Allt mér að kenna.... og hvað svo?

Þetta er ekki Davíð Oddssyni að kenna, ekki Seðlabankanum,  ekki JÁJ ekki Sigurði Einarssyni og svo framvegis.  Þetta var mér að kenna. 

Fyrir þetta fær Kári hrós í hnappagatið fyrir að gangast "þó við ábyrgðinni".   En finnst engum það skrýtið að þrátt fyrir að hann "gangist við ábyrgðinni"  þá er hann samt sem áður í forystu fyrir fyrirtækið.  Menn hér eru búnir að æpa úr sér lungu og lifur yfir því að Baugsfeðgar eigi að fá að halda áfram að reka Bónus, en finnst allt í lagi að Kári fái að vera í forystu ÍE. 

Við erum greinilega ennþá í anda 2007 eitthvað.  Gjörsamlega siðlaus og heimsk.  Það verður engin spilling upprætt ef við ætlum endalaust að haga okkur svona.

Þjóðin er nýbúin að krefjast heiðarleika og réttlætis, á fjölmennum þjóðfundi sem var haldinn.  Er það að gangast við ábyrgð að segjast bera ábyrgð,  ef hún nær svo ekkert lengra en orðin tóm.   Alveg eins og þegar þingmenn segjast axla ábyrgð hætta í þykjustunni og koma svo undirreins fram aftur og biðja um áframhaldandi ábyrgð.  Og það sem verra er, fólk fær slíkum umboð aftur og aftur. 

Hvað er eiginlega að okkur!  Erum við orðin svona gegnsýrð af spillingu, værukærð og þýlyndi að okkur sé alveg saman hvað þetta fólk gerir, við gefum þeim endalaust leyfi til að halda áfram, af því við þorum ekki að skipta út og fá inn ný andlit með nýjar áherslur og ný sjónarmið?

Mikið er ég orðin þreytt á þessu endalausa blaðri um ekki neitt.  Og endalausri viðreisn valdhafa og klíkuskapar um völd, og allt í boði íslensk almennings, af því við nennum ekki að standa upp og axla ábyrgð á sjálfum okkur og samviskunni.   Heldur bara tuða út í horni og velja svo alltaf sama yfir okkur aftur og aftur. 

Er ekki bráðum komið nóg.  Eða halda menn virkilega að það sé ekki hægt að velja hæfara fólk til að stjórna okkur en nú er?

 

Þú íslenska þjóð

 

Þrautpínd og leið.

 

Hokin og hljóð.

 

Hamslaus, en reið.

 

Situr ó-sátt

 

Segir samt fátt.

 

Hvar er þinn baráttuhugur.

 

Hvar er þín djörfung og dugur.

 

Ætlum við endalaust bíða,

 

almenning láta hér líða,

 

allsleysi hungur og doða.

 

Fer ekki fólkið mitt sjúka,

 

farsanum þessum að ljúka?

Vasklega verjum nú skerið.

 vort kæra  og þó fyrr hefði verið.        

 


mbl.is Kári áfram hjá ÍE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikill munur á að vera í forsvari og að eiga fyrirtækið. Kári var stór hluthafi, tapar öllu sem hann átti í því og verður síðan starfsmaður nýju eigendanna.

Jón Ásgeir vill að skuldirnar verði felldar niður en hann verði samt áfram eigandi.

Sérðu engan mun á þessu?

Magnús Ó. (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Tek undir með Magnúsi Ó og bendi líka á þá þekkingu sem Kári býr yfir á þessu sviði, þetta er ekki rekstur á við pulsusölu,

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.11.2009 kl. 12:25

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað sé ég mun á þessu.  Enda er ég að gagnrýna það að fólki finnst allt í lagi að Kári sé í forsvari fyrir fyrritæki sem hann segist bera alla ábyrgð á að hafi farið illa.  Að fólki blöskri að Jón Ásgeir og þeir feðgar fái að vera áfram í Högum og Bónus, en það sé allt í lagi með Kára.  Ég er að tala um að fólk axli ábyrgð.  Eða halda menn að Kári starfi betur sem bara starfsmaður en eigandi. 

Spillingin hér á landi brýst fram í ýmsum myndum.  Málið er að það er mitt mat að við horfum sjaldnast á heildarmyndina en einblýnum á einstaka þætti.  Það er ef til vill þess vegna sem okkur gengur ekki betur að halda óráðsíunni úti. 

Ég tók bara þetta dæmi um viðhorf manna eftir því hvaða klíku þeir halda með. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2009 kl. 12:42

4 identicon

Reyndar getur líka verið að þeir sem kaupa ÍE setji sem skilyrði að hann verði áfram. Veit til þess að stór framleiðandi á hlutum fyrir bíla setti ýmis skilyrði við að íslenska fyrirtækið yrði selt öðrum og þar með umboðið fyrir vörunum.

Skyldi það þá ekki gilda líka ef verkstæði mannsins míns fer á hausinn að þeir haldi áfram að eiga það og stjórna því. Eins með ykkur og ykkar fyrirtæki, það verður að ganga jafnt yfir alla.

Er orðin svo þreytt á að heyra malað um einhverjar lausnir sem felast aðallega í því að ganga í Esb, borga iceslave og komast undir stjórn Ags. Þessi gjörningur sem Árni Páll kom með seinast í sambandi við heimilin er ekki alveg í lagi og veit ég ekki um einustu hræðu sem ekki afþakkaði það.

Þjóðinni mun blæða út á meðan bara er hugsað um ránfiskana, esb, iceslave og ags. Það er komið rúmt ár og hvergi bólar á neinni raunhæfri lausn fyrir heimilin og smærri fyrirtækin nema að sigla öllu í þrot.

Bökin okkar eru bara ekki nógu breið til að taka við meiru en orðið er nú þegar.

Knús í kærleikskúluna  

Kidda (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 12:54

5 identicon

Ásthildur, nýjir eigendur vilja halda Kára (sem hann gæti afþakkað og farið að gera eitthvað allt annað).

Í máli Jóns Ásgeirs þá eru engir nýjir eigendur. Hann vill fá að halda fyrirtækinu en láta bankana taka á sig tapið.

Þótt Kári starfi áfram hjá fyrirtækinu þá er alls óvíst að hann hafi mjög frjálsar hendur varðandi stjórn og stefnumörkun. Líklega ákveða nýju eigendurnir að hverju fyrirtækið á að stefna og fá síðan Kára til að framkvæma það, en undir eftirliti eigendanna.

Þetta er svo ólíku saman að jafna að ég er ekki að fatta þig.

Annarsvegar að leyfa hrikalega skuldsettum útrásarvíking að velta gríðarlegu tapi sínu yfir á bankana okkar en samt halda fyrirtækinu, eða að leyfa erlendum eigendum fyrirtækis að ráða sér stjórnarmann sem þeir treysta best? Nýju eigendurnir vilja án efa fá peningana sína til baka og ef Kári stendur sig ekki þá geta þeir rekið hann og ráðið annan.

Magnús Ó. (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 12:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Áður en ég verð skömmuð meira fyrir að bera saman epli og appelsínur þá er það einmitt það sem kemur fram hjá Kiddu sem ég er að meina.  Elítan í landinu flýtur alltaf ofan á á hverju sem gengur.  Eða hvaða Jón Jónsson sem hefði rekið fyrirtæki í þrot væri beðin um að halda áfram að vera þar í forsvari?  Og hvaða kaupmanni á horninu myndi detta í hug að biðja lánardrottna sína um að afskrifa skuldirnar en fá að halda búðinni?

Ég er einmitt að tala um að það eru tvær þjóðir í þessu landi.  Það eru Séra Jónar sem allt fá og mega, og svo hinir sem eru bara jónar og mega éta það sem úti frýs. 

Og fólki finnst þetta bara í lagi.  það er von að elítan telji sig öðrum æðri, þegar við viðurkennum það sjálf og "skiljum það svo vel".

Nei þá er bara byrjað að bera saman hvort tilfellið fyrir sig, í stað þess að líta á heildar myndina.  Ég var að missa fyrirtæki um daginn, að vísu stjórnaði ég því ekki sjálf, en ef ég hefði gert það og stjórnað því niður í ræsið, er ég alveg viss um að þeir sem tækju það yfir hefðu engan áhuga á því að fá mig til að reka það áfram.  Bak við mig eru heldur ekki háttsettir vinir, eða félagsskapur sem verndar sína.  Sem mér þykir alveg hugsanlegt að sé einhversstaðar undir áborðinu þarna.   Og seint hefði mér dottið í hug að fara fram á að menn afskrifðuðu bara skuldirnar og ég héldi fyrirtækinu áfram. 

Það er hugsunarhátturinn sem við erum búin að samþykkja.  Við erum að viðurkenna að hér búi tvær þjóðir, önnur sem á að fá allt upp í hendurnar, og hinir sem eiga bara að standa undir þeim. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2009 kl. 13:39

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þorsteinn þú fyrirgefur en ég er alveg viss um að það eru margir sem eru færari eða jafnfærir og þessi ágæti maður til að sinna þessu.  Ég man ekki eftir því að frá fyrirtækinu hafi komið neitt nýtt, nema einhverjar fréttir af einhverju sem þeir voru að fara að uppgötva þegar átti að endurfjármagna fyrirtækið. 
Faðir minn tapaði milljónum á þessu fyrirtæki, þó keypti hann hlut sinn ekki til að græða, heldur taldi hann alveg víst að Kári myndi finna upp lækningu við því meini sem dró móður mína til dauða.  Og eins glöggur og hann er á hlutabréf og gengi, þá gat hann ekki hugsað sér að selja bréfin sín fyrr en allt var komið í óefni, vegna þessarar trúar hans á mátt og megin Kára.  Það er því mín skoðun að það sé alveg hægt að fá færari menn til að stjórna og bera ábyrgð á Íslenskri Erfðagreiningu. 

Það má benda á það hér að hann var nú svo innundir hjá fyrrverandi stjórnvöldum að þeir samþykktu að íslenska ríkið tryggði greiðslu á lánum til hans.  Það var að vísu sem betur fer aldrei að veruleika, en samþykktin er þarna ennþá á pappírum undirskrifuð.  Svo ÍE er nú ekki alveg saklaus í að reyna að komast í fé almennings.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2009 kl. 13:48

8 identicon

Mér þykir afar leitt að heyra um fyrirtækið þitt og líka um tap föður þíns, þótt það skýri reyndar kannski aðeins viðhorf þitt til ÍE og Kára

Varðandi tvær þjóðir í landinu og "jón og séra jón" þá vill það einmitt þannig til að það eru erlend fjárfestingarfyrirtæki sem vilja Kára áfram við stjórnvöllinn, þetta er því alls ekki eitthvað íslenskt fyrirbæri heldur bara fyrirtæki fjárfesta og vilja einhvern með menntun og reynslu til að reka fyrirtækið, hvort sem við séum sammála þeim með valið eður ei.

Og með að fá allt upp í hendurnar, ég sé ekki alveg samlíkinguna í máli ÍE og Kára. Kári fer úr starfsmanni OG stórum hluthafa yfir í að vera bara starfsmaður að ósk nýrra erlendra eigenda. Hvað finnst þér hann vera að "fá upp í hendurnar"?

Magnús Ó. (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 14:12

9 identicon

Fyrst þið eruð að velta fyrir ykkur sökudólgum hrunsins og að skeggræða klíkuvöldin í þjóðfélaginu langar mig að benda á grein á minni bloggsíðu:

Hverjir tóku ekki þátt í útrásinni/lífshágæðakapphlaupinu ??

Með kveðju, Viskan

Viskan (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 14:18

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur inn í þitt fagra ljúfa kúluhús.....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.11.2009 kl. 15:05

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann fær það upp í hendurnar að halda jobbinu og andlitinu.  Það er nú ekki lítið á þessum síðustu og verstu tímum.  Maður sem viðurkennir að eiga alla sök.  Ég er ekki að bera saman IE og Haga.  Ég er að reyna að benda á að það búi tvær þjóðir í þessu samfélagi.  Annars vegar er fólk sem virðist alltaf fleyta rjóman, hvers vegna og hvernig veit ég ekki.  En það virðist ekki mega hrófla við þeim.  Ég er að benda á að venjulegir íslendingar það eru þeir sem ekki tilheyra þessari nýju yfirstétt landsins geta ekki vænst þess að halda vinnunni, þó þeir hafi átt fyrirtæki ef þeir hafa það á samviskunni að eiga sökina á að það fer á hausinn.  Það er í sjálfu sér skiljanlegt, sporin hræða.  En það gildir ekki um Kára Stefánsson greinilega.  Hann þykir bestur til að stjórna fyrirtæki sem hann hefur komið að því hann sjálfur segir einn og óstuddur niður í þrot. 

Ég veit auðvitað ekki, en mér þykir það afar skrýtið að einmitt sá maður sé algjörlega ómissandi við stjórnun fyrirtækisins.  Kári er sjálfsagt hinn ágætasti maður, enda snýst þetta ekki bara um hann og ÍE, heldur viðhorfið almennt til yfirstéttarinnar á Íslandi. 

Ljósi punkturinn í þessu er að Kári segir að fyrirtækið komi alfarið til Íslands, fyrir það ber að þakka, svo langt sem það nær.  Samherjar sögðu á sínum tíma að Guggan yrði alltaf gul.  Ég segi að þegar einhver kaupir fyrirtæki þá hlýtur hann að geta gert við það hvað sem hann vill, eftir kaupin.  Það er því ekkert garantí fyrir því að fyrirtækið verði hér áfram.  Hvað varðar þessa erlendu aðila sem vilja halda í Kára, þá skil ég það ekki alveg.  Nema þar hangi eitthvað á spýtunni sem ekki fylgir með sögunni.   Ég veit bara fyrir mig, að ég myndi nú frekar vilja fá einhvern sem ekki hefði keyrt fyrirtækið niður, til að stjórna því.  Nema Kári eigi bara að vera hlutlaus áhorfandi, og fylgi með í kaupunum. 

Bara svona í framhjáhlaupi.  Bara ef útlendingar segja eitthvað þarf það ekki endilega að vera rétt.  Í mörg herrans ár var Ísland óspilltasta land í heimi eða því sem næst.  Þangað til það kom í ljós að þeir sem mátu landið voru þeir sem voru einmitt að vasast í spillingunni.  Ég held að við vitum ekki helmingin af því sem fram fer á heimilinu Íslandi.  Þar ræður samtrygging og greiðasemi afar miklu.  Og því fyrr sem við opnum augun og spáum í það því fyrr kemst sá heiðarleiki og virðing sem þjóðin þráir á. 

Ég fæ þetta bara ekki heim og saman.  En ég er ef til vill svona vitlaus. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2009 kl. 15:05

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Linda mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2009 kl. 15:08

13 identicon

Ásthildur mín. Þú talar um epli og appelsínur. Þá er ég eitt lítið vínber :) En hjartað þitt er melóna og haldu áfram sterk og indæl sem fyrr !!

Kv.

Gaui.Þ

Gaui.Þ (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 15:37

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín

Alveg sammála. Endurbætur ganga illa því það er ekkert verið að hreinsa út það lið sem er gegnsýrt spillingunni hvort sem það var á Alþingi, í atvinnurekstri eins og t.d. forráðamenn bankanna. Sumir sem hafa hætt eru þá settir í einhverjar nefndir eins og skilanefndir. Það er til nóg af fólki á Íslandi sem tók ekki þátt í þessum viðbjóði og það væri frábært að virkja nýtt fólk sem á ekki gegnsýrða spillingarfortíð.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.11.2009 kl. 15:52

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Gaui minn.  Alltaf flottur.

Takk Rósa mín.  Já það er von að illa gangi, því fólk virðist ekki skynja hvað er í gangi á Íslandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2009 kl. 21:52

16 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Ég held að Kári hafi nú ekki alveg verið launalaus, hjá annars ansi skuldugu fyrirtæki. Skuldar litlar 40 miljarða.... Er ekki verið að lækka laun hjá flestu fólki, segja upp og þess háttar á meðan þetta fékk að rúllla. Fyrr má nú rota en dauðrota. Ásthildur, ég stend með þér.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 17.11.2009 kl. 21:58

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mín kæra, hvernig væri að fara að kíkja í kaffi. Er farin að sakna stubbsins míns og Ólafar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2009 kl. 22:03

18 Smámynd: Laufey B Waage

Já það vantar víst ábyggilega mikið upp á siðferði og heiðarleika í okkar samfélagi. Og ennþá verra var það auðvitað á gróðæristímabilinu.

Takk fyrir þennan góða kveðskap.

Og takk fyrir að nota orðið "þýlyndi". Það er svo langt síðan ég hef heyrt það notað, að ég fletti upp í orðabók til að vera viss um að ég skyldi það rétt. Það veitir ekki af að viðhalda góðum hugtökum, sem auka fjölbreytni og fegurð íslenskrar tungu. 

Laufey B Waage, 20.11.2009 kl. 09:58

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Laufey mín.   Stundum fá þessi ljóð sjálfstæðan vilja og láta mig ekki í friði fyrr en ég set þau á blað.   Eiginlega oftast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2020808

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband