Færsluflokkur: Bloggar
11.1.2010 | 12:02
Hégómi, spilling og valdníðsla.
Hégómi er sjálfskaparvíti. Við erum auðvitað öll meira og minna hégómleg og sjálflæg. En sumir eru verr haldnir en aðrir. Þeir taka sjálfa sig of alvarlega og telja að þeir séu ómissandi og þeirra verk séu þau einu réttu. Þá er ekki hlustað á einn eða neinn, og öllu sem aðrir segja mótmælt og komið með fyrirslætti um að fólkinu sé ekki sjálfrátt, það viti ekki hvað það er að tala um, eða misskilji málefnið.
Það er slæmt þegar hæstráðendur þjóðar, eru svo hégómlegir að ætla að þeir einir hafi rétt fyrir sér, og þó marg sé búið að benda þeim á að það séu aðrir fletir á vandamálum, þá er slegið á allt slíkt. Verst er að þessir aðilar starfa í umboði þeirra sem þeir eru að neita að hlusta á. (Lesist þjóðarinnar)
Svo kárnar ennþá dæmið þegar áhangendur og trúfélagar endurtaka bullið og hræra ennþá meira í óvissunni. Sérstaklega í ljósi þess að hinum almennu sauðum er fyrirmunað að skilja hvers vegna má ekki endurskoða hlutina. Allt keyrt áfram og ekki hlustað á neinn.
Hér höfum við dæmi um slíkt, við erum að ganga í gegnum það nákvæmlega núna og vitum ekki hvers vegna forsvarsmenn þjóðarinnar bera hag óvinanna meira fyrir brjósti en hag samlanda sinna, þjóðarinnar sem kaus þá til setu á Alþingi.
Eitt er að hafa sannfæringu, en annað er að leyfa öðrum skoðunum að komast að, og skoða málin, þegar fólk sem þekkir vel til bendir á annað. Þá á ekki að blása það af. Þá fer fólk að gruna að hér sé ekki almannaheill hafður að leiðarljósi heldur einhverjir sérhagsmunir eða loforð um eitthvað betra fyrir þá sjálfa sem þannig haga sér.
Fyrir utan þetta nýja dæmi má svo sem benda á fleiri. Til dæmis afhendingu stjórnvalda á sjávarauðlind þjóðarinnar til vina og vandamanna og mömmu og pabba. Gjörð sem rústaði landsbyggðinni, og var svipuð eignatilfærsla og nú er að eiga sér stað, bara þá fluttist gróðinn frá landsbyggðinni til Reykjavíkur og síðan til útlanda. Sú blóðtaka er ennþá að naga venjulegt fólk sem hafði lifibrauð sitt af fiski og fiskvinnslu. Þetta hefur ekki verið leiðrétt, þó allt segi að þetta var óhappaverk og þjónaði engum tilgangi öðrum en að færa sérstaklingum þjóðarauð á silfurfati.
Þetta á líka við um landbúnað, þegar sláturleyfishöfum var gefin rétturinn til að slátra kindunum. Sláturhúsin voru sett á hausinn hvert á fætur öðru, uns örfá voru eftir í landinu, og nú aka menn dýrum landshorna á milli við ömurlegar aðstæður til að aflífa þau. Það má nefnilega ekki hrófla við þessum vinum valdsins. Þeir verða rétt eins og L.Í.Ú. að hafa réttin til að slátra, bændur mega svo náðarsamlegast taka til sín 200 kg. af kjöti til eigin nota og sölu. Ef þeir þurfa meira verða þeir að kaupa það fullu verði. Og svo er verið að tala um að kjöt sé dýrt. Hver skyldi nú halda uppi verðinu? Ekki er það bóndinn sem fær smánarlega lítið fyrir sinn snúð. Og ekki veit ég til þess að nokkur maður hafi dáið af völdum heimaslátrunar.
Og á meðan dýraverndarmenn eru að ærast og sakfella mann fyrir að skjóta eina og eina kind út um fjárhúsgluggann, þá er þeim alveg sama þó kindum sé smalað upp í tveggja hæða flutningabíl, með aftaní vagni upp á tvær hæðir, aka svo blessuðum skepnunum fleiri klukkutíma landshorna á milli, farandi með skítaklepra og hland yfir fleiri sauðfjárvarnaveikigirðingar. Er ekki heilmikill tvískinnungur í þessu. Sérstaklega í ljósi þess að ef ein rolla þvælist yfir sauðfjárveikivarnargirðingu verður að aflífa hana strax.
Rétt eins og það er tvískinnungur í því að taka veiðiréttinn af fólkinu í landinu og færa hann til vildarmanna, leyfa veðsetningu á honum til að bjarga bönkunum. En segjast vera að vernda sjálfstæði landsmanna.
Rétt eins og að neita að viðurkenna að menn hafi gert mistök með því að senda vin sinn, sem reyndist allsendis óhæfur til að semja um fjöregg þjóðarinnar, og vera svo hégómlegir að neita að horfa til þeirra sem benda á aðrar lausnir. Eins og þeim sé alveg sama hvernig þjóðarskútan veltur, bara ef þeir komast upp með málið eins og þeir byrjuðu á því.
Sennilega er þó verra fólkið sem heldur netinu utan um slíka ráðamenn, þýlyndi og aðdáun á valdi hlýtur að varða þeirra veg, ef þeir hafa enga aðra ástæðu en að halda með sínu liði hvað sem það kostar.
Er ekki komin tími til að rippa þetta upp. Taka á spillingunni og sérhagsmunagæslunni. Við höfum ekki efni á henni. Við ættum að hafa nóg fyrir alla að bíta og brenna, en ráðamenn, allir sem hafa verið undanfarna áratugi hafa að leiðarljósi að hygla sjálfum sér og vinum og vandamönnum á kostnað hinna. Og það sem verra er komast endalaust upp með það af því að fólk bara lætur traðka á sér. Virðist ekki skilja mun á því hvað menn lofa fyrir kosningar og hvað þeir svo efna eftir þær. Og kjósa því bara sitt fólk áfram hvað sem tautar og raular. Og ver þá endalaust í ræðum og riti. Það er afar sorglegt svo ekki sé meira sagt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
10.1.2010 | 02:35
Lífæðin fm Bolungarvík, kerti og rómantík og bara kúlulíf.
Við hjónin sátum í eldhúsinu í kvöld eftir að hafa komið börnunum í svefn og eftir að hafa horft á spaugstofu og fyrsta hluta júrovisjón. Verð reyndar að segja Guð minn góður klæðaburðurinn á þessum annars fallegu konum, þær voru eins og pokar í kjólunum sem þær voru klæddar í Hræðilegt að sjá þær. Og það var auðsýnt hvernir komust áfram, þessir tveir aðilar sem ekki voru fölsk í söngnum, pínlegt á stundum. En það er auðvitað ekki auðvelt að koma svona fram í beinni. Ætla ekki að tjá mig meira um það, en þau tvö sem komust áfram voru áberandi langbest.
Svo sátum við í eldhúsinu með kertaljós og hlustuðum á Lífæðina, þetta frábæra útvarp frá Bolungarvík. Og það var eins og ég væri komin niður á Langa Manga. þarna voru þau öll, Gummi Hjalta, Eygló Jóns, Matta, Elvar Logi að taka Megas á sinn skemmtilega hátt. Það var partý á Paxon með Langa Manga ívafi. Haukur Vagnsson og systkini innilega takk fyrir mig. Og ég er sammála, þetta útvarp þarf að hljóma, ég er búin að hlusta á það núna yfir hátíðarnar og er alveg sammála að þessi rödd á ekki að þagna.
En við erum svona að komast niður á jörðina fjölskyldan í Kúlunni. Nú tekur alvaran við á fullu, skóli, leikskóli, ballett og sundnámskeið allt í farvatninu.
Sund á Suðureyri á morgun og allir farnir að hlakka til þess.
Það er búið að púsla mikið, og leira.
Afi að búa til pabban, mömmuna og litla barnið, allt eftir óskum fröken Ásthildar Cesil.
Svo er rætt um hvernig pabbinn eigi að vera á litinn og svona. Þetta krefst allt íhugunar og ákvarðanatöku.
Og við spælum egg. Það þarf allt saman að vera á tæru og best að fylgjast vel með ömmu.
Og svo er bara svo gaman að vera til.
Hanna Sól fékk að gista hjá bestu vinkonu í gær, og svo komu þær báðar heim og það var bara skemmtilegt hjá þeim pæjunum. Unglingurinn á heimilinu fékk að fara í bíó bæði í fyrrakvöld á Sherlock Holmes og í kvöld á Avatar. Hann kom heim upp fullur af gleði; þið verðið að fara á þessa mynd, þetta er besta myndi sem ég á eftir að sjá ever. Hún er rómantísk og falleg og meiriháttar.
En nú er ég að fara að halla mér. Megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda. Ég segi Góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þið eruð eina þjóðin sem getur boðið Evrópusambandinu birginn, sagði vinur minn þjóðverjinn við mig. Og um leið og þið gerið það, hjálpið þið okkur líka til að losna undan hruninu sem er á leiðiinni til okkar líka. Það fer bara hægar af stað hér, því hér er allt stærra í sniðum. En bankarnir eru að gera nákvæmlega það sama hér í Þýskalandi og þeir gerðu á Íslandi hættir að lána fyrirtækjum og lána bara hverjir öðrum, til að ljúga upp hagspár. Enda eru verslanir og fyrirtæki að fara á hausinn hér hér daglega.
Ég hef grun um, og sé af umfjöllun erlendra miðla að fólk er að hugsa það sama þar. Vinur minn í Austurríki sagði; þegar þeir sjá að lítil þjóð eins og þið getið boðið ESB birginn, þá hrynur veldið innan frá. Þeir óttast að svo verði. Því allt er þetta bákn byggt á sandi.
Dansku vinur minn tók í sama streng. Ættum við ekki að ganga verlega inn um gleðinnar dyr? Og alls ekki skuldsetja alla þjóðina og ættingja okkar og eftirkomendur langt inn í framtíðina. Hver hefur leyfi til þess, mér er spurn?
![]() |
60% andvíg Icesave-lögunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
9.1.2010 | 02:32
Við erum þrjósk ósveigjanleg og heimóttarleg, við verðum bara að horfast í augu við staðreyndir.
Hef reyndar ekki lesið nema undan og ofan af greininni, en hef gaman af karlinum. Hann er greinilega húmoristi. Við mættum hafa meiri húmor fyrir okkur sjálfum. Segi og skrifa. Okkur myndi eflaust farnast betur með það.
Ég horfi aldrei á INN, ekki einu sinni á þætti bloggvinkonu minnar Kolbrúnar Baldursdóttur, sem mér finnst reyndar alveg frábær kona, það lýsir sér vel í skrifum hennar. En í kvöld þá stóð sjónvarpið á sér, og ég var stökk í orðsins fyllstu merkingu á Ingva Hrafni talandi eins og honum er einum lagið, lék einleik og var orðljótur og lét vaða á súðum. En svo sagði hann það sem mér finnst ekki hafa komið nægilega fram og sló mig fast. Hann sagði forsætisráðherrann okkar er sagður hafa rætt bæði við forsætisráðherra breta og hollendinga, en það hefur ekkert verið gefið út um hvað þeir sögðu. Steingrímur er búin að fara um allt, og róa niður Skandinavíu og alla sína kollega, hvað svo sem hann sagði þeim. Össur rætti við sinn kollega í Bretlandi og sá gaf honum ESBbolta svo hann gæti leikið sér áhyggjulaus. En hvað sögðu Brown og Jan Peter? Hefur einhver heyrt um það?
Hvað sögðu Brown og Jan Peter við okkar forsætisráðherra?
Gefum okkur að bretar ættu í svipuðu og íslendingar í dag. Nema að þeir ættu í stríði við Kína og USA, heldur nokkur maður að fjölmiðlamenn þar myndu ekki reyna að ganga á eftir því hvað hefði farið forsætisráðherrum á milli. Það má ímynda sér að hlaðið á Downingsstræti 10 væri þéttsetið fjölmiðlafólki sem krefðist svara við því hvað þeim hefði farið á milli. Hér eru fjölmiðlar bara að vinna eftir fyrirskipunum frá ráðandi öflum, eða þannig finnst mér það vera. Þeim er skítsama um sannleikan eða hvað er að gerast, sennilega bara að hugsa um að halda vinnunni. Og hvaða áhrif það hefur á okkur, börnin okkar og barnabörnin.
Umræðan í dag er að snúast íslendingum í hag, þrátt fyrir grátlega tilburði ríkisstjórnarinnar til að beygja umræðuna að sínum ESB draumum, og reyna að segja okkur að allt fari til fjandans ef við samþykkjum ekki samningana þeirra. Þrátt fyrir grátlega tilburði meðreiðarsveina ríkisstjórnarinnar til að sverta forsetan og almenning fyrir að fylgja þeim ekki í blindni.
Þau höfðu svo sannarlega tækifæri til að snúa öllu málinu sér í hag, og leiða þjóð sína sameinaða inn í það sem kom Íslandi og börnunum okkar best. En þau kusu að vera þrjóskari en andskotinn, það er þessi þrjóska sem Roy Hattersley er að gera grín að.
Nú tala þau út og suður; Ein þingkona Samfylkingar segir að kosið verði milli forseta og alþingis, annar segir að ef við samþykkjum ekki ofurálögur verði stjórninni slitið. Svo kemur sá þriðji og segir það bara vera bull stjórnin geti setið áfram enn einn segir að það sé skylda stjórnarinnar að sitja áfram. Ef til vill ætti stjórnin að hittast og ræða saman um hvernig þau ætla að tækla niðurstöðuna. Ekki gera sama og síðast að láta taka sig í bælinu þegar þau eru stoppuð af. Verða pirruð og reið og í fýlu.
Ykkur finnst ég ef til vill ósanngjörn en ég er að verða alveg gáttuð á hvernig ráðamenn þjóðarinnar haga sér. Hvernig þau voga sér að henda fjöreggi þjóðarinnar svona á milli sín, milli þess sem þau auka álögur og binda þjóðina í skuldaklafa, og reyra svo sultarólina að fyrirtækjum að þau geta ekkert gert. Og ASÍ og SA eru líka brandari ef það væri ekki sorglegt hve þeir eru illa pólitískir og illa hugsandi um umbjóðendur sína. Allstaðar annarstaðar hefði fólkið sem á allt sitt undir þeim, hent þeim út í hafsauga.
Nei Roy Hattersley hefur rétt fyrir sér, við erum þrjósk, ósveiganleg og heimóttarleg og látum allt yfir okkur ganga, þess vegna er þjóðfélagið í þeirri upplausn sem það er í dag. Við höfum látið þetta gerast, og ekki hreyft litla putta til að stoppa það af. Kosið yfir okkur það sama aftur og aftur, án þess að gera kröfur um að fólk standi sig. Án þess að heimta réttlæti, sanngirni og heiðarleika.
Nú sitjum við uppi með Alþingi sem er rúið trausti, flokka sem enginn vill hafa með að gera og það sem grátlegast er, þegar upp hefur risið fólk sem vill gera betur, eins og Hreyfingin, eins og Frjálslyndi flokkurinn eins og Íslandshreyfingin, þá eru þau púuð niður af því að það þóknast ekki sperrirófunum, þrjóskhausunum og ósveiganlegunum að hlusta eða taka mark á þeim. Nei við kjósum bara það sama aftur og aftur og aftur. og við hötum þennan og þessi á ekki sjens.
Er ekki komin tími á að við lærum aðeins af reynslunni og förum að gera kröfur á það fólk sem lofar okkur öllu fögru í kosningabaráttu en stendur svo ekki við neitt, þegar þeir hafa komið sér saman um hverjir eigi að ráða í þetta skipti.
Valið er okkar, og nú hefur Ólafur Ragnar alveg óvænt fært okkur eitt stykki lýðræðispakka svona alveg óforvarendis, en nei, við erum erfið, þrjósk og ósveigjanleg, svolítið krúttlegt ef málið væri ekki svona alvarlegt. Og við erum öll samsek í því af hverju þetta er svona. Nú skulum við syngja öll í kór ME ME ME.
![]() |
Hinir þrjósku Íslendingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2010 | 22:44
Laufey og ég og ég og Laufey ásamt ýmsum öðrum.
Ég fór í kvöldskóla að læra þýsku, kennarinn var frú Brynhildur Björnsson, Þar áður hafði ég verið á kvöldnámskeiðum í frönsku kennarinn þar var frú Bryndís Scram. En við á þýskunámskeiðinu fórum öll með Brynhildi til Þýskalands, man ekki hvaða ár þetta var, en það var örugglega sautjánhundruð og súrkál. Faðir Brynhildar var sonur forsetans okkar Sveins Björnssonar og bjó hann í Englandi. Hann sendi dóttur sína í stríðinu til þýsku eyjarinnar Amrum, til að forða henni frá loftárásum Þjóðverja.
En í tilefni af því að Laufey bloggvinkona mín kom hér í heimsókn um daginn og við áttum svo notalega stund, datt mér í hug að setja inn nokkrar myndir frá þessari ferð. Við vorum nefnilega mikið saman á þessum tíma, bæði í þýskunámi og í Litla Leikklúbbnum.
Hér erum við í sollinum, man ekki hvað barinn heitir, en þetta var svona íslandsbúlla í Hamborg minnir mig, annars er ég farin að verða dálítið gleyminn. þarna var alltaf fjör og fólk stóð upp á borðum og söng, margir íslendingar sóttu þennan stað.
Hér er nærmynd af okkur Laufey, og frú Brynhildur fyrir endanum. Hún átti allskrautlega ævi, þessi elska m.a. bóndakona í djúpinu fyrir utan að vera afabarn forseta. Það var gefin út bók um hana, hún var rosalega flott kona.
Hér er hún greinilega að drekka Ella minn undir borðið, en hún var fyrir utan að vera flott kona, algjörlega öðruvísi kona, stórbrotin persónuleiki.
Hér er fremstur til hægri Halldór Hermannsson bróðir Sverris. Og margir sem ísfirðingar kannast vel við.
ein eyjan í klasanum þýska heitir Helgoland og þar var freeverslun. Þangað fórum við í verslunarleiðangur, ég er að koma heim til Amrum þaðan.
Hér erum við stöllurnar, flottar og fínar, ennþá flottari í dag auðvitað.
Við gistum hjá vinkonu Brynhildar á Amrum, vinkonu hennar sem hún hafði búið hjá meðan á stríðinu stóð.
Elli með eina þýska á hnjánum. Þetta var virkilega skemmtileg ferð og góður hópur.
Man svo sem ekki eftir þessum karli, en hann hefur örugglega málað þessa mynd af Amrum.
ég og Lubba mín. Takið eftir skónum!
Við Laufey aftur og Nonni Búbba, Búbba prentara ég held að hann hafi átt merkisafmæli um daginn, til hamingju Búbbi minn.
'Eg á þessum tíma.
Ég held að við höfum verið þarna í viku og notuðum tíman til að hjóla um eyjuna. Það var ekki mikið annað að gera, nema fara í bjórdrykkjukeppni og skemmta hvort öðru, en ég held að engum hafi leiðst.
Þetta er náttúrulega algjörlega þýskt ekki satt? Bjórtunnur og alles.
Ein af okkur Júlla mínum, á þessum tíma saumaði ég flest föt á mig sjálf. Það var ekki til peningur til að kaupa slíkt.
Strákurinn hennar mamadí. Alltaf ljúfur.
Þetta er nú bara svona til að létta andrúmsloftið og hafa gaman af. En Amrúm er ein af Frisnesku eyjunum þar sem brandararnir byrjuðu löngu á undan Hafnarfjarðarbröndurunum og þeim dönsku holubúabröndurunum.
Lifið heil og megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda. Segi bara góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.1.2010 | 10:52
Síðasti naglinn í líkkistuna.
Þetta er síðasti naglinn í málflutningi ríkisstjórnarinnar að það sé ekki hægt að ná betri samningum. Fyrst var það Ólafur Ragnar sem gekk í lið með almenningi og nú Eva Joly, fyrir utan ótal jákvæðar umfjallanir í fjölmiðlum erlendis, sem sýna að það hefði átt að tækla málin allt öðruvísi en að gefast strax upp og játa á sig allan klafann, kynna ekki einu sinni okkar málstað.
Í stað þess að viðurkenna þessar staðreyndir og fara að vinna samkvæmt íslenskum hagsmunum, forherðist ríkisstjórnin og nú segja þeir að stjórnin muni fara frá ef þessum óskapnaði verði hafnað í atkvæðagreiðslu.
Og ég spyr hvað er að þessu fólki? Af hverju getur það ekki stutt við íslenska hagsmuni og farið eftir þeim göngustíg sem Joly er að benda á?
Er það vegna skoðanakannanna um að þeir geti beygt almenning til að segja já við klafanum af ótta við hræðsluáróður þeirra?
Ég er alveg viss um að ef þeir hefðu snúið bökum saman með þjóðinni. Stutt við bakið á Ólafi Ragnari og fagnað ákvörðun hans. Tekið svo höndum saman við stjórnarandstöðuna og fólkið í landinu hefðu þeir komið út með mun hærri tölur í skoðanakönnun en bara 53%.
Fimmtíu og þrjú prósent daginn eftir allt havaríið og stanslausan áróður ríkisútvarpsins og þeirra sjálfra er nefnilega enginn sigur. Því þegar rykið fer að sjatna og fólk fer að sjá að við erum að ná eyrum fólks í útlöndum, þá situr eftir lygin um að það hafi ekki verið hægt að gera betur. Því það er næsta ljóst það var nefnilega hægt að gera svo miklu betur. Ef þeir hefðu haft fólk sem þekkti og kunni og gat til að senda út og semja, í stað þess að senda pólitískan vin sinn.
Af hverju er þessi þumbaragangur þá? Ég verð að viðurkenna að ég skil hann ekki. Er það bara vonin um að komast inn í ESB, eða liggur eitthvað ennþá meira þarna á bak við sem við ekki skiljum?
Ríkisstjórnin verður líka að átta sig á því að hún er ekki mjög vinsæl. Það sem gerir að fólk vill hafa hana áfram, er að bæði Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru stórskaðaðir eftir setu við völd í yfir 20 ár, og eru hinir raunverulegu hrunmeistarar í raun og veru, ásamt Samfylkingunni. Því má segja að við séum í pattstöðu eins og dæmið lítur út í dag. Ef við fellum frumvarpið og þar á meðal ríkisstjórnina, þá er hættan á að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn komist að. Þau spor hræða. En munu þau hræða fólk til þess að fá yfir sig skuldaklafa fyrir sig, börnin sín og barnabörnin til langs tíma? Ég er ekki viss um það.
Og svo má líka segja að það er nokkuð ljóst að Hreyfingin og sennilega Frjálslyndi flokkurinn muni bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Þar ásamt Vinstri grænum eru komin fram öfl sem eiga engann beinan þátt í hruninu. Það getur því orðið kostur fyrir þá sem vilja ekki Icesaveklafan og ekki stóru stjórnarandstöðuflokkana og ekki ESB.
Best væri að litlu framboðin annað hvort byðu fram saman, eða mynduðu kosningabandalag. Borgarahreyfingin hefur staðið sig vel á vaktinni. Þau hafa verið samkvæm sjálfum sér og eins og þau sögðu, verið gluggi almennings inn á Alþingi, opnað augu almennings fyrir fíflaganginum sem þar viðgengst.
Svo er alltaf möguleiki á því að forsetinn myndi utanþingsstjórn til að fara með völdin í landinu. Það er ljóst í mínum huga að mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki láta nauðga upp á sig þessum vonda samningi. Það er því ekki fallegur leikur að setja dæmið upp svona. Að með því að hafna samningnum fari stjórnin frá. Það er álíka ósmekklegt og að stjórnin neyddi samherja sína í ríkisstjórninni til að samþykkja hann þvert á vilja sinn, og þar með svíkja drengskaparheit sín um að kjósa samkvæmt sinni sannfæringu.
Þið hefðuð átt að hlusta á Ögmund, sem sagði að stjórnin hefði ekki leyfi til að fara frá. En nei það ætlið þið ekki að gera samkvæmt útspili viðskiptaráðherrans. Nú skuluð þið kjósa rétt eða taka afleiðingunum. Um leið og þið gerið þetta, setjið þið bönd á lýðræðið. Það sama lýðræði og okkur var lofað að yrði virkt þegar þið kæmust að.
Ef þetta er útspilið sem á að leika til að knýja fram vilja ykkar, þá held ég að það muni ekki takast, vona ekki. Fólk verður að hætta að láta kúga sig til að taka ákvarðanir vegna ótta um afdrif. Það hefur sýnt sig að allur hræðsluáróðurinn sem stjórnin hefur haldið uppi undanfarið ár, er ekki á rökum reist. Og nú hefur Eva Joly bæst í hóp þeirra sem eru að bjarga okkur frá glötun, með sínu framlagi.
Ég bið ykkur því að íhuga á hvaða leið þið eruð. Það gæti farið svo að þið stæðuð einangruð og rúin öllu trausti, og flokkar ykkar í rúst, ef þið ætlið ekki að taka fjölda áskorana um að taka höndum saman við okkur hin, og þá sem tala máli okkar erlendis.
Með því að snúa bökum saman og tala einum rómi til hagsbóta fyrir Ísland, getum við náð miklu betri árangri, og sýnt fram á að það er verið að fara illa með okkur af stórum þjóðum á þann hátt að ofbeldi kallast. Eva Joly hefur líka sýnt fram á þann flöt að bæði bretar, hollendingar og allt regluverk ESB á sök í málinu, alveg eins og þeir ráðamenn hér sem sváfu á verðinum, og gáfust svo allt upp, þegar bretar og hollendingar hnerruðu. Þið ætlið ekki að gefa okkur neitt tækifæri, af því að það má ekki viðurkenna að þið hafið haft rangt fyrir ykkur allan tímann.
Þá verður hér um að litast eins og Eva Joly segir, engir eftir nema fiskimenn og fiskvinnslufólk, ég kann að flaka, Addi Kitta Gau líka. En ég held að menntamennirnir og allir hinir verði að vera með líka. Viljum við kasta öllu frá okkur, bara til að þurfa ekki að viðurkenna mistök?
![]() |
Joly harðorð í garð Hollendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.1.2010 | 22:13
Kúlulíf og nokkrar myndir.
Ég kvaddi Báru mína í dag. Hún hélt á vit Vínar og dýralæknaskólans, Bjarki fór líka, svo nú er allt við sama og það var. Við fórum með þeim inn á flugvöll ég og stelpurnar. Við förum inn á flugvöll með mömmu og pabba, svo förm við að kaupa púsl, sagði sú stutta. Og þá mundi ég eftir því að seinast þegar mamma fór, var hún svo sorgmædd að ég greip til þess ráðs að fara í bæinn og kaupa handa henni púsl, það er eitt af hennar uppáhalds. Svo nú er það alveg á hreinu, mamma fer og hún fær púsl. Við fórum svo og keyptum púsl, og síðan á leikskólann. Svo er bara rútínan, vinna, sækja stelpurnar, elda mat, koma þeim í bað og bursta tennur, lesa og svæfa Ég held að sú stutta hafi bara verið dálítið feginn að komast í sína vanalegu rútínu.
En hér koma nokkrar myndir.
Ótrúlegir litir í náttúrunn hér vestra á þessum tíma. Þurfti samt útlendinga til að benda mér á það á sínum tíma, við tökum þessum litabrigðum sem sjálfsögðum hlut.
Ísköld fegurð.
Það þurfti að pakka upp öllu dótinu og fötunum drottinn minn, það var sko ekkert smá.
Snúlli fór með þeim suður, og Brandur var bara glaður með það. Hann er í dálitlu afbrýðiskasti núna, en það rjátlast af honum.
Ótrúlegur þessi kettlingur, tekin eins mánaða og algjörlega húsvanur, hefur aldrei pissað eða kúkað fyrir utan kassann. Og er alveg eins og ljós.
Hér er álfaprinsessa að undirbúa þrettándaball.
Ásthildur ætlar líka, en hún á svona líka flotta sokka.
Þessi hattur er sennilega meira svona álfa segir mamma.
Og lagar höfuðfatið meðan pabbi klæðir Ásthildi í sokkana.
Svo er gott að fá sér egg, fara sjálf út í hænsnakofa og sækja egginn og fá ömmu til að steikja þau, nammi namm.
Já þessi dásamlega birta í ljósaskiftunum.
Svo var að fara út á flugvöll og kveðja pabba og mömmu. Þær voru ótrúlega duglegar og góðar þessar elskur.
Og þá er bara að fara út í bíl og kaupa púsl.
En pabbi þeirra tók nokkrar fallegar myndir sem ég ætla að setja hér inn líka.
Kisi í letikasti og lætur fara vel um sig.
Þessi er tekin á leiðinni heim frá Reykjavík.
Fegurðin er alveg ótrúleg.
Bára mín.
Álfaprinsessan komin niður að væntanlegri brennu.
Litla systir og mamma líka.
Hér koma álfarnir. Álfabrennan er haldinn til skiptis á Ísafirði og í Bolungarvik. Og er afar skemmtileg uppákoma á þrettándanum.
Stundum hafa álfadrottningin og kóngurinn komið ríðandi á hestum, það er afar hátíðlegt. en hér er prinsessan farin að dansa með álfunum og tekur sig vel út.
Hún var svo hreykin að fá að vera með í hópnum.
Fallega litla prinsessan mín.
Og svo var skotið upp flugeldum, það er alltaf gert líka.
En svona er þetta bara, fólk kemur og fer, vinir og ættingjar kveðja og fara, eða heilsa og koma. Ég á afar erfitt með að kveðja. Það kemur alltaf kökkur í hálsinn og tár í auga. En það verður bara að hafa það. Þetta er eitthvað sem maður þarf að sætta sig við. En sem sagt nú er að hefjast rútína sem setur lífið í fastar skorður aftur.
Eigið gott kvöld elskurnar og megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum og reyndar okkur öllum og vernda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.1.2010 | 17:18
Jæja þá veit maður það.
![]() |
Bretar beita sér ekki gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.1.2010 | 13:55
Löng færsla: Ég fer þegar vindurinn snýst, sagði Mary Poppins, þurfum við ef til vill matkeið af sykri til að taka inn meðalið?
Ég fer þegar vindurinn snýst sagð Mary Poppins.
Í dag er ég bjartsýnni en í gær um að okkur takist að leysa Icesave málin farsællega. Það er vegna þess hvernig umræðan hefur þróast. Allt frá því að Ólafur Ragnar fór í viðtalið til bretanna, og stóð sig svona glimrandi vel, síðan kom Eva Joly og studdi hann og okkur. Því næst komu viðurkenningar á okkar málstað á færibandi.
Samherjar ríkisstjórnarinnar fóru mikinn í gær við að mála skrattan á vegginn, og ríkisútvarpið og sjónvarpið var undirlagt af áróðri gegn fólkinu í landinu og þeim vilja þess að fá að ráða sjálft um hagi sína. Á tímabili óttaðist ég að þeim tækist að drepa þann frelsisanda sem sveif um eftir höfnun Ólafs Ragnars á Icesaveólögunum. Bloggið var undirlagt af óhróðri um forsetan og alla vondu stjórnarandstöðuna sem vill bara skemma og eyðileggja þann góða árangur sem ríkisstjórnin hefur náð og komast sjálf til valda.
En fólk er að átta sig á svo mörgu núna. Í fyrsta lagi þá var ekkert verið að gera í málum við að kynna íslenska hagsmuni í útlöndum. Það hef ég eftir konu sem vinnur á breska sjónvarpinu. Þegar bretar fá ekki fréttir, sagði hún, þá búa þeir þær bara til sjálfir. Og af því að enginn kom og talaði máli þjóðarinnar, þá bjuggu þeir bara til, og höfðu auðvitað til hliðsjónar neikvæðni og niðurrifstal forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar allrar. Meira að segja í fyrsta viðtali eftir orð forsetans gátu þau ekki stillt sig um að vera neikvæð og pirruð. (Það var hann sem gerði það ekki ég) Segja börnin í leikskólanum.
En í dag kveður við annan tón. Það er tónn sátta. Hvað sem samfylkingar fólk segir, og það er oftast bálreitt eða vonsvikið, og leynir því ekki. Þá sækjast hvorki Sjálfstæðisflokkur eða Framsókn eftir því að hrekja stjórnina frá völdum. Þeir hafa nefnilega boðið upp á sátt um betri samstöðu og að standa saman sem þjóð. Stjórnarliðar eru þeir einu sem hafa rætt um að slíta stjórninni. Engir vondir sjallar eða gráðugir frammarar sem ráðast fram og vilja hrifsa völdin. Því er þá snúið upp í að þeir þori ekki. Gott og vel það getur vel verið. En ég er ánægð með að svo er komið. Því ég vil þá alls ekki við völd núna. Þó ég sé ósátt við vinnubrögð og sérstaklega barnalega fýlu stjórnarliða, þá held ég að þeim sé betur treystandi til að gera upp Hrunið en þeir sem sátu síðastliðin 20 ár. Þó verð ég að segja að Samfylkingin er ansi brennd á rumpnum af því, og með ólíkndum að þau skuli hafa menn eins og Björgvin Sigurðsson innanborð, sem steinsvaf á sínum verði. En nóg með það.
Ég ætla að setja hér inn á eftir þessum orðum mínum stórgóða grein eftir enga aðra en Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem ég hef ekki haft mikið álit á. En í greininni er gefinn sá tónn sem MUN VERÐA OFANÁ, eftir því sem rykið fellur og heildar myndin kemur betur í ljós. Ég ætla líka að leyfa mér að setja hér inn valin svör við bloggi Ólínu Þorvarðar, þeirrar mætu konu. Andsvar við bloggi hennar þar sem hún segir að forsetinn hafi verið blekktur.
Ég tek undir með því fólki sem hér talar. Við náum aldrei neinu ef við ætlum að halda þessu vonlausa þrasi áfram. Því fyrr sem Samfylkingarmenn gera sér grein fyrir því, því betra. Ég tala bara um Samfylkinguna eins og þið sjáið, því ég er á því að Vinstri Grænir með örfáum undantekningum liggi undir feldi og hugsi sjálfstætt. Þeir hafa líka orð Ögmundar og Lilju Mósesdóttur í eyrunum, sem tala skynsamlega og ýkjulaust og eru sjálfum sér samkvæm.
Það þarf að taka leppana frá augunum og fara að huga að heill þjóðarinnar allrar, en ekki reyna að finna sökudólg eða annarlegar hvatir fyrir því að fólk reynir að leiða ríkisstjórnina á rétta braut í þessu Icesavemáli. Samningurinn sem þau ætla að bjóða okkur upp á er nefnilega ekki ásættanlegur, og alls ekki ef ástæðan er löngun inn í ESB, eins og mér til dæmis virðist vera.
Það á að draga umsóknina um ESB til baka og einbeita sér að því að snúa bökum saman um endurreisn samfélagsins, hjálpast að við að finna ásættanlega lausn á Icesave sem þjóðin getur sætt sig við. Það er glapræði eins og ríkisstjórnin virðist ætla að gera, að kljúfa þjóðina í herðar niður í ósætti, af því þau fá ekki samninginn samþykktan með góðu eða illu.
En hér er fyrst grein Ingibjargar Sólrúnar, ég er ánægð með hana og tek undir það sem hún segir:
http://www.visir.is/article/20100107/SKODANIR03/353483655/-1
Fréttablaðið, 07. jan. 2010 06:30
Nú er mál að linni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar um Icesave Mynd/Anton Brink Í 15 mánuði hafa íslensk stjórnvöld átt í harkalegri milliríkjadeilu við bresk og hollensk stjórnvöld vegna ábyrgðar á innlánsreikningum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Inn í þá deilu blandast óhjákvæmilega erfiður ágreiningur vegna harkalegra aðgerða breskra stjórnvalda gagnvart íslenska fjármálakerfinu þann 8. okt. 2008. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá að gríðarlegur aflsmunur er á deiluaðilum og að þarf mikla lagni, útsjónarsemi og staðfestu til að ná hagstæðri samningsniðurstöðu fyrir Íslands hönd. Í þá 15 mánuði sem deilan hefur staðið hefur það ekki gert íslenskum stjórnvöldum auðveldara fyrir að innanlands er hver höndin upp á móti annarri. Deilt er um hvort og þá hvaða ábyrgð íslenska ríkið beri á innistæðum í útibúum bankans í þessum löndum og svo er líka deilt um hvort og hvernig eigi að semja við bresk og hollensk stjórnvöld sem hafa þegar gengist í ábyrgðir gagnvart innistæðueigendum. Eins og í öllum milliríkjadeilum alls staðar í heiminum eru alltaf einhverjir sem sjá sér hag í því að hvetja til átaka frekar en samninga og vopnaðir réttlætisrökum reyna þeir að telja almenningi trú um að það muni skila árangri þegar til lengri tíma er litið. Hér eins og annars staðar eru þetta falsrök því eina leiðin til farsældar er að þjóðir rétt eins og einstaklingar lifi í sæmilegri sátt við sjálfa sig og aðra. Tvær ríkisstjórnir og allnokkrir samningamenn hafa nú glímt við að leysa Icesave-málið á þessum 15 mánuðum og ennþá er það í uppnámi. Á þessum tíma hafa margir verið úthrópaðir sem vanhæfar liðleskjur af þeim sem standa álengdar og fylgjast með. Og enn eru gerð hróp að fólki. Að samningamönnum fyrir vanhæfni, að ríkisstjórninni fyrir blekkingar, að forsetanum fyrir að setja málið í uppnám, að In defence fyrir að blekkja fólk til undirritunar, að stjórnarandstöðunni fyrir afneitun og ábyrgðarleysi. Og svo er deilt um hver sagði hvað hvenær og hver bar ábyrgð á hverju hvenær. Allir á móti öllum.Þegar Forseti Íslands ákvað að synja lögunum frá 30. des. staðfestingar reiddust stjórnarliðar en stjórnarandstæðingar kættust. Það er hvort tveggja skiljanlegt í ljósi umræðna undanfarinna vikna og mánaða. En er ekki kominn tími til að við reynum að semja um vopnahlé innanlands meðan við leiðum þessa erfiðu milliríkjadeilu til lykta? Það munu gefast næg tækifæri síðar til að taka upp innanlandsdeilurnar aftur ef menn svo kjósa. Núna verða stjórnarliðar að halda aftur af hugaræsingi sínum og stjórnarandstæðingar af meinfýsni sinni. Báðir aðilar vita sem er að það verður ekki undan því vikist að semja um lyktir deilunnar. Í því sambandi skiptir engu máli hvaða ríkisstjórn er við völd því stjórnvaldið er eitt og hið sama og verkefnin hverfa ekki þó skipt sé um flokka og fólk. Þetta ætti okkur að vera orðið ljóst. Ísland á nú þegar í fjármálakreppu og gengiskreppu og gæti staðið andspænis alvarlegri stjórnarfarskeppu ef ríkisstjórnin ákveður að standa eða falla með lögunum frá 30. desember. Það gæti orðið dýrkeypt - fyrir þjóðina alla. Þess vegna eiga stjórn og stjórnarandstaða að slíðra sverðin og sameinast um að leiða samningamálin við Breta og Hollendinga til lykta. Skipa þarf pólitíska sátta- og samninganefnd og velja í hana fólk sem nýtur bæði trausts innan flokka og þvert á flokka. Þessi nefnd leggi mat á þær leiðir sem færar eru og fái fullt umboð ríkisstjórnar og þingflokka til að semja fyrir Íslands hönd. En við megum engan tíma missa og þess vegna verður þetta að gerast strax. Hinn kosturinn er að samþykkja lögin frá 30. des í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er hins vegar hætt við að aðdragandi þeirrar atkvæðagreiðslu og túlkun niðurstöðunnar myndi síst draga úr átökum heldur bætast í safn allra þeirra deilumála sem nú þegar geisa meðal þjóðarinnar. Og það sem við þurfum núna er friður og lausnir en ekki átök og orðaskak. Höfundur er fyrrverandi utanríkisráðherra. Hér er svo fróðleg grein tekin af bloggi Baldurs Gauts Baldurssonar.http://formosus.blog.is/blog/formosus/#entry-1001945Góð grein í erlendu blaði
Greinin er birt hér: http://www.dailymail.co.uk/debate/article-1241184/How-idiots-London-let-cod-fishers-make-fools-us.html
Should you happen to live in Leicester, and woke up this morning to hear that you, your children and grandchildren were responsible for £35billion of debt, the idea might take some of the fun out of the breakfast cornflakes. It is one thing to get a hefty post-Christmas credit card bill or fall behind with mortgage repayments. But £35billion? I mention Leicester because the city's population of 300,000 is around the same as that of Iceland. The collapse of that tiny country's overblown banking system has left the country with a hangover far more terrifying than that of Britain. Opposition: Hundreds of people gather outside Mr Grimsson's Reykjavik home to protest against the bill The local currency, the krona, has halved in international value. Wages have been cut, jobs lost. The economic future looks black, with credit available only at punitive interest rates. They are good and mad about what has happened. In a country where crime scarcely exists, the cars and houses of 'the Vikings' - the big financial wizards who drove their banks to destruction - have been vandalised. Icelanders now call themselves the 'Iceslaves', in token of the vast debt burden they must labour for decades to pay off. And this week, the country made a gesture of defiance towards the outside world. Its president, Olafur Grimsson, vetoed a parliamentary bill which would have allowed Iceland eventually to repay £3.66billion owed to its British and Dutch government creditors. Tomorrow, Iceland's parliament will arrange the terms of a national referendum on the bill, which it is almost cerby tain to face popular rejection. Most Icelanders do not care that this will threaten their lifesaving loans from the International Monetary Fund. They shrug at the notion of seeing Iceland's bonds being reduced to junk status. They are unmoved by their prospective EU membership being denied, their international status in the doghouse. They simply refuse to accept responsibility for liabilities which will wreck their lifestyles, because of the follies of a few reckless tycoons - and the whole international regulatory system. They claim that the terms demanded by the British and Dutch governments - which have refunded the lost cash of savers in their countries - are extortionate. The Icelanders' threatened strike - which is what their rejection of the bill will amount to - goes to the heart of the ongoing debate around the world about who takes the rap and bears the cost of the financial crisis. Technically, there is no doubt that Iceland's big banks, which went bust and had to be nationalised, are responsible for the money they took in. But some of us have more than a smidgeon of sympathy for the Icelanders' plight. What was the entire international financial system, and the regulators supervising it, thinking of when they allowed a volcanic wasteland that Warren Buffett could buy himself as a Christmas present to masquerade as a global banking centre? British savers, and dozens of local authorities, deposited hundreds of millions of pounds with Icelandic banks because they offered higher interest rates than anybody else. They chose to believe in Santa Claus because Moodys credit agency gave Iceland a top Triple A rating, while the EU and Bank of England nodded wisely and endorsed the place as a safe haven for cash. They were all bonkers, of course. I have been to Iceland several times. The salmon-fishing is wonderful. If you like shaggy ponies, volcanic hot springs, permanent summer daylight and Scandinavian-cuisine, it is a great holiday destination. More... Collapse of Icelandic banks has put town halls' £830m in the red But Reykjavik, the capital, looks a serious city only to those who have never travelled further south than Inverness, and who think the night life of, say, Fort William really hums. We are all so keen on devolution, rights of minorities and national sovereignty that we kid ourselves places like East Timor and Iceland are proper countries with economies and ambassadors abroad - and even, heaven help us, major international banks. In truth, they are mere offshore communities, which can manage their own affairs perfectly satisfactorily as long as they do not try to play out of their league. Defiance: Iceland's President Olafur Ragnar Grimsson At the height of the recent Icelandic boom, its banks were borrowing in dollars, which rendered them hopelessly exposed when their own currency fell through the floor. The only real assets Iceland possesses are fish, a superannunuated pop singer named Bjork and a nice line in sweaters. This did not stop the world's bankers and regulators from treating-Iceland's other financial institutions as major players, thanks to the overarching delusion that the whole international system was too closely interlocked for any part of it to collapse. Instead, as the wretched Icelanders have now discovered, 300,000 people need to knit an awful lot of sweaters to pay off £35billion. Many people in Britain still do not seem to grasp the fact that we, too, will have to meet the vast bills for our own bankers' failures, as soon as the election is over and we have a responsible government which recognises the horror of our predicament. True, Iceland is incomparably smaller, and its per capita debts much bigger. But the principle is the same. Taxpayers are left to suffer the consequences of the financial crisis, while those who contrived it walk away. I am sometimes accused of hammering in print too hard and often at bankers, who today maintain their obscene levels of personal reward after committing follies for which every citizen of Britain and America will suffer consequences for years. Yet it seems right to keep making the point, as long as the guilty walk free and rich. European and American regulators who indulged Iceland's banks seem more deserving of blame than the Icelandic people, who merely provided the stage set for a huge financial nonsense. Would you trust Leicester City Council with responsibility for overseeing banks dealing in tens of billions? No? It was equally silly to suppose tiny Iceland's incurably provincial government a credible guarantor for such sums. Whatever manoeuvres now take place between Iceland and its creditors, I shall be surprised if the British and Dutch governments get back the cash with interest over 15 years which they are demanding. Legally, the Icelanders have not a leg to stand on. But I save my anger for the idiots in New York, London and other European capitals who allowed the cod fishers to make fools of us as well as themselves

Hvetur til að samið verði á ný
Eva Joly segist hafa fengið það staðfest hjá höfundum Evrópureglugerðarinnar um innstæðutryggingar, sem liggur til grundvallar Icesave-deilunni, að reglugerðinni hafi aldrei verið ætlað að takast á við hrun bankakerfis heillar þjóðar. Joly segir að verið sé að fjalla um samkomulag sem eigi að gilda til 2024 svo að tíminn til að semja sé nægur. Það sé settur alltof mikill þrýstingur á íslensk stjórnvöld. Hún telur að menn verði að fara á byrjunarreit með málið. Nauðsynlegt sé að minnast þess að meingölluð Evrópureglugerð frá 1994 um tryggingasjóð innstæðueigenda hafi valdið þessum vanda. Reglurnar sjálfar kveði ekki á um ríkisábyrgð. Hún segist einnig hafa rætt við þá menn sem sömdu reglugerðina á sínum tíma, til þess að öðlast skilning á henni.Þeir hafi tekið það skýrt fram að reglugerðinni hafi ekki verið ætlað að taka gildi við hrun meðal þjóða eða hrun heilla bankakerfa. Íslendingar hafi því öflug rök fyrir því að ábyrgðin sé ekki eingöngu Íslands heldur Evrópu allrar. Staðan sé því einstök og kalli á nýjar lausnir.Hér má hlusta við viðtalið við Evu Joly í heild sinni. Það er á ensku.
Síðan nokkur valin svör til Ólínu. En þau sýna það sama viðhorf sem komið hafa hér fram hjá þessum hér að framan.
Það er alveg ljóst að ef við höldum okkur við sátt og samlyndi og hættum að vera í fýlu og kýta um hver byrjaði, þá munum við ná árangri, og er það ekki það besta sem til er?
Það er nöturleg staðreynd að flokkspólitískir hagsmunir ríkisstjórnarinnar og þingflokka hennar eru komnir í beina andstöðu við þjóðarhagsmuni Íslands.
Það er hverjum ljóst, sem á annað borð vill um það hugsa, að þeir samningar sem alþingi samþykkti 30. desember leggja þyngri byrðar á íslenskan almenningin en hann getur borið. Því miður hafði ríkisstjórnin málað sig (með fádæma afglöpum við samninga) út í það horn að verða að ýta samningunu í gegn, ella hverfa frá völdum.
Ekki mátti hugsa til þess að missa völdin.
Í staðin var sett af stað öllu alvarlegra leikrit en þú sakar Bjarna og Sigmund um. Markmið þess leikrits var að sannfæra Íslendinga að þeir væru svo aumir og óelskaðir í útlöndum að Icesave yrði að kyngja.
Ákallið um þjóðaratkvæðagreiðslu var síðasta hálmstráið til að stöðva þennan ógjörning. Í mínum huga skiptir það ekki öllu máli hvort samningurinn fellur í þjóðaratkvæðagreiðslu eða nýr og betri samningur kemur í hans stað. Ósk þjóðarinnar í málinu nær fram að ganga.
Hér komum við hinsvegar aftur að hinni nöturlegu staðreynd, reynist mögulegt að ná betri samningum er ríkisstjórnin búinn að gera sig að fífli. Fyrstu viðbrögð við synjun forseta báru þess merki að þau gerðu sér grein fyrir þessu. Í stað þess að nýta það einstaka tækifæri sem þá gafst til að koma málstað íslendinga á framfæri, kusu Jóhanna og Steingrímur að TALA MÁLI BRETA OG HOLLENDINGA.
Ég hef oft verið óánægður með gjörðir íslenskra stjórnmálamanna (annað væri óeðlilegt), en í fyrsta skipti á ævinni fann ég til viðbjóðar.
Nú hafa Bjarni og Sigmundur boðið þverpólitíska samvinnu með það eitt að markmiði að ná samningum sem þjóðin getur við unað. Einu viðbrögð stjórnarliða er að saka þá um óheilindi.
Hvort er mikilvægara, Ólína, hagsmunir þjóðarinnar eða hagsmunir þingsflokks Samfylkingarinnar? Það er ljóst að þeir fara allavega ekki saman í dag.
Um hvað snúast hótanir Breta og Hollendinga og þá sérstaklega Breta fyrst og fremst.
Að hindra aðild Íslands að ESB er það þessvegna sem Samfylkingin vill endilega samþykkja þennan samning eða er það vegna þess að þið óttist að Bretar og Hollendingar fari fram á hærri greiðslur frá Íslandi ef svo er þá ættir þú að kynna þér stöðuna aðeins betur hér er ekkert meira að sækja þið hafi þegar afsalað ykkur öllu sem hægt er í þessum samningum.
Og í guðana bænum hættið þið að tala um gjaldþrot seðlabankans í þessu þeir peningar eru að mestu leiti hér innanlands. En Icesave peningarnir komu aldrei hingað þeir fóru í hlutafjárgambl á bretlandi og í bandaríkjunum.
Hverjir fengu fjármagnstekjuskattinn af Icesave?
Hér er einn sem tekur upp hanskann fyrir ísland en hefur líklega verið blekktur eða hvað?
Maris Riekstins. Utanríkisráðherra Lettlands, Maris Riekstins, hefur tekið upp hanskann fyrir Ísland á alþjóðavettvangi. Í viðtali á Reuters segir hann viðbrögð ríkja gagnvart ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að vísa Icesave-lögum í þjóðaatkvæðagreiðslu, óhugnanlega enda var Ísland að fylgja sínum lýðræðisreglum.
Hann bendir á að það sé stjórnskrárvarinn réttur forseta Íslands að vísa lögunum til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Andri Thorstensen // 7.1 2010 kl. 11:31
Það verður bara að horfa framhjá þessum deiluefnum eins og staðan er í dag.
Hvað svo sem okkur finnst um ákvörðun forsetans (og við getum rifist um hana síðar) að þá er lykilatriði að gera hið besta úr stöðunni eins og hún er akkúrat núna.
Það er náttúrulega út í hött að það sé deilt svona mikið um mál sem snýst eingöngu um hagsmuni en alls ekki um pólitík.
Núna reynir því á Alþingi og ríkisstjórn. Það væri til að mynda gríðar sterkur leikur hjá stjórninni að skoða af fullri alvöru tillögu Ingibjargar Sólrúnar um þverpólitíska nefnd og eins tillögu Evu Joly og fleiri um alþjóðlegan sáttasemjara.
Ennfremur virðast margir erlendir aðilar standa með okkur, sbr. leiðara Indepenent og Financial Times í morgun.
Það má auðvitað vel vera að það sé of seint að gera þetta núna og þá verður bara að hafa það, en kosturinn er sá að við höfum tímann fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni til að allavega skoða þessa möguleika. Ef til vill er þetta ekki mögulegt en það skaðar nú varla að reyna?
Ef það kemur svo í ljós, sem er nú vel líklegt, að ekki sé hægt að komast lengra en með núverandi samningi þá ætti í það minnsta að vera mun auðveldara fyrir stjórnina að sannfæra þjóðina um að kjósa rétt.
Þetta hlýtur í það minnsta að vera mun sterkari leikur fyrir land og þjóð en að halda áfram að deila um hver gerði hvað og leggja stjórnina svo að veði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í febrúar. Slíkt væri gríðarlega áhættusamt því ef stjórnin tapaði slíkri atkvæðagreiðslu gæti hún ekki annað en sagt af sér sem þýddi kosningar og tafir um marga mánuði.
Aðal vandamálið núna eru nefnilega ekki Bretar, Hollendingar, ESB eða AGS, heldur þessi fjárans innlendi ágreiningur!
Alþingi verður einfaldlega að gera úrslita tilraun til að leggja þessar deilur til hliðar og ná sátt í málinu.
Hættið nú að vera svona svakalega pirruð og farið að vinna að breiðari sáttt um þetta mál inná þingi og á meðal Alþingis. Það mætti halda að þú og þinn flokkur þrífist á því að standa á ágreiningi og taka aldrei samstöðu. Þið hafið verið svo upptekinn af því að vera á móti öllu sem stjórnarandstaðan hefur komið með að þið hafið misst fókus og það er ekki gott.
Erlenda pressan er að ranka við sér og farinn að skilja málstað þjóðinar betur og þennan ósanngjarna samning. Standið nú í lappirnar og hættið að væla þetta endalaust. Forsetinn er búinn að synja þessum lögum nú er kominn að því að vinna í sátt og samlyndi og fá betri samning
Þú ert því miður á kafi uppfyrir eyru í flokksstarfi. Það hindrar það að þú Ólína lesir í umhverfi þitt eins hratt og þörf er á núna. Það á einnig við um flesta sem tala hæst og munnhöggvast mest. Hvaða mynd er að afhjúpast á spilaborðinu á meðan flokksbundnir spilararnir í heimaliðinu horfa ekki niðurfyrir sig á spilaborðið. Þeir skoða ekki einu sinni hvað þeir eru með á hendi því þeir eru svo uppteknir við að henda prumpusprengjum í fésið á hvor öðrum. Á meðan engist fólk eins og ég við að horfa uppá þetta velmeinandi lið tapa undirtökunum. Ég kæri mig ekki um að tilvera mín og framtíð velti á heimóttarlegum þrasvana þeirra. Þess vegna er ég þakklátur fyrir sprengjuna sem Óli henti á spilaborðið til að knýja spilamennina til að hugsa koma sér útúr kústaskápnum hér heima. Það eru aðstæður í spilinu sem þeir sáu ekki fyrir rykbólstrum í þrengslunum inní heimóttarskotinu sínu. Sjáið bara nú eru Steingrímur og Gylfi komnir í leiðangur og Óli fékk alvöru árásargjarnan spyrill á sig í gær. Þetta hefur aldeilis hrært upp í stöðunni. Mér líður loksins eins og mitt hjáróma tíst hafi heyrst. Takk Ólafur.
En nú er þetta orðið svo langt að enginn nennir að lesa það. En mér finnst það skipta máli að við förum að snúa umræðunni upp í meiri sátt. Ég skal glöð styðja þessa ríkisstjórn til dáða, ef hún fer að hlusta á fólkið í landinu eins og hún lofaði. Gleyma ESBástinni og hugsa um þjóðarhag í Icesave en ekki hag breta og hollendinga. Ég bara skil ekki alveg af hverju það er svo erfitt að halla sér að okkur þjóðinni.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2010 | 12:55
Í fullri alvöru segi ég nú!!
Það viðhorf sem birtist hér er alveg með ólíkindum. Ætlar ríkisstjórnin virkilega að fara í stríð við meirihluta landsmanna? Þau hafa ekki virt háværar kröfur og beiðnir fólksins um betri samning, haldið áfram sínum hræðsluáróðri. Þegar svo forsetinn hafnar þessum ólögum, þá er lagst í ennþá meiri fýlu, við ætlum ekki að gera neitt, þetta er bara starfsstjórn til að lágmarka skaðan sem forsetinn hefur valdið.
Því líkur barnaskapur.
Ég skal segja ykkur frá mínu brjósti, það voru rúmlega 50.000 íslendingar sem skrifuðu undir áskorun, samkvæmt skoðanakönnunum voru yfi 70 % landsmanna á móti þessum samningi. Nóta bena ekki á móti því að greiða samkvæmt samþykkt frá því í sumar. En þið þverskölluðust við og vilduð ekki styggja breta og hollendinga, vegna þess að DRAUMURINN UM ESB VAR STERKARI EN UMHYGGJA YKKAR FYRIR ÞJÓÐINNI. Þetta er nú sannleikurinn hann er sár, og það svíður undan honum. Mest svíður ykkur sennilega að fólkið í landinu fékk uppreisn með ákvörðun forsetans og néru því upp í andlitin á ykkur að þið væruð á rangri leið.
Þið ERUÐ EKKI AÐ LÁGMARKA SKAÐAN MEÐ SKÍTLEGRI FRAMKOMU YKKAR, ÞIÐ ERUÐ AÐ HÁMARKA HANN. í stað þess að vera í liði með þjóðinni, breyta um kúrs og standa með ákvörðun forsetans og allra þeirra sem stóðu með honum, þá sýnið þið ykkar rétta eðli hroka og yfirgang, með því að gefa bretum og hollendingum vopn í hendur, til að reyna að koma yfir okkur klafanum sem þið ætluðuð okkur alltaf. Til að fá miðann inn í ESB. Ykkar er skömmin. Ef þið ætlið ekkert að gera annað en að koma þjóðinni gegnum þjóðaratkvæði um Icesave, gerið okkur þá þann greiða að fara frá og láta aðra um að bjarga landinu. Þá eruð þið greinilega ekki fær um slíkt. Það hefur marg oft komið fram að málin þola enga bið. 'Eg hef séð svona framgang hjá ungum börnum þegar þau fá ekki það sem þau vilja. En þið eigið að vera fullorðið fólk, meira að segja fullorðið fólk með gríðarlega ábyrgð.
Í stað þess að fylkja ykkur um meirihluta landsmanna, og vinna af heilindum með okkur öllum, þá er sest út í horn í fýlu. Það er nú heila málið. Og það þegar landið brennur. Þið komuð okkur í þessa aðstöðu með þumbara hætti og viljaleysi til að hlusta á hvað þjóðin var að segja. Svo hlakkar í sumum við að Sjálfstæðismönnum og Framsókn verði hleypt að í stjórn. Ef svo verður, er það EINGÖNGU YKKUR AÐ KENNA, AÐ FÁ HRUNFLOKKUNUM ÞAÐ VALD AÐ STÖÐVA ALLAR RANNSÓKNIR. ÉG LÝSI FULLRI ÁBYRGÐ Á YKKAR HERÐAR EF SVO VERÐUR.
En ég krefst þess að forsetinn setji á utanþingsstjórn ef þetta eru hótanirnar ykkar, við þær er ekki hægt að una.
![]() |
Ríkisstjórnin er starfsstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 18
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 2024036
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar