stóðu vikt. Ég fór oft heim með slíka afganga, það gat verið ýsa, þorskur, ufsi eða jafnvel grálúða. Úr þessu var hægt að gera yndælis bollur eða steikja á pönnu. Grjónagrautur og hafragrautur var alltaf með á kvöldin. Svo gerði ég það sem við kölluðum járnbrautarslys, þá voru afgangar úr slátrinu skornir niður í smá teninga, svo var bökuð upp sæt sósa og kartöflur og slátrið sett ofan í. Þau átu þetta með góðri lyst börnin mín. Og við vorum svo heppin að geta haft oft harðfisk á boðstólum vegna þess að pabbi átti hjall sem hann herti fisk í. Alltaf alla tíð tóku börnin mín lýsi á hverjum morgni, það læt ég barnabörnin mín gera líka.
En þetta er nú aldeilis orðin greinargerð. Málið er að ég held að við þurfum fjölskyldan að fara að huga að þessum háttum aftur. Og ég get ekki sagt að ég kvíði því. Mér hefur alla tíð verið illa við bruðl og að henda hlutum sem hægt er að nýta. Ég hef lengi verið undrandi á hve fólk getur bruðlað með hlutina. En ég er ef til vill of mikið á hinn veginn. Safna upp allskonar dóti sem ég geri svo ekkert með. Sennilega þarf að vera þarna einhversstaðar á milli, einhver millivegur.
En ég ætla að láta þessu lokið núna. Eigið góðan dag elskurnar og takk innilega fyrir mig.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
17.11.2009 | 22:01
Krúttfærsla undir svefninn.
Nokkrar krúttmyndir svona undir svefninn.
Ég finn að kveikjuþráðurinn í mér er ansi stuttur þessa dagana, svo ég má gæta mín að hvæsa ekki. Hef sofið illa undanfarið, og notaði tækifærið þegar Elli minn þurfti að fara til læknis að biðja um svefntöflur, sem ég fékk, þannig að ég ætti að sofa ágætlega í nótt. Þær stuttu eru líka dálítið hvumpnar pabbi kom í heimsókn á helginni og ég held að það sé þess vegna. Sakna pabba, þó þær séu alsælar hér. Þá kemur auðvitað ekkert í staðin fyrir pabba og mömmu. En þær áttu allavega yndislegar stundir með pabba sínum.
Það er hnoðast og knúsast.
Já já Ásthildur er hérna líka.
Og svei mér þá er pabbi er ekki alveg búin á því. Morgunstund með pabba.
Litla Sólveig Hulda hefur þroskast og stækkað mikið á stuttum tíma. Þarf að finna gamla mynd af Skafta mínum hún er alveg eins.
Ótrúlega dugleg lítil manneskja, farin að velta sér og setjast upp. Margur er knár þótt hann sé smár.
Umm hvað frænka mín ilmar vel.
En ég segi bara góða nótt, sofið rótt og knús á ykkur öll út í nóttina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
17.11.2009 | 11:35
Allt mér að kenna.... og hvað svo?
Þetta er ekki Davíð Oddssyni að kenna, ekki Seðlabankanum, ekki JÁJ ekki Sigurði Einarssyni og svo framvegis. Þetta var mér að kenna.
Fyrir þetta fær Kári hrós í hnappagatið fyrir að gangast "þó við ábyrgðinni". En finnst engum það skrýtið að þrátt fyrir að hann "gangist við ábyrgðinni" þá er hann samt sem áður í forystu fyrir fyrirtækið. Menn hér eru búnir að æpa úr sér lungu og lifur yfir því að Baugsfeðgar eigi að fá að halda áfram að reka Bónus, en finnst allt í lagi að Kári fái að vera í forystu ÍE.
Við erum greinilega ennþá í anda 2007 eitthvað. Gjörsamlega siðlaus og heimsk. Það verður engin spilling upprætt ef við ætlum endalaust að haga okkur svona.
Þjóðin er nýbúin að krefjast heiðarleika og réttlætis, á fjölmennum þjóðfundi sem var haldinn. Er það að gangast við ábyrgð að segjast bera ábyrgð, ef hún nær svo ekkert lengra en orðin tóm. Alveg eins og þegar þingmenn segjast axla ábyrgð hætta í þykjustunni og koma svo undirreins fram aftur og biðja um áframhaldandi ábyrgð. Og það sem verra er, fólk fær slíkum umboð aftur og aftur.
Hvað er eiginlega að okkur! Erum við orðin svona gegnsýrð af spillingu, værukærð og þýlyndi að okkur sé alveg saman hvað þetta fólk gerir, við gefum þeim endalaust leyfi til að halda áfram, af því við þorum ekki að skipta út og fá inn ný andlit með nýjar áherslur og ný sjónarmið?
Mikið er ég orðin þreytt á þessu endalausa blaðri um ekki neitt. Og endalausri viðreisn valdhafa og klíkuskapar um völd, og allt í boði íslensk almennings, af því við nennum ekki að standa upp og axla ábyrgð á sjálfum okkur og samviskunni. Heldur bara tuða út í horni og velja svo alltaf sama yfir okkur aftur og aftur.
Er ekki bráðum komið nóg. Eða halda menn virkilega að það sé ekki hægt að velja hæfara fólk til að stjórna okkur en nú er?
Þú íslenska þjóð
Þrautpínd og leið.
Hokin og hljóð.
Hamslaus, en reið.
Situr ó-sátt
Segir samt fátt.
Hvar er þinn baráttuhugur.
Hvar er þín djörfung og dugur.
Ætlum við endalaust bíða,
almenning láta hér líða,
allsleysi hungur og doða.
Fer ekki fólkið mitt sjúka,
farsanum þessum að ljúka?
Vasklega verjum nú skerið.
vort kæra og þó fyrr hefði verið.
![]() |
Kári áfram hjá ÍE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
15.11.2009 | 17:24
Systrakærleikur.
Litlu systurnar eru oftast nær góðar saman. Núna er pabbi þeirra í heimsókn, og þær í sjöunda himni.
Alltaf gaman að gera sig fína.
Halló litla systir, viltu prófa líka?
Svona stóra systir skal hjálpa.
Agalega fín,
Ég þarf samt að laga smá.
svona nú ertu sko fín.
Jamm stóra systir er betri en enginn.
Knúsí knús... það er samt eitthvað prakkarlegt við þessa mynd.
Sko bara til!
Hér er svo föndurdrottningin, maður tekur mjólkurfernu, klippir hana niður, og býr til jólaóróa. Alveg sjálf.
Ekki slæmt á þessum síðustu og verstu.
Ég sendi ykkur knús út í nóttina bloggvinir mínir. Ég er á kafi í að semja jólasöguna fyrir börnin. Það er virkilega spennandi og góð leið til að dreyfa huganum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
14.11.2009 | 10:33
Ef þetta er ekki.....
Það jákvæðasta sem maður hefur heyrt lengi þá veit ég ekki hvað. Svo sannarlega hefur verið þörf á einhverju einmitt svona. Þjóðfundur! Af hverju gerðum við þetta ekki fyrir ári síðan? Þið sem hafið unnið að þessu og útfært hugmyndina eigið þakkir skilið og reyndar allir sem taka þátt. Megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda. Megi landvættir og goð sitja þarna með ykkur. Mína blessun fái þið líka.
Aftur til upprunans og byrjum upp á nýtt. Það er eina vitið. Gömlu gildin skulu koma á ný.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.11.2009 | 13:37
Kúlulíf.
Veðrið er búið að vera gott undanfarna daga, þetta fallega logn sem við erum svo fræg fyrir. Og sólin skín á húsið mitt....
Dag eftir dag.
En hún nær ekki alveg niður núna, heldur kristallast í skýjum og getur sent einn og einn geisla ennþá. Svo verðum við bara að bíða fram í endaðan Janúar.
Því miður er mikil mengun núna frá sorpbrennslunni. Þetta er ekki falleg sjón.
Þetta aftur á móti er yndislegt. Litla fjölskyldan hans Skafta míns. Hann er í Noregi.
Ásthildur er voða hrifin af frænku sinni og afi líka.
Og auðvitað er mamma best.
Amma plástur!!!. Það fóru fjórir plástrar á sárið allt á sama klukkutímanum. Það var ekki við annað komandi.
Þetta er auðvitað fjallkonan ekki satt!
Smámyndir til að sýna að hér er ennþá mannlíf þrátt fyrir allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
13.11.2009 | 12:25
Kóngur og Drottning.
Ég kaupi oft DV þessa dagana. Finnst þeir taka vel á spillingarmálum og láta sig varða það sem er að gerast í samfélaginu. Núna síðast um níu ára drenginn sem var tekinn með ofbeldi frá ömmu sinni að því er virðist ekki á löglegan hátt.
En ég ætla ekki að tjá mig um það hér.
Það sem ég hef verið að hugsa um er, að undanfarin blöð hafa verið undirlögð af tveimur persónum. Þau eru Kóngur og Drottning.
Ég kannast við opinberu persónu Kóngsins, hann hefur komið víða við í íslensku samfélagi og hefur markað þar djúp spor svo ekki sé meira sagt. Endalaust getur hann komist áfram á sínum pólitísku "hugsjónum".
Kóngurinn og Drottningin virðast bæði vera hulin leyndarhjúpi. Bæði hafa þau um sig hirð aðdáenda, sem gefa þeim auðvitað þann styrk og vernd sem þarf til að komast í þessa stöðu. Að vísu er hirð Kóngsins kölluð Náhirð. Hennar sértrúarhirð.
Bæði baða sig í aðdáun áhangenda sinna, hann í pólitíkinni og hún í business.
Ég veit svei mér ekki hvernig ég á að taka uppátæki DV að setja þessa ágætu drottningu á stall og hylla hana svona í hverju blaðinu á fætur öðru. Að vísu ofbauð mér svo að ég ákvað að kaupa ekki þriðja blaðið í röð þar uppljómað af hennar persónu, þar sem var viðtal við hana upp á minnsta kosti heila opnu. Ég held sem betur fer, því eftir viðbrögðum Þórarins Tyrfingssonar í blaðinu á eftir, við ummælum hennar um fíkla og alkóhólista, er ég fegin að hafa ekki lagt það á mig með því að lesa það sem hún lætur frá sér. Þau ummæli hinnar goðumlíku fegurðargyðju er langt því frá að vera sá guðlegi innblástur sem blaðið hefur látið í ljós að hún sé haldinn. Heldur miklu fremur frá hinum svarta sjálfum.
Ég skil vel að kóngurinn klári fái að heyra það dag eftir dag í DV, hann er jú keppinautur blaðsins í dag, að vísu eitthvað hnignandi eftir því sem mér skilst.
En með Drottninguna gildir öðru máli, ég er farin að halda að minn ágæti vinur Reynir Trausta sé fallinn í netið hjá henni og orðin einn af áhangendum safnaðarins. Slík er mærðin um þessa konu sem ég veit ekki haus eða sporð á, nema að ég ét stundum Gunnars majonnes. En hún mun víst sjá um að breiða það út meðal landsmanna eins og aðrir gera með útgáfu blaða. Enda er einn af hennar miklu mannkostum að skrifa bækur.
Þetta er nú bara svona til gamans. En það er ekki þar með sagt að ýmislegt flögri að manni svona á þessum síðustu og verstu.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar