Lífæðin fm Bolungarvík, kerti og rómantík og bara kúlulíf.

Við hjónin sátum í eldhúsinu í kvöld eftir að hafa komið börnunum í svefn og eftir að hafa horft á spaugstofu og fyrsta hluta júrovisjón.  Verð reyndar að segja Guð minn góður klæðaburðurinn á þessum annars fallegu konum, þær voru eins og pokar í kjólunum sem þær voru klæddar í Hræðilegt að sjá þær.  Og það var auðsýnt hvernir komust áfram, þessir tveir aðilar sem ekki voru fölsk í söngnum, pínlegt á stundum.  En það er auðvitað ekki auðvelt að koma svona fram í beinni.  Ætla ekki að tjá mig meira um það, en þau tvö sem komust áfram voru áberandi langbest.  

Svo sátum við í eldhúsinu með kertaljós og hlustuðum á Lífæðina, þetta frábæra útvarp frá Bolungarvík.  Og það var eins og ég væri komin niður á Langa Manga.  þarna voru þau öll, Gummi Hjalta, Eygló Jóns, Matta, Elvar Logi að taka Megas á sinn skemmtilega hátt.  Það var partý á Paxon með Langa Manga ívafi.  Haukur Vagnsson og systkini innilega takk fyrir mig.  Og ég er sammála, þetta útvarp þarf að hljóma, ég er búin að hlusta á það núna yfir hátíðarnar og er alveg sammála að þessi rödd á ekki að þagna.

En við erum svona að komast niður á jörðina fjölskyldan í Kúlunni.  Nú tekur alvaran við á fullu, skóli, leikskóli, ballett og sundnámskeið allt í farvatninu. 

Sund á Suðureyri á morgun og allir farnir að hlakka til þess.

IMG_0480

Það er búið að púsla mikið, og leira.

IMG_0481

Afi að búa til pabban, mömmuna og litla barnið, allt eftir óskum fröken Ásthildar Cesil.

IMG_0482

Svo er rætt um hvernig pabbinn eigi að vera á litinn og svona.  Þetta krefst allt íhugunar og ákvarðanatöku.

IMG_0484

Og við spælum egg.  Það þarf allt saman að vera á tæru og best að fylgjast vel með ömmu.

IMG_0485

Og svo er bara svo gaman að vera til.

IMG_0488

Hanna Sól fékk að gista hjá bestu vinkonu í gær, og svo komu þær báðar heim og það var bara skemmtilegt hjá þeim pæjunum.  Unglingurinn á heimilinu fékk að fara í bíó bæði í fyrrakvöld á Sherlock Holmes og í kvöld á Avatar.  Hann kom heim upp fullur af gleði; þið verðið að fara á þessa mynd, þetta er besta myndi sem ég á eftir að sjá ever.  Hún er rómantísk og falleg og meiriháttar.

En nú er ég að fara að halla mér.  Megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.  Ég segi Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Oh! Þetta út á landi líf,vona að atvinnu uppbygging hefjist sem allra fyrst hringinn í kring. Kristján Unnarsson (sonur vinkonu minnar frá Þingeyri),hefur verið iðinn við að senda fréttir af suðurlandi Kirkjubæjarklaustri og sveitunum í kring,þar sem fólki fækkar jafnt og þétt. kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2010 kl. 04:10

2 identicon

Alltaf hægt að finna sér nóg að gera, sérstaklega þegar hægt er að virkja fullorðna fólkið með .

Dísa (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 10:21

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þið ættuð að hleypa Úlfinum í Laugarásbíó og sjá Avatar í þrívídd, sá yrði uppnuminn.

Jóhann Elíasson, 10.1.2010 kl. 11:19

4 Smámynd: Kidda

Er afinn að verða liðtækur í leirnum En það er rétt sem Jóhann segir að ofan, það verður að leyfa honum á sjá myndina í þrívídd. Það ku víst vera einstök upplifun.

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 10.1.2010 kl. 11:32

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl vinkona. Ég sá Avatar áður en ég fór í axlarvesenið og þetta er hreint út sagt ótrúleg mynd, þvílíkt að horfa á þetta í þrívídd, eitthvað sem þið verðið að gera ef þið komið í bæinn og lýsing Úlfsins á myndinni er góð.  Knús á ykkur öll.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2010 kl. 13:51

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Alltaf ljúft að kíkja inn í kúluhús.........knús á liðið elskan mín..:O)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.1.2010 kl. 14:43

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Linda mín.

Ásdís eftir þína umsögn er ég ákveðin í að fara með Úlfinn og Ella minn í bíó í Reykjavík í þrívídd, þegar við förum suður í endaðan mánuðinn.

Hehe Kidda mín já hann er að læra þetta undir góðri stjórn Ásthildar Cesil.

Jóhann já ég ætla að gera það, þegar við förum suður.

Já Dísa mín ég man hvað maður var alltaf glöð þegar fullorðna fólkið gaf sér tíma til að taka þátt með manni.

gaman að heyra Helga mín. Það skiptir máli að heyra það sem er að gerast í kring um mann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.1.2010 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 2020855

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband