Ég á bara ekki orð.

Stúlkan lítur betur út "áður" en "eftir" fyrir minn smekk.  Hvaða skilaboðum er verið að koma á framfæri, og hverjir stunda þennan áróður?  er ekki nóg af anorexíusjúklingum meðal ungra kvenna á Íslandi í dag? 

Ég bara á ekki til orð, og ég fer hér með fram á að svona sorpblaðamennska verði lögð niður, áður en verra hlýst af. 


mbl.is Fyrir og eftir myndir af Ágústu Ósk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Smartlandið er skrítið land.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2011 kl. 14:34

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Er ervitt fyrir þessar athyglisjúku konur af vera eins og þær voru skapaðar.?  Ekki eru þær heillandi...

Vilhjálmur Stefánsson, 27.7.2011 kl. 15:50

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég vildi bara óska að ég væri svona grönn, þá hefði maður einhver kíló að hlaupa upp á. Mér finnst hún flott, þó mér hundleiðist að fylgjast með allri vitleysunni og athyglissýkinni í kringum þetta.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.7.2011 kl. 17:42

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég verð að segja að svona grönn manneskja er ekki fyrir minn smekk.  En það er reyndar ekki það sem ég er að tala um, heldur áróðurinn þessi endalausi að stúlkur eigi að vera helst bara bein og skinn til að teljast flottar.  Skilaboðin eru því að megra sig, sem oft fer út í átröskun hjá þessum óþroskuðu ungu konum sem vilja vera í "norminu". 

Málið er að þeir karlmenn sem ég þekki, segja mér að þeir vilji heldur að konur séu með hold á réttum stöðum, eitthvað til að klípa í, eins og einn sagði.  Svo eru praktisk mál, eins og að þurfa að sitja á stól, sem ekki er fóðraður, þar sem beininn skerast inn í setuna.  Erfitt að halda á sér hita, og frekari hætta á ófrjósemi.  Ef bara er verið að spá í að líta út eins og fyrirsæta, en ekki að lifa sínu lífi af gleði með sjálfa sig, þá er þetta bara svona.  En skilaboðin eru að mínu mati skelfileg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2011 kl. 17:57

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er hverju orði sannara  Ásthildur að  það er ekki smekkur karlmanna almennt, sem hefur skapað þessa skreiðar ímynd kvenna. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2011 kl. 18:50

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það þarf að passa áróðurinn, ýmislegt er hægt án þess að gera það á stuttum tíma. Að huga að heilsunni er göfugt.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2011 kl. 19:32

7 identicon

Babú babú babú feitur bloggari krefst vælubílsins

Squat Oats (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 21:53

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst hún virka heilbrigðari "fyrir"

Jónína Dúadóttir, 27.7.2011 kl. 22:35

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

    Ásthildur mín, ég er fyllilega sammála þér í að svona lagað er stórhættulegt svo ekki sé meira sagt fyrir ungar stúlkur, en þessi dama var að taka þátt í einhverju 10 kg. á 10 vikum eða hvað það nú hét, svo varla hefur hún farið frá 20 árum niður í 10. Mér sýnist hún vera svona rúmlega fertug, og ekki farið neitt sérlega niður í aldri, hún er bara tágrönn.  Mér finnst fara henni ágætlega að vera svona grönn, en það er auðvitað hennar mál, og svo finnst mér fyrir mína parta komið nóg..

Svo er annað mál hvað karlmönnum finnst um þetta, en þar stangast e.t.v. sjónarmiðin á. En eigum við konur ekki bara, að vera og hugsa eins og okkur er tamt, því séu karlar í spilinu og gott samband í gangi, aðlögumst við oftast, að ég held, að sambandinu, feitar og mjúkar, eða mjóar og harðar, þrátt fyrir að karlarnir séu of þetta, eða hitt í laginu. Þar held ég að ástin og elskan spili stærstu rulluna. Þannig að, að lokum, Hver er sinnar gæfu smiður, eða þannig, ikke.

En áróðurinn fyrir tálguðu fólki er stórhættulegur. Ég á t.d. þrjár systur tvær eldri en ég, og þær líta út eins og beinagrindur, vona að þær lesi þetta ekki, ein af þeim lætur mig varla í friði með spikið á mér sem er þó í kjörþyngd, því það er svo mikilvægt að hafa unglegt útlit.  Ekki langar mig til að ganga um með skröltandi læri í einhverjum táningabuxum til að reyna að villa samferðafólki mínu sýn. Það myndi aldrei takast, fyrir ytan að ég hreinlega elska hvað það er gott , oftast, að vera "older and viser". 

Ásdís! Þú ert með þeim skynsamari hér á blogginu, og ég er einatt sammála þér í næstum hverju sem er, sem og Ásthidi, þó svo hún láti stundum hvína, en þar er hún best.

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.7.2011 kl. 00:56

10 Smámynd: Þórir Kjartansson

Eðlilegir karlmenn sjá ekkert sexý við konur sem líta út eins og renglulegir unglingsstrákar.

Þórir Kjartansson, 28.7.2011 kl. 08:42

11 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jamm og já? Erfitt mál?

Eyjólfur G Svavarsson, 28.7.2011 kl. 10:13

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið.  Ég er viss um drengir mínir að flestum karlmönnum finnst konur fallegri sem eru eins og konur í laginu.  Ég las um tvær akfeitar amerískar konur, þær voru smáðar í heimalandinu vegna vaxtarlagsins, en þær fluttu til Grænhöfðaeyja, þar sem þær voru dýrkaðar og bornar á höndum sér.   Svo við lítum mismunandi á fólk.  Það má mikið á milli vera hvort fólk er sílspikað eða eins og múmía, hvort tveggja eru öfgar.

Squat Oats við þig vil ég segja að þitt innlegg sýnir ekkert annað en þitt innræti, og ég vorkenni fólki sem finnst gaman að leika sér svona.  Mér er reyndar slétt sama um þínar skoðanir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2011 kl. 11:10

13 Smámynd: Kidda

Ég er mjúk á alla kanta en þarf samt að losna við einhver kíló svo að ég passi í fötin sem ég á. Tími ekki að henda eða gefa fötin mín og kaupa ný. Yrði ánægð ef ég tapaði 3-5 kílóum en það er erfitt að losna við þau.

Kidda, 28.7.2011 kl. 12:34

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er víst frekar erfitt  Ég léttist alltaf yfir sumarið, og þyngist svo á veturna, það er hreyfingarleysi að kenna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2011 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 2020824

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband