Krúttfærsla undir svefninn.

Nokkrar krúttmyndir svona undir svefninn.

Ég finn að kveikjuþráðurinn í mér er ansi stuttur þessa dagana, svo ég má gæta mín að hvæsa ekki.  Hef sofið illa undanfarið, og notaði tækifærið þegar Elli minn þurfti að fara til læknis að biðja um svefntöflur, sem ég fékk, þannig að ég ætti að sofa ágætlega í nótt.   Þær stuttu eru líka dálítið hvumpnar pabbi kom í heimsókn á helginni og ég held að það sé þess vegna.  Sakna pabba, þó þær séu alsælar hér. Þá kemur auðvitað ekkert í staðin fyrir pabba og mömmu.  En þær áttu allavega yndislegar stundir með pabba sínum.

IMG_5046

Það er hnoðast og knúsast.

IMG_5047

Já já Ásthildur er hérna líka.

IMG_5048

Og svei mér þá er pabbi er ekki alveg búin á því.  Tounge  Morgunstund með  pabba.

IMG_5053

Litla Sólveig Hulda hefur þroskast og stækkað mikið á stuttum tíma.  Þarf að finna gamla mynd af Skafta mínum hún er alveg eins. Heart

IMG_5054

Ótrúlega dugleg lítil manneskja, farin að velta sér og setjast upp.  Margur er knár þótt hann sé smár.

IMG_5055

Umm hvað frænka mín ilmar vel. 

En ég segi bara góða nótt, sofið rótt og knús á ykkur öll út í nóttina. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Hvílíkir gleðigjafar sem þessar litlu hnátur eru  Vonandi nærðu þér í góðan svefn í nótt Ásthildur mín - það er fátt jafn slæmt fyrir andlegu líðanina og svefnleysi. Og ekki bætandi ofan á allt sem á þér hefur dunið að undanförnu. Sendi þér hlýja strauma í nóttina og bið allt gott að geyma þig og þína

, 17.11.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk sömuleiðis Dagný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2009 kl. 23:34

3 identicon

svo falleg fjölskylda

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 00:51

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ást. Cecil.  Hvað skal segja, frekar en bara að þegja & vera með.  Þú átt inneign hjá mér, að ég tjái mig til þín.

Að fylgjazt með þér & þínu á bloggeríi hefur verið alveg rúzzíbanaferð á milli hamíngju & hálfa leið til heljar hjá þér.  Ég met þig sem einhverja þá mestu manneskju sem að bloggað hefur á mínum skjá, fyrr eða síðar.  Hvað þú gefur af þér á þínu bloggeríi, til okkar hinna, hefur oftlega lyft upp mínum anda, & minni trú á mannfólkið yfir höfuð.  Óverðugur, færi ég þér bara mína þökk fyrir að þú sért þú sért nákvæmilega þú sem þú zannlega ert, & mín von stendur ekki til meira en þezz, að einhvern tíman fái ég að knúza þig, kyzza þig á kinn, & þakka þér fyrir það í perzónu.

Steingrímur Helgason, 18.11.2009 kl. 00:58

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er zammála Zteingrími Helgasyni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.11.2009 kl. 01:15

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég tek líka svo sannarlega undir með Steingrími í hverju orði

Sigrún Jónsdóttir, 18.11.2009 kl. 02:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk fyrir mig öll.

Steingrímur minn þessi færsla gladdi mig meira en orð fá lýst.  Ég finn að hún kemur beint frá hjartanu og inn í mitt hjarta.  Og víst munum við örugglega hittast og knúsast, ég tel það nokkuð víst. 

Eins með ykkur hin vinina mína.  Ég er nokkuð viss um að þeir sem mest hafa komið hér og stutt mig muni ég hitta.  Ég ætla að gera mér far um það svo sannarlega. 

Annars svaf ég vel í nótt og er betur úthvíld þennan morgun en verið hef lengi.  Knús.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2009 kl. 08:52

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2009 kl. 10:52

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2009 kl. 10:56

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tek undir orð Steingríms. Gæti ekki orðað það betur.  Þúer einstök manneskja Ía mín.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2009 kl. 11:43

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég skal knúsa hann Zteingrím frá þér næst þegar ég skrepp í kaffi til hans. Það er í raun tveggja manna tak, en þú verður að hafa viljann fyrir verkið.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2009 kl. 11:47

12 Smámynd: Ragnheiður

Jón Ragnar reynir að hlaupa hringinn um hann Steina sem er bara flottur og hver kona sæl með hann sem bakhjarl.

Elsku Ía mín, núna fer svefninn að lagast betur og þá skánar þetta allt talsvert. Það er samt ekki langur þráðurinn og hann lengist í svo miklum hænuskrefum en gerir það samt. Þolinmæðin er næg í manni gagnvart fólkinu manns en aðrir eru ekki svo heppnir ...

En svo hrynur maður niður, og þarf upp aftur. Það geta verið allskonar smáatriði sem hrinda manni framaf - en í þessu er maður að læra.

Nú hljóma ég eins og einhver sérfræðingur í sorg, það ætlaði ég ekki að gera en læt þetta standa svona í þeirri von að þú skiljir það eins og það er meint. Ég geng sjálf á brothættum ís og virðist ekki alveg ná almennilegri fótfestu nú í kringum afmælið hans. Núna hef ég til dæmis sofið í eina 14 tíma sem ég bara skil ekki alveg - og ætla að reyna að liðka mig með göngutúr með hundinn minn. Veðrið hér er yndislegt og hér er sól og logn

Ragnheiður , 18.11.2009 kl. 12:10

13 identicon

Svefn er algjör undirstaða, reynt hefur verið að trufla svefn heilbrigðs fólks og líkaminn lætur undan. En þegar svefninn þinn batnar geturðu notið þess í botn að hafa litlu skvetturnar, sem lýsa upp lífið. Vona að orkan þín aukist fljótt. Haltu áfram að vera sú einstaklega jákvæða þú sem þú hefur alltaf verið mín yndislega vinkona. . Það eru svo margir sem þykir vænt um þig og sækja styrk til þín og mikið eftir þó skugginn sé hrikalega stór.

Dísa (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 12:32

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já og takk fyrir fallegar athugasemdir á blogginu mínu. Nú skal ég reyna að srifa falleg blogg til að gleðja þig fram til Jóla. Það er meira en góð hvatning að hafa þig í huga.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2009 kl. 12:44

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vona að þú hafir sofið vel í nótt, það er undirstaða alls

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2009 kl. 13:56

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek svo hjartanlega undir með Steingrími Helgasyni og öllum hér, þú ert bara yndisleg snúllan mín og mikið hlakka ég til að koma vestur næsta sumar og hitta þig og knúsa.

Myndirnar eru yndi að vanda og satt er að hún er lík Skafta litla snótin.

Kærleik í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2009 kl. 14:25

17 identicon

Gott að þú svafst vel í nótt mín kæra

Er alveg sammála Zteingrími, er svo heppin að hafa 2x hitt þig augliti til auglitis og þú ert ein af þessum sönnu góðu mannverum.

Knús í kærleikskúluna

Kidda (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 15:57

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ljósin mín þið eruð ótrúleg.  Jón Steinar minn veistu að það gleður mig meira en orð fá lýst að þú skulir bara hugsa um að gera þetta mér til heiðurs  Viltu knúsa skepnuna frá mér þegar þú hittir hann.  Hann bara flottur hann Zteingrímur, og þar að auki komin af ísfirskum ættum, svo ég tali nú ekki um. 

Ragga mín treysti þér meira en nokkrum öðrum til að segja mér til um framhaldið.  Við erum jú í sömu súpunni elskuleg mín.

Takk Dísa mín, þú hefur sko verið betri en enginn hér með mér alltaf.  Gott að eiga æskuvini að sem þekkja mann raunar jafnvel betur en maður sjálfur.

Ásdís mín já ég svaf ótrúlega vel, og líður betur þess vegna og líka vegna alls þess sem ég er að upplifa hér á blogginu mínu og áfram hjá fólkinu mínu á Ísafirði.

Milla mín í mínum augum ertu hetja, ég var að lesa bloggið þitt og þú ert svo sannarlega að gera góða hluti.

Kidda já það var gott að hitta þig bæði hér upp á lóð og svo á Háteigsveginum.  Við áttum vel saman.

Takk yndæla fólk fyrir allt. Ég er svo sannarlega rík að eiga ykkur að.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2009 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2020879

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband