Færsluflokkur: Bloggar

Smá hugleiðing og gjöf til vina.

Ég hef verið langt niðri síðustu daga.  Ég veit ekki af hverju, hvort það er sorgin eða gluggapósturinn og innburðarbréfin frá Sýslumanni sem valda því.  Held samt að það sé hvort tveggja, en þó held ég að gluggapósturinn vegi þyngra.

Ég er svo ánægð með sýninguna, og henni var svo vel tekið.  Ég er að vísu eftir að ganga frá þeim munum sem voru þar. Sumt er ennþá í bílnum mínum.  En það er svo erfitt að koma sér að verki, þegar manni líður svona illa, og nær ekki alveg tökum á sjálfum sér, andlega og líkamlega. 

En þar sem ég sat hér fyrir stundu, var eins og væri verið að reyna að segja mér eitthvað.  Eitthvað sem gæti allavega gefið mér einhverja fró eða gleði.   Og ég fór að róta aðeins í gömlum pappírum, og þá sá ég smásögu sem ég skrifaði fyrir  nokkrum árum.  Og þegar ég fór að lesa hana, fann ég að þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti á að halda. 

 

Ég ætla því að deila henni með ykkur vinum mínum sem hafið staðið svo vel og yndislega með mér gegnum alla erfiðleika. Heart

 

Það sem augað ekki sér.

 

Skáldið sat á steini, hann fór daglega í stuttar gönguferðir, og hér var hann vanur að setjast niður, það var einhvernveginn svo mikill friður og ró, honum leið vel að sitja á þessum steini, hann var  sléttur eins og stóll, það var líka svo notalegt eins og í dag,

það var vor, og sólin skein glaðlega og yljaði honum.   Geislar hennar dönsuðu prakkaralega á hnjákollum hans og hann fann hitan og hlýjuna frá þeim. 

Gamli maðurinn sat svolítið hokinn og starði fram fyrir sig, án þess að hreyfa sig.  Þótt líkami hans væri mjór og skorpinn, þá voru augu hans vökul og sáu margt. 

 Hann hafði gaman af að yrkja um náttúruna.  Hann elskaði móður jörð og allt sem á henni þreifst.  Plöntur og dýr.  Það voru helst mennirnir sem gátu gert honum gramt í geði, þegar þeir sýndu af sér þá grimmd sem stundum kom fram í athöfnum þeirra, orði og æði. 

Hann þurfti ekki mikið á mannlegum félagsskap að halda, honum nægði nálægðin við sköpunarverkið, náttúruna allt í kring um hann.  Það var gott að vera í fámenninu, og geta gengið sér til heilsubótar stuttan spöl og sest niður og hvílt sig hvar sem manni datt í hug. 

  

Allt í einu tók hann eftir því að hjá honum stóð lítil stúlka.  Hún starði á hann og virtist ofurlítið feiminn.  Stúlkan var mjög falleg, með rjóða vanga og í stuttum kjólgopa, hún hafði ljósar fléttur sem liðuðust langt niður á bak hennar og þegar hún snéri sér við sveifluðust þær til og frá. 

Honum fannst eins og hana langaði að segja eitthvað við hann, en þorði það ekki.  Svo hann brosti til hennar uppörvandi. 

Hún brosti á móti, og sagði hikandi, mamma segir að ég eigi að bjóða þér inn í kaffisopa. 

Ha! svaraði gamli maðurinn undrandi, kaffisopa hér, hér býr enginn. 

Ójú svaraði stúlka og hló, við búum allavega hér. 

Hann horfði í kring um sig og sá þá hús þar rétt hjá, þessu húsi hef ég aldrei tekið eftir fyrr hugsaði hann.  Er mér nú farið að förlast. 

Stúlkan hló ennþá meira, og nú var runnin af henni öll feimni. 

Þá kom einnig lítill drengur skokkandi eitthvað yngri en stúlkan. 

Ertu búinn að bjóða manninum inn, spurði hann forvitinn. 

Já já, hann segir að það búi enginn hér í nágrenninu, svaraði stúlka og þau hlógu bæði. 

Litli drengurinn greip nú í hönd gamla mannsins og togaði í hann. 

Mamma sagði að þar sem þú kæmir svo oft hingað og hvíldir þig ættum við að bjóða þér inn í kaffi, sagði hann blíðlega. 

Maðurinn stóð á fætur, þau gengu hægt í áttina að húsinu, þetta var fallegt steinhús, með fagurlega útskornum gluggum, fínleg útsaumuð gluggatjöld voru þar fyrir.  Allt var svo snyrtilegt og fallegt þarna í kring.  Hann var svo hissa á að hann hefði ekki séð þetta hús fyrr, en hugsaði svo ekki meira um það, því nú opnuðust dyrnar og glaðleg kona stóð í gættinni, hann sá strax hve líkar þær voru mæðgurnar, báðar með þessar fallegu rjóðu kinnar og ljósa hárið í fléttum, brosmildar og hlýja og gáski stafað frá þeim. 

  

Velkominn sértu í hús mitt, Valgarður, sagði konan og rétti honum hendina og heilsaði. 

Svo þú veist hvað ég heiti sagði hann undrandi.  

Ójá minn kæri, það veit ég, sagði hún kankvís. 

En ekki veit ég nein deili á þér góða mín, sagði Valgarður dálítið skömmustulegur, hann var að reyna að muna hvaðan hann ætti að þekkja þetta fólk, og hvernig gæti staðið á því að hann myndi ekki eftir því. 

Þá hló konan, hún var jafn hláturmild og dóttir hennar.  Nei Það veit ég líka, sagði hún, ég heiti Hulda og við erum búin að eiga heima hér lengi.  Lengur en þú meira að segja. 

Þau gengu inn  í lítið en fallegt eldhús og hún bauð honum að setjast við eldhúsborð, á því var útsaumaður dúkur, og fallegt rósamálað bollastell, fat með kökum og mjólkurkanna í stíl. 

Hann settist og dásamaði þetta allt í huganum. 

Mikið er allt fallegt hérna, sagði hann svo. 

Já, okkur finnst gaman að hafa fallega hluti í kring um okkur, sagði Hulda brosandi.  Hún gekk að eldavél og sótti kaffikönnu og helti í bolla fyrir hann, hún hellti líka í bolla fyrir sig, krakkarnir fengu mjólk og tóku svo hraustlega til matar síns af kökufatinu. 

Þetta eru heilbrigð og hraust börn sem þú átt hérna, sagði hann. 

Já blessaðir ungarnir, það eru þau. 

Hvar er húsbóndinn spurði hann varfærnislega. 

Hann er að vinna, var svarið.  Hann kemur ekki heim fyrr en í kvöld.

  

 Ég hef aldrei tekið eftir því að það væri hús hérna, sagði hann til að segja eitthvað. 

Nei það eru ekki allir sem sjá það, svaraði Hulda brosandi. 

Hann beið eftir frekari skýringum en þær komu ekki strax, hún leit á þetta sem sjálfsagt mál. 

Þetta hús sjá einungis þeir sem vilja sjá það, sagði hún svo eftir nokkra þögn.  Eins og svo margt annað í heimi hér.  Það er svo auðvelt að ana blindandi í gegnum lífið, og sjá ekkert nema það sem maður vill sjá sjálfur. 

Þú aftur á móti ert ekki þannig.  Þú ferð mjúkum höndum um allt sem þú snertir, og þykir vænt um náttúruna.  Það er svoleiðis fólk sem lífríkið þarfnast.  Ekki þeir sem telja sig herra jarðarinnar og halda að þeir geti gert hvað sem er í krafti tækni sinnar og auðæfa.  Það er þvi miður mikil skammsýni.  Því erum við þakklát fyrir fólk eins og þig. 

  

Þau höfðu drukkið kaffið og hann borðaði meðlætið af bestu lyst, fannst kökurnar afar góðar.  Og gerði þessu öllu góð skil. 

Svo stóð þessi góðlega kona upp og sagði;   má ég bjóða þér að ganga til stofu. 

Hann stóð upp líka og fylgdi henni inn í bjarta og fallega stofu, þar var mikið af blómum, hann sá litlar verur leika sér í þeim, og þarna var yndislegur blómailmur. 

 

Okkar langar að syngja fyrir þig sagði hún glaðlega, og benti honum á að setjast í grænan sófa, sem þarna var. 

Hann settist eins og í leiðslu, þetta var allt svo fallegt en framandi en þó svo kunnuglegt, teppið á gólfinu minnti helst á nýslegna grasflöt, blómin sem vöfðu sig upp í gluggakisturnar, honum fannst hann kannast við þau, loftið í stofunni var himinblátt, líkt og hvolfþak, hann undraðist hve rúmt var inni í þess húsi sem hafði virst svo lítið utanfrá. 

Hann hrökk upp frá þessum hugsunum sínum, þau höfðu stillt sér upp fyrir framan hann,  konan og börnin, og nú byrjuðu þau að syngja undur fallegan söng, raddir þeirra voru eins og hann hefði ímyndað sér raddir engla.  Söngur þeirra var samstilltur og svo blíður og fagur, svo tóku litlu verurnar undir líka, og þetta varð að hrynjandi kórsöng, aldrei hafði hann upplifað neitt þessu líkt. 

Hann fann hvernig tárin læddust fram í augnkrókana, og kökkur í hálsinn.  En honum leið svo dæmalaust vel, þessi söngur hann var svo dásamlegur, eins og raddir vorsins, lengi vel sat hann dáleiddur og hlustaði og hlustaði. 

 

Svo var skyndilega eins og hann rankaði við sér, eins og hann hefði dottað og hrykki skyndilega upp aftur. 

Hann sat á steininum sínum og fann að honum hafði kólnað svolítið.  Sólin var genginn bak við ský og það var ekki eins hlýtt lengur.  Hvað hafði gerst?  Hann leit í kring um sig undrandi, hvar var fjölskyldan og verurnar, hvar var húsið?  Hafði hann verið að dreyma? En þetta hafði allt verið svo raunverulegt. 

 

Hann leit í áttina þar sem húsið hafði staðið, jú þarna var stór steinn, upp með honum uxu fjólur og mosi og  berjalyng, flöturinn framan við steininn var sléttur og þar uxu sóleyjar og fíflar, allt var svo snyrtilegt og fínt, eins og þetta væri hús og garður.  Honum fannst meira að segja votta fyrir gluggum í steininum, og skófir sem litu úr eins og útsaumaðar gardínur. 

Getur það verið hugsaði hann, að ég hafi verið þarna inni og þegið veitingar, hlustað á englasöng og liðið svona vel. 

Djúpt inn í brjósti sér fann hann ennþá gleðina og þann unað sem söngurinn hafði veitt honum, hann var viss um að hann hafði upplifað eitthvað sem enginn gæti frá honum tekið, þessa minningu myndi hann geyma í hjarta sínu til hinstu stundar.  Ekkert gæti komið í veg fyrir það. 

 

Hann stóð upp af steininum fann að hann var svolítið stirður, stafurinn hans hafði runnið niður og lá við hliðina á steininum.  Hann ætlað að beygja sig til að ná í hann, en á einhvern einkennilegan hátt reistist stafurinn við af sjálfu sér og hrökk í hönd hans.  Takk fyrir tautaði hann glaður,  takk, elskurnar mína, honum fannst hann heyra dillandi hlátur.  Tvö hlægjandi börn, tvö dansandi, hlægjandi börn og falleg  ástúðleg móðir. 

Þessa mynd mun ég ætíð geyma í mínu gamla hjarta, sagði hann og í huga hans ómaði söngur lífsins.   Í frjórri moldu fræið liggur

fegurð vorsins í sér ber.

Frá Guði sínar gjafir þiggur,

gjörvöll jörðin, lífsvon hver.

Eigið góðan dag mín kæru.  Og innilega takk fyrir að hugsa til mín og sýna mér kærleika og fegurð þess sem gleðja vill aðra manneskju.  Það er allt of fátítt á þessum tímum græðgi og undirferlis.  Þá glampar skærar á perlur mannlífsins sem rísa og skína þar sem þeirra er þörf.  Heart 

 


Minning um listamann taka tvö.

Já þetta er taka tvö um sýninguna og það sem var í kring um hana.

IMG_4878

ég þurfti aðstoð við að prenta út myndir og þar sem synir mínir tveir sem eftir eru hafa flutt sig út til Noregs, þá á ég sem betur fer einn son í viðbót, fyrir utan Bjössa minn og það er Rolando.  Hann kom og hjálpaði mér og kom með englana sína með sér.  Rolando ég vona bara elskulegur minn að þitt fólk hafi sloppið í San Salvador við hörmungar fellibylsins.

IMG_4876

Og það er auðvitað farið í kistuna góðu hjá ömmu og fundið eitthvað til að gera sér til skemmtunar.Heart

IMG_4877

Flottur spidermann, ég er samt ekki alveg viss um að hann kunni að höndla byssuna.

IMG_4880

Áður en þið skammið mig fyrir að láta barnið hafa svona beittan hníf, þá vil ég segja í fyrsta lagi þá lét ég hana ekki hafa þennan hníf, hún hefur örugglega bjargað sér um hann sjálf. Og svo álít ég að börn þurfi að læra af reynslunni að umgangast hluti sem geta gert þeim mein.  Alveg eins og þetta með ofurþrifnað.  Það er sagt að á misjöfnu þrýfist börnin best. Og það er bara þannig.  Ef við ofverndum þau, þá læra þau ekki að bjarga sér.  Það er mín skoðun allavega.

IMG_4881

Fröken Hanna Sól.

IMG_4882

Flottust.

IMG_4883

Þetta er blómálfaprinsessa, við eigum allskonar ævintýrapersónur hér í kúlunni. Og þær birtast þá og þegar.

IMG_4885

Þetta er aftur á móti engill í bláum skóm, sem hún elskar.  Amma keypti þá í Pforsheim í sumar og hún hefur verið í þeim síðan.

IMG_4886

Þær eru eins og svart og hvítt, og þær rífast eins og hundur og köttur, en þær elska hvor aðra algjörlega.

IMG_4888

Og svo er komið að því að undibúa sýninguna.  Halldór besti vinur Júlla var auðvitað með þeim fyrstu að mæta.

IMG_4889

Sonur Magga Hauks og Rönku, Guðmundur hér með Úlfi mínum.  Og það er verið að undir búa sýninguna. Ranka og Maggi höfðu búið til súpu í anda Júlla míns, og þar að auki voru brauðtertur og allskona meðlæti sem þetta yndæla fólk hafði útbúið honum til heiðurs.  Þau eru einstök og Júlli var þeirra fjölskylduvinur algjörlega.  Ég er svo þakklát fyrir hvað þau hafa verið honum góð.  Og ég veit að hann var þeim virkilega hjálparhella.  Stundum kom hann heim og sagði; mamma ég þarf að útbúa blómaskreytingar fyrir Tjöruhúsið, má ég fá blóm í garðinum hjá þér.  Og alltaf var það jafn sjálfsagt mál.  Hann var sannur listamaður líka í blómaskreytingum.

IMG_4890

Þessi mynd er skemmtileg því báturinn í baksýn er raunverulegur hann er í glugganum.  Ég verð að viðurkenna að ég átti dálítið við hvíta hákarlinn, hann hafði verið niður í gámi fyrir utan og rignt niður, þannig að bakugginn var brotinn og líka sporðurinn.  En hann hafði verið með hákarlinn í höndunum lengi og ég vildi hafa hann á sýningunni, svo ég fékk gips og málningu og setti allt í gang að gera hann sýningarhæfan. Hann er auðvitað samt sem áður að sjálfsögðu algjörlega hannaður af drengnum mínum.

IMG_4891

Þetta er indíjáni, ég var með myndabók af sumum listmundum eftir Júlla, og þegar Halldór sá mynd af þessum karli, þá fór hann og sótti hann.  Hann er sem sagt í hans eigu.  ég vissi ekki hvar hann var niðurkomin. Svo er um fleiri muni vinirnir hans eiga fullt af verkum eftir hann.  Þau ætla ég mér að fá lánuð á afmælinu hans og hafa flotta sýningu í júlí á næsta ári honum til heiðurs.

IMG_4892

Gleðitímabil hjá syni mínu.  Þá voru litirnir fallegir og ljúft að skoða.

IMG_4895

Svo komu þessi dimmu tímabil inn á milli.

IMG_4896

Þessi ætti að vera í hverjum banka á Íslandi til minningar um útrásarvíkinga.  Páfuglinn er þeirra status.

IMG_4897

Og hann gerði skapalón af fiskunum sem hann gerði.  Hér er ýsa.

IMG_4900

Og litli Sigurjón Dagur sem var svo ungur þegar pabbi hans dó.  En hann man samt alveg heilmikið eftir pabba sínum.  Og ég er viss um að Úlfur mun vera með honum og kenna honum það sem pabbi var svo iðinn við að gefa þeim.  Heilræðin og það sem skipti máli í lífinu.  það var hann óþreytandi í að kenna bæði sonum sínum og hinum barnabörnunum mínum.  Þau koma til með að muna það.  Það er nokkuð víst.

IMG_4908

Fiskarnir hans sem eru staðsettir fyrir utan Neðstakaupstað munu verða teknir inn og hlúð að þeim í vetur, og settir upp aftur næsta vor.  Það er samkomulag milli mín og safnstjórans, og hann mun fá verðugan minningarplatta á þeim stað sem hann elskaði svo mikið.

IMG_4909

Amma við fundum þennan stein og pabbi sá strax að þetta var geimvera.  Hann tók ekki hvað stein sem var, heldur velti þeim fyrir sér, hverjum og einum, og hann sá fiskinn í þeim þegar hann ákvað að taka þá með sér heim.  Svona var drengurinn minn.

IMG_4915

Þetta yndislega fólk Maggi og Ranka buðu okkur í mat í hádeginu í gær.  Þau eru rómuð um alla veröldina svei mér þá.  Því fólk hefur komið hér frá ýmsum löndum til að borða fisk í Tjöruhúsinu.  Og fiskurinn undir pönnunni er auðvitað frá Júlla.  Mér var sagt að a.m.k. í tveim giftingum sem haldnar voru niður í Tjöruhúsi var fólk leyst út með fiskum frá honum.  Hann vildi gefa og hann gaf.  Og ég veit að fólk metur það að eiga fisk frá honum.

IMG_4917

Það voru margir sem lögðu leið sína niður í Tjöruhúsið í gær.  og ég var svo stolt af syni mínum.  En líka Úlfi sem stóð og bakaði vöfflur ofan í gestina.

IMG_4918

Fólk safnaðist líka saman fyrir utan og spjallaði því veðrið var svo gott.

IMG_4922

Myndarskapurinn hjá gjestgjöfunum var frábær.  Þar var ekkert til sparað við að bjóða fólki upp á trekteringar og Júllasúpu, sem margir þáðu.

IMG_4931

Þetta er skútan IjElla sem hann gaf okkur pabba sínum. 

IMG_4942

Og það voru sett kerti við hvert listaverk fyrir utan Tjöruhúsið.

IMG_4958

Og á kertafleytingu sem var lokaathöfn á vetrarnóttum var endað með því að syngja; Í faðmi fjalla blárra,  fyrst með gamla laginu sem við Ísfirðingar þekkjum öll og svo með nýju lagi sem Baldur Geirmundsson hefur samið, sem er ekki síður fallegt.  Og þarna syngja þau nýja lagið.  Ég sagði að það væri vel við hæfi að syngja einmitt þetta ljóð Í faðmi fjalla blárra til minningar um son minn, því hvergi vildi hann annarsstaðar vera en einmitt hér á Ísafirði.  Hann elskaði Ísafjörð og fólkið hér.  Og það geri ég reyndar líka.

IMG_4962

Litli stubbur og mamma hans, sem sakna svo mikið.  Þau hafa misst svo mikið, þar sem Júlli minn var þeim alltaf svo góður og hjálpsamur.  Og hann elskaði báða syni sína út af lífinu.  Og þeir gáfu honum það besta sem til var í þessum heimi.  Eitthvað til að lifa fyrir, traust og trúnað.  Þeir gáfu honum ekki síður mikið, en hann þeim.Heart

IMG_4964

Eftir þenna langa dag var gott að komast í gott bað í kúlunni.  og það var ósvikin gleði, börn eru svo fljót að gleyma sem betur fer. Þó muna þau allt það sem skiptir máli.  Við megum margt læra af börnunum.

 

IMG_4968

Þessi er fyrir ísfirðingana mína og sérstaklega Erlu og fólki við Seljalandsveginn.

IMG_4970

Og það var regnbogi yfir Ísafirði í dag. 

IMG_4973

Enn einn sólargeislin hún Snæfríður, sem dundaði sér hér hjá mér í dag, þó Hanna Sól hefði farið í heimsókn til Sigurjóns.  Við erum svo rík af börnum.  Meira að segja börnin á leikskólanum kalla okkur afa og ömmu.  Hvað er hægt að fá betra hrós en það frá sakleysinu og einstaklingunum sem þekkja ekkert nema sannleikan og lífði eins og það blasir við þeim. Heart


Minning um listamann.

Ég eyddi deginum í að setja upp sýninguna til minningar um Júlla minn.  Það var yndislegt, og ennþá yndislegra voru viðtökurnar.  Það mætti fullt af fólki og honum var sýnd svo mikil virðing.  Ég var þarna allan daginn og alveg fram á kvöld.  Hjónin Maggi og Ranka sem hafa rekið matsölustað á heimsmælikvarða núna undanfarin ár í Tjöruhúsinu, þau höfðu undirbúið veislu fyrir gesti sem komu.  Meðal annars var boðið upp á fiskisúpuna hans Júlla míns.  Ég ætla ekki að setja inn margar myndir núna, ætla að setja inn fleiri myndir á morgun.  Ég er algjörlega búin eftir daginn, bæði tilfinningalega og líkamlega.  En ég er svo sátt og glöð samt sem áður fyrir alt sem var gert fyrir elskulega sonin minn í dag.

IMG_4923

Úlfur stóð sig eins og hetja og bakaði vöfflur ofan í gesti. 

IMG_4925

Það voru margir sem lögðu leið sína niður í Tjöruhús í dag til að skoða verkin hans Júlla míns.  Og ég var svo stolt af drengnum mínum.

IMG_4926

Sumum fannst þeir samt vera útundan.  Ekki illa meint en bara sona. Þeir þekktust mjög vel Júlli minn og þessi piltur hér.

IMG_4937

Og hér er Bjarni frá Brekku.  Hann er besti flakarinn í bænum og sennilega sá besti á Íslandi.  Hér er hann að segja okkur frá því hvernig hann vann skákkeppni, og er sannfærður um að Júlli hjálpaði honum að vinna. Það var lagt undir 100.000 kall, en minn maður sagði bara, ég hef ekkert við peninga að gera, ég vil bara lesa fyrir þig upp úr biblíunni.  Betra væri að fleiri hugsuðu þannig.  Ekki neitt 2007 dæmi þar á ferð.

IMG_4938

Þegar fór að rökkva var kveikt á kertum við listaverkin hans Júlla sem eru úti á svæði Neðstakaupstaðar.

IMG_4941

Amma; sagði Úlfur pabbi tók ekki hvað stein sem var úr fjörunni.  Hann valdi hvern og einn sérstaklega, og hann sá fiskinn í steininum, þegar hann tók hann.  og þegar við fundum þennan, þá var ekki spurning, þetta var geimvera.

IMG_4943

Þetta er Hulk, einhver á frú hulk og það væri gaman að vita hver.  en Hulk er nakinn og ég stóð Úlfinn að því hvað eftir annað að reyna að fela bibban með laufum.  Enn Hulkinn ísfirski er bara flottur.

IMG_4944

Bæjarstjórnin ákvað að kunngera næsta bæjarlistamann í Tjöruhúsinu og minntust í leiðinni Júlla míns.  Billa var kjörin næsti bæjarlistamaður.  Til hamingju með það mín kæra.

IMG_4950

Síðan var kertafleyting í fjörunni og hún var í og með til heiðurs Júlla mínum.

IMG_4951

Mikið held ég að hann sé stoltur, minn elskulegi sonur.

IMG_4955

Dagskráin endaði svo á söng í fjörunni, í Faðmi fjalla blárra sem er þjóðsöngur Ísfirðinga, og reyndar var svo frumflutt nýtt lag við þetta frábæra ljóð, lag eftir frænda minn Baldur Geirmundsson. ég gat ekki sungið með, því ég var með ekkan upp í hálsi.  Í faðmi fjalla blárra var alveg í anda Júlla míns, sem elskaði bæinn sinn svo mikið, að það kom aldrei til greina annað en að eiga hér heima og starfa og hér gaf hann af sér allt sem hann átti til. Og bæjarbúar hafa svo sannarlega sýnt að þeir virtu hann líka og elskuðu.

 

IMG_4961

Þess vegna er ég sátt, þó tárin leki endalaust þá þykir mér svo vænt um hvað allir hafa tekið drengnum mínum vel og hvað hann hefur markað djúp spor í heimabæinn sinn.  Hvað hann hefur gefið mörgum af sér.  Ég móðir hans áttaði mig ekki á þvi hve í raun og veru djúp spor hann hefur markað í samfélagið.  Og svo áttaði ég mig líka á því hve drengurinn minn var í raun og veru líkur mér.  Ég er ekki að hrósa mér, en ég hef fundið að þrátt fyrir allt þá lifði í honum það sem ég lagði inn og lagði mesta áherslu á í þessu lífi, það er virðing fyrir öllu lífi, virðing fyrir bæði dýrum, fólki og plöntum.  Ég hef lært að skoða sjálfa mig í ljósi þess sem hann var og sjá að börnin okkar endurspegla það sem við leggjum inn í banka lífsins fyrir þau.  Þannig að það er ekkert auðvelt að vera foreldri, og sennilega eiga afar og ömmur að ala upp börnin, því þau hafa öðlast viskuna, þolinmæðina og reynsluna til að gefa einstaklingnum þau tækifæri sem þau eiga skilið.  Hér áður þá áttu afi og amma virkan þátt í uppeldi barnanna, þar voru ekki leikskólar heldur afi og amma sem voru inn á heimilum og áttu ríkan þátt í uppeldinu.  I dag er öllu skipt upp, það eru leikskólar, skólar á mismunandi stigum, vinnustaðir og svo dvalarheimili.  Þar með er kippt út því elementi að afi og amma séu til staðar til að bera áfram þekkinguna til barnabarnanna, sem var svo rík hér áður.  Hér þarf að hlú að því og skoða hvort ekki sé komin tími til að kippa þessu í lag og sameina leikskóla og dvalarheimili, þannig að afi og amma séu ekki bara óvirkir þáttakendur í lífinu, heldur séu þaú meðvirk í leikskólum og komi þar inn til að sinna börnunum, segja þeim sögur og fræða þau um gamla tíma.  Því þó fóstrur séu alveg frábærar og góðar að öllu leyti, koma þær samt sem áður ekki í staðin fyrir afa og ömmu.  Reyndar kalla mörg börnin á leikskólanum mig ömmu þegar ég kem þar inn, og mér þykir afar vænt um það. Heart

Megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum og vernda.  Ég sit hér með ekkan í hálsi og hjartað úti  af upplifun dagsins og þakklæti mínu til samfélagsins sem ég er þátttakandi í, Takk innilega, takk ísfirðingar hve vel þið hafið tekið mér og drengnum mínum, sem lifði alltof stutt fyrir minn smekk, en enginn ræður sínum næturstað og allt er náttúrunni háð.  Við höfum ekkert með það að segja, heldur verðum að beygja okkur undir það sem gerist.  Ég er reyndar sannfærð um að okkur er ætlaður ákveðin tími hér í lífsins táradal, við förum hvorki fyrr né síðar en áætlað er.  Þannig er lögmálið. 


Kúlulíf.

Já það kom inn úr dyrunum í dag bréf um að það ætti að bjóða upp kúluna mína.  Vonandi er það bara vondur draumur.... en það er það auðvitað ekki.  Svo er bara að sjá hvernig ég klóra mig út úr því.

En hér eru nokkrar kúlumyndir eins og kúlumyndir eiga að vera.

IMG_4830

Morgun með fullt hús af börnum, sem þurfa að fara í leikskóla og skóla.  Litlir englar sem þurfa sitt.

IMG_4831

Það þarf að bursta tennurnar svo karíus og baktus komist ekki til að bora göt.

IMG_4835

Ef við viljum hafa matseldina svona fyrir alla, þá er upplagt að baka pizzur.

IMG_4838

Það er nefnilega eins og að skreyta piparkökur fyrir jólin allir geta verið með.

IMG_4839

Og áhugin leynir sér ekki.

IMG_4840

Svo má skreyta alveg eins og maður vill.

IMG_4844

Já hér eru prinsessur daglegt brauð.

IMG_4850

Afi viltu dansa?

IMG_4854

Það á að snúa svona í hring!!!

IMG_4859

Þetta finnst mér rosakúl.  Það eru ekki bara mömmur sem eru úti að labba með börnin, heldur pabbarnir líka og þeir eru náttúrulega flottastir.

IMG_4861

Hér er nýja baðlinan í kúlunni.

IMG_4870

Og þetta er nýja fatalínan. Do it your self.  Þetta fer sennilega bara í framleiðslu fljótlega.

IMG_4871

Ekki málið hjá stubbnum.  Gerði þetta alveg sjálfur, hans eigin hönnun.

IMG_4872

Sjá nánar hér.

IMG_4873

Tökum á móti pöntunum.  Tounge

IMG_4832

Mínir elskulegu brottfluttu ísfirðingar eins og þið sjáið er snjólínan komin ansi langt niður núna.

IMG_4856

Svona lítur Ísafjörður út seinnipart dags.  Þið kannist við þetta. En þetta er bara upprifjun.  Og það er alltaf nóg pláss handa öllum.   Og ég get lofað ykkur að vænt um þykjan er ríkjandi hér það hef ég fundið undanfarið.  Við erum hér ennþá full af kærleika og góðmennsku.

Eigið góða nótt og megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum og vernda. Heart


Eitt lítið letters bréf frá löngu liðnum tíma.

Ég fékk pakka í dag frá Þýskalandi frá mínum elskulegu vinum þar.  Í pakkanum voru myndir af syni mínum, og þar var bréf sem ég las og hugsaði með mér að þetta væri nú pínu væmið en mikið hafi nú manneskjan sem skrifaði þetta þekkt vel til bæði húsmóðurinnar og allrar fjölskyldunnar.

Bréfið er á ensku og ég ætla að setja það hér inn. Biðst velvirðingar á enskunni, því hún er satt að segja ekki upp á marga fiska, en það er aðalega inntakið sem skiptir máli.  Og getur ef til vill verið kærkomið þeim sem eru í sárum.  Svo ég læt það flakka hér:

 

 

An angel came to God an said; Father i have to talk with you, there is something on my mind. 

What is it my son, the Lord said.

 

Oh you see there is this lady wich I care so much about and I want so much to help, but I can´t get through to her to help her. She is on the edge to exterminate her self, but still she has a wonderful family and að extremely good education, and fine independet work which she has got good reputation in doing, but she still can´t finde her way.  I love this girl very much and want to help her, but I really can´t get in tuch and I´m her guardian angel so what am I going  to do?

God said; so you really want to help her?

 

Oh yes!

 

God said; There is að way, but it will be að sad one, for her and you. 

Well this is sad anyway said the angel.

 

My son I´m not sure if it´s að good idea.

 

Please! Please! I will try it. 

It will cost you a lot of pain and sorrow.

 

I don´t care about me my lord.  I just want to help my friend, said the angel.

 

The only thing you can do is going to the family and be there for að while, they will learn to love you and get to know you, but then you will have to get back becouse you are wanted here with me.  And you are not really supposed to go down there now. 

Father I understand what you are talking about, and I know it will be difficult, but you see if I can get through to my friend, I know she will realise that I did this for her and her family and she will pull through.

 

Well my son then I will allowe you til go down there and do what you have to do. Just remember that the time is short and you don’t have much time to get her the message she will understand. But I know that she is a good soul and she is very sensitive.  She will accept you and may be you can make her realize the purpose of you going down there. Far thee well my child and good luck.

 

 

A boy was born in að smal willige in keltern, the parents had tvo children beside that boy.  There was að great happiness by his birth.  Everybody was so glad of his arrival.  There was just a smal thing wich only the little child knew and that was that he could not stay long, and he had a lot of work to do making his family realise that he had to go in a short whild.  I must do this very clear; he thought I must make them realize that death is not an end, but a beginning of another live.  Make them understand that I am only here for a little while to make an a aquentans   so my friend will realise that she is not alone in this world and that I´m here for her.  That I’m her guardian angel.  So the little child used all his young live to do things that would consentrade his mother on this.  So she would know why he had to go so soon.  Becouse he knew better than enyone how fragle she was.  He also knew that she was much stronger than she thought h self, and he knew he must make her see that.  And when it came to the moment he had to leave, he prepared it very well.  He knew that his time was up, and he knew that he had been giveen this time becouse God loved him so much, and also his mother and the family.  That he had been allowed to go down there and actually be a member of the family, wich was not usually allowed, becouse his mother was such a wonderful person and she needed that so much. 

When the time came to say good bye, he made sure to say farewell to everyone and went away in his mothers arms very peacefully. He went up to Gad and said;

 

Father was this allright?  Did i do allright?

 

The great Father smiled to him and said, my son now they  are greaving, but in time they will realize what you where doing, I know your mother knows it in her heart and she realizes what you where doing, but she is till too sorry to think it over.  This will be her greatest memories in live, when she gets it into her mind really, that she was allowed to actually meet her own guardian angel and get to know him in person.  A very few persons are allowed to that treat.  And only for your prayings and her good persnoality I allowed this.  So just wait and see.  It will taka a while for her to get over this but she will, and so will rest of the family.  In a good time you will be a beautiful memory for them, and you will always be a part of there lives as one of them and it will help you protecting them.  And that is what you wanted and that was the purpose of you going there my child, was it not?

Yes Father it was, and I´m glad I did inspite of my sorrow leaving my beloved family. 

My son I´m proud of you and now we will selebrait the great Holliday of Christmas, we will send your family peace in there hearts so they will have Christmas in inspite of the grieve and sorow.  I will give them light and hope so they can go on with there lives without you. 

Jamm þetta var saga sem kom við mig.  Svo leit ég aftan á bréfið og þar stóð:

Dear frends and family.

This er the letter you sent to us 7. years ago - We never thought that this pain and sorrow vould ever come over you.

No matter how long we have our children it is like loosing the ground you are standing on..

We want to tell you how sorry we are and if you need our help we are there for your.  We are sending all our love and warmest thoughts, filled with energy to cope with this difficult time.

Love....

Dear Birgit this letter made me glad.  I had forgotten all about it.  But now I can see that it makes a point for people like me.  All my love and hugs to you all.  Heart

I will put it here to share it with more people. 

August 3, 2008-10

Þessar skemmtilegu myndir fylgdu með.  Hér með Atla frænda sínum að skoða steinsól.

August 19, 2002 -2

Rabbabaraprinsar.

August 2009-1

Í Neðsta þar sem hann undi sér svo vel, með steinfiskana sína.

December 31,2008-3

Í faðmi fjölskyldunnar.

September 3, 2003-1

Með bróður sínum og mági, flottstur.

September 9, 2003

Með litla bróður að setja ost inní sveppi, til að grilla.

 

Eigið góðan dag. Heart


Nokkrar myndir úr kúlu.

Nokkrar myndir.

Englarnir mínir eru sífelld uppspretta gleði.  Reyndar er fullt hús núna, því ég er með strákana Kristján Loga og Aron Mána núna í tvær nætur, meðan stóra systir er að spila og keppa í Kópavoginum.  Hún er reyndar að spila sennilega í þessum skrifuðu orðum.  Gangi þér vel elsku stelpan mína. Heart  Amma er stolt af þér hvernig sem fer.

IMG_4814

Þetta byrjaði allt með því að Hanna Sól fór til tannlæknis í skoðun, því við viljum hafa heilar tennurnar okkar og ekki láta Karíus og Baktur komst inn fyrir dyr. Af því að hún var svo dugleg og þæg fékk hún náttúrulega verðlaun, og hún valdi svona tattú.  Hanna Sól þarf líka alltaf að deila því sem hún á.  Og afi var auðvitað alveg upplagður til að fá svona tattú.

IMG_4816

Það krefst auðvitað vinnu að setja þetta á.

IMG_4817

Og ákveðinnar tækni, en Hanna Sól vissi alveg hvað átti að gera.

IMG_4818

Svona nú er þetta alveg að verða búið.

IMG_4820

Sko ekki slæmt.  Þegar afi fór í sund í gær, fóru gárungarnir að stríða honum.  Hann væri súper afi. Já sagði afi strax, ég geymi einmitt búningin heima. 

IMG_4822

Englaprinsessur er hér á sveimi öðru hvoru og eru alltaf jafn yndislegar.

IMG_4824

Svo þarf að hvíla sig aðeins og hugsa málið.

IMG_4825

Alvarleikinn á prakkaranum stafar af einhverju sem er að gerast í sjónvarpinu.

IMG_4826

Hún fylgist nefnilega með af athygli því sem hún á annað borð er að fylgjast með.  Eins og amma sín.

IMG_4827

Sem sagt fullt hús, hér vantar stóra strákinn minn, hann er nefnilega að verða svo stór.

Eigið góðan dag elskurnar.  Ég þarf að fara að huga að sýningunni sem verða á næsta sunnudag.  Heart


Hugleiðing

Mannskepnan er mikil efnishyggjumanneskja.  Hún vill helst ekki trúa nema því sem hún getur þreyfað á.  Nema á Guð og Jesú. Ég hef stundum velt því fyrir mér af hverju við erum svona föst í efnishyggjunni, en samt svo tilbúin til að trúa á Guð, Jesú og Biblíuna.

 

 

Ég skil þetta með Guð.  Ég trúi sjálf á eitthvað sem allt eins vel er hægt að kalla Guð, ljós og kærleika sem er upphaf og endir alls. 

 

En svo er bara ekkert upphaf eða endir.  Lífið er hringrás.  Allt leitar í hring.  Merki Ásatrúarinnar er t.d. hringur. 

 

Þess vegna þurfum við ekki að kvíða endalokunum. 

Vatnið er hringrás, það gufar upp í himinhvolfið, þéttist þar og kemur svo aftur niður í vötn og höf, áður en það hefur næstu hringrás.

 

Blómin fölna og blöð falla, en að vori gægjast þau uppúr moldinni aftur, og ný lauf spretta fram.  Þó segi í kvæðinu “sama rósin sprettur aldrei aftur þó önnur fegri skreyti veginn þinn” þá er það samt sem áður hringrás lífsins.

 

 

Jafnvel dýrin sem við deyðum okkur til matar, fara sína hringrás, sumt endar í líkama okkar, annað fer í áburð.  Pranan lifir, og færist úr einum í annan. 

Við erum líka voðalega skeptisk á að við lifum eftir líkamsdauðann.  Það hlýtur að vera erfitt að burðst með þá kenningu gegnum lífið, að allt sé búið þegar þessari jarðvist lýkur.  Þó eru mörg dæmi um hið gagnstæða, því þó ekki sé nema brotabrot af því sem kemur fólki sem sönnun um að látinn lifir, þá er samt sem áður alltaf þetta prósent sem ekki verður hrakið.

 

Ég hef þá trú að við ætlum okkur inn í þennan heim til að læra.  Og að við höldum áfram að koma aftur og aftur uns við erum fullnuma.  Að við berum með okkur fyrri vitneskju inn í næsta líf.   Ef til vill ekki sem lifandi minningar, en örugglega sem óljósir forboðar. 

 

Ég til dæmis segi ýmislegt, sem ég veit ekki alveg hvaðan kemur, það hendir að ég hugsa kom þetta virkilega frá mér?  Þá er það mín innri vitneskja og upplifun sem tekur yfir og opinberar það sem koma skal fram.  Þetta gerist oftast þegar mér finnst ég vera það sem kallað er innblásin, með opin hugann beint upp í alla heimsins vitneskju.  Þetta er eitthvað sem ég get ekki kallað fram, en ég finn þegar það kemur yfir mig. 

Afi minn var svona, nema í hans tilfelli þá sá hann ýmislegt bæði fólk og atburði, sem hann gat svo lýst, stundum jafnóðum og þeir gerðust, en voru langt í burtu.

 

 

Af hverju er mannskepnan svo hrædd við að viðurkenna að það er eitthvað meira í heiminum en við og það sem við getum þreyfað á?

 

Hrædd segi ég, því þeir sem mest hæðast og eru hatrammir út í fólk sem viðurkennir að finna á sér eða sjá og heyra það sem aðrir sjá ekki, eru hræddir.  Viðbrögðin sýna það.  Það þarf enginn að trúa svona hlutum, en það er sjálfsögð kurteisi að láta vera að niðurlægja og hæða þá sem þannig tala.

 

 

Það væri í raun og veru miklu einkennilegra ef það væri ekkert í heiminum annað en það sem við getum þreyfað á. 

Svo má benda þeim á sem þannig hugsa að ekki geta þeir séð rafbylgjur eða örbylgjur.  Það er ekki hægt að sjá vindinn, þó maður sjái ummerkin.  Og einu sinni var maður tekinn af lífi af því hann vildi ekki viðurkenna að jörðin væri hnöttótt en ekki flöt.

  

Ég held að sálin sé eins og droparnir í hafinu.  Ef hafið er Guð, þá gufum við upp, fæðumst og dveljum hér uns okkar tími kemur að falla aftur niður og sameinast hafinu.  Dropar hvert og eitt, en þó hluti af því sama.  Sumir dropar lenda í grýttum jarðvegi, og þurfa að gufa upp aftur til að falla í réttan farveg. 

Ég held líka að á efsta degi þá verðum við að skoða hvernig við höfum varið þeim tíma sem við höfðum.  Höfum við lifað góðu lífi og hugsað um aðra, eða höfum við einungis hugsað um að fylla á eigin kornhlöður og verið sama um þá sem hafa verið samferðamenn okkar.  Sú sjálfskoðun getur verið annað hvort sársaukafull eða full af gleði og hamingju.  En allt eftir því hvernig við höfum hagað vistinni.

 

 

Það hefur marg oft komið fram að þegar fólk lendir í lífsháska, þá er eins og lífshlaupið renni framhjá því.  Það hefur líka komið fram að þegar menn hafa lent í að vera nálægt því að deyja að þeir hafa ekki viljað snúa til baka. 

Það er svo margt sem bendir til að við höldum áfram að vera til eftir þetta jaraðlíf.  En af einhverjum ástæðum gengur mönnum illa að höndla það.  Veit ekki af hverju.  En ég held samt að þeir séu miklu fleiri sem vita að það er framhald á ferð sálarinnar, hvernig það svo verður veit auðvitað enginn.  En ætli við getum ekki sjálf haft heilmikið um það að segja með því hvernig við högum okkur hérnameginn gagnvart þeim sem með okkur dvelja í jarðvistinni. 

  

Það er allavega mín trú.  Eigið góðan dag elskurnar.

 

IMG_4716


Þegar ég gerðist boðflenna. Blómamyndir og myndir af fjörkálfum.

Ætla að setja inn nokkrar fallegar blómamyndir úr garðskálanum mínum, svona til að gleðja.  Og svo ætla ég að segja frá því er ég gerðist boðflenna, svona alveg óvart.

En þannig var að við höfðum farið í sund á Flateyri á laugardaginn, skemmtileg laug á Flateyri, og þar ríkir hún Lára vinkona mín.   Takk fyrir mig Lára mín. Heart

Þegar við komu heim sagði Elli við mig.  Ætlarðu ekki að koma með og hlusta á lúðrasveitina spila nokkur lög.

Æ ég veit ekki, sagði ég.  Nenni varla.

Jú þú kemur og stelpurnar líka, þið hafið bara gaman af því.

Ég hugsaði með mér að þetta væri svona æfing þar sem þeir myndu spila örfá lög og við gætum bara haft það notalegt og hlustað á nýju lögin, sem þeir eru að æfa.

Þegar við nálguðums Tónlistarskólann sá ég að það var fullt af bílum fyrir utan.  Aha hugsaði ég með mér, það er sennilega fleira fólk en ég reiknaði með, eða það er ef til vill fundur í Grunnskólanum.

Þið farið inn Hamrameginn sagði Elli ég fer um bakdyrnar.

Það er laust pláss uppi, hvíslaði dyravörðurinn, það fór að fara um mig.  Það var fullt hús af prúðbúnu fólki.  Allir fyrirmenn bæjarins uppábúnir.  Ég og stelpurnar sem vorum bara í hversdagsfötunum, læddum okkur inn í salinn, mættum þar reyndar bara elskulegheitum og brosum.  Fórum upp á svalirnar. 

Allt í einu gerði ég mér grein fyrir að þetta var ekki bara einhver æfing hjá lúðrasveitinni, þetta var afmæliskonsert í tilefni afmælis Sigríðar Ragnarsdóttur.  Þarna var Hjálmar R. kynnir, Anna Áslaug systir þeirra og allt þeirra fólk.  Og allt þetta prúðbúna fólk.  Ég fékk hálfgert sjokk.  Og þegar Elli birtist í dyrunum og benti mér á að fylgja sér út.  Læddist ég fram.  Það er langt í að við eigum að spila sagði hann afsakandi.

Ég hefði ekki haft neitt á móti að vera þarna lengur, því það var greinilega mikið lagt í tónleikana.  Enda til heiðurs Sigríði.  En þar sem ég var nú einu sinni boðflenna, þá var bara best að læða sér út og fara heim.

En innilega til hamingju með afmælið elsku Sígríður mín Heart

IMG_4724

Hjálmar og Anna Áslaug.  Ég smellti af örfáum myndum. 

IMG_4723

Systkinin ræðast við og þarna sést tónskáldið og eiginmaður Sígríðar Jónas Tómasson og þarna sést líka í séra Magnús.

IMG_4725

Tengdadóttir þeirra leikur hér nýlegt verk.  Myndirnar eru ekki góðar því þær eru teknar uppi á svölum.

En svona er lífið stundum.  Ég vildi að ég hefði getað verið lengur. Heart

IMG_4715

En blómin í garðskálanum eru enn mörg við hestaheilsu og falleg.

IMG_4716

Hvað er fallegra en nýútsprungin rós.

IMG_4718

Nema er til vill afskorin rós, þessi er orðin meira en mánaðargömul og stendur enn svona falleg.

IMG_4719

Og ég er að safna saman fiskunum hans Júlla míns til að velja á sýninguna.

IMG_4720

Þar skal vanda vel til verks.

IMG_4726

Gleðigjafarnir mínir.

IMG_4727

Þær halda mér við efnið.Heart

IMG_4735

Hér er verið að spá í mynd.

IMG_4737

Og það er verið að hlusta á Lísu í Undralandi á diski, og skoða myndirnar í bók í leiðinni. Það finnst þeim skemmtilegt.

IMG_4742

Veðrið getur verið fallegt, reyndar er þetta ekki rétti liturinn.

IMG_4740

Þessi ekki heldur.

IMG_4744

En aftur á móti er þessi alveg ekta.

IMG_4813

En ég segi bara góða nótt.  Systir mín lét mig hafa nokkrar svefntöflur, og ég sef þess vegna betur á nóttinni, en er líka á móti þung á morgnana.  En það getur líka verið af því að ég hef svo lengi sofið svo lítið. 

Megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.  Góða nótt. Heart


Skilaboð til þín Sveinn.

Elsku karlinn, þú hringdir í mig áðan og sagði mér að þú hefðir komið að elskulega drengnum mínum.  Ég vil að þú vitir að ég skil vel hvernig þér líður.   Og ég skil vel að þú gast ekki rætt þetta meira í bili þegar ég fór að spyrja óþægilega og nálægt. 

Við áttum tilfinningaþrungið viðtal núna áðan.  Ég veit ekki hver  þú ert, og hvernig þú þekktir drenginn minn, en ég heyrði að þér þótti vænt um hann.  Og ég heyrði líka að þú átt erfitt eftir að hafa fundið hann.  Elsku karlinn, hafðu aftur samand.  Og fáðu áfallahjálp. Ég vildi að ég gæti verið hjá þér og knúsað þig og hjálpað þér yfir þennan erfiða hjalla. 

Ég hef svo oft hugsað til þín eftir að ég vissi að einhver hefði komið að honum.  einhver sem ætlaði að kaupa af honum fisk.  Hugsað um hvernig þér liði og hvað þú værir að pæla.  Og ég er þér þakklát fyrir að gera það sem þú þurftir, láta vita og setja hlutina í gang.  Ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum til þín, því ég veit ekki hver þú ert, eða hvar þú ert.  En ef þú lest þessi orð þá veistu að ég hugsa til þín og bið alla góða vætti að vaka með þér og vernda og vona að þú komir við hjá mér næst þegar þú kemur á Ísafjörð. 

Knús á þig elsku drengurinn og ég óska þess að þér líði fari að líða betur.  Allt í einu er líf okkar tengt, og ég vil endilega fá að hitta þig, þegar þú kemur hingað, eða þú getur látið mig vita hvar þig er að finna.  Það er örugglega gott fyrir okkur bæði að hittast og ræða saman.  Heart

Þú hefur verið svo oft í mínum hugsunum og bænum.  Og svo þegar þú hringdir var eins og loka púslið væri komið í myndina. 

 


Mömmó og minningarsýning.

Ég er þessa dagana að undibúa sýningu sem halda á til minningar um Júlla minn á Vetrarnóttum, sýningin verður sunnudaginn 8. nóvember í Tjörushúsinu þar sem flest listaverkin hans eru, staðsett af honum sjálfum.  En þar verður meira, ég er að láta ramma inn nokkrar teikningar eftir hann og myndir sem hann teiknaði á leður.  Hann var mikið náttúrubarn og hráefnið var hvað sem var, platti úr eldhúsi móður sinnar eða leðurbútur sem hann fann einhversstaðar.

Það er líka hægt að sjá á myndum hans í hvernig skapi hann var, eða hvort honum leið vel eða illa.  Það voru dökk tímabil í lífin hans og líka ljós og fögur.   Þetta sést afar vel í teikningunum hans.

Ég er líka að fara yfir steinaverkin sem hann kildi eftir, sum hálfköruð.  Hann hefur greinilega verið að byrja á einhverju nýju.  Ég ætla að hafa þessa sýningu eins lifandi og fallega og mér er unnt.

IMG_8069

Svo eru nokkrar mömmu og pabba myndi.

IMG_4679 

Óðinn Freyr fékk að gista í fyrrinótt.  Og Brandur er auðvitað til í að koma sér í mjúkin hjá honum líka.

IMG_4681

Hönnu Sól finnst það svo sem allt í lagi.

IMG_4683

Hún fær stundum vinkonur í heimsókn, það finnst stelpunum gaman. 

IMG_4685

Og Álfaprinsessur bókstaflega tilheyra kúlunni.

IMG_4689

Dansandi prinsessur líka.

IMG_4690

Svo er bara að vanda sig.

IMG_4691

Já það er fjör og veitir ekki af þegar amma dettur ofan í kjallara.

IMG_4693

Heart

IMG_4695

Bestu vinkonur.

IMG_4702

Á föstudögum er farið í bókasafnið og svo má alltaf biðja um ís.

IMG_4704

Í gær var amma búin að kaupa bók um Bangsimon og myndir til að líma inn.

IMG_4705

Það er skemmtilegt.

IMG_4707

Knúsirófan komin á sinn uppáhaldsstað.

IMG_4709

Algjör knúsírófa þessi stelpa.

IMG_4710

Og þessi er síðan áðan.

IMG_4698

Veðrið er ljúft þessa dagana milt og lygnt.

IMG_4699

Og haustlitirnir löngu komnir í ljós.

Úlfur fór á Tai Kvon do mót fyrir sunnan, vonandi gengur honum vel.  Því miður komumst við ekki með honum.  En önnur mamma sem fór með hópnum ætlar að hugsa um hann, og svo þjálfararnir.  Hann er í góðum höndum. 

Ingi minn og fjölskylda er líka fyrir sunnan, Sóley Ebba er að fara að keppa á EPTA vonandi gengur henni líka vel.

Og Óðinn Freyr er einnig fyrir sunnan þar sem hann fór á körfuboltamót. Vonandi gengur honum líka vel, hann er bara 6 ára ennþá lítill stubbur en rosalega duglegur.

IMG_4686

Hún er dönsk hann er franskur.  Hún vinnur í Reykjavík hann er hér í skóla og í lúðrasveitinni.  Hann hefur komið í heimsókn og nú vildi hann kynna okkur fyrir kærustunni.  Þau eru yndæl bæði tvö og meiri íslendingar í sér en margur íslendingurinn.  Heart  Ég hef tekið eftir að það er ákveðin hópur fólks sem hingað kemur erlendis frá sem laðast að okkur og kúlunni. Og það er notalegt. 

 

En ég ætla að safna sjálfri mér saman og hugsa jákvætt.  Hella mér út í minningasýninguna um drenginn minn.  Eigið góðan dag.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband