Færsluflokkur: Bloggar

Ég lít í anda liðna tíð. Græt núið, en vona það besta.

Með tár í augum kvaddi ég tengdadóttur mína, Sóley Ebbu og litla Símon Dag í gær, og hrærð kvaddi ég Inga Þór frumburð minn, drengina Kristján og Aron ásamt litlu Evítu Cesil í dag, þar sem flugu á vit ævintýra í Noregi.  Nú er ég að bíða eftir því að Bára mín, Bjarki og stelpurnar komi heim, þau eru einhversstaðar á leiðinni, sú stutta farin að vilja koma heim í Kúlu. 

En á meðan ég býð, datt mér í hug að gleðja ykkur fólkið mitt hér með nokkrum góðum myndum, svona í sárabót fyrir allt hjalið um pólitíkina. 

IMG_0001

Við erum komin á árið 1972 eða svo, erum að smíða okkur hús á Seljalandsveg 77, og unnum það að mestu sjálf með aðstoð fjölskyldunnar.

IMG_0028

Hér er ærslafulli rauðhausinn systir mín Halldóra að mála.

IMG_0004

Her er sami staður búið að mála, smíða og flutt inn í kjallarann.  Og hér er örugglega veisla í gangi, og yngsta barnið í malla á mammadín.

IMG_0003

6 ára afmæli Inga Þórs og pabbi og mamma í veislunni.

IMG_0013

Hér bjuggum við áður en við fluttum í nýja húsið, þetta er ekki Ásthildur sulla niður Cesil, heldur Bára Aðalheiður mamma hennar LoL

IMG_0012

Það er nú myndarlegur gaur sem maður giftist svo eftir allt saman.

IMG_0007

Fljótavík ættaróðal föður míns og margra fleiri.  Þessi jeppi var með fyrstu farartækjunum sem notaður var til að flytja vistirnar frá fjöru til bústaðar.  Núna dugar ekkert minna en sexhjól.

IMG_0031

Nonni bróðir og Elli minn í Fljótavík, having a good time.

IMG_0027

Það var svo farið í and á Sodiac. 

IMG_0030

elskuleg mágkona mín Badda.

IMG_0020

Smá jólastuð þetta er fyrrverandi mágur minn og sjarmur Siggi Ásgeirs. 

IMG_0032

Meðan við vorum að byggja fengum við leigðan sumarbústað inn í Tunguskógi, hér eru Sigga systir, Inga Bára systir Ingi Þór og Bára.

IMG_0047

Við ferðuðumst líka mikið með börnin innanlands, annað var ekki í boði, fátækir foreldrar að byggja sér hús.  En þetta er dæmigert fyrir það sem koma skyldi, ég tek myndir og Elli minn sér um börnin hehehe.

IMG_0049

Hér heiðrum við Bólu Hjálmar með nærveru okkar. Júlli krullinhærði ljóskollurinn hér fremst. Ingi og Bára.  Skafti ekki fæddur.

IMG_0082

Hér er svo Bára mín Tounge

IMG_0083

Og Skafti, Sólveig Hulda er rosalega lík honum. Heart

IMG_0089

Og Ísafjörður mín kæru, svolítið öðruvísi en núna, en samt yndæli bærinn minn.

Svo segi ég bara góða nótt, megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.


Forsetinn neitaði að staðfesta lögin.

Ég er afskaplega ánægð með forseta Íslands í dag.  Ég sendi honum mínar innilegustu þakkir fyrir að standa með þjóð sinni og lýðræðinu.

Ég sé að hér er mörgum heitt í hamsi, og allskonar dómsdagsspár hafa dunið á, reyndar hafa engar af þeim ræst undanfarið, hversu oft og heitt bæði stjórnvöld og þeirra nánustu stuðningsmenn hafa viljað vera láta.  Þá hefur ekkert slíkt gengið eftir.

Mér er illa við sleikjugang, og mér þykir afar leitt að sjá þegar ráðamenn leggjast á fjóra fætur fyrir erlendum ríkisstjórnum missa allt sjálfstraust og bjóða fram rumpinn til rassskellingar.  Ég er sennilega full af þjóðrembu, en ég skammast mín ekkert fyrir hana. 

Ég hef líka rætt mál við margar erlenda vini mína og aðra sem búa í Evrópu, og hef heyrt hvernig þeir aðilar skilja okkar aðstæður og finnst bæði bretar og hollendingar fara offari gegn okkur.  Enda er ég viss um að breska ljónið er bara að öskra hátt, og það stendur ekkert meira þar á bak við, því þeir þora hreinlega ekki að valta yfir smáþjóð, herlausa og varnarlausa.  En það er vegna alþjóðasamfélagsins, sem mun fordæma hverja tilraun til að fara gegn okkur með ofbeldi.  Þess vegna hóta þeir okkur með ESB, því þeir vita sem er að heitasti draumur Samfylkingarinnar er einmitt innganga inn í ESB, og allur málatilbúnaður stjórnvalda með það fyrir augum að skemma ekki fyrir því að þeir komist þar inn.  Málið er hins vegar þannig, og það átta bretar sig ekki á; að 70% íslensku þjóðarinnar er andvíg ESBaðild, þannig að sú hótun hefur ekki þann þunga sem þeir halda.

Ég hef engar áhyggjur af framtíð landsins, jafnvel þó einhverjir fari í fýlu og neiti að greiða veg Íslands.  Við eigum nefnilega marga möguleika aðra en að skríða í fangið á ESB.  Við höfum verið þjóð í yfir 1000 ár, og höfum okkar auðlindir. 

Komi í ljós að norrænu þjóðirnar ætli ekki að standa með okkur þá er gott að fá að vita það hreint og klárt að þeir eru ekki vinaþjóðir og frændþjóðir, heldur dindlar Evrópusambandsins.  Það er þá komin tími fyrir Ísland að leita að vinum annarsstaðar, Canada kemur þar fyrst í hugan, Grænland og Færeyjar, Pólland og eflaust margir fleiri. 

En fyrst og fremst þurfum við að standa saman sem þjóð og fara aða vinna okkur úr út vandanum með þeim meðölum sem við höfum hér heima.  Hlusta á þá sem hafa fram að færa góð ráð til að auka hér tækifæri, opna fyrir meiri aðgang að fiskimiðunum til landsbyggðarinnar.  Og í stað þess að auka álögur og hækka skatta á lítil og meðalstór fyrirtæki, þá þarf að lækka álögur og laða fólk til að hefjast handa við framleiðslu og hugvit.  Ekki persónugera vandann og leggja sitt eigið pólitíska líf að veði eins og stjórnvöld gerðu hér.

Þrátt fyrir frekjulegan grát tvíeykisins um að þau hafi verið að gera svo mikið, sem ég efast ekki um að þau hafi verið að, þá einfaldlega hefur það ekki náð til þjóðarinnar, fólkið í landinu hefur ekki fundið neina aðstoð eða skjaldborg.  Fyrirtæki sem enn lifa berjast í bökkum og horfa fram á ennþá meiri skuldsetningu á nýju ári.  Samdráttur gjaldþrot og hækkun á virðisaukaskatti hafa ekki laðað fólk að til að styðja við þessa svokölluðu velferðarstjórn.  Þau settu allt sitt púður í að ganga frá Icesave.  Ég tel að það mál hafi mátt bíða, uns þau höfðu skoðað mál heimila og fyrirtækja. 

Vegna þess að einmitt áhersla þeirra og áhyggjur virtust fyrst og fremst vera með erlendum aðilum, en ekki íslenskum almenningi.  Þess vegna stóð íslenskur almenningur ekki með stjórnvöldum, sem þó voru þau skástu í stöðunni þegar þau tóku við.

Af hverju var ekki byrjað á réttum enda og skjaldborgin reist?  Nú sitjum við uppi með það að geta ekki gert neitt nema krefjast þess að mynduð verði utanflokka stjórn, ráðnir sérfræðingar til að vinna málin, og pólitíkusarnir sendir heim.

Því miður er það svo þegar allt er skoðað, að þeir hafa allir pólitíkusar misst tiltrúnað fólksins í landinu, sumir meira en aðrir.  En þegar fólk er hætt að treysta öllum forkólfum stjórnmálaflokkana, og ég er þá helst að tala um fjórflokkinn, þá verður að gera eitthvað annað til að tryggja lýðræðið.

Forsetinn okkar lagði sitt af mörkum í morgun.  Nú er það okkar að taka höndum saman um að krefjast framhalds á því og klára dæmið.  Ráða óvilhalt fólk til að stjórna landinu gegnum kreppuna og Icesave og ESB, sem ég vildi helst afturkalla umsókn til.  Senda pólitíkusana heim til að fara yfir sína stöðu og hreinsa spillinguna, klíkuskapinn og valdabröltið burt.  Áður en hægt er að hafa almennar kosningar.

 


Þjóðin bíður í ofvæni.

Við erum lítil þjóð, og öll meira og minna tengd saman af vinum ættum eða bara kunningsskap.  Þetta kemur vel í ljós þegar einhver gerir eitthvað sem ekki fellur í kramið.  Þá byrja sögurnar og hneykslunin og æsingurinn; tökum Lúkasin á þetta og tökum viðkomandi af lífi án dóms og laga.  Skítt með hvort hann er sekur eða saklaus.

Því miður minnir samfélgið mig oft á bandarískar kúrekamyndir frá gömlum tímum, þegar fólkið í þorpinu tók sig saman og hengdi þann sem kjaftasagan beindist að, því hann væri sko örugglega sekur, samkvæmt kjaftasögunum.  Þetta kom svo í endurnýjun lífdaga fyrir mér með Lúkasarmálinu og fleiri reyndar.

En hversu lengi ætlum við að vera svona forpokuð og einhæf, sjá ekki heildarmyndina en líta bara til næsta manns til að mynda okkur skoðun.

Ég er sjálfsagt ekkert betri en aðrir.  En ef við lítum á þetta endalausa Icesavemál, sem nú er komið til Bessastaða og er það í gjörgæslu með forseta vorum, og allt landið að springa úr óþolinmæði, þá vil ég segja þetta;  nú hafa yfir 50.000 þúsund manns skrifað undir beiðni til forsetans um að hafna þessum lögum.  Þeir menn sem styðja að skrifað verði undir og þar með inngöngu í ESB eru gjörsamlega að tapa sér í örvæntingu um lyktir, þegar þeir gerðu sér grein fyrir að það gæti jafnvel farið svo að forsetinn neitaði að skrifa undir. Þeir hafa markvisst reynt að koma því inn, að það væri ekkert annað í stöðunni en að samþykkja orðalaust þennan samning, ekki hlustað á önnur rök eða viljað tjá máls á því að það væri ef til vill hægt að semja betur. 

Þegar andstæðingar hafa reynt að malda í móinn, og segja að það sé hægt að komast að betri samningum, þá byrjar söngurinn um að við verðum að standa við skuldbindingar okkar og þetta mál fari ekki burt, við verðum að semja og segja já.  En er það svo? Getur ekki verið að við komumst frá þessu máli með meiri skynsemi og betri samningum en þetta? Ég er sannfærð um að svo sé.  Og ég er alltaf meira og meira sannfærð um það, eftir því sem ég heyri í fleirum og fæ meiri umræður um málið. 

Það er farið að fara fyrir ofan garð og neðan málflutningur Steingríms J.  Hann virðist vera eini maðurinn sem tjáir sig um það af stjórnarliðum.  Jóhanna greinilega búin að gefast upp.  Hann sendi vin sinn Svavar Gestsson til að semja og það sem var gert virðist vera er að samþykkja allt sem bretar og hollendingar báðu um.  Ekkert þras eða viðbspyrna svo séð verði.  Og þetta þarf svo að verja, og þá eru notaðir allskonar frasar í stað þess að viðurkenna að þetta væri ekki nógu gott, og það þyrfti að fara aftur yfir málið.

Ég er ein af þeim sem hryllir við því ef Sjálfstæðisflokkur og Framsókn komast að kjötkötlunum aftur.  Verð að segja það.  En það bara kemur ekki í veg fyrir að ég gagnrýni það sem núverandi stjórnvöld eru að gera.  Ég læt ekki setja mig á þann bás, að ef ég samþykki ekki allt sem núverandi stjórn gerir, sé ég að vinna að því að koma sjöllum og frömmurum að kjötkötlunum. 

Ég var í upphafi afskaplega ánægð með að Steingrímur og Jóhanna komust til valda, ég vænti mér mikils af þeim og taldi þau verða þjóðinni til góðs.  En í dag, ef ég miklar efasemdir við stjórnun þeirra.  Tel að þau séu ekki í neinu sambandi við þjóðina eða þarfir hennar.  Til dæmis þegar Jóhanna var að ræða í sinni áramótaræðu um ástandið og varð tíðætt um dýrmæti vatnsins, og sagði að við yrðum að gæta vel að vatnsbúskap þjóðarinnar, eins og með sjávarauðlindir okkar, þá fór kaldur hrollur niður bakið á mér, því konan vissi greinilega ekki að sá þjóðarauður hafði verið afhentur vinum og vandamönnum sjálfstæðisflokksins hér fyrir 20 árum eða svo, þannig að byggðir landsins hafa ekki beðið sitt barr síðan.  Þá hugsaði ég  þarna talar 101Reykjavík manneskja sem veit ekkert um landsbyggðina, og hennar baráttu fyrir tilveru sinni.

Og þegar þau gumuðu af því að allt færi að blómstra atvinnuleysi væri minna en talið hefði verið, fór um mig nettur hrollur, því þau voru einmitt að samþykkja lög um allskonar skattahækkanir á fyrirtæki og almenning, þannig að verulega mun þrengja að strax eftir áramót.  Ég hef frétt af því að verið er markvisst að drepa niður lítil fyrirtæki af fjármögnunarfyrirtækjum, þau eru að leika sér að því að setja einstaklinga í þrot á viðbjóðslegan hátt, án þess að yfirvöld hreyfi litla fingur til bjargar.  Þannig fjölgar bónbjargarfólki og atvinnulausum stöðugt, án þess að bóli á skjaldborg, eða tjaldborg. 

Þau Jóhanna og Steingrímur virðast vera stödd í ævintýralandi, þar sem allt annað blasir við en veruleiki sá sem við erum að glíma við. 

Hér þarf að verða breyting á.  það þarf að koma pólitíkinni burt.   Losa okkur við spillinguna sem grasserar og samheldnina í flokkum og kerfi, sem gerir sitt til að viðhalda þeim valdastrúktúr sem hér viðgengst, og enginn vilji virðist vera til að afnema eða breyta.  Það gerist ekki fyrr en við almenningur virkilega látum finna fyrir okkur, og það þarf meira en síðustu búsáhaldabyltingu,  næsta skref er sennilega hallarbylting.  Þar sem við lokum alþingi og valdastofnunum, ráðum framkvæmdastjóra og stjórn til að fara með yfirstjórn landsins eins og hvert annað fyrirtæki, meðan við erum að ná okkur upp úr lægðinni. 

Fyrst og fremst þurfum við að losa okkur við flokkspólitíska leppa og hætta að verja "okkar lið" fara að standa saman og fara fram á það sem við öll viljum, réttlæti virðingu og jöfnuð í samfélaginu.  Standa saman um að verja fólkið í landinu en ekki flokkana og forystu þeirra.  Standa saman um að vernda börnin okkar og framtíðina.  Standa saman um lýðræðisríkið Ísland, sem nú er verið að rígbinda og tjóðra inn á reit Evrópusambandsins.   Er ekki komin tími til að staldra við og taka leppana frá augunum og hugsa?

IMG_0437

Ísafjörður í dag.  Fyrsta barnið mitt er á förum til Noregs, til að flýja ástandið.  Við þekkjum þetta úti á landi, þar sem talað er um að minnsta atvinnuleysið sé, það er nákvæmlega vegna þess að fólk flytur burtu þegar það missir vinnuna.  Þess vegna er oftast minnsta atvinnuleysi á Vestfjörðum til dæmis, stjórnvöld mættu aðeins líta til þess hver orsökin er, áður en þau fara að hreykja sér af góðu ástandi.

IMG_0438

Næsti sonur fer í mars.  Ég er stjórnvöldum reið fyrir að rífa sundur fjölskylduna mína og tæta allt mitt í sundur auðvitað eiga þau ekki alla sök, en hún vegur ansi þungt.

IMG_0439

Og þó ég fái hroll yfir því að Sjálfstæðismenn og Framsókn komist til valda, því ef eitthvað er þá væri það verra en núverandi ríkisstjórn, þá læt ég ekki þagga niður í mér gagnrýni á núverandi stjórnvöld.  Ég vil þau burt og ég vil fá þjóðstjórn eða bara burt með pólitískt þras, og ráða fagfólk til að stjórna landinu okkar þangað til fjórflokkurinn hefur farið í aflúsun og gert upp sín mál, því það má ekki á milli sjá hver þeirra er spilltastur eða valdagráðugastur. 

Og ég segi eins og sauðurinn hér í fyrra; Guð blessi Ísland.


Gleðilegt ár og farsælt komandi ár. Sumt hér ekki fyrir viðkvæma þ.e. ESB vini.

Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.  Rétt eins og þeir sem fara á undan okkur, koma ekki til baka, en sum okkar trúa því að við förum á þeirra braut og hittum þau fyrir hinu meginn. 

IMG_0344

Allt að verða klárt fyrir matinn á gamlárskvöld.  Sóley Ebba að gera sig klára.

IMG_0345

Meðan aðfangadagur er einhvernveginn heilagur, þá er gamlársdagur dagur væntinga um gleði og skemmtilegheit.

IMG_0350

Sigga ástmögur Júlla míns, með afa í síðustu máltíð ársins.

IMG_0352

Fjölskyldan naut þess að borða saman og eiga góðar stundir.

IMG_0357

Meðan beðir er eftir að afi fari með börnin á brennuna, og svo að bíða eftir áramótaskaupinu.

IMG_0364

Faðir minn elskulegur alltaf jafn reffilegur og flottur.  Búin að eyða skemmtilegum tíma með fjölskyldunni og tilbúin að fara heim og hvíla sig.

IMG_0379

Snakkið tilbúið og allt undirbúið undir að horfa á áramótaskaupið, sem ég var afskaplega ánægð með. Það eina sem ég hef út á það að setja er marg endurtekinn tugga um mistök Margrétar Hinriksdóttur þegar hún sendi tölvuskeyti um áhyggjur sínar af ástandi eins félaga síns í Borgarahreyfingunni.  Þetta var algjörlega út úr öllum takti við umfang þeirra mistaka að mínu mati.  Að gera þessi mistök að thema skaupsins voru mistök, því  af nógu var að taka samt.  Og að öðru leyti var ég afskaplega ánægð með skaupið, við eigum marga góða leikara, og ekki síður förðunarmeistara og leikstjóra.  Ég er viss um að á þessu sviði erum við á heimsmælikvarða.  Innilega takk fyrir mig.

IMG_0389

Flestir úr stórfjölskyldunni komum svo saman á mínu æskuheimili, þar sem litla systir mín býr núna, sú hefð hefur fylgt fjölskyldunni alveg frá byrjun.  Þar hittumst við rétt fyrir kl. 12 til að skjóta upp eldflaugum skála í kampavíni og gleðjast saman.  Það er bara svo yndislegt.

IMG_0393

Og það var svo sannarlega skotið upp rakettum og allskonar eldflaugum.

IMG_0402

Og Ísafjörður glampaði af ljósum og það drynur í fjöllunum.

IMG_0407

En máni gamli var fullur og skyggði reyndar á öll önnu ljós.

IMG_0412

ef þið haldið að þetta sé ég, þá er það rangt, þetta er Dóra systir mín elskuleg.

IMG_0414

Hér eru bræðurnir, synir Júlla míns.

IMG_0421

Við vorum svo boðin í þessa líka fínu gúllash súpu á nýjársdag hjá Tinnu og Skafta mínum, hér erum við ömmgurnar að leika okkur.  Hún er orðin rosalega flink að skríða út um allt og ekkert langt í að hún fari að labba.

IMG_0425

Að borða Gúllash súpu.

IMG_0434

Krakkar úr kúlunni. Ingi Þór frumburðurinn og Matta mín gistu hjá okkur tvær nætur, þau eru að pakka saman og flytja.  Ég á eftir að sakna þeirra rosalega mikið.  Líka þess vegna er ég ósátt við ráðaleysi stjórnvalda, sem mér finnst einkennast af kjarkleysi, úrræðaleysi og hreinlega þekkingarleysi á vanda þjóðarinnar.  Eins og þegar þau guma af að allt sé að fara á betri veg, þegar ljóst er að margir eru að flýja landið vegna þess að ungt fólk sér ekkert framundan.  Stjórnin er að murrka lífið úr fyrirtækjum og skerða tækifæri fólks til að stofna fyrirtæki með skattahækkunum og að þrengja að öllu atvinnulífi.  Ótrúlegt hva þau eru út á þekju varðandi það um hvað lífið snýst. Eins og þegar Jóhanna fór að ræða um vatnið og sagði að það væri eins með það og sjávarauðlindina.  Veit konan ekki að sjávarauðlindin var færð hagsmunaaðilum á silfurfati af Sjálfstæðisflokknum?  Vinum og vandamönnum á kostnað landsbyggðarinnar, ég ætla mér rétt að vona að þau fari ekki eins með vatnið, þá er illa komið fyrir okkur.

 Ég á eftir að ræða þessi mál betur síðar.  Því þetta brennur á.   Ég ætla rétt að vona að forsetinn okkar sé það skynsamur að neita að skrifa undir Icesavafrumvarp ríkisstjórnarinnar.  Það er hneyksli að það skuli hafa verið afgreitt sem lög frá Alþingi. 

En elskurnar, eigið góða helgi og megi allar góðar vættir vaka yfir okkur öllum og vernda.  Megi landsvættir þrýsta á forsetann að hafna þessum óskapnaði, og fyrirbyggja það að óprúttnir aðilar neyði þjóðina inn í ESB.  Það má öllum vera ljóst sem hafa sjálfstæða hugsun að við megum ekki leggja árar í bát og gefast gjörsamlega upp fyrir erlendri innrás með aðstoð fólks hér sem hefur einhver annarleg sjónarmið um betri daga við að innlima Ísland í þau samtök.


Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

Kæru vinir og ættingjar ég vil óska ykkur öllum gleðilegs árs með von um að 2010 verði ykkur öllum gott og hagsælt.  Munið að hver er sinnar gæfu smiður, og að við ráðum að mestu sjálf hvernig líf okkar er. Því við getum hvort heldur er, lagst í vonleysi og leti, eða rifið okkur upp og verið jákvæð.  Ræktað kærleikan og ástina, og látið vera að hlú að hatri og slúðri sem engum tilgangi þjónað.  Við eigum að vera sjálfum okkur nóg og okkar mesti auður er fjölskylda og vinir.   Þann auð þarf að rækta og virkja, hlú að og vökva vel.  Peningar og lífsins upphefðir eru fallvaltir skyndibitar sem engu þjóna nema Mammon og egói okkar sem að lokum skilur ekkert eftir sig nema auðn og tóm, ef við leggjum okkur ekki fram um að rækta mannauðinn.

 Elskuleg ég veit að framundan eru tímar sem geta reynst erfiðir, en munið þá að það er alltaf hægt að leita til þeirra sem eru næstir manni, eða jafnvel næsta mann bara.  Munið að brosa og vera jákvæð við allt fólkið í kring um ykkur.  Bros hefur bjargað mannslífum, það eru til sögur sem staðfesta það. 

Auðmíkt og þakklæti eru líka eiginleikar sem skila okkur langt áleiðis til betra lífs.  Látum ekki misheppnaða stórnmálamenn eða útrásarvíkinga skemma fyrir okkur gleði og ánægju áramóta.  Göngum fagnandi fram á nýju ári með nýjar hugmyndir, með nýjar áherslur og nýtt Ísland.

Innilega takk fyrir mig, hve góð þið hafið verið mér og glatt mig, leitt mig gegnum sorg og erfiðleika.  Þannig getum við stutt hvort annað og það er gott að vita að við eigum vini, þó þeir séu ekki endilega við hliðina á manni, þeir geta þess vegna verið hinum megin á hnettinum, en með tækni og tölvum eru samt eins og í næsta húsi.

 

Innilega Gleðilegt nýtt ár frá mér til ykkar allra. Heart

36_4_12


Amma taktu mynd.

Ef þið hafið haldið að ég sé alveg dottin ofan í pólitíkina þá er það misskilningur.  þarf bara að koma hugsunum mínum frá mér sorrý en stundum finnst mér að það sem skiptir máli fari ofan garðs og neðan hjá alltof mörgum og þá dett ég ofan í slíkar hugsanir, en það gerir mér líka gott, því þá kemur adrenalinið mér til góða.

En hér hefur verið straumur af barnabörnum eftir að þær litlu fóru, fyrst komu fjórir táningar og gistu, baranbörn af eldra taginu, og síðan yngri barnabörn, og það var bara notalegt.

IMG_0277

Stundum dettur í krílið að pósa.  Amma taktu mynd segir hún og pósar.

IMG_0278

Og sona!

IMG_0280

Aftur amma!

IMG_0281

Svona amma!

IMG_0285

Svona!

IMG_0287

Meira amma.

IMG_0289

Heart

IMG_0292

Ef þi haldið að þetta sé Hanna Sól sem er að fara að spæla egg, þá er það misskilningur

IMG_0291

Þetta er nefnilega síni mí.

IMG_0295

Reyndar með pabba að spæla egg, sem hún sótti sjálf út í hænsnakofa, og vildi steikja sjálf.

IMG_0299

Hér er svo önnur prinsessa sem er rosadugleg, bara 6 mánaða en sýnir miklu þroskaðri takta.  Og amma fékk að passa hana lengi í gær.

IMG_0306

Og hér er hún með Hönnu Sól.

IMG_0310

Sem hefur engu gleymt. Heart

IMG_0317

Ætli þetta sé í genunum LoL

IMG_0321

Táningarnir mínir.

IMG_0322

Þau létu fara vel um sig.

IMG_0337

Og þeir ekki síður.

IMG_0319

Fullt tungl óðara.

IMG_0328

Og hér sjást fyrstu spor sólarinnar nður hlíðina, uns hún nær alla leið í Sólgötu, þegar við drekkum sólarkaffið.

IMG_0329

Smá kúlublues.  Þið verðið að fyrirgefa elskurnar, en ég er rosalega pólitísk, eða full af því að reyna að leiðrétta kúrsin á minn hátt. Ég geri mér grein fyrir því að hann er ekki endilega réttur, en samt sem áður tek ég mér bessaleyfi á því að segja hvað mér finnst.  Get ekki annað.

Megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum og vernda.  Megi landsvættir vaka yfir Íslandi og vernda okkur sem þjóð.  Við viljum fyrst og fremst vera sjálfstæð, það getur verið að við höfum mismunandi sýn á hvað það inniber.  Mitt álit er alveg skýrt, ég vil ekki deila náttúruperlum okkar með öðrum þjóðum, nema sem því nemur að leyfa þeim sem hingað vilja koma að deila því með okkur.  Annað er ekki í boði.  Ljós,Heart knús og kærleikur til ykkar allra.


Það er eitthvað inn í strompnum sem ekki lyktar vel.

Ó ég hef verið upptekin í dag að fylgjast með.  Og satt að segja er ég mjög hugsandi yfir öllu því sem ég les.  Ég verð að segja að við erum ennþá við sama heygarðshornið og áður; tökum bara Lúkasin á þetta.  eins og svo oft áður hafa alltof margir leppana fyrir augunum og sjá bara svart og hvítt, þeir sem ekki eru sammála ríkisstjórninni eru bara vondir stjórnarandstæðingar, þeir sem eru á með stjórninni tala um að hinir séu að þyrla upp moldryki.  Málið er bara ekki svona einfalt.  Þeir sem virkilega hugsa og geta losað sig frá og yfir pólitíska flokkadrætti sjá að hér er meinsemdin hvorki kratar, kommar, framsókn eða sjallar ekki einu sinni samfylking.  Hér er vandamálið vörn ráðamanna hverju nafni sem þeir nefnast gegn alþýðu landsins.  Þeir berjast á banaspjótum við að halda þráðunum í hendi sér, en þegar allt kemur til alls vilja þeir fyrst og fremst halda völdum og verja bæði sig og andstæðingana. 

Þegar hlustað er á það fólk utan fjórflokksins sem komist hefur á alþingi núna undanfarin 10 ár, svo sem eins og Frjálslynda flokkinn og Hreyfinguna, þá átta menn sig á að þeir tala ekki sama tungumál, og eru eiginlega afar óæskilegir að mati fjórflokksins, því þeir eru eins og flugan á veggnum, kjafta frá því sem hingað til hefur legið í láginni og ekki verið sagt frá. Þ.e. skrípaleikurinn á Alþingi, þar sem settar eru upp leiksýningar reglulega fyrir okkur hin.  Menn leika einleiki, tvíleiki og þríleiki og jafnvel fjöldasöng til að heilla okkur upp úr skónum vitandi að sum okkar allavega horfa á skjáinn og fylgjast með stórleik upp á Shakespearsklassaleik, eins og Birgitta Jóndsóttir lýsti svo vel hér áður.  Og eru svo bestu vinir á eftir, endurleika ef til vill upptökur eftir á og skoða hvað má betur gera næst.

Þetta fólk er ekki þjónar almennings frekar en ég veit ekki hvað.  Þetta eru leikarar nútímans, og þeir slá jafnvel þjóðleikshúsi við og jafnvel Borgarleikhúsi, svo ég tali nú ekki um áhugaleikhúsin. Þvílíkt gerfi og þvílíkt fals.

Er ekki komin tími til að við pöpullinn í þessu landi segjum hingað og ekki lengra.  Hættum að verja OKKAR lið, og förum að hugsa um OKKUR SJÁLF og fjölskylduna.  Er ekki hver sjálfum sér næstur.  Eða hver hefur lyst á endalaust að verja sinn pólitíska samherja ef það brýtur á rétti fjölskyldunnar og annarra venjulegra íslendinga.  Ég bið ykkur ágætu jónar og gunnur að hugleiða það, hvort þið séuð í raun og veru að verja skúrkana, og láta ykkar eigið fólk blæða fyrir það.  Og þá er ég að meina alla heildina ekki neinn flokk sérstaklega.  Er ekki komin tími á að við bara hugsum um það sem okkur er næst, krefjast þess að ráðamenn hverju nafni sem þeir nefnast hætti að ljúga og plata og komi fram af heiðarleika og réttlæti hver sem í hlut á.  Ef þeir geta það ekki, fái þeir bara reisupassan?

Ég hef orðið fyrir því þegar ég var í framboði að eldri kona kom til mín og sagði, mikið er ég ánægð með ykkur og stefnuskrána.  En ég hef nú alltaf kosið sama flokkinn og get ekki farið að breyta því?  Er það skynsemin, er það til þess fallið að gera ísland að lýðræðisríki?  Eða þarf að fara að hugsa upp á nýtt, við sem þjóð, við sem almenningur í þessu landi, við sem EIGUM AÐ FÁ AÐ GREIÐA VITLEYSUNA OG EYÐSLUNA? 

Spyr sú sem ekki veit.  En ég bið ykkur að hugleiða á hvaða róli við erum. Vegna þess að ég er farin að óttast að við losnum aldrei við spillinguna sem grasserar og leikaraskapinn sem er í raun ólíðandi. 

c_documents_and_settings_jon_steinar_desktop_hvitur_fani2


Áskorun - sýnum stjórnvöldum rauða spjaldið á Austurvelli í dag. Burt með Icesave og burt með ESB.

Það liggur eitthvað í loftinu þennan dag.  Eitthvað sem er að gerast sem gæti skipt sköpum í okkar þjóðfélagi.  Ef til vill er það bara stormur í vatnsglasi, en ef til vill er það eitthvað sem er að gerjast og gæti orðið okkur til góðs, vonandi.  Þegar alþingi frestar æ ofan í æ atkvæðagreiðsu og þingfundi á alþingi, þá þýðir það að eitthvað er að gefa sig.  Stíflan ef til vill að bresta.  Ef svo er, þá er það eingöngu fyrir tilstilli sívaxandi þunga frá íslenskum almenningi.  Réttmæt krafa um heiðarleika og sanngirni. 

Ef loksins ráðamenn sjá að þeir eru ekki bara að eiga við refi og pólitíska andstæðinga á þingi, heldur 70% íslensku þjóðarinnar.  Vonandi hafa þeir áttað sig á því að það gengur ekki upp. 

Það er líka með ólíkindum ef Samfylkingin (sem oftar en ekki hefur hlaupið eftir skoðanakönnunum) þorir að ganga gegn vilja svo stórs hluta landsmanna, og til hvers? jú bara til að eiga fyrir miðanum inn í ESB. 

Leiðin þangað er alls ekki greið.  Þó sumir séu tilbúnir til að fórna öllum okkar auðlindum og mannauði, þá dugar það ekki til, eins og staðan er í dag.  Því mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki þangað inn, þó margir vilji sjá hvað er í boði.  Reyndar hefur tala þeirra sem þannig hugsa snarlækkað, þegar þeir sjá hvernig bretar og hollendingar koma fram við okkur.  Skynsamt fólk vill ekki spila við þá sem svindla við spilaborðið.

Það sem er að koma í ljós núna á hverjum degi, segir okkur líka að stjórnvöld hafa ekki verið heiðarleg í upplýsingum eða framgangi sínum við samningaborðin.  Þar hafa ríkt önnur sjónarmið en þau að vinna Íslandi sem best.  Ef til vill góðir hægindastólar í Brussel.

Venjulegir kjósendur stjórnarflokkana hafa dregið sig í hlé og hugsa sitt, bíða, meðan gapuxarnir reyna að gapa um að við verðum að samþykkja Icesave og inngöngu í ESB, þetta hljómar í mínum eyrum eins og kall í eyðimörkinni.   Verður sífellt meira hjáróma, eftir því sem hugsandi fólk dregur sig meira í hlé og vill sannleika og heiðarleika og allt upp á borðið.

Versta við þetta er að þetta sama fólk treystir heldur ekki Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum, til þess hafa þeir nógu mikinn skít á sinni könnu, sem þeir hafa ekki nýtt tíma sinn í að hreinsa og moka út.  Það treysta þeim því afar fáir til að fara með stjórn landsins, og flestir eru á því að þó núna sé ekki mikið gert af því að hreinsa til í stjórnsýslunni, þá muni það allt stöðvast ef þeir komast að völdum aftur.  Því er nú verr.

Þess vegna verður stjórnarkreppa í landinu ef þessi ríkisstjórn fer frá.  Þó hún sé slæm þá virðist hinn kosturinn ennþá verri.

Hvað er þá til ráða?  Jú það þarf að ráða fólk til að stjórna landinu, sem er ekki í pólitík. Fólk sem hefur vit og þekkingu til að takast á við það sem gera skal.  Til dæmis eins og Gunnar Tómasson, Láru Hönnu Einarsdóttur Marnínó Njálsson, Vilhjálm Bjarnason og marga fleiri sem hafa verið að tala hér af skynsemi, fá svo Evu Joly til að stjórna hópnum.  Meðan á þessu stendur þarf að senda flesta alþingismenn heim, það eru örfáir einstaklingar inn á þingi sem hafa staðið af heilindum með þjóðinni, þeir eru taldir á fingrum annarar handar, eða næstum því.  Hina á alla að senda til síns heima og gera þeim að lesa og kynna sér hvað heilindi, traust og virðing er.  Því þeir hafa greinilega löngu gleymt því meðan þeir hafa yljað sér við kjötkatlana, gripið það sem þeir hafa getað náð, og hyglað sér og sínum á kostnað annara.

Það er mín ósk að okkur auðnist að vinna að þessu einhvernveginn svona.  Skipta út spillingunni fyrir hugsjónir og þekkingu.  Byrja á að hætta að greiða pólitískum flokkum fé til stafseminnar, og líka má hugsa sér að skera niður allar þær pólitísku nefndir og ráð sem sumar eru löngu úreltar og hafa engan tilgang, en menn sitja og maka sinn krók í skúmaskotum.  Taka í gegn bankana sem mér skilst að séu að fara ránshendi um eigur almennings, og afskrifa skuldir peningamanna og stjórnmálamanna í milljörðum, meðan hert er að venjulega jóni með hótunum um eignaupptöku og skuldafangelsi. 

Hvar erum við eiginlega stödd Íslenska þjóð?

Ég skrifa þetta sem mitt rauða ljós á Austurvelli, þar sem ég kemst ekki, og það er til lítils fyrir mig að standa á Silfurtorgi þar myndi ekki rödd mín hljóma. 

Hér dreg ég því upp rautt ljós og rauða spjaldið á íslensk stjórnvöld, sem ég tel að hafi algjörlega brugðist öllu því sem þau lofuðu okkur fyrir kosningar.   Og lít því á sem svo að þau hafi sjálf fyrirgert sínum rétti til að kalla sig ráðamenn landsins.  Þetta á líka við um flest alla í stjórnarandstöðu.  Þó þeir eigi gott skilið fyrir að standa fast á bremsum í Icesave af hvaða ástæðum sem svo það er.

En Íslandi allt.  Megi okkar fallega land og fólkið okkar endurheimta virðingu sína og velferð.

safe_image

Því miður er ég ekki með mynd af fánanum í þessari tölvu.  En þetta flagg stendur fyrir sínu. 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981

 

http://raksig.blog.is/blog/raksig/


Hugleiðing.

Ég hef verið orkulaus undanfarið.  Mitt í því öllu hef ég verið að hugsa um lífið og tilveruna.  Til hvers við komum hér, hver er tilgangurinn með lífinu hér og reynslunni, sem getur verið bæði í hæstu hæðum og svo í dýpstu myrkrum.

Hvað ætluðum við sonur minn að ná fram með þeirri sáru reynslu sem við bæðu þurftum að ganga í gegnum, og ekki bara við heldur öll heila stjórfjölskyldan?

Hvar er það ákveðið og er það maður sjálfur sem ákveður, eða er maður sendur í mission til að koma einhverju til skila?   Og ef svo er, hvernig tekst þá til, og hvernig getur maður verið viss um að maður sé að gera rétt?

Ég held að ég hafi vitað frá byrjun að við myndum ganga í gegnum eitthvað þessu líkt, ekki hvernig nákvæmlega, en ég held að við höfum eiginlega bæði vitað að svona færi á endanum.  Hann tók út sína vansæld strax mjög ungur, og hann var sá sem fékk að fara, ég þarf aftur á móti að sópa saman og slökkva ljósin. 

Sem betur fer tekst mér að gleyma mér og eiga góðar stundir.  En svo finn ég að gleðin fjarar út og áhyggjurnar koma í staðinn.  Mér finnst eins og ég sé að drukkna.  Og það er vont.  Þá finnst mér ég vera sjálfselsk og kröfuhörð.  Þolinmæðin er lítil, og mig langar mest til að loka mig af.   Ég er eins og frosin inn í mér og fátt kemst inn fyrir vörnina.  Á sama tíma er ég miklu viðkvæmari.  Á erfitt með að horfa á myndir þar sem ofbeldi kemur við sögu, og allskonar kreddur sem gera að verkum að það er örugglega ekki alltaf gott að vera nálægt mér, þegar sá gállinn er á mér.  Heart

Um leið og mér fer að líða svona, verð ég algjörlega orkulaus og kem mér ekki að neinu verki.  Það er tíminn sem gott er að koma hér inn og lesa það sem þið skrifið, og finna hlýju og góðsemi í kring um sig, af fólkinu sínu og fólkinu sem maður hittir. 

Svo eru það næturnar þegar maður getur ekki sofið og fer að hugsa um til hvers allt þetta sé, liggur byltir sér, svitnar og hugsar.  Af hverju maður þurfi að ganga í gegn um allan þennan sársauka. 

 Þetta er nú heldur ekki besti tíminn, þegar samfélagið stendur á haus, og allt óréttlætið blasir við augum.  Stjórnsýslan í molum, kerfið svo rotið að ég fer að hugsa hvort okkur takist nokkurn tíman hreinsa út.   Þá reyni ég að eyða erfiðum hugsununum með því að búa til sögu um hvernig við komumst út úr þessu rotna kerfi og sköpum það Nýja Ísland sem við öll þráum, þ.e. við sem ekki tilheyrum elítunni sem hér ræður öllu í dag, og vill engu breyta, nema helst að koma okkur inn í ESB. 

Þetta blandast svo saman við jólahald og áramót.  Ég hef hingað til verið eins og krakki, hlakkað til.  Í ár hefur þetta verið meira vélrænt.  Ég hef líka fundið til með fólkinu sem er að missa sína nánustu eins og ég, sérstaklega þá sem fara af slysförum. 

Núna strax eftir áramót flytur elsti sonur minn með alla sína fjölskyldu til Noregs, sá yngsti fer svo í vor með sína.  Þó ég geri mér grein fyrir að það sé gott fyrir þau, að komast burt úr ástandinu, sem enginn virðist ráða við, þá er erfitt að sætta sig við það að börnin mín verði ekki til staðar í kúlunni.   Þá magnast líka reiðin út í fólkið sem ætlaði að mynda skjaldborg um heimilin í landinu, en gera svo ekkert nema að auka á óvissuna og reyna ekki einu sinni að hlusta á fólkið í landinu.  Ég er reiðari við það fólk en útrásarvíkingana, því þeir eru jú skúrkarnir og ekki ætlast til annars af þeim en að reyna að græða sem mest, hvernig sem þeir fara að því. Og það versta er að þeir komast upp með það enn þann dag í dag. 

En svona er lífið.  Maður verður bara að takast á við það og vona að þegar fer að birta og vora, nái maður betur utan um lífið og sjálfa sig.  Ég vil senda öllum þeim sem eiga um sárt að binda mínar dýpstu samúðarkveðjur.  Þetta er orðið allof langt og nöldurlegt.  En það er gott að koma þessu svolítið í burtu. 

Ykkur bloggvinum mínum og öðrum sem hér líta við mér til mikillar gleði vil ég senda mínar innilegustu kveðjur og þakklæti.  Ég veit að þessi niðursveifla er bara tímabundinn og bráðum liggur leiðin upp aftur og orkan kemur til baka.  Ég fer ef til vill meira að segja að labba og láta meira að mér kveða.   En megi þessi dagur vera ykkur öllum yndislegur og góður. Heart

isafjord

post-4633-1133282497Með kveðju. Heart

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2024020

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband