Það er gaman að fá heimsókn.

Jæja þá er aftur orðið tómt í kofanum.  Þau voru fimm börnin á helginni og frameftir vikunni, síðan kom vinkona mín frá Vín með þrjá vini sína með sér alveg einstaklega yndislegt og skemmtilegt fólk, við áttum afar skemmtilegar stundir saman. 

IMG_2626

Alltaf er fatakistan vinsælust hjá krökkunum, hér eru tvær fyrirsætur. LoL

IMG_2627

Ammi namm lærið hennar ömmu.

IMG_2628

Já það var tekið hraustlega til matar síns.

IMG_2630

Svo sóttu þeir gamla klárinn, hann er smá lasinn, það þarf að sauma hann saman, en þau elska hann samt.

IMG_2632

Já og nú skal gefið í....

IMG_2633

Og stelpurnar bökuðu kökur til að hafa með í vinnuna á mánudeginn.  Ég veit ekki en allavega kom það í hlut hennar að baka, en ekki Úlfs.  Samt er hann fullfær um að baka líka.  Er þetta ekki eitthvað svona kynjadæmi?

IMG_2635

Og hér eru austurrísku vinirnir mínir.  Christina, Puto, Dora og Carin. Þau eru að skoða Bók Ölvu, Alva they are reading your book, I gave them your card too. Smile

IMG_2636

They liked the book. 

IMG_2638

Pípi var voða hrifin af að fá félagsskap. 

IMG_2639

Já það er svo gaman að leysa skóreimar hehehe...

IMG_2642

Auðvitað býður maður austurríkismönnum fisk í soðið, hvað annað en nýveidda ýsu.

IMG_2644

Gaman að gefa fólki að borða mat sem þeim finnst rosalega góður.

IMG_2647

Svo var sest út í garðskála og skálað í hvítvíni og rauðvíni.  Eðalvíni frá föður Christine sem er safnari á rauðvín.  Notaleg kvöldstund með skemmtilegu fólki.

IMG_2652

Daginn eftir vildu þau bjóða okkur í Tjörushúsið, sem var auðsótt mál.  Og þau voru eins og allir sem þangað fara hrifinn af matseldinni hans Magga Hauks og Ragnhildar.  Enda eru þau á heimsmælikvarða.

IMG_2656

Pípí og Puto urðu strax bestu mátar. 

IMG_2657

Hann er reyndar alveg að verða fullvaxta, en talar ennþá sitt barnamál, spurning um hvort ég þarf að kenna honum að setja bra braErrm Hann er samt eitthvað að reyna að bera til vængina æfa sig, svo sennilega ætlar hann að reyna við flugið.  Óttast samt að hann sé lofthræddur, því hann þorir ekki ennþá niður tröppurnar, nema ég hjálpi honum. 

IMG_2661

Hann á eftir að sakna félagsskaparins hann Pípí, því hann er mikil partýgæs og finnst gaman að vera með mörgu fólki. 

IMG_2664

Og svo rennur upp þetta óumflýjanlega að kveðja.  Það var búið að kaupa allt sem átti að hafa með heim, harðfiskinn, smjörið, meira að segja lýsi og yrði ekki hissa þó þau keyptu ost líka, Gosa það er eiginlega ekki til svoleiðis ostur í Austurríki.  En sjáið fótabúnaðinn?Íslenskirsokkar og gúmmískór.  Sumt fólk kann að klæða sig eftir ferðalagi og umhverfi.

Once more thank you all for coming, it was so nice to see you all.  And we will propebly meet in Vienna in september. Heart

IMG_2666

Bíllinn hennar Christínu, þetta er ekki bíllinn okkar, og hún er með sérsmíðað hús á hann sem rúmar þau öll fjögur.  Þau voru samt ósköp feginn að koma og sofa inni í kúlunni þessar tvær nætur.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er engin smá orka sem þú hefur Ásthildur mín og gestrisnin virðist vera þér svo í blóð borin.  Það fólk sem kemur í heimsókn til þín er svo sannarlega heppið...............

Jóhann Elíasson, 28.7.2011 kl. 17:29

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Voru þau að koma í fyrsta sinn til Íslands? Gaman að þessu,en trúað gæti að þú sért orðin þreytt,en ánægjan er örugglega margfalt þess virði.

Helga Kristjánsdóttir, 28.7.2011 kl. 19:34

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 28.7.2011 kl. 20:02

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhann ég elska bara að fá svona heimsóknir, þannig er það bara og sérstaklega núna þegar ég hef allan tímann í heiminum.

Nei Helga ekki Christina, hún hefur komið margoft, og elska Ísland, vinir hennar eiga svo efir að koma aftur líka, því þau voru svo ánægð með allt.

Knús á þig líka Jónína mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2011 kl. 22:06

5 identicon

Alltaf yndislegt að fá vini í heimsókn, ekki síst langt að og hafa tíma til að spjalla og njóta

Dísa (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 09:51

6 Smámynd: Kidda

Frábært að fá góða gesti og hafa tíma til að njóta heimsóknarinnar. Svo er ömmukúla best í heimi fyrir barnabörnin.

Knús í ömmukúlu

Kidda, 29.7.2011 kl. 11:37

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lífið hjá þér er yndislegt, það verða allir ríkari af því að kynnast ykkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.7.2011 kl. 11:59

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar.  Innilega takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2011 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2020891

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband