Pizzur, fjölskyldukvöld og kúlulíf.

Við hittumst hér í kúlunni tengdadæturnar og börnin til að baka og borða saman pizzur í gærkveldi.  Það var mikið fjör og mikið gaman.  Enda kúlan sneisafull af börnum og konum.  Drengirnir mínir eru allir flognir burt einn til himins hinir til Noregs. 

IMG_5106

Það er ósköp vinalegt að hafa allan hópinn svona í kring um sig.  Svo fara þau öll til Noregs eftir áramótin.  Þá verður hálf tómlegt hjá ömmu sín.

IMG_5107

Sumir eru samt sem áður áhyggjulausir, á nýjum græjum og svoleiðis.  Zorró er líka alveg sama.

IMG_5108

Aðrir gera smátilraunir með hvaða áhrif lampaljós hefur á gospilludjús.

IMG_5110

Svo er bara ferlega flott að djöflast í ömmuholu.  Og þar er enginn aldurshöft á.

IMG_5112

Heart

IMG_5113

Brandi finnst notalegt að láta dýralækninn klappa sér.

IMG_5114

Annars er hann að tékka á Aloavera plöntunni hann lagðist nefnilega ofan á hana um daginn og fylgist nú með hvernig henni reiðir af.

IMG_5117

Það er búið að hnoða deigið og nú er beðið eftir að að hefi sig og verði tilbúið.  Matta er aðalbotngerðamanneskjan í hópnum.

IMG_5119

Ég vil líka gospilludjús....

IMG_5121

Þú fékkst stærri bolla en ég....

IMG_5125

Svo þarf maður knús.

IMG_5130

Og ef þið haldið að við séum ekki "professional" í pizzugerðinni, þá skjátlast ykkur.

IMG_5132

Það eru allir að flækjast fyrir hver öðrum, en það er líka bara allt í lagi.  Enginn er samt fyrir öðrum... þannig.

IMG_5133

Allt að koma fyrstu pizzurnar komnar inn í ofnana.

IMG_5134

Nammi namm...

IMG_5136

Og meira nammi namm.

IMG_5137

Halló pabbi ég veit að þú skoðar myndirnar og fylgist meðHeart

IMG_5139

ég get alveg sagt ykkur það að hann Júlli minn hefði notið sín hér í gærkveldi, þetta var hans uppáhald að vera innan um fólkið sitt. Heart

IMG_5140

Það var ekkert smá sem var bakað, og borðað af pizzum í gær á þessu heimili.

IMG_5142

Amma taktu mynd!

IMG_5143

Taktu líka mynd af mér amma!

IMG_5145

Okkur báðum. 

Reyndar misreiknuðum við okkur í tíma í morgun.  Þegar stelpurnar vöknuðu héldum við að klukkan væri bara fimm, og reyndum að koma þeim til að sofa aðeins lengur.  Skildum ekkert í því hvað þær voru hressar og kátar, svo kom í ljós að klukkan var sjö, og þeirra tími að vakna. 

IMG_5147

Og núna er bara notalegheit í kúlu.  Afi les amma í tölvunni og stelpurnar að lita.  Úlfur og Daníel sem er hjá okkur þessa dagana eru að baka laufabrauð hjá frænku hans Daníels.  Úti er fallegt veður.

IMG_5149

eins og sjá má.

En ég óska ykkur öllum góðrar helgi.  Og megi hún vera ykkur öllum gleðileg.  Það skiptir svo miklu máli að vera jákvæður og hugsa fallega.  Og þannig fær maður allar fallegu hugsanirnar tífalt til baka, og fyrir það er ég óendanlega þakklát.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góða helgi sömuleiðis Ía mín.  Þú ert ekki á flæðiskeri stödd með þennan félagskap.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2009 kl. 13:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Jón Steinar minn aldeilis ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2009 kl. 13:34

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hafðu það gott Ía mín, fallegt mannlífið hjá þér að vanda.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2009 kl. 14:20

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskuleg, það er bara yndislegt að skoða myndirnar þínar
Kærleik ti þín og þinna
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2009 kl. 14:20

5 Smámynd: Ragnheiður

kærleiksknús til þín elskuleg

Ragnheiður , 21.11.2009 kl. 15:38

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ekkert smá flott pizzugerðarkonan.

Knús í kúlu

Hrönn Sigurðardóttir, 21.11.2009 kl. 16:14

7 identicon

Knús í pizzukúluna

Kidda (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 17:21

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þú ert rík kona, vonandi áttar þú þig á því Ásthildur  (ertu kölluð Ía?)

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.11.2009 kl. 19:14

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alltaf er hann Brandur jafn glæsilegur og vinalegur.

Jóhann Elíasson, 21.11.2009 kl. 21:49

10 identicon

Það hefur heldur betur verið fjör hjá ykkur. Það er svo gaman að safna saman liðinu og hjálpast að. Eldamennskanmiklu skemmtilegri með fleiri höndum og allir geta valið álegg. Þú ert yndisleg.

Dísa (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 23:07

11 Smámynd:

Skemmtilegt   Knússending á leiðinni í kúluna

, 21.11.2009 kl. 23:24

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.  Knús til ykkar allra.

Jenný mín, ég er kölluð Íja af vinum og vandamönnum, frá barnæsku minni  þar á meðal er Jón Steinar og Dísa sem skrifa hér.  Sagan er sú að þegar ég var lítil átti ég svona snjóbuxur með bandi undir sólann, og svo auðvitað stígvél eða bússur.  Ég hafði gaman af því þegar ég fór úr þessari múndeingu að labba með þær um gólfið og sagði; hérna kemur Íja labbandi, ég byrjaði sem sagt að kalla sjálfa mig Íju, sem er örugglega afbökun af "ég".  Þetta festist svo við mig og eins og ég sagði, er ég þekkt undir þessu nafni af fólkinu sem er í kring um mig.   Ég setti líka sjálf joðið inn í nafnið.  Fannst það vera flottara en bara Ía.  Þar fyrir utan var ég í 50 ár að berjast við að fá nafnið mitt Cesil rétt skráð hjá þjóðskrá.  Þeir skrifuðu það Secil, sem minnti mig á stencil, eða bréfabunka.  Það var ekki fyrr en fyrir svona þremur árum síðan, eftir að ég hafði sent mynd af legsteini afa míns sem ég heiti eftir og var skrifaður Hjalti Cesilíus, að þeir leiðréttu þetta.  Svo nafn er eitthvað sem ég á í vandræðum með.  Enda eina Ásthildur Cesil Þórðardóttir í öllum heiminum.   Palli hvað?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2009 kl. 12:10

13 identicon

Ætli vinátta okkar sé ekki litlu styttri upphaf gælunafnsins . Allavega man ég aldrei eftir tilverunni án þín, og mamma og amma þín duglegar að hittast með okkur. Ég slæ þér þó við með gælunafnið, því ég fékk það klukkutíma gömul þegar frændsystkin mín hittust í búð á Ísafirði og annað sagði hinu að Dísa væri komin. Ekki þurfti frekari skýringar svo sjálfsagt þótti að ég fengi nafn ömmu. Hitt eigum við sameiginlegt að vera einar um okkar nöfn, og enginn draumur.

Dísa (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 13:21

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það var gaman þegar við vorum litlar, þetta var eiginlega eins og ein sveit, og allir foreldrar báru ábyrgð á krökkunum í kring um sig.  Það var skemmtilegt og við lifðum við mikið öryggi.  Eitthvað sem maður skal þakka fyrir og hefur eflaust fleytt okkur langt í tilverunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2009 kl. 15:03

15 Smámynd: JEG

Helgarkvitt og kveðja úr sveitinni :)

JEG, 22.11.2009 kl. 15:35

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Alltaf gaman að fá að fylgjast með þínu ríkidæmi í mannflórunni Ásthildur (Íja).  Ég er einmitt kölluð Jóga af vinum og ættingjum og stundum þegar ég kynni mig í síma og segi Jóhanna, veit fólk ekkert hver ég er fyrr en ég segi: "Þetta er Jóga" .. 

Knús og kveðja í kúluna - ég verð nú bara hungruð af því að horfa á alla þessa pizzugerð! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.11.2009 kl. 17:03

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús JEG mín.

Já Jóhanna mín svona er þetta bara.  En ég var búin að sjá kommentið þitt og það gladdi mig.  Knús elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2009 kl. 17:28

18 identicon

Hæ elskan... knúsaðu þitt fólk frá mér... frábærar myndir eins og alltaf  Ég er alveg viss um að Júlli var þarna með ykkur... hann missir sko ekki af svona veislu

p.s. takk fyrir skilaboðin, endilega vertu í sambandi ef þú vilt að ég komi fötunum til skila á Krýsuvík

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 22:34

19 Smámynd: Laufey B Waage

Ég hef fundið svo til með þér. Ekki nóg með að eitt af þínum börnum skuli flogið til himna, heldur öll hin til annara landa. En það hlýtur að gleðja þig að öll barnabörnin og tengdadæturnar skuli vera svona nálægt þér.

Laufey B Waage, 23.11.2009 kl. 09:41

20 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 12:25

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Geri það Beta mín og gangi ykkur báðum vel.

Ég er glöð með það Laufey mín.  Að vísu fara þau svo öll eftir áramótin einhverntímann þ.e. fjölskyldur sona minna.  Skottin mín verða þó hér áfram og Úlfurinn og Alejandra og börnin hans Rolando.  Svo ég verð ekki á flæðiskeri stödd.

Knús á móti Ragna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2009 kl. 13:32

22 Smámynd: lady

gangið þér vel það sem þú ert að takast á við vonandi áttu eftir að finna friðin núna veit ég afhverju þó tókst mig af blogginu . en það er bara í góðu

lady, 23.11.2009 kl. 23:56

23 Smámynd: Skafti Elíasson

Já mamma ég er alltaf að fylgjast með blogginu þínu,,, bara svo þú vitir :)

Skafti Elíasson, 27.11.2009 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband