Laufey og ég og ég og Laufey ásamt ýmsum öðrum.

Ég fór í kvöldskóla að læra þýsku, kennarinn var frú Brynhildur Björnsson, Þar áður hafði ég verið á kvöldnámskeiðum í frönsku kennarinn þar var frú Bryndís Scram.  En við á þýskunámskeiðinu fórum öll með Brynhildi til Þýskalands, man ekki hvaða ár þetta var, en það var örugglega sautjánhundruð og súrkál. Tounge  Faðir Brynhildar var sonur forsetans okkar Sveins Björnssonar og bjó hann í Englandi.  Hann sendi dóttur sína í stríðinu til þýsku eyjarinnar Amrum, til að forða henni frá loftárásum Þjóðverja. 

En í tilefni af því að Laufey bloggvinkona mín kom hér í heimsókn um daginn og við áttum svo notalega stund, datt mér í hug að setja inn nokkrar myndir frá þessari ferð.  Við vorum nefnilega mikið saman á þessum tíma, bæði í þýskunámi og í Litla Leikklúbbnum.

slides_0001

Hér erum við í sollinum, man ekki hvað barinn heitir, en þetta var svona íslandsbúlla í Hamborg minnir mig, annars er ég farin að verða dálítið gleyminn.  þarna var alltaf fjör og fólk stóð upp á borðum og söng, margir íslendingar sóttu þennan stað.

slides_0001q

Hér er nærmynd af okkur Laufey, og frú Brynhildur fyrir endanum.  Hún átti allskrautlega ævi, þessi elska m.a. bóndakona í djúpinu fyrir utan að vera afabarn forseta.  Það var gefin út bók um hana, hún var rosalega flott kona.

slides_0040

Hér er hún greinilega að drekka Ella minn undir borðið, en hún var fyrir utan að vera flott kona, algjörlega öðruvísi kona, stórbrotin persónuleiki.

slides_0002

Hér er fremstur til hægri Halldór Hermannsson bróðir Sverris.  Og margir sem ísfirðingar kannast vel við.

slides_0003

ein eyjan í klasanum þýska heitir Helgoland og þar var freeverslun.  Þangað fórum við í verslunarleiðangur, ég er að koma heim til Amrum þaðan.

slides_0004

Hér erum við stöllurnar, flottar og fínar, ennþá flottari í dag auðvitað. LoL

slides_0009

Við gistum hjá vinkonu Brynhildar á Amrum, vinkonu hennar sem hún hafði búið hjá meðan á stríðinu stóð.

slides_0010

Elli með eina þýska á hnjánum.  Þetta var virkilega skemmtileg ferð og góður hópur.

slides_0013

Man svo sem ekki eftir þessum karli, en hann hefur örugglega málað þessa mynd af Amrum.

slides_0016

ég og Lubba mín. Takið eftir skónum!

slides_0020

Við Laufey aftur og Nonni Búbba, Búbba prentara ég held að hann hafi átt merkisafmæli um daginn, til hamingju Búbbi minn.

slides_0026

'Eg á þessum tíma.

slides_0075

Ég held að við höfum verið þarna í viku og notuðum tíman til að hjóla um eyjuna.  Það var ekki mikið annað að gera, nema fara í bjórdrykkjukeppni og skemmta hvort öðru, en ég held að engum hafi leiðst.

slides_0070

Þetta er náttúrulega algjörlega þýskt ekki satt? Bjórtunnur og alles.

slides_0220

Ein af okkur Júlla mínum, á þessum tíma saumaði ég flest föt á mig sjálf.  Það var ekki til peningur til að kaupa slíkt.

slides_0018

Strákurinn hennar mamadí.  Alltaf ljúfur.

Þetta er nú bara svona til að létta andrúmsloftið og hafa gaman af.  En Amrúm er ein af Frisnesku eyjunum þar sem brandararnir byrjuðu löngu á undan Hafnarfjarðarbröndurunum og þeim dönsku holubúabröndurunum. 

Lifið heil og megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.  Segi bara góða nótt Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Þetta var skemmtileg færsla. Gaman fyrir þig að geta nú skannað inn gömlu myndirnar. Þú hefur verið svaka flott alla tíð og Elli mikill töffari

, 9.1.2010 kl. 01:25

2 identicon

Skemmtilegar myndir . Sé á Bæring að örfá ár eru liðin síðan þetta var tekið. . En þið Elli voruð rosaflott

Dísa (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 10:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk báðar.  Já það sést vel á Bæring og Dóra að þetta er bara svona örskotsstung

Ég get líka skannað inn gamlar filmur.  Þarna liggur mikil vinna, sem ég hef hugsað mér að reyna að troða inn í allt sem ég ætla að gera þegar ég hætti að vinna, hvenær sem það verður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2010 kl. 11:50

4 Smámynd: Laufey B Waage

Ferlega gaman að sjá þessar myndir. Takk fyrir. Þetta var haustið 1978. Ég er með það 100% á hreinu. Þá vorum við ungar og flottar, - nú erum við bara stórglæsilegar. Mér finnst hún sérlega skemmtileg myndin af okkur tveimur að syngja saman (einu sinni sem oftar!! - Ég á grænum kjól).

Og takk fyrir síðast enn og aftur!! Hafðu endilega samband þegar þú kemur suður.

Laufey B Waage, 13.1.2010 kl. 11:35

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sú mynd greinilega erum við að syngja upp úr söngbók.   Já ég geri það.  Það er komin dagsetning á hvenær ég fer suður.  Við förum kring um 30 jan á föstudegi og förum heim þann fjórða feb. 

En við verðum bara í bandi.  Væri gaman að hitta fleiri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2010 kl. 11:39

6 Smámynd: Laufey B Waage

Verð að minnast á eitt í sambandi við Helgolandsferðina. Ég var ekki alveg viss um hvort ég vildi fara (var hrædd um að það væri vont í sjóinn minnir mig). En endaði á að missa út úr mér setningu sem ég hef oft notað síðan: Jú, - það er betra að sjá eftir því sem maður gerir, heldur en því sem maður gerir ekki.

Laufey B Waage, 13.1.2010 kl. 11:44

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha góð.    Þessar eyjar eru líka kallaðar Frísnesku eyjarnar og þar byrjuðu brandararnir sem hafa einkennt Hafnarfjörð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2010 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2020848

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband