Færsluflokkur: Bloggar

Góðar fréttir.

Þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt núna um nokkurn tíma.  Þetta er góður mótleikur gegn einhliða svartnættisrausi ríkisstjórnar Íslands um hvað verður um okkur ef við borgum ekki þegjandi og hljóðalaust allt sem farið er fram á.  'Eg er reyndar orðin leið og reið yfir að hlusta á Steingrím og svo þá sem ennþá reyna að verja þetta, þó þeim röddum fari fækkandi eftir því sem staðan verður ljósari og menn átta sig á þvílík regin vitleysa þetta er í karlinum.   Jóhanna er löngu horfinn af sjónarsviðinu, nema rétt á einhverjum augnablikum. 

Það er sárgrætilegt að horfa upp á hvernig þau tefla öllu málinu upp í hendurnar á Sjálfstæðisflokk og Framsókn.  Það er nokkuð ljóst að íslenskur almenningur er búin að fá nóg af pólitískum pótintátum hvaða flokki sem þeir tilheyra, því það virðist sami rassinn undir þeim öllum. 

Nú er lag að fara fram á það að við fáum ópólitíska stjórn sem vinnur faglega að málefnum landsins.  Það er alveg ljóst að fólkið í landinu þ.e. meirihlutinn getur ekki lengur treyst því fólki sem kosið var til að leysa úr málum okkar.

Nú er tækifærið til að ryðja spillingunni úr vegi og hefja manngildið og réttlætið til hásætis. 

Það þarf til dæmis enga fyrningarleið til að leysa kvótann til ríkisins.  Það þarf bara að afnema hann.  Það má svo afskrifa skuldir á móti, hjá þeim sem telja sig eiga eða hafa keypt kvóta. 

Veiðirétturinn verður áfram til staðar og það sem breytist er að menn verða að greiða sanngjarnt verð fyrir þann fisk sem þeir veiða  til þjóðarinnar. 

Bankarnir eru samt ennþá stærsta spillingarmálið og þar verður að fara að láta hausa fjúka.  Við eigum ekki að sætta okkur endalaust við að þjófar og ræningjar sitji að ránsfengnum, meðan þjóðinni blæðir út.  Þetta er á allra vitorði en samt gerist ekki neitt.

En ég skora á Indefenxe hópinn að reifa það mál hvort ekki sé komin tími á utanþingsstjórn, og að við heimtum að ráðalausir stjórnmálamenn víki og fagmenn verði settir til starfa við að bjarga landinu okkar.  Það er nú eða aldrei. 

safe_image


mbl.is Indefence á leið í fundaherferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innilega til hamingju með þriggja ára afmælið elsku Ásthildur Cesil númer tvö.

Hef ekki gefið mér tíma til að lesa eða svara ykkur elskurna.  Geri það á morgun.  En hér var haldin afmælisveisla og ættingjar boðnir, og sú stutta var mjög ánægð með veisluna sína.

IMG_0707

Litla prinsessan mín er bara yndisleg.

IMG_0688

Gæludýrin eru þeim miklil virði.

IMG_0691

Og hún er langt á undan sinni framtíð með púsl.

IMG_0698

Að tala við mömmu frá Vín.

IMG_0711

Yndislega stóra/litla stelpan  okka afa sem við höfur haft og alið upp frá því að hún man eftir sér, er þriggja ára í dag. 

IMG_0767

Yndislega fallega prinsessan mín, innilega til hamingju með þriggja ára af mælið þitt. Ömmustelpan mín, þú átt eftir að snúa veröldinni gjörsamlega við  Wizard


Kúlulíf og ýmislegt annað..

Það fer að styttast í annan endan að birta myndir af þessum yndislegu stelpum.  Því brátt verða þær Vínardömur og fara til pabba og mömmu.  Þannig er lífið bara.  Allt tekur enda og er breytingum háð.  Það þarf ekki að vera til hins verra.  Það fer algjörlega eftir því hvernig við sjálf tökum á málum.  Við getum sökkt okkur ofan í sorg og sút, eða við getum tekið hinn pólinn í hæðina og litið á jákvæðu hlutina og sætt okkur við það óhjákvæmilega.  Börn eiga að vera hjá foreldrum sínum, þannig er það bara ef það þá er mögulegt.  Þó afi og amma séu góð og geri allt vel, þá er það bara þannig að börn eru best komin hjá orkufullum foreldrum.  ég er samt stolt af því hvernig okkur afa hefur tekist til með okkar litlu gimsteina að hafa haft þær í tvö ár og geta skilað þeim heilbrigðum hamingjusömum og góðum einstaklingum til foreldra sinna.  Hanna Sól var í stöðumælingu varðandi tök á íslenskri tungu og var langt fyrir ofan meðallag. Málið er bara að afi og amma eiga alltaf eitthvað auka til að gauka, þolinmæði og tíma sem foreldrar oftar en ekki hafa ekki. 

 En ég get alveg sagt það hér og nú að ég hef ekki séð eftir augnabliki af tímanum með þessum ljúfu og einlægu karakterum.  Og ef ég ætti að gera hlutina upp á nýtt, myndi ég gera nákvæmlega það sama aftur, og við bæði.

IMG_0655

Amma þetta er varalitur.  Nei Hanna Sól mín þetta er augnskuggi. Nei amma þetta er sko varalitur.

Allt í lagi elskan mín, auðvitað er þetta varalitur.

IMG_0656

Það er sko klassi yfir svona ákveðnum dömum.   Og auðvitað á að virða þeirra skoðanir og álit.  Því ekki?  Ef þetta er varalitur, þá er það bara varalitur og bara ekkert annað.

IMG_0658

Það finnst Ásthildi Cesil líka, svo ég verð bara að sætta mig við það.  Hver er ég svo sem að halda eitthvað annað? Stundum þurfum við líka að líta raunsætt á hlutina.  Ef viljinn er sá að svart sé hvítt og hvítt sé svart, þá er það bara þannig.  Ef það skiptir ekki meira máli en hér er. 

IMG_0659

UUUUMMM þessum líkar lífið.   Hann hefur lent í allskonar litlum puttum og uppákomum, og veit ekki einu sinni að bráðum verður því lokið og hann fær að njóta sín í friði þ.e.a.s. nema þegar Brandur er að siða hann til.  Hann fær sum sé ekki að fara með til Vínar.  Svo hann verður eftir hér.

IMG_0662

Systkinin á góðri stund.

IMG_0664

Málið er að þau hafa öll haft gott af því að tilheyra hópnum.  Úlfurinn að læra að umbera og virða litlar dömur og enda ekki uppi sem dramaprins.  Og þær að þurfa að díla við stóran bróður sem stundum getur orðið pirraður á þeim, en er svo ósköp ljúfur og góður við þær.  Við þurfum öll að læra að bera virðingu hvert fyrir öðru og skilja þann heim sem aðrir lifa í.  Þannig lærir maður að vera í samfélagi manna og dýra.

IMG_0665

Hanna Sól er orðin svo mikil dama, að hún nennir ekki að vera lítil stúlka lengur.  Amma ég vil bara vera stór.. segir hún.  Og ég hugsa ástin mín nógur er nú tíminn.

IMG_0668

Ásamt öllu öðru sem þessi nafna mín á eftir að gera, verður hún frábær kokkur.  Þegar kemur að því að elda mat, dregur hún stól að eldavélinni og tekur fullan þátt í eldamennskunni.

IMG_0669

Með tilþrifum.

IMG_0670

Amman er líka dálítið þannig að hugsa að það sé betra að venja börnin við það sem er hættulegt, heldur en að banna og útiloka.  vegna þess að ég trúi því að með því að kenna þeim að umgangast það sem er hættulegt komi þeim til góða.   Allavega hefur þetta ljós aldrei brennt sig, klippt af sér putta eða skorið sig á beittum hníf.  Við eigum að kenna þeim að umgangast þessa hluti, í stað þess að halda þeím frá og taka þar með æfinguna af þeim.

IMG_0671

Amma komdu og sjáðu ég er búin að búa til hreiður!!!

IMG_0673

Stundum er maður alveg búin eftir leikskólann og allt það daglega í lífinu, og þá er gott að mega aðeins loka augunum og fá frið.

IMG_0674

Ójá það er gaman að elda.

IMG_0675

Og þetta eru góðar ostafylltar bollur sem litli kokkurinn er að elda fyrir fjölskylduna.

IMG_0677

svo er líka gaman að skoða myndir og púsla.

IMG_0679

Þetta er svona skemmtilegt sjónarhorn fyrir dömurnar mínar.

IMG_0678

Og eins og sjá má núna 22 janúar þá er enginn snjór að heitið geti á Ísafirði.  hann er allur suður í Evrópu á einhverju Icesaveflippi ef marka má fréttir undanfarið.

En ég sendi ykkur mínar bestu kveðjur og megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.  Við munum rísa upp og réttlætið mun sigra, hafið ekki áhyggjur af öðru.  Til þess munum við sjá sjálf og standa saman um það sem gera þarf.  Það er svo skrýtið með mannshugan að þegar við leggjum okkur til og stöndum saman þá víkur lyginn, verður ótrúverðug, þó einstaka raddir reyni að hræða og ógna, þá verða þær raddir hjáróma og þagna, þegar krafan um réttlætið hækkar og verður samhljóma kór.  Við getum allt sem við viljum, við þurfum bara að vita hvað það er sem við viljum og sjá.... sjónarmið fjöldans mun ráða för.

 


Mistök ríkisstjórnarinnar að mínu mati.

Þau eru fjölmörg.  Í upphafi átti þessi ríkisstjórn ágætis möguleika.  Margir bundu vonir við að nú yrði viðsnúningur á málum, hún myndi taka á spillingunni og snúa vörn í sókn.   Þannig má segja að viðbrögð almennings við henni væru mjög góð, mig minnir að þau hafi notið yfir 70% fylgis í fyrstu skoðanakönnunum.  Jóhanna var vinsælasti stjórnmálamaður landsins, og hafði tiltrú flestra Steingrímur naut líka mikillar virðingar sem maður með bein í nefinu og ákveðnar skoðanir sem hann sagði hreint út. 

Auðvitað voru ekki gerðar miklar kröfur til þeirrar starfsstjórnar sem tók við eftir fall fyrri stjórnar, eðlilega því þau tóku við brunarústum og slökkvitækin voru flest biluð eða í höndum brennuvarganna.

Það var mörgum því fagnaðarefni þegar stjórnin hélt velli og fékk nægilegan meirihluta til að þurfa ekki að reiða sig á Framsóknarflokkinn til stuðnings.

Málið er að blekið var ekki þornað á stjórnarsáttmálanum þegar ljóst var að fólkið það hafði snúið sér algjörlega við í öllu sem þau höfpu haldið fram fyrir kosningar. 

Öll stóru orðin hans Steingríms að hann vildi ekki inn í ESB, vildi ekki Alþjóða galdreyrissjóðinn, og það yrði að hreinsa til með útrásarvíkingana hurfu eins og dögg fyrir sólu.

Það var nefnilega fyrsta verkið þeirra að splitta upp þjóðinni með umsókn inn í ESB.  Ef þetta fólk hefði séð fyrir hvað var í aðsigi með Icesave og þá baráttu, þá áttu þau aldrei að byrja á því að reka hornfleig í þjóðarsálina með þessum hætti.  Það voru fyrstu vonbrigði mín með ríkisstjórnina.  Það var Jóhanna sem þar gekk fremst í flokki og lagði alla áherslu á inngöngu í ESB.  Það myndi bjarga öllu og bara við umsóknina myndi allt lagast.  Fyrir þennan ákafa sinn og framgöngu dó eitthvað í henni, hún hefur ekki borið sitt barr eftir að þetta gekk ekki eftir og svo mikla andstöðu almennings við þetta stóra áhugamál Samfylkingarinnar. 

Svo kom Icesave.

Í dag hefur afskaplega lítið gerst.  Stjórnin hefur látið allt danka meira og minna sem kemur til góða fyrir almenning hér á landi, en látið alla sína orku í samningaviðræður við hollendinga og breta um Icesave.   Og það sem verra er, Steingrímur gerði nákvæmlega það sama og fyrri stjórnir gerðu, hann réði gamlan félaga sinn afdankaðan stjórnmálamann til að fara í viðræður við ljónið og vindmylluna.  Það hefði alveg mátt vita að slíkur gæti aldrei staðið í hárinu á þessum hrægömmum sem eru þekktir fyrir að kúga og arðræna þjóðir sem ekki stóðu þeim á sporði.  Enda gafst hann upp og skrifaði bara undir.  Þá hefði Steingrímur geta bjargað andlitinu með því að segja sannleikann og annað hvort reka félaga sinn út aftur með nýjar tillögur í farteskinu eða verið skynsamur og sett nefnd sérfræðinga í málin.

En nei "Stórglæsilegur samningur", hrópaði hann.  Og maður spyr sig, fannst honum þetta svona gott, eða hélt hann að við værum öll afdalabændur og stafkerlingar sem vissum ekkert í okkar haus.  Gleymdi hann öllu velmenntaða fólkinu sem vissi betur?  Og gat ekki annað en látið það í ljós?

Enn ein mistök voru þau að Jóhanna bókstaflega hvarf.  Hún reyndist ekki sá foringi sem fólk hafði búist við, sennilega eftir ESBupphlaupið.  Enn þann dag í dag kemur hún fram í skötulíki og lætur Steingrím útskýra öll mál.  Forsætisráðherra hlýtur að þurfa að standa í lappirnar og hvetja þjóð sína til dáða.  Það hefur alveg vantað. 

Verstu mistök þessarar ríkisstjórnar eru þó að hætta að hlusta á fólkið sitt.  Það hafði náðst góð sátt um nýjan samning um Icesave með fyrirvörum samþykktur af öllum þingmönnum Alþingis.   Þegar farið var með þann samning út til Bretlands og Hollands, sýndu þessir harðsnúnu menn tennurnar.  Það hefði átt að vera ljóst að svona gerðist ekki baráttulaust, ef menn vildu halda sínu máli til streitu.  En aftur var lyppast niður og skriðið skjálfandi til baka heim.   Ekki nenna þessu lengur, heldur bara lúffa og gera eins og kúgunaraðilarnir vildu.  Nýr samningur um algjöra uppgjöf settur saman, þvingað gegnum alþingi með að mig minnir 2ja atkvæða mun, með skyldujátun sumra og brotthlaups annara. 

Þá var það sem eiginlega enginn hafði búist við, upp reis alda í samfélaginu, fólk var búið að fá nóg, og yfir 60.000 manns skrifaði forsetanum til að biðja hann um að hafna lögunum.  Ég get sagt að ég þorði ekki að hlusta á útvarpið þegar forsetinn hélt fundinn, ég var svo fullviss um að hann myndi skrifa undir, en fannst svo mikið í húfi.   Ég var því afskaplega glöð að heyra að hann synjaði undirskrift.  Það var þungu fargi af mér létt, og ég sá að það voru margir sem þannig hugsuðu.

Síðustu og stærstu mistök ríkisstjórnar Steingríms og Jóhönnu og sennilega þau sem eyðileggja hana eru samt sem áður þau að þau hafa algjörlega snúið baki við þjóðinni í baráttunni um Icesave.  Í stað þess að hlusta á fólkið sitt og hefja baráttu fyrir betri samningum, héldu þau sér fast í að troða þessum beint ofan í kokið á okkur.  Og þegar Eva Joly og fleiri þungaviktarmenn tjáðu sig og töldu að við gætum gert betur, voru allar slíkar raddir gagnrýndar.   Þau gengu meira að segja svo langt að hafa samband við kvalara okkar og fullvissuðu þá um að þessu yrði troðið ofan í kokið á okkur hvað sem tautaði og raulaði. 

Nú sitja þau rúin traust fólks, nema hörðustu stuðningsaðila, sem reyna að halda í þá mítu að allt fari í kaldakol ef við látum ekki segjast, ganga jafnvel svo langt að ímynda sér að hér komi hafnarbönn eða jafnvel innrásarherir og ég veit ekki hvað ef þetta gangi ekki eftir.   Sífellt fleiri tjá sig erlendis frá, sem benda á þá augljósu staðreynd að við gætum ekki borgað skuldina þó við reyndum.  En það er jafnharðan slegið á þær hendur, og nú er svo komið að fólkið í landinu hefur það á tilfinningunni að Jóhanna og Steingrímur gangi beinlínis erinda breta og hollendinga. 

Það er synd að svona er komið.  Því ég veit að meiri hluti þjóðarinnar vill í raun og veru að þessi ríkisstjórn haldi velli.   Ekki af því að hún standi sig svona vel, heldur af því að menn óttast meira en allt annað að Sjálfstæðismenn og Framsókn komist aftur til valda.   Svo virðist vera að gullfiskaminni þjóðarinnar sé á undanhaldi, sennilega er það bloggi og netumræðum alamennings að þakka.  Það er ekki lengur hægt að stóla á fréttamiðla sem draga taum þessa eða hins.  Það er farið að sjást í gegnum spillinguna, sjálfselskuna og löngunina í völd og hræðsluna við að sannleikurinn komi upp á borðið. 

Það er því spurning hvort réttlætanlegt sér að ríkisstjórn sem er illa skárri en aðrir kostir, og sem þar að auki hefur fyrirgert traust sínu með því háttarlagi sem hér er lýst, eigi að fá að sitja bara af þvið við viljum ekki hina aðilana að völdum. 

Þess vegna verðum við að krefjast þess að hér komi á fót utanþingsstjórn fólks sem ekki er tengt pólitískum hópum.  Stjórn sem er ekki bundin af vinaböndum, sérhagsmunaklíkum og feluleik með hrikalega sjálftöku klíkna á auðlindum þjóðarinnar. 

Við getum það ef við viljum.  Við höfum sýnt það almenningur í landinu fyrst með baráttunni á Austurvelli, og síðan með undirskriftalista til forsetans um að neita undirskrift.  Ef við tökum okkur saman og krefjumst þess að fá réttlætinu fullnægt, þá getum við það.  Vilji er allt sem þarf. 

Oft var þörf en nú er nauðsyn.  En til að svo megi verða, megum við ekki fara ofan í skotgrafir og berja hvort annað niður og norður.  Samstaða er það eina sem getur hjálpað íslenskri þjóð að standa á rétti sínum.  Láta ekki kúga sig til að borga hæsta verði þjófnað örfárra manna, sem ennþá halda sínu fyrra líferni eins og ekkert hafi í skorist.  Eins og þetta komi þeim bara ekkert við.  Þeir eru ennþá að gambla með þjóðarauðinn, og ekkert eða sára lítið gert til að stoppa þá af.

Svona horfir málið við mér.  Ég er bara gömul kerling úti á landi, en ég á börn og barnabörn sem ég vil ekki að standi með bogið bak alla sína tíð til að þræla fyrir þjófa og þjófsnauta.  Og heldur ekki fyrir hégómagjarna stjórnmálamenn sem hafa persónugert vandann og vilja fyrir hvern mun gera allt hvað sem er til að þurfa ekki að skammast sín fyrir frammistöðu sína. 


Kúlublues og dans dans dans.

Ég hef ekki haft döngun í mér til að skrifa undanfarið.  Það er svo sem bara eigingirni í mér.  En málið er að litlu englarnir mínir eru á förum til Austurríkis.  Til mömmu og pabba.  Það er auðvitað þannig sem það á að vera.  Það er bara svo fjandi sárt í sálinni.

En ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk að hafa þær.  Og þvílíkir gullmolar sem þær eru og hafa verið blessaðar.  En þá fækkar líka kúlumyndunum af börnunum, eftir því sem þeim fækkar. 

Mesta gleði getur stundum breyst í sáran söknuð á einu augabragði.   Nú er reyndar búið að eyðileggja þetta augabragð því um leið og ég tek mér það í munn, sé ég Sigmund Erni drukkinn í ræðustól Alþingis veifandi hendi í hringi. Slíkur er máttur miðlanna. 

En hér koma samt myndir liðinna daga. 

IMG_0549

Hér má ennþá sjá álfaprinsessur á sveimi.

IMG_0551

Stóri stubburinn minn er líka góður að hjálpa til, hér er hann að bursta tennur í Ásthildi og þvo henni.

IMG_0564

Prinsessur í bubblubaði.

IMG_0555

Komnar í náttafötin og búnar að velja sér bók.

IMG_0569

Sólveig Hulda fer samt ekki fyrr en í vor.

IMG_0570

Her er verið að gera eitthvað rosalega áhugavert.  Það er verið að skrifa.  Hanna Sól er svo spennt fyrir að læra að lesa.

IMG_0573

Hún vill líka gjarnan passa Sólveigu Huldu.

IMG_0576

Hún getur alveg haldið á henni sjálf.

IMG_0578

svo er það töffarinn fröken Cesil. á sínum uppáhaldsstað.

IMG_0582

Ætli hún verði ekki bara leikkona.

IMG_0588

Þetta er uppáhaldsstaðsetninginn og stillingin hennar. 

IMG_0590

Sólveig með mömmu sinni.

IMG_0593

Og hér eru þær að dansa.  Það er strumplatan í þetta skipti.

IMG_0600

Allir að dansa.

IMG_0601

Dansað við kisu líka

IMG_0603

Bahama la la la....

IMG_0614

Hreyfingin nær alla leið út í fingurgóma.  Hún þarf ekki að læra það sú stutta.

IMG_0615

Flott lítil stúlka.

IMG_0618

Enginn slæðudans hér, það er ekkert minna en teppadans.

IMG_0622

Hanna Sól gefur ekkert eftir heldur.

IMG_0625

Dansinn dunar.

IMG_0634

Og það eru líka tilþrif.

IMG_0635

Flott!

IMG_0623

Sólveig hefur samt meiri áhuga á að dansa við kisu.

IMG_0636

Svo er að skipta um búning og halda áfram.

IMG_0639

Það verður að nota kjólasafnið.

IMG_0645

Svo að hneyja sig fyrir framan spegilinn.

IMG_0652

Og enda með stæl.

IMG_0648

Kisur þurfa líka að borða.

IMG_0556

Veðrið er alltaf jafn fallegt. 

IMG_0558

Þessar myndir blekkja dálítið, því þær virðast dimmri en þær eru, ég er að spá í litina.

IMG_0566

Hér er svo baðmynd af fyrirsætunni minni.

IMG_0567

Og hér er hin. Heart

Ég get sagt ykkur að þetta verður erfitt hjá mér.  En ég gleðst fyrir hönd dóttur minnar.  Hún veit líka að ef hlutirnir ganga ekki upp, þá er ég tilbúin aftur.  Ég vil að hún ljúki náminu sem hún hefur fórnað svo miklu fyrir. En ég ætla mér að njóta samvistanna við þær uns þær fara.  Og síðan þarf ég að fara að vinna í sjálfri mér.  Og við okkur saman ég og Elli  minn og stubburinn okkar.   En það er bara þá... maður á að láta hverjum degi nægja sína þjáningu.  Morgundagurinn kemur svo með eitthvað nýtt sem þarf að ráða fram úr.  Og svo er ágætt að gelyma því sem var í gær, því þar hafa málin verið leyst. 

Megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda, og eigið góðan sunnudag. Heart


Sólarupprás á Ísafirði og smá kúlulíf.

Hér er allt að birta, sólin skríður niður Eyrarfjallið dag frá degi, og það er vel. 

IMG_0524

Svona var hún komin í gær.

IMG_0545

Þessi var tekin í dag, en það er ekki að marka, því hún sést betur niður í bæ en héðan.

IMG_0523

Og himnagalleríið er opið.

IMG_0526

Þessi var líka tekin í gær.

IMG_0538

Og svona var nú sólarupprásin í morgun.

IMG_0540

Þetta er nú örugglega á við gott Heklugos.

IMG_0541

Þessi litadýrð varir samt ósköp stutt, bara nokkrar mínútur.

IMG_0542

Svo breytist roðin yfir í gult.

IMG_0544

Smátt og smátt.

IMG_0546

Svo verður þetta svona. 

IMG_05381

Fallegt ekki satt?

IMG_0520

Úlfur les fyrir Hönnu Sól, hann er duglegur að hjálpa til.

IMG_0522

Afi les fyrir Ásthildi, svo heimtar hún ömmu sín.  Og þegar amma kemur segir hún; við gleymdum að lesa.  Og það  ekki tauti við komandi hvað þá að segja að afi sé búin að lesa.  Ekkert tekið til greina.  Svo er lesið aftur og meira.  Loks kúrir hún sig svo niður hjá ömmu.  Í kvöld var mikið að spjalla, því við fórum til læknis í dag, mér fannst hún eitthvað svo lottaraleg.  Það var samt allt í lagi með hana.  En við þurftum að spjalla heilmikið um lækninn.  Hann skoðaði í eyrun á mér, sagði hún og hálsinn.  Og rassinn bætti hún við.  Nei sagði ég hann skoðaði ekkert rassinn.  En það er eitthvað í rassinum á mér, sagði hún.  Hvað er þar, spurði ég, er það bolti... nei sagði hún og hló.  Er það kannski kúkur? spurði ég.  Nei bara að grínast sagði hún og hló alveg svakalega mikið. 

IMG_0529

Þegar við skiluðum mömmu og pabba úr á flugvöll, sagði hún strax að nú færum við og keyptum púsl.  Jú það var umsamið.  Þegar við komum niður í búðina fékk hún að velja milli tveggja mynda.  En hún mundi vel eftir myndinni sem ekki var keypt.  Svo notaði hún fyrsta tækifæri til að plata ömmu til að fara og kaupa púslið sem ekki var valið síðast.  Hún er ótrúleg þessi stelpa. Heart

IMG_0532

Þessi púsl gerir hún á örfáum mínútum alveg hjálparlaust.

IMG_0534

Það var hér.. Hanna Sól hafði rifið upp flipa við nögl, það blæddi og hún vildi fá aðstoð. 'Eg sagði að við skyldum bíða eftir afa, til að klippa nöglina.  Litla systir fylgdist með af áhuga.

IMG_0535

Það varð að samkomulagi að bíða og Hanna Sól fékk sér pappír á sárið og lagði af stað upp að horfa á sjónvarpið.  Þá heyrist í þeirri litlu; Andskotinn.

Hanna Sól snýr sér við og horfir með vandlætingarsvip á mig; þarna sérðu amma, þetta ert þú búin að kenna barninu.  Blush

IMG_0536

Svo í lokin ein af Brandi og Snúð.  Þeir eru að verða dús.

Góða nótt og megi allir góðir vættir vaka með okkur öllum.  Sérstaklega sendi ég hlýjar kveðjur til Haiti og fólksins þar, sem á um sárt að binda og svo hinna sem leggja nótt við dag að bjarga því sem bjargað verður.  Góða nótt. Heart


Sendi björgunarsveit og Haitiförum alls góðs. Megi allar góðar vættir vaka með þeim og vernda á erfiðum tímum, við skulum hugsa til þeirra og þess erfiða verkefnis sem þeir munu takast á við.

Í tilefni af hræðilegum jarðskjálfta á Haiti, langar mig að setja inn eina af þeim greinum sem ég setti inn þegar við dvöldum í Dóminiska Lýðveldinu áramótin 07- 08.

Dóminska lýðveldið er á sömu eyju og Haiti.  Dóminar hafa náð sér ágætlega á strik með ferðamennsku og akuryrkju allskonar, einnig eru þeir með sérsamning við Kúpu um að framleiða vindlana þeirra og selja þá, vegna verslunarbannsins á Kúpu.

Hér er svo til viðbótar smá sögulegur hræringur um Hispolaeyju.

 

Fyrir árið 1492;Eyjan var byggð (Arawak)indíjánum (Tainos)  Fyrstu leyfar af þeirra menningu má rekja aftur til 2600 f.k.

1492.  Kristofer Kolumbus finnur Hispaniolaeyjuna.

1509.  Afrískir þrælar fluttir til landsins til að vinna í gullnámum.

1697. Vesturhluti eyjarinnar látinn til Frakka, en austur hl. tilheyrði spánverjum.

1795.  Þrælar berjast fyrir frelsi og frakkar ná yfirvöldum á allri eyjunni.

1804. Haiti stofnað.

1812.  Spánverjar ná aftur yfirráðum yfir austurhlutanum.1821.

Jose Nunéz Cacprez lýsir yfir sjálfstæði Santo Dominingo.

1822. Jean Piesse Boyer forseti Haiti tekur yfir Santo Dominingo (höfuðborgina).

1844.   27. febrúar er Dominikanska lýðveldið stofnað og lýst yfir sjálfstæði.  Juan Pablo Duarte sem hóf sjálfstæðisbaráttuna lýstur þjóðhöfðingi.

1861 Landið aftur sameinað Spáni.

1856  Dóminska lýðveldið skilið frá Spáni fyrir fullt og allt.

1916 - 26.  BNA hersetur landið og vill ráða stefnu þess í viðskiptum.

1930 - 60.  Rafad Trujillo kosin forseti í spilltum kosningum í Dominsika lýðveldinu.  þeir lifðu við harðsstjórn í 30 ar. Fjöldi manna drepnir á þessum tíma bæði Haitibúar og Dóminicar. þessi maður tók allar fallegar konur sem hann girntist og gamnaði sér við þær.  Sumar fjölskyldur deyddu frekar dætur sínar en að þær lentu í höndum hans. Jafnvel alla fjölskylduna.

1961. Trujillo myrtur og Juaqin Balguer tekur við.

1962þ  Fyrstu frjálsu kosningarnar haldnar eftir 30 ára harðstjórn.Juan Boch kjörin forseti.

1963 - 65.  honum  er svo steypt af stóli eftir 6. mánaða borgarastrjöld og BNA skerst í leikinn og kemur á friði með 30.000 manna herliði.

1966 - 78.  Joaqin Balange aftur kjörinn forseti.

1978 - 82 alýðuforinginn Antonio Guzman kjörinn forsetis, framdi sjálfsmorð.

1982.  Jacobe Maghita tekur við í 100 daga.

1982 - 86.  Jorge Blaco kjörinn forseti.

1986- 90 Joaquin Balanger tekur aftur við stjórninni.

1994þ Eftir deilur vegna endurkjörs Balangers er samþykkt að hann stýri landinu 2 ár í stað 4.

1996 - 2000.  Leonel Fernándes vinnur kosningabaráttu á móti P. Gomez með litlum meiri hluta.  2004.  Leonel Fernándes endurkjörinn.   

Færsla frá því í byrjun árs 2008.   

Nokkrir fróðleiksmolar um Dóminikanska Lýðveldið.  

Kólumbus kom hér árið 1492, með skipi sínu Sankta María.  Hann kom á vegum Ísabellu spánardrottningar, sem sagt var að væri ástkona hans, yfirvarpið var að boða katólska trú.  Hann kom að landi við Portó Plata í fyrstu ferðinni.  Þar voru fyrir indíjánar.  Kólumbus sá strax að þó landið væri gjöfult, varð ekki við svo búið og fór aftur til Spánar til að ná í vistir og annað. Sykurreyr, hrísgrjón og aðrar nytjajurtir.  Indíjánar voru engir ræktunarmenn.  Hann skildi eftir 29 menn þegar hann fór, en það var bara einn eftir á lífi þegar hann kom aftur.  Talið er að indíjánarnir hafi drepið þá út af kvenfólki.  Spánverjum samdi ekki vel við indíjánana og ákvað hann þess vegna að flytja sig sunnar á eyjuna.  Hann settist svo að í Sanktó Domingo, sem er höfuðborgin.  Meira um hana seinna. 

Hér er landbúnaður að stærstum hluta, og svo námur, hér eru gull- silfur og nikkelnámur, Kristofer fór hlaðin gulli heim til Spánar til að færa drottningu sinni Ísabellu.

Jarðvegurinn hér er mjög frjósamur, og er hér mikil hrísgrjónarækt, sykurreyr og hér þrífast yfir 40 tegundir af pálmum.  Hér eru líka ræktaðir bananar, bæði venjulegir bananar og svo stærri tegund, sem er frekar grænmeti, notaður í stað kartaflna, hér borða menn líka mikið hrísgrjón.  Hér er svo líka ræktuð tópaksjurtinn, þeir búa til gæða vindla, og þeir framleiða mikið af helstu Kúpuvindlunum, fá fræ jurta frá Kúpu og búa til Havanavindla sem þeir selja að mestu leyti til BNA.  Þetta gera þeir í samvinnu við Kúpu, þar sem landið er í viðskiptabanni við Bandaríkin. 

Í vindlaverksmiðjunum hér hefur hver maður sitt borð, þar sem þeir flokka, raða og vefja vindlana.  Það er gert eftir kúnstarinnar reglum eftir ákveðnum uppskriftum, eftir því hvaða planta er og hve mikið af hverri.  Það eru yfir 60 litabrigði af brúna litnum á laufunum sem eru yst.  Mest ábyrgðafulla starfið í verksmiðjunni er sá sem greinir litinn á vindlunum, þar er gætt ítrustu nákvæmni því þó bragðið sé það sama, þá verður að var nákvæmlega sami litur í sama kassanum.

Menn hér eru ekki hátt launaðir, en þeir fá að fara með 3 vindla með sér heim, á hverjum degi, og svo mega þeir reykja eins og þá lystir í vinnunni, þetta er tekið af vindlum sem hafa útlitsgalla, og eru teknir frá.  Menn geta drýgt tekjur sínar með að selja þessa vindla, því þeir eru eðalvara.  Hér er tiltölulega lítið reykt, og er meginhlutin vindlaframleiðslunnar fluttur út.  Ekki sama að segja um rommið, því heimamenn drekka sjálfir mestan hluta þess.  Hér er sagt að það sé þjóðaríþrótt að aka fullur af rommi. 

Domingo4 027

Hér er aðalgatan á Cabarett ströndinni, þröng og rykug. 

Domingo4 030

Stubburinn fær sé ís, það var gert daglega.

Domingo4 041

Hér er hann í karaokikeppni, We vill we vill rock you!

Domingo4 042

Töffarinn sjálfur.

Domingo4 047

Á eftir var svo dansað af list.

Domingo4 055

Svo var hægt að læra köfun í lauginni. Og fara út á sjó og kafa niður til hákarla.  Stubbur lét sér nægja lauginaLoL

Domingo4 078

Hér er verið að fara út í Paradísareyjuna, pínulítið kóralrif sem er algjört náttúruundur.

Domingo4 090

Fullt af fólki.

Domingo4 146

Hér er svo verið að fara í Bláa lónið, en það er ferð sem er mjög skemmtileg, farið á nokkrar baðstrendur í náttúruleg vötn sem eru í sveitinni, heimsóttur sveitabær, þar sem allskonar dýr eru, sjá nánar hér að neðan.

Domingo4 157

Ekki öll mjög falleg.

Domingo4 182

En ég er ekki viss um að allir þyrðu í hana þessa.

Domingo4 207

Og því síður þessa Tarantúla heitir hún.

Domingo4 225

Hér er svo ein baðströndin í Blue laguna ferðinni. 

Loks um Haiti.

Haiti er næst fátækasta land í heim.  Einhver spurði fararstjórann hvernig hægt væri að komast yfir, til þess þarf visa.  Fararstjóriinn sagði allt á Haiti gengur fyrir mútum.  Það þarf því bara að múta landamæarvörðunum. 

En ég óska hjálparsveitinni alls góð, megi allar góðar vættir styrkja þá og styðja í þessari erfiðu og í raun hræðilegu baráttu, þar sem ekki verður hægt að bjarga öllum, og margir deyja í kring um þá, út af skorti á öllu sem heitið getur.  En ég er stolt af landinum mínu að bregðast svona fljótt við.  Við eigum nefnilega svo frábært fólk og hæfileikaríkt á öllum sviðum.  Ég bið fyrir ykkur og sendi ykkur styrk.


Meiri brandara?

Jamm, þegar forseti vor synjaði lögum um Icesave og stóð svona brilliant vel í viðtali í Bretlandi, ákváðu Jóhanna, Steingrímur og Össur að þau gætu nú gert betur.  Þau skunduðu.. nei Össur og Steingrímur flugu út, Jóhanna tók bara upp símann, og eftir því sem Ingvi Hrafn sagði var skellt á hana bæði frá Brown og Jan Peter.  En sum sé Steingrímur fór sem eldibrandur um alla Skandinavíu, rætti þar við sína kollega og sagði þeim réttilega frá sjónarmiðum ríkisstjórnarinnar að þau ætluðu að standa við sitt.  Og það væri svo sem ágætt að kollegarnir reyndu nú að hjálpa til við að hræða mörlandann nógu mikið til þess að þeir þyrðu ekki að segja nei. Össur gerði líka sitt besta. (you ain´t seen nothing yet) eða þannig.

En það gleymdist sum sé að ræða við hollenskan almenning.  Forsetinn hafði jú komið jarðskálftum við á Englandi, en það gleymdist alveg í hasar stjórnarmanna að það þyrfti líka eitthvað svona brilliant viðtöl í Hollandi.

Það gæti nefnilega komið af stað samúðaröldu í Hollandi líkt og gerðist í Bretlandi, svo það væri að æra óstöðugan að fara að fá einhverjar óæskilega samúðarbylgjur líka frá Hollandi.  Hvað eigum við líka að gera við alla þessa samúð, þegar Gólið er að hræða litlu kindurnar heima á Íslandi til að samþykkja Icesave.  Svo við komumst nú örugglega inn í ESB, sem er blautur draumur Samfylkingarinnar og Steingrímur og nokkrir meðreiðarsveinar hans hafa af einhverjum ástæðum ákveðið að gera að sínum líka.

Nei svoleiðis má nú ekki fara að rugga bátnum of mikið.  Og hvað er svo fólk líka að blaðra svona af sjálfsdáðum eins og þessi hollenski blaðamaður hvað vill hann eiginlega upp á dekk?

Nei þá þarf nú aldeilis að fara að þagga niður í svona röddum, gefa út yfirlýsingu (skothelda) til að halda molbúunum við efnið.  Þeir eru hvort eð er svoddan einfeldningar og kjánar að það er auðveldasti hlutur í heimi að hræða þá til hlýðni við valdið ekki satt?


mbl.is Kynna þarf sjónarmið Íslands betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er eiginlega orðið drepfyndið.

Er ekki franskur Evrópuþingmaður komin í hörku rifrildi við íslenska alþingismenn, þar sem hann talar máli Íslands en þau breta og hollendinga?  Viljiði gjöra svo vel að klípa mig í handleggin svo ég vakni, ég er víst einhversstaðar á milli draums og vöku að horfa á Spaugstofuna..... eða þannig.

Hvað er í gangi hjá ríkisstjórn og þingmönnum meirihlutans?


mbl.is Lipietz vísar gagnrýni á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúlulíf og myndir af Ísafirði.

Myndir teknar í dag í góða veðrinu á Ísafirði.

IMG_0515

Friðsæll fjörður.

IMG_0516

Það er eitthvað svo rólyndislegt yfir firðinum mínum á svona dögum.

IMG_0517

ég gæti sett meiri birtu í myndina, en ég er að sýna ykkur skýin og hvað sólin gerir þegar hún nær ekki niður til okkar.

IMG_0518

Hún sýnir okkur fallega liti á himninum.

IMG_0519

Svo skríður hún niður fjallið eina, uns hún kemst alveg niður í Sólgötu, og þá drekkum við Ísfirðingar Sólarkaffi.

IMG_0493

Í gær ákváðum við að flétta Hönnu Sól.

IMG_0496

Við fórum í sund á Suðureyri í gær, það var yndislegt veður hlýtt og logn. 

IMG_0499

Hafðu ekki áhyggjur af hárinu hennar Bára mín, við settum fullt af næringu. Smile En það var rugldagur á leikskólanum í dag, svo við ákváðum að gera eitthvað spes, og Hanna Sól fór svo í náttafötunum í skólann og sitt hvora sort af sokkum.  Ásthildi var alveg sama, hún vildi samt ekki fara í leikskólann fyrr en ég hafði lofað henni að ég skyldi sitja með henni smástund, sú smástund tók einn og hálfan tíma.

IMG_0502

Annars er hún ótrúlega kát og glöð. Heart

IMG_0503

svo geta þær verið svo góðar saman systurnar, og líka stóri bróðir.

IMG_0509

Þetta er ekki fangelsi heldur stiginn.

IMG_0511

Hún getur verið ótrúlega harðhent við litla Snúllan, en hann er svo góður samt sem áður.

IMG_0512

Þau eru bæði svoddan kjánaprik. Heart

IMG_0514

Stjörnum prýddur kisi, hann er víst blendingur af Persneskum ketti svo það verður að koma í ljós hve hærður hann verður, þegar hann stækkar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 20
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 2024038

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband