6.8.2011 | 11:12
Pípí í flugnámi.
Já unginn minn er að bagsla við að reyna að læra að fljúga. Hann verður að gera þetta upp á einsdæmi, því ekki getur þessi mömmukjáni kennt honum neitt slíkt. Ekki nema trixið að fara með hann upp á kúluna og kasta honum niður og segja Fly og Die
En hann fékk skemmtilega heimsókn í gær alveg óvænt, það var eftirtektarvert hve vel hann tók drengnum sem var honum alveg ókunnur.
Venjulega borðar hann ekki úr hendi. En þessu stubbur náði honum alveg.
Hann er að gefa Pípí grasstrá sem hann borðar af græðgi.
ég var eiginlega hissa á þessu, því venjulega tekur hann ekki svona ókunnugum, en allt getur gerst.
Allavega var þetta rosalega gott gras
Jamm nammigott.
En að fluginu. Hann er farin að mynda sig við að æfa flugið. ég tek líka eftir að hann hlustar á gæsirnar í fjarska. Svo allt er óráðið um hvað hann gerir.
Þetta er orðið ekkert smá vænghaf sem stubburinn minn hefur.
Held að það verði ekkert langt í að hann nái fluginu.
Svo eru æfðar allskonar stellingar.
Þetta er allt að verða voða flott hjá honum.
Vona að ég nái fyrsta fluginu á mynd. Við sitjum gjarnan fyrir utan kúluna og þar æfir hann sig þessi elska.
Flottur.
Komst líka að því í morgun að það er hægt að kenna honum, hann var að narta í teikningu frá Hönnu Sól og ég bannaði honum það, hann hélt áfram, en ég klappaði saman höndunum og sagði hættu, hann reyndi nokkrum sinnum en hætti alltaf við þegar ég lét í mér heyra, svo að lokum skildi hann að þetta mátti ekki.
Jamm þetta fer að takast.
Sennilega segir eðlið alltaf til sín að lokum og það er gott.
En við Pípí sendum ykkur kveðjur héðan
Úr sólinni á Ísafirði. Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
4.8.2011 | 22:34
Pípí fer í sund.
Já það kom að því að unglingurinn tvífætti prófaði eitthvað nýtt. Ég sat við tölvuna og heyrði einhver undarleg hljóð úr garðskálanum, og vissi að þar var enginn nema Pípí, svo ég fór að gá.
Haldið þið ekki að hann hafi verið búin að stinga sér til sunds.
Þvílíkt roggin sem hann var.
Nú rétt vona ég að dýralæknirinn hafi rétt fyrir sér að hann éti ekki fiskana mína
Hann er allavega þrælmontinn.
Stingur sér og hamast.
Vó nýtt vandamál eða hvað???
Því þó fiskarnir sleppi, sem ég vona...
Þá er ekki hægt að segja það sama um nikurrósirnar mínar
Rosalega nammigott!!!
Ef til vill þarf ég að fara með hann í labbitúr niður í fjöru
En þetta var svakalega gaman fannst honum
Eftir hverju ertu að kíkja núna Pípí?
OH boy...
En hann komst samt ekki upp úr aftur sjálfur...
Æ Pípí minn, geturðu ekki látið þér nægja grasið, fíflana og kálið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
2.8.2011 | 10:24
Hvað er heimildarmynd?
Já ég var að horfa á frábæra heimildarmynd í gærkveldi. Hún var bæði fróðleg og skemmtileg. Sérstaklega voru skemmtileg viðtölin við forsprakka Aldrei fór ég suður, Guðmund Papamugi, Mugison, Önund, Hálfdán Bjarka og fleiri. Enda eru þessir piltar skemmtilegir og klárir strákar. Og það er algjört þrekvirki sem þeir hafa unnið með að koma þessum viðburði á koppinn. Það er greinilegt að Vestfirðingar eru athafnasamir og duglegir, eins og þessi hátíð og margar fleiri sýna. Til dæmis Skíðavikan sem haldinn hefur verið með hléum síðan 1937, Mýrarboltinn, Act alone leiklistahátíðin sem fer í hönd fljótlega, og klassiskir dagar Við Djúpið minnir mig, man ekki hvað sú hátíð heitir,Óshlíðarhlaupið og svo Aldrei fór ég suður, þetta eru stærstu viðburðirnir hér þó margir fleiri séu haldnir á hverju ári.
Allt saman þrekvirki örfárra einstaklinga sem með dugnaði hafa unnið sér hefð sem ber hróður okkar langt.
En aftur að þessari heimildarmynd; þar segir:
Rokknefndin
Mynd eftir Herbert Sveinbjörnsson um Aldrei fór ég suður, tónlistarhátíð alþýðunar, sem var haldin í 8. sinn á Ísafirði um páskana. Í þessari mynd er skyggnst bak við tjöldin og fylgst með undirbúningi hátíðarinnar, rifjuð upp söguleg og skondin atvik ásamt því að aðeins er skyggnst inn í líf þeirra sem að hátíðinni standa.
Sannarlega skemmtilegt verkefni, það er bara svona eitt sem stingur mig Herbert minn, meðan karlpeningurinn er hafður í hávegum algjörar hetjur sem þeir eru, þá fór ekki mikið fyrir konunum, jú það var að vísu töluvert langt skot þar sem þær voru að búa um rúm. Þær voru jú líka að hjálpa til. Leiðinlegu verkin sem ekki krefjast athygli leggjast alltaf á konurnar, hvernig sem á því stendur. Mér finnst til dæmis hundleiðinlegt að búa um rúm, eini maðurinn sem ég veit um sem býr um rúm er eiginmaður minn, af því að ég kem mér undan því. Já konurnar eru sennilega best geymdar bak við eldavélina eða upp í rúmi
Málið er að þér tókst að gera heila heimildarmynd um áttundu rokkhátíðina aldrei fór ég suður án þess að einu sinni ýja að því að þar kom í fyrsta skipti í sögu hátíðarinnar fram kvennahljómsveit. Gamla sokkabandið eftir 29 ára hlé, og margir höfðu beðið spenntir eftir útkomunni. Og við erum ennþá að fá frábær komment frá fólki sem fannst við frábærar. Þessi kvennahljómsveit var líka sú fyrsta sem steig á svið í Tónabæ á fyrstu músiktilraunum 82 minnir mig.
Ekki nema þú hafi súmmað upp örbrot af Oddný Línu þar sem hún kemur aðeins inn í mynd í viðtali með gítarinn og heyrist kalla Ásthildur. Ef til vill finnst þér það vera innskot við hæfi fyrir Sokkabandið.
Ég verð að segja það að ég er sármóðguð, ekki fyrir mína hönd, heldur fyrir hönd þeirra frábæru stelpna sem skipuðu Sokkabandið, stuðningsliðið okkar og alla aðdáendurna.
Það er sagt að í gömlu heimildarsögunum hafi konur að mestu gleymst, svo er sagt að þær hafi ekki verið til í Íslendingasögunum. Við höfum sennilega ekkert lært.
Við erum nefnilega alveg jafn töff og flottar og strákarnir.
Þó þér hafi ekki fundist tilefni til að segja frá því.
Lögðum líka alveg jafn mikið á okkur og hinar hljómsveitirnar sem komu þarna fram.
Áttum auðvitað skemmtilegan tíma saman, við að ryfja upp og hlæja að ýmsum uppákomum frá því fyrir 29 árum, skrýtið hvað sumt situr fast í manni þegar það er gaman að vera til.
Og vorum þarna svo sannarlega.
Tilbúnar í slaginn.
Nú legg ég til að þú klippir myndina upp á nýtt og setjir Sokkabandið þar inn, þó það sé bara örbrot, það er nefnilega skrýtin sýn á heimildarmynd þegar svona stór partur er ekki nefndur á nafn. Ef þú gerir það ekki þá lít ég svo á að þetta sé ekki heimildarmynd heldur sögufölsun.
Með kærri kveðju. Og takk fyrir okkur sýnt í sjónvarpinu í gær, þú færð plús í kladdann fyrir viðleitnina, en alltaf má gera betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.8.2011 | 23:58
Útlitsdýrkun og dásemdin við að eldast.
Auminga kerlingin, það er rosalegt að þurfa endalaust að leggjast undir hníf lýtalækna til að "líta vel út"... eða þannig, og að lokum verða eins og Michael Jackson með allt út á hlið. Eða May West sem var svo oft undir hnífnum að þegar hún opnaði munninn lokuðust augun. Za Za Gabor var svona líka hrædd við að eldast og Sheer. Það er ömurlegt að vera svona á útopnu og halda að maður geti varðveitt endalausa æsku, ekki sætta sig við að aldur færist yfir og elska sjálfa sig, eins og maður er, en ekki einhverja gerfikerlingu í speglinum. En svona er víst frægðin. Endalausar kröfur um útlit og yfirbragð sem ekki skiptir raunverulega neinu máli fyrir mann sjálfan eða aðra.
Fólk er ennþá að tala um að þegar við Sokkabandsgellurnar komum fram á Aldrei fór ég suður, vorum búnar að klæða okkur í okkar fínasta púss og vorum " að okkar mati og margra annara" rosa gellur, að þegar við komum fram, stóð hópur af unglingum fyrir framan sviðið og margradda kór kallaði "amma amma!!!" Þetta var svo flott og einlægnin algjör, þau bara voru svo stolt af ömmu, og fannst hún svo flott, án fegurðaskurðlækna eða gerfiaðgerða.
Ég var líka skömmuð fyrir að vekja athygli á auglýsingum á konum sem voru að mynda sig fyrir og eftir, og einhver sagði að þetta væri bara afbrýðisemi feitrar konu út í grannar konur. Það er bara þannig að allt sem við upphefjum, fylgjast unglingarnir með og margir þeirra meðtaka að nákvæmlega þetta sé normið. Að vera tágrannur, nánast tálgaður, og síðan að láta "laga" það sem lætur á sjá.
Við verðum einfaldlega að sætta okkur við okkur sjálf og viðurkenna að ýmislegt slappast með tímanum og það er bara þannig, láta sér þykja vænt um sjálfa sig er aðal atriðið.
Ein saga um það, var núna síðasta laugardag var ég að hjálpa þýskum vini mínum að gróðursetja plöntur í grjótvegg sem gerður var við sumarbústað hans í Hnífsdal vegna nýja vegarins út í Bolungarvík, þar sem ég var að príla upp stórgrýti og var ekki alltaf í jafnvægi, sagði ég rétt si sona: Stefan bara ekki segja neinum að þú hafi fengið 67 ára kerlingu til að príla svona upp stóra steina til að planta út plöntum. Hann þagði smástund og sagði svo; Nobody believes that you are 67, so they would thing that you where lying.
En þessi dagur var svona letidagur hjá mér, veðrið var frekar svona ekki til útiveru, það var vindur og ekki beint sól, þó hún kæmi fram stöku sinnum til að láta vita af sér. Að vísu notað ég tækifærið til að þrífa húsið setja nýtt utan um rúmið mitt og viðra sængurfötin. Svo bankaði vinkona mín frá Sokkabandinu upp á, elsku Ásdís Guðmunds söngkona Sokkabandsins og við áttum gott spjall saman, hún er reyndar nýbúin að gefa út geisladisk með lögum frá ýmsum löndum.
Fyrir utan að Ásdís er frábær söngkona, þá elska ég þessa músik. Hún fer í haust til Mexico til að hitta vini og kynna plötuna sína. Algjörlega frábært mæli með henna algjörlega sem svona skemmtileg partýplata.
Skreytingar á albúminu eru gerðar af Mexicóskri vinkonu hennar.
En í gær var fallegt sólarlag, Ísafjörður kveður alltaf gesti sína fallega.
Með himnagalleríið opið.
Himininn logar af geislum morgundagsins.
Já þetta er alveg ókeypis en svo falleg sýning og engu lík.
Fiskarnir mínir elska salad. Loksins fattaði ég að þeir þ.e. Kojarnir eru grænmetisætur og lifa í lækjum og vötnum. Gullfiskarnir þurfa svo bara að hlýta því matarræði sem kojarnir fá. Veit annars einhver hvað gullfiskum finnst gott?
Þeir lifa yfir 60 ár, og þar með lengur en ég, svo ég þarf sennilega að gera ráðstafanir til að einhver taki þá að sér þegar ég fer héðan.
Svona er bara lífið, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Pípí elskar líka kál, og hann var mikið að spekulera í að fara ofan í tjörnina til að ná sér í kál, þó hann hefði fengið líka kál við matardallinn sinn. En þegar hann var pínulítill fór hann ofan í tjörnina og komst ekki upp úr nema með hjálp, svo hann fer ekki ofan í hana aftur.
Segið mér svo að dýrin hugsi ekki.
En svo ég endurtaki það sem ég sagði áðan. Mikið vorkenni ég fólki sem getur ekki elskað sjálft sig eins og það er, og er endalaust að reyna að komast að enda regnbogans. Og þegar maður er komin yfir fimmtugt, ætti maður að vera nógu þroskaður til að vita að það er einfaldlega ekki hægt elsku Dollý mín, þannig er það bara.
![]() |
Hikar ekki við að leggjast undir hnífinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.8.2011 kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.7.2011 | 23:36
Gæsalíkamsrækt og fótbolti.
Smá fréttir af Pípí. Hann er að verða táningur, hann er kominn í mútur, ég get svarið það, það kemur svona af og til einhver önnur dýpri rödd, og honum bregður sjálfum svo mikið að hann þegir smástund, sem gerist eiginlega aldrei nema á nóttunni Svo er hann er endalaust að þrífa sig, hann er verri en köttur svei mér þá. Dúnninn er að fara, en hann er ennþá með sítt að aftan.
Mamma mig vantar meira vatn!!
Glæsigæs... ekki satt.
Nei hann er ekki vængbrotinn, hann er bara að snyrta sig.
Ég held að dúnninn pirri hann.
Hann gætir þess að fara ekki of langt í burtu, og ef hann heyrir einhvern hávaða kemur hann hlaupandi til mömmu.
Já eini staðurinn sem hann nær ekki til er hnakkinn, enda er hann úfinn.
Hernig snýr hann eiginlega ??
Svo þarf að bera sig aðeins til með vængina.
Þetta var tekið núna í hádeginu, þegar við tókum okkur matarpásu, frá því að dúllast við plönturnar upp á lóð.
Best að tékka á hverjir eru að koma....
Annars var mikið af fólki hér og mikið um að vera, Mýrarboltinn á fullu, og mikið fjör og læti þar, enda veðrið hreint út sagt dásamlegt og svo hlýtt. +
Svo voru auðvitað undanúrslitinn í bikarkeppninni. Ég hef reyndar ekki áhuga á svoleiðis, en tók samt nokkrar myndir fyrir ykkur.
Það voru fleiri hundruð bílar allt í kring um svæðið, ég get svarið það. Og stúkusætinn voru auðvitað í húsunum þarna fyrir ofan.
Annars hefur ekki verið amalegt að sitja í brekkunni í þessu góða veðri, vantaði ef til vill bara Árna Johnsen, er að hlusta á hann núna, en það er eiginlega ...... jamm... say no more, það er allavega stemning.
Já svo sannarlega var allt á fullu hér í heilbrigðum íþróttum, og auðvitað smá bjór og svoleiðis líka.
Ég veit ekki hvort það sést, en bílarnir samma algjörlega inn Skutulsfjarðarbrautina, Miðtúnsbrekkuna og Seljalandsveginn, og svo allir þeir sem sátu í brekkunni.
Og svo auðvitað leikmennirnir. Var ekki nógu nálægt til að sjá lærin á þeim, sem heilluðu Kolbrúnu Bergþórs hér í denn.
Svo er nú það. BÍ Bolungarvík töpuðu, en þeir stóðu sig val sagði þjálfarinn, og það er eflaust rétt hjá honum. Hann hefur svo sannarlega rifið strákana upp á rassinum og gert úr þeim sanna baráttujaxla.
Vona að þið hafið gaman af þessum myndum. Og ég sendi ykkur góða drauma inn í morgundaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.7.2011 | 22:39
Má bjóða ykkur í smárölt um lóðina mína?
Á þessum fallega degi langar mig til að bjóða ykkur í smá gönguferð um lóðina mína.
En fyrst er það Mýrarboltinn.
Þetta var algjörlega fullkomin dagur fyrir Mýrarboltann. Hlýtt smá rigning í smátíma og svo sól.
Enda er þarna gífurlegt stuð og gaman, ég fór samt ekki niður í skóginn, því þar er algjör örtröð.
Svo sannarlega er þetta hin besta skemmtun og á bara eftir að aukast og verða meiri þungamiðja.
Og hér eru enginn vandamál, því menn fá útrás í að sullast í drullunni.
Pípí er alveg að verða fullorðin, nema hann talar bara barnamál. Og ekki kann ég að hjálpa honum að tala gæsamál, því ég veit ekki einu sinni hvernig það hljómar. Ég er því orðin ákveðin í að kenna honum bara að gelta, því hann er að verða ágætis varðhundur. Ef fólk kemur sem er ekki presenterað af mér, þá sýnir hann allskonar takta til að hrekja það í burtu. En ef hann sér að ég meðtek fólkið, þá er allt í lagi.
Þetta er smá göngutúr, hér hef ég lagað uppganginn að kúlunni, og er hæst ánægð með árangurinn.
Dísarrunnarnir eru óvenjufallegir í ár.
Gullregnið mitt er að blómstar sínu fegursta.
Lúpínurnar líka og sporasóleyjarnar.
Hér eru sporasóleyjar og ljónsmunni.
Hjartarlindin mín er ekki ávaxin ennþá, en er öll að koma til.
Og Hrossakastanían er líka á góðu róli. svo og malusinn og beykið.
Geitaskeggið stendur alltaf fyrir sínu.
Risafuran mín, ég náði í fræ af henni úti í BNA af frælista.
Já þetta er frumskógur.
Snæsúran er yndislegt blóm, hún ilmar eins og engill.
Syringa josicea.
Var fyrst inn í garðskálanum, en setti hana út fyrir um 20 árum, og er nýbyrjuð að blómstra og sýna hvað hún getur verið falleg.
Þetta gullregn tók ég með mér frá Seljalandsvegi 77, húsið sem við áttum áður, ég man þegar ég plantaði því niður þar fyrir svona 30 árum, seint að kvöldi, Elli var að vinna sem dyravörður í félagsheimilinu í Hnífsdal og ég setti það of djúpt, svo það gerði aldrei neitt, en ég ákvað að flytja það með mér þegar ég flutti árið 1987, og viti menn þetta er í fyrsta sinn sem það blómstrar, og ég er svo stolt af þessari elsku.
Garðakvistill, ég lít á þessar plöntur sem vini mína, og það er svo gaman að fylgjast með þeim vaxa og dafna.
josicean mín svo falleg.
Gráreynir upp af fræi sem ég tók úr gamla kirkjugarðinum í Fossvoginum.
Svona bara enn eitt rjóðrið.
Þetta tröll þarf ég að losna við, stórhættuleg planta og komin ansi mikið út um allt. Er að vinna í að útrýma henni, tröllahvönnin.
Stóri burkninn. Alltaf jafn fallegur.
Meyjarrósirnar mínar stórar og flottar.
Og hér er þessi bleika, hinar eru rauðar.
Þær eru flottar þessar drottningar. Og svo risavalmúinn.
Þetta er nýja tréð mitt, það hefur blómstrað oft og mörgum sinnum meðan hin elskan hefur ekki sýnt neitt fyrr en núna í sumar.
Drekakvistillinn er ekker síðri en Garðakvistillinn, en skemmtilegra nafn.
Þessi ösp heitir Birgir eftir bankastjóra sem var hér í Landsbankanum, áhugamaður um gróður, og ég tók græðling af ösp sem er í bankastjóragarðinum. Glæsitré hann Birgir.
Stundum eru fjölæringar álíka og runnar, til dæmis geitaskeggið, svo flott og glæsileg planta.
Myndarlegur hlynur sem ég keypti á sínum tíma í Mörk, sem stórt tré, sem minnkaði ár eftir ár, en svo allt í einu náði hann botninum og nú liggur leiðin bara upp á við hjá Hlyni kóngssyni.
Blásól og svo lyngrósir sem neita að blómstra, ég þarf sennilega að fara að gefa þeim súran áburð.
Já ég held að þær þurfi skammt af súrum áburði. fagurrifs í forgrunni.
Japanslerki sem ég fékk hjá Halldóru fræmeistara í garðyrkjufélagi Íslands á sínum tíma.
Furur eru líka flottar.
Hér er broddfura í góðum gír.
Eik sem vinkona mín Alma gaf mér í fyrra ætlar að pluma sig úti, það verður gaman að sjá hvernig það gengur.
Þessar elskur áttu að fara í bæjarbeðin, en það verður ekkert af því, svo þær fara bara niður hjá mér. Bjartar og brosandi í sólinni.
Risavalmúin glæsilegur að vanda.
Fyrir utan risafuruna er þetta tré eitt það sem er í mestu uppáhaldi hjá mér. Dverghvítþinur, sem ég keypti hjá Guðmundi í Núpum fyrir mörgum árum, græðlingur af hliðargrein, þess vegna er það svona í laginu, en það er bara karakter og á hverju ári ber það þessa flottu köngla.
Dverghvítgreni flott og skemmtilegt.
Og picea orientalis, planta sem ég hafði mikið fyrir að ná í sem fræ, frá USU, ég fékk tvær plöntur úr sáningunni og gaf Ragnheiði vinkonu minni í gróðrarstöðinni í Borg í Hveragerði aðra. 'Eg týndi svo minni, en hún lét mig hafa þessa plöntu aftur, og nú er hún að komast á legg þessi elska eftir 20 ár eða svo. En komin fyrir vind.
Apablóm og hófsóley fylla svo lækinn öðrumegin við húsið mitt.
Og börnin mín fóru á Mýrarboltan og komu svona til baka
Og þetta þykir nú ekki mikið á mælikvarða þátttakenda Mýrarboltans.
Stundum held ég að ég sé einhverskona lukkudýr bæjarbúa, og mér líka það vel. Ég fæ allskonar beiðnir um aðstoð, eins og í dag hvort ég gæti sett saman blómavönd fyrir fólk sem var óvænt boðið í afmæli. Og þetta var nú ekki mikið mál, allt týnt í garðinum mínum.
Málaði svo líka kósyhornið okkar. Nú er það meira kósý en áður
Svo hjálpaði ég vini mínum Stefan að planta út fjölæringum í morgun í sumarhúsið þeirra hjóna, það var gaman líka.
Pípí er orðin stór, en talar ennþá barnamál, hér komu tveir menn í dag, og þar sem Pípí var að snuddast með mér út á lóð, spurði annar þeirra, er hún með unga einhversstaðar? Nei sagði ég hún er unginn Þá hélt hann að tístið frá henni kæmi frá ungum. Já ég held að ég bara fari að kenna Pípí að gelta.
Í mörg ár hefur verið hér maríerlupar með hreiður, ég var frekar hrædd um þau meðan kettirnir voru hér, en þau eru hér enn og ég hef gaman af að fylgjast með þeim og ungunum þeirra.
Þetta er ein af vinkonum mínum ensk pelargonía, sem ég hef haldið upp á í nokkur ár, svo falleg og svo gul milljonbells.
Flott nemensína líka, sem ég ætla að skoða betur.
Þessi planta er einmitt það sem geitungar og hunangsflugur elska, þau suða og tuða og elska þessa plöntu, og ég passa vel upp á að hún sé til staðar fyrir þessa vini mína.
Þetta er nú bara skot út í loftið.
Eins og ég sagði áðan þá eru dísarrunnarnir að skarta sínu fegursta hér á Ísafirði nákvæmlega núna.
Úlfarunninn minn flottur, ég er líka með lambarunna, hann blómstraði líka í sumar.
Hann er eiginlega komin á kaf í gróður, svo ég þarf að taka af honum græðlinga, hér sjást blöð af honum og svo stórglæsilelg fyllt hófsóley.
Færeyjarifsið mitt. Svo fallegt og flott.
Gullregnið yngri plantan hér brosandi og björt.
Lækurinn fylltur með gróðri.
Er etta ef til vill Amazon?
Stafafura sú elsta í garðinum. Öldungur sem ber að sýna virðingu.
Tígurliljan mín, ég á líka hvíta.
Lewisiurnar mínar þær þurfa meira pláss, það munu þær fá í haust, þegar ég fer að taka beðin í gegn.
Silfurreynir sem hallar sér undan öspum sem angra hann.
Reynir frá Birni í Grásteinum.
Jamm þetta er sennilega frumskógur.
Lúpínurnar eru líka í sínum besta búningi núna.
Fyllti kobbinn minn frá Herdísi í Fornhaga, minni frábæru gömlu vinkonu blessuð sé minning hennar.
Falleg sporasóley.
Já enn og aftur krókurinn minn, grillhornið nýmálað og fínt.
Andyrið mitt.
Og glæsigæsin Pípí varðhundur.
Og börnin að fá sér í gogginn.
Já plöntur og dýr geta alt eins verið vinir manns eins og mannskepnur. Það er ef til vill öðruvísi vinskapur, hljóðlátari en allt að einu væntumþykja og löngun til að hlú að og elska. Sama hvort það er villt dýr eins og Máríerlan, eða gæludýr eins og Pípí eða Brandur og Snúður, eða plöntur sem hafa verið með manni lengi og eru eins og góðir vinir sem manni þykir vænt um og vill ekki missa af. Það bara einfaldlega myndast tengsl sem ég tel að séu gagnkvæm, það er nú einu sinni þannig.
En ég vona að þið hafið notið ferðalagsins um lóðina mína, þetta er að vísu ekki alveg heildarmynd en svona góður partur af því sem hér er.
Eigið gott kvöld elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.7.2011 | 20:36
Bara svona hitt og þetta, frekar persónulegt.
Ég finn hvernig orkan mín kemur til baka, og hvað mér líður vel að dúllast hérna heima hjá mér og hafa ekki allan bæinn á mínum herðum. Og það er svo góð tilfinning. Og ég finn svo vel hvernig ég fyllist framkvæmdagleði og er að koma öllu í stand hér hjá mér. Núna liggur mér á að koma sumarblómunum fyrir, sem ekki hafa selst, og vinna að yfirvetrun á þeim plöntum sem ég get fjölgað næsta vor. Og ég er krónískur safnari og hef svo gaman af að safna nýjum plöntum og plöntulitum. Ég fór niður í Húsasmiðju í dag og sá að þeir voru mestmegnis "skrýtið" með þær plöntur sem ég var með hjá mér Tilviljun???? veit ekki. En ég gat ekki annað en brosað.
Sukini eða hvernig það er skrifað. Austurísku vinir mínir sögðu mér að það væri hægt að borða blómin, þau væru hreinlega steikt á pönnu, og væru góður matur.
Plantan er dálítið frek á pláss í svona góðu umhverfi
Hér má sjá líka runna havairósina mína í blóma.
Ég er búin að vera að bera niður plöntur úr sölunni, til að hafa þær mér til fegurðar í garðskálanum, og Pípí þarf að skipta sér af öllu. Hann hamast og treður sér og er æstur yfir allir þessari útplöntun, ég þurfti að grípa hann og henda honum út úr einu beðinu, af því að hann bara valtraði yfir allar plönturnar. Hann er orðin flottur fír, en tala bara barnamál. Ég er að hugsa hvort ég þurfi að kenna honum að tala. En ég er ekki klár á hvernig gæsir tjá sig, svo ég er svona að hugsa um að kenna honum bara að gelta. Hann er hvort sem er orðin fínasti varðhundur. Ef hann sér fólk með mér, þá er allt í lagi, en eins og tildæmis pósturinn og aðrir sem koma án þess að ég sé hér, þá sýnir hann klærnar og gerir sig breiðan og merkilegan. Ætti ég ekki bara að kenna honum að segja Voff Voff?
Jamm Elías minn kúlan er orðin ansi blómleg, og að sama skapi frekar tómlegt upp í sölunni
Bóndarósin mín flottust.
Geitaskegg og lúpínur bíða eftir að vera settar á betri stað, þegar þær hafa lokið sér af.
Gullregn skartar sínu fegursta líka.
Villigarðurinn minn til margra ára er smátt og smátt að taka á sig betri mynd, og það er virkilega gaman að vinna að því að gera hann aðgengilegri og fallegri en áður, núna þegar ég hef svona góðan tíma til að sinna honum. Og ég er bara svo glöð að hafa tækifæri til að sinna honum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af öllum bænum.
Og í dag kom Stefan, þýskur vinur okkar, hann á sumarbústað í Hnífsdal og á morgun ætla ég að hjálpa honum að gróðursetja blóm í varnargarð sem var gerður þegar nýji vegurinn kom til Bolungarvíkur, til að varna að bílar lentu inn á lóðinni hjá honum, og þau vilja planta blómum í þann vegg.
Að öðru leiti hefur lífið sinn vanagang hér í kúlunni. Við erum öll ánægð, nema Elli minn lenti illa í því og meiddist á annari hendi, Djísús og ég gleymdi að spyrja hvor hendinn það var, hann sneiddi framan af nokkrum fingrum og skar einn frekar illa, en lilliputti slapp. Hvernig get ég verið svona hugsunarlaus að spyrja ekki hvor höndinn þetta var. Held samt að það hljóti að hafa verið sú vinstri, því við gerum jú mest með þeirri hægri, og sú vinstri er svona aðstoðarhönd ekki satt
Jæja elskurnar, þetta er komið nóg, ég er að fara að slaka á eftir annasaman dag, og er ákveðin í að horfa á Lewis á eftir, það er hvort sem er ekkert sérstakt í sjónvarpinu á föstudögum, sama hvað þú leitar. Hvað er það annars með föstudaga? Er bara ætlast til að maður sé í partýum, eða að fá sér í glas, eða einhversstaðar úti á skralli?
Eigið annar gott kvöld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.7.2011 | 16:43
Það er gaman að fá heimsókn.
Jæja þá er aftur orðið tómt í kofanum. Þau voru fimm börnin á helginni og frameftir vikunni, síðan kom vinkona mín frá Vín með þrjá vini sína með sér alveg einstaklega yndislegt og skemmtilegt fólk, við áttum afar skemmtilegar stundir saman.
Alltaf er fatakistan vinsælust hjá krökkunum, hér eru tvær fyrirsætur.
Ammi namm lærið hennar ömmu.
Já það var tekið hraustlega til matar síns.
Svo sóttu þeir gamla klárinn, hann er smá lasinn, það þarf að sauma hann saman, en þau elska hann samt.
Já og nú skal gefið í....
Og stelpurnar bökuðu kökur til að hafa með í vinnuna á mánudeginn. Ég veit ekki en allavega kom það í hlut hennar að baka, en ekki Úlfs. Samt er hann fullfær um að baka líka. Er þetta ekki eitthvað svona kynjadæmi?
Og hér eru austurrísku vinirnir mínir. Christina, Puto, Dora og Carin. Þau eru að skoða Bók Ölvu, Alva they are reading your book, I gave them your card too.
They liked the book.
Pípi var voða hrifin af að fá félagsskap.
Já það er svo gaman að leysa skóreimar hehehe...
Auðvitað býður maður austurríkismönnum fisk í soðið, hvað annað en nýveidda ýsu.
Gaman að gefa fólki að borða mat sem þeim finnst rosalega góður.
Svo var sest út í garðskála og skálað í hvítvíni og rauðvíni. Eðalvíni frá föður Christine sem er safnari á rauðvín. Notaleg kvöldstund með skemmtilegu fólki.
Daginn eftir vildu þau bjóða okkur í Tjörushúsið, sem var auðsótt mál. Og þau voru eins og allir sem þangað fara hrifinn af matseldinni hans Magga Hauks og Ragnhildar. Enda eru þau á heimsmælikvarða.
Pípí og Puto urðu strax bestu mátar.
Hann er reyndar alveg að verða fullvaxta, en talar ennþá sitt barnamál, spurning um hvort ég þarf að kenna honum að setja bra bra Hann er samt eitthvað að reyna að bera til vængina æfa sig, svo sennilega ætlar hann að reyna við flugið. Óttast samt að hann sé lofthræddur, því hann þorir ekki ennþá niður tröppurnar, nema ég hjálpi honum.
Hann á eftir að sakna félagsskaparins hann Pípí, því hann er mikil partýgæs og finnst gaman að vera með mörgu fólki.
Og svo rennur upp þetta óumflýjanlega að kveðja. Það var búið að kaupa allt sem átti að hafa með heim, harðfiskinn, smjörið, meira að segja lýsi og yrði ekki hissa þó þau keyptu ost líka, Gosa það er eiginlega ekki til svoleiðis ostur í Austurríki. En sjáið fótabúnaðinn?Íslenskirsokkar og gúmmískór. Sumt fólk kann að klæða sig eftir ferðalagi og umhverfi.
Once more thank you all for coming, it was so nice to see you all. And we will propebly meet in Vienna in september.
Bíllinn hennar Christínu, þetta er ekki bíllinn okkar, og hún er með sérsmíðað hús á hann sem rúmar þau öll fjögur. Þau voru samt ósköp feginn að koma og sofa inni í kúlunni þessar tvær nætur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.7.2011 | 14:01
Ég á bara ekki orð.
Stúlkan lítur betur út "áður" en "eftir" fyrir minn smekk. Hvaða skilaboðum er verið að koma á framfæri, og hverjir stunda þennan áróður? er ekki nóg af anorexíusjúklingum meðal ungra kvenna á Íslandi í dag?
Ég bara á ekki til orð, og ég fer hér með fram á að svona sorpblaðamennska verði lögð niður, áður en verra hlýst af.
![]() |
Fyrir og eftir myndir af Ágústu Ósk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
25.7.2011 | 00:29
Við verðum aldrei söm og áður, tel ég.
Evrópa og vesturlönd í heild eru í uppnámi yfir því hryllilega sem gerðist í Noregi. Ég get alveg séð fyrir mér að þessi atburður hafi jafnvel ennþá meiri áhrif en 911 á sínum tíma. Það er vegna þess að í þessu dæmi er maðurinn "einn af okkur". Þá er ég að meina að menn búast alltaf við öllu illu af múslimum, oftast að ósekju. En allt í einu rennur sannleikurinn upp fyrir fólki, það leynast hryðjuverkamenn allstaðar. Hingað til hafa menn viljað halda því fram að hryðjuverkamenn séu dökkir á hörund og frá arabalöndunum. Þó þeir séu fæddir og uppaldir í vestrænum löndum. Það er jafnvel þannig að þeir eru sakfelldir vegna þess hvaðan þeir eru upprunnir. Eins og árásirnar í neðanjarðarlestunum í London, þar sem næsta öruggt er að sökinni var klínt á menn sem ekkert höfðu gert af sér en voru af réttum lit og burði og að því að mér er sagt búið að fylgjast með af lögreglu til að sakfella, vegna þess að það þurfti eitthvað að gerast til að hræða fólk. Og þeir gerðir að glæpamönnum af yfirvöldum.
Nú allt í einu standa menn frammi fyrir því að þessi maður er hvorki dökkur á hörund eða múslimi, heldur norðmaður, alinn upp í lýðræðisríki og eflaust við gott uppeldi... eða þannig.
Las einhversstaðar að faðir hans hefði tekið þetta afar nærri sér, og ég hugsa að móðirin sé sömu skoðunar. Það hlýtur að vera hræðileg upplifun að komast að því að þau hafa alið upp hrottafenginn siðleysingja sem vílar ekki fyrir sér að drepa unglinga og alla sem hann kom í nálægð við, og kunna ekki einu sinni að skammast sín; þetta varð að gera, er haft eftir honum.
Fólk hér er að rífast um hvort hann var hægri eða vinstri öfgamaður, nasisti eða what ever. Málið er að hann var manneskja eins og við hin, sem ákvað eftir umgengni við samskonar öfgamenn eins og hann er sjálfur að hann yrði að "hreinsa til" En hann er bara ekki einn í þessu eftir því sem upplýsingar liggja fyrir um, ef þetta reynist rétt að þarna sé á ferð teymi sem hafi svona hugmyndafræði. Og þá er að spyrja; hvað gera ráðamenn heimsins? Þeir eru fljótir að dæma hryðjuverkamenn Islam og taka á slíku. Munu þeir gera slíkt hið sama um þessa vitfyrringa? Eða verður fundinn afsökun. Það er nefnilega ekki sama hver er, hræsnin er slík í okkar samfélögum því miður.
Það er ekki hægt að ímynda sér hvað gekk þarna á, og sérstaklega af hverju lögreglan var svona sein að taka við sér, að það voru almennir borgarar sem flýttu sér á vettvang til að bjarga fólki eins og þeir gátu. En langt á annan klukkutíma tók fyrir lögreglu að stoppa ódæðið. Hvar var 112, eða hafa norðmenn ekkert slíkt neyðarkerfi? Allt þetta fólk hlýtur að hafa haft gemsa og getað hringt í neyðarlínuna. Þetta hlýtur að verða þungamiðjan í rannsókninni þegar moldviðrinu lýkur.
En ég sé á umræðunni hér að fólk er skekið, ekki bara vegna þessa hryllilega ódæðis, heldur fyrst og fremst vegna þess að þarna er um að ræða atburð sem er við bæjardyrnar hjá okkur. Og umræðan er farin að snúast um hvenær gerist svona atburður hér hjá okkur. Fólk er farið að skoða allskonar blogg og skrif í því ljósi að nú geti þessi eða hinn allt í einu tekið sig til og byrjað að drepa fólk. Tortryggni og öfgaskrif á alla kanta fara sem heitur vindur um spjall og bloggheima.
Málið er að þetta hefur sáralítið með hægri eða vinstri öfar að ræða, heldur upplifun einstaklinga um hvernig málin hafa þróast. Í þessu tilfelli er um að ræða áhyggjur af eftirgefni í innflytjendamálum. og ótta um að múslimar ætli að taka yfir hinn vestræna heim. En þessi maður ræðst samt ekki á múslima, heldur telur hann sig vera að ráðast að rót vandans, þeim sem hafa stefnuna á þessa tilslökun við önnur trúarbrögð og siði.
Þetta er farið að sjást hér líka, því ég man ekki betur en í ákveðnum skólum á höfðuborgarsvæðinu sé hætt að hafa svínakjöt á matseðlinum. Þarna held ég að við þurfum að staldra aðeins við.
Þó ég sé manneskja sem er afar umburðarlynd gagnvart innflytjendum, og hef sjálf tekið að mér að hjálpa fólki að flytja hingað frá öðrum löndum, þá segi ég að þegar fólk flytur til annara landa, þá á maður að tileinka sér þá siði og reglur sem gilda á nýja staðnum. Það er ekki hægt að koma og ætla sér að vera áfram eins og allt var í gamla landinu. Auðvitað eiga menn að fá að stunda sína trú, og hafa sína siði, innan síns heimilis. En ekki að heimta að samfélagið lagi sig að þeirra siðum. Eins og að banna að svínakjöt sé á boðstólum í mötuneytum skólanna. Mér finnst það rétt að konur frá austurlöndum fái að hafa sínar slæður í friði, og ekkert meira um það að segja. En ég skil líka þegar yfirvöld í vestrænum ríkjum banna búrkur og slíkan búnað. Of mikið umburðarlyndi skapar vandamál heima fyrir. Það er bara staðreynd sem ráðamenn þurfa að taka tillit til. Og ef Stoltenberg ætlar að auka enn á eftirgjöf fyrir innflytendur eins og hann boðaði, þá hygg ég að hann sé að kveikja bál sem mun loga skært. Þó er ég ekki að segja að hann eigi að fara á hinn veginn. Við erum öll á þessari jörð og eigum eins og hægt er að reyna að vinna saman. En það þarf þá líka að vera á báða bóga.
Ég er með sársauka í hjartanu eftir þennan atburð og held að við verðum aldrei söm, að hugsa sér að nokkur maður geti fengið af sér að fara og drepa saklaust fólk, unglinga, skjóta og skjóta meðan eitthvað hreyfist er svo brenglað að það er erfitt að ímynda sér hvað gerist í kollinum á slíkum manni. Hann virðist þó hafa þyrmt þeim sem komust í augnkontakt við hann, þannig að ekki er hann algjörlega samviskulaus.
Ég vorkenni foreldrum hans og fjölskyldu. Vorkenni konunni hans og ef hann á börn, því þetta mun líklega bitna alvarlega á þeim. En ef þetta hefðu verið múslimar þá hefðu upphafist "réttlætingarmorð" á innflytjendum því menn með skoðanir eins og þessi Anders hefðu ugglaust talið það "heiðursmorð" að "hefna" fyrir morðin. Engum dettur í hug að viðhafa slíkt núna af því að maðurinn var óvart hvítur norðmaður. Svona er nú hugsunarhátturinn og "réttlætið"hjá okkur.
Ég hef oft hugsað um það hvenær eitthvað slíkt myndi gerast hér. Það gæti allt eins verið, þegar fólk er búið að missa allt sitt og horfir upp á allt það ranglæti sem er hér, þar sem ríka fólkið sleppur endalaust meðan verið er að murka lífið úr þeim sem hafa barist fyrir sínu og tapað. Það gæti allt eins gerst og þá er voðinn vís. Þetta held ég að sé líka ástæðan fyrir uppnámi landsmanna við þessa hryllilegu uppákomu. Því allt í einu gerir fólk sér grein fyrir hve stutt er í villimennskuna í okkur, hvaða lit sem við berum hvaða stöðu sem við erum í og hversu "þróuð" við eigum að vera.
Ég held að þessi atburður eigi eftir að marka þau spor í hinum vestræna heimi, sem hafi meiri breytingar í för með sér en 911. segi það enn og aftur. Því það var talið hryðjuverkaárás Alqaita sem ég er svo sem ekkert sannfærð um. En allavega var það miklu fjær okkur en nákvæmlega þessi atburður í Noregi.
Það á ekki eftir að leggja þyngri byrðir á flugfarþega eða herða eftirlit við ferðamenn. En svo sannarlega munu yfirvöld hins vestræna heims stíga varlegar til jarðar og hugsa sinn gang betur. Og almenningur sem allt í einu vaknaði upp við vondan draum, verður meðvitaðri um að við getum átt óvini sem eru bara nágrannar eða bara næsti maður út í bæ. Rétt eins og margar aðrar þjóðir hafa þurft að upplifa, svona var þetta í Króatíu og Serbíu, þegar Kosovodeilan stóð sem hæst. Fólk sem þekktist og voru nágrannar urðu allt í einu hatursóvinir, og fólk sem var í blönduðum hjónaböndum fékk nokkra klukkutíma til að koma sér burt, áður en hermenn komu og hreinlega drápu það.
Maðurinn er villidýr, við teljum okkur siðmenntuð og æðri dýrunum. En ég get alveg fullyrt að margir mennskir eru miklu neðar í þróunninni en dýr merkurinnar. Í raun og veru ætti jörðin að losa sig við þessa plágu sem mannskepnan er. Því hún er alltof oft allstaðar til óþurftar. Það er ef til vill það sem við sjáum byrjunina á núna, með öllum þessum jarðskjálftum, eldgosum og skriðuföllum og náttúruhamförum. Kannski er jörðin bara að losa sig við versta sníkjudýrið.
En eitt er víst við verðum aldrei söm eftir þennan atburð. Hvar sem við erum, og þar sem við höfum talið okkur örugg, rétt eins og fólkið á Úteyju.
Þessari byssu gæti allt eins verið beint að mér eða þér, óþægileg tilfinning ekki satt?
![]() |
Ætlaði að sprengja fleiri hús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 8
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 2023438
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar