Hver hefur leyfi til að skuldsetja heila þjóð og niðja hennar langt fram í ættir?

Þið eruð eina þjóðin sem getur boðið Evrópusambandinu birginn, sagði vinur minn þjóðverjinn við mig.  Og um leið og þið gerið það, hjálpið þið okkur líka til að losna undan hruninu sem er á leiðiinni til okkar líka.   Það fer bara hægar af stað hér, því hér er allt stærra í sniðum.  En bankarnir eru að gera nákvæmlega það sama hér í Þýskalandi og þeir gerðu á Íslandi hættir að lána fyrirtækjum og lána bara hverjir öðrum, til að ljúga upp hagspár.  Enda eru verslanir og fyrirtæki að fara á hausinn hér hér daglega. 

Ég hef grun um, og sé af umfjöllun erlendra miðla að fólk er að hugsa það sama þar.  Vinur minn í Austurríki sagði; þegar þeir sjá að lítil þjóð eins og þið getið boðið ESB birginn, þá hrynur veldið innan frá.  Þeir óttast að svo verði.  Því allt er þetta bákn byggt á sandi. 

Dansku vinur minn tók í sama streng.  Ættum við ekki að ganga verlega inn um gleðinnar dyr?  Og alls ekki skuldsetja alla þjóðina og ættingja okkar og eftirkomendur langt inn í framtíðina.  Hver hefur leyfi til þess, mér er spurn?


mbl.is 60% andvíg Icesave-lögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þýsk vinkona mín segir að það hafi verið stór mistök að fara í ESB.Og segir ekki ósvipað um bankana í Þýskalandi.

Einmitt byggt á sandi er sennilega rétt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 12:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þeir sögðu líka við mig; þið hafið allt sem þið þurfið, getið verið sjálfum ykkur nóg, heitt vatn, kalt vatn, gjöful fiskimið, vatnsföll virkjanir og hreint kjöt eins og lambakjötið sem er villibráð.  Þið eruð öfundsverð og ef til vill bjargið þið lýðræðinu í Evrópu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2010 kl. 12:29

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er mjög svo viðeigandi spurning.

Sigurður Þórðarson, 9.1.2010 kl. 12:44

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sem mér finnst alvarlegast í þessu er, að samkvæmt könnunninni er það fólk 67 ára og eldra sem styður Ices(L)ave, ef það er svo að þetta fólk hugsi að það þurfi hvort eð er ekki að borga þetta, þá ber þetta fólk ekki mikla umhyggju fyrir börnum sínum og barnabörnum.

Jóhann Elíasson, 9.1.2010 kl. 13:41

5 identicon

 Hvað eru hriðjuverkalög hvernig virka þau ? Er hægt að sækja Islenska hryðjuverkamenn/konur í frammhaldi af hryðjuverkalögunum sem bretar settu á ? auðvita er þetta hrun og svínarí mannana hryðjuverk á heilli þjóð , ekki eru þetta nátúruhamfarir

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 13:54

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég vona að Ólafur verði forseti þega ESB samningurinn liggur fyrir því þá fáum við að greiða atkvæði um hann  bindandi

Samfylkingin knúði VG til að samþykkja að atkvæðagreiðslan um ESB yrði eingöngu ráðgefandi.

Sigurður Þórðarson, 9.1.2010 kl. 14:04

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð spurning Ásgeir, það væri ef til vill hægt að finna svarið við henni einhversstaðar.  Mér er farið að finnast Samfylkingin þjóðhættulegur flokkur, vegna afstöðu forystunnar og blindri fylgni fólksins.   Af hverju er ekki hægt að draga þetta upp úr hjólförum og snúa bökum saman og tala af hreinskilni og upp frá grunni sem er rétt staðsettur?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2010 kl. 14:31

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Björgólfsfeðgar tóku sér það leyfi, en enginn virðist velta því fyrir sér.

Finnur Bárðarson, 9.1.2010 kl. 17:13

9 identicon

Já hver hefur leyfi til þess!

Samfylkingar- og VG pakkið ásamt erlendum yfirgangsseggjum.

Er núna staddur í Graz í Austurríki og sambýliskona mín og velflestir Austurríkismenn vilja útúr ESB. Þeir fullyrða að þeir hafi ekki fengið eitt né neitt af viti úrúr þessu samstarfi og séu vita valda- og áhrifalausir því stóru þjóðirnar.
Englendingar, Þjóðverjar og Frakkar ráða velflestu ef ekki öllu.

Hvaða áhrif hefði 300000 manna örríki????

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 17:55

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eggert ef þú hittir Leó Jóhannsson frænda minn sem býr í Gras, þá skilaðu góðri kveðju.  Þetta er nákvæmlega það sem mínir erlendu vinir segja mér af dvöl í ESB.

Já Finnur Björgólfsfeðgar og allir hinir útrásarvíkingarnir og hvar eru þeir í dag; jú að skemmta sér konunglega og kaupa aftur á brunaútsölu það sem þeir misstu.  Það er óásættanlegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2010 kl. 18:05

11 Smámynd: Kidda

Því miður þá er hún mamma eindreginn stðningsmaður Iceslave í nýjustu mynd. Fólk getur bara kennt sjálfu sér um ef það hefur fjárfest um of. Alltaf megi gera ráð fyrir svona uppákomu. Jón Ásgeir er guð virðist vera í hennar augum

Að reyna að tala við hana þá er það gjörsamlega ómögulegt. Við sem viljum ekki borga meira en við nauðsynlega þurfum erum að setja þjóðina á vonarvöl.

Hún er að verða 73 ára oh hún trúir því að þetta verði aldrei svona slæmt hér á landi eins og sagt er. Hún hlustar mikið á Sögu og Inn og heyri hún einhvern ræða eitthvað ar þá er það sannleikurinn, náði henni um daginn því nokkrum dögum áður hafði annar maður talað og sagði annað sem var sannleikurinn þann daginn. 

Kidda, 9.1.2010 kl. 19:04

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm pabbi minn er eindregin stuðningsmaður Dabba, svo hann er sennilega á móti Iceslave, og að borga skuldir óreiðumanna.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2010 kl. 19:21

13 identicon

Hvað er hann frændi þinn að bralla í Graz?

Er tiltölulega nýkomin og á eftir að kynna mér aðstæður og atvinnumál svona uppá framtíðina að gera. Væri ekki vitlaust að leita ráða hjá íslending sem að þekkti til í Graz.  Veistu hvort að frændi þinn hefur netfang þannig að ég gæti spurt hann ráða.

Bestu kveðjur

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 20:25

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann er eplabóndi á austurríska eiginkonu Ericu, þau eru frábær.  Ég skal finna netfangið þau eru líka með netsíðu, þar sem þau eru bæði listamenn, hann ljósmyndari og málari og hún líka.  Ég á líka vinkonu þarna sem er austurrísk, Biöncu býr í Gras, ég skal grafa þetta upp og láta þér í té.  Reyndar býr dótti rmín í Vín, er að læra þar til dýralæknis. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2010 kl. 20:34

15 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér sýnist að þau rök að lög um innistæðutryggingarsjóð geti ekki átt við kerfishrun muni verða ofan á.

Það tekur ótrúlega langan tíma fyrir sannleikann að malla upp á yfirborðið. Hann kemur samt með ótrúlegri seiglu. Í dag hef ég enga trú á að við munum borga Icesave. En við eigum eftir heljarinnar tiltekt og þurfum að byrja á því að taka til eftir neyðarlögin okkar.

Haukur Nikulásson, 9.1.2010 kl. 21:31

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er reyndar alveg rétt hjá þér Haukur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2010 kl. 22:42

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eggert hér geturðu skoðað heimasíðu Leós frænda míns.

http://www.123people.at/s/leo+johannsson

Og hér er Bíanca sem býr líka í Gras, hún er íslandsvinur og ég bið að heilsa henni ef þú hefur samband.Bianca Hartner" <bianca.hartner@gmail.com>,

 Bið líka að heilsa Leó, vona að þér gangi vel í Austurríki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2010 kl. 22:44

18 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hver hefur leyfi að skuldsetja heila þjóð?

Ertu þá að tala um 300 milljarða gjaldþrot Seðlabankans sem skall á ríkissjóð á einu bretti?

Sigurður Haukur Gíslason, 10.1.2010 kl. 01:26

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég er einfaldlega að tala um Icesave og þær ónauðsynlegu skuldbindingar sem okkur er ætlað að greiða.  Glæpamennirnir eru svo allt önnu Ella.  Þeirra tími mun vonandi koma og skuldaskilin, en það virðist ekki ætla að gerast með þessari ríkisstjórn frekar en þeirri næst á undan. Því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.1.2010 kl. 02:19

20 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Að mínu mati þá var 300 milljarða gjaldþrot Seðlabankans líka ónauðsynlegar skuldbindingar. Seðlabankanum bar engin skylda að lána bönkunum allt þetta fé gegn verðlausum veðum.

Sigurður Haukur Gíslason, 10.1.2010 kl. 09:28

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála því.  Og þeir sem þannig stóðu að málum eiga auðvitað að fara í fangelsi líka.  Hvað er að hjá okkur að reyna að hlífa skúrkunum eins og hægt er?  Annars er það siður að svo skal böl bæta með að benda á eitthvað annað ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.1.2010 kl. 11:47

22 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ekki ætla ég að réttlæta Icesave á nokkurn hátt. Bara benda á að gjaldþrot Seðlabankans er tvöfallt stærra heldur en Icesave og þarf að borgast strax en ekki eftir sjö ár.

Sigurður Haukur Gíslason, 10.1.2010 kl. 11:54

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að við getum ennþá minnkað skaðan af Icesave en ekki hinu klúðrinu.  Mér er sagt af sérfræðingum að jafnvel þó málið færi fyrir dómstóla þá er reglugerð EES þannig að við myndum aldrei verða dæmt til að greiða meira en þessar 20 þús. evrur, þannig að það er mikið í húfi að við stöndum saman sem þjóð og höfnum þessu skrýmsli sem nú er í umferð. 

Við getum ekki tapað meira, en gætu grætt heilmikið með að hafna samningnum í vor. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.1.2010 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband