Bara svona hitt og þetta, frekar persónulegt.

Ég finn hvernig orkan mín kemur til baka, og hvað mér líður vel að dúllast hérna heima hjá mér og hafa ekki allan bæinn á mínum herðum.  Og það er svo góð tilfinning.  Og ég finn svo vel hvernig ég fyllist framkvæmdagleði og er að koma öllu í stand hér hjá mér.  Núna liggur mér á að koma sumarblómunum fyrir, sem ekki hafa selst, og vinna að yfirvetrun á þeim plöntum sem ég get fjölgað næsta vor.  Og ég er krónískur safnari og hef svo gaman af að safna nýjum plöntum og plöntulitum. Ég fór niður í Húsasmiðju í dag og sá að þeir voru mestmegnis "skrýtið" með þær plöntur sem ég var með hjá mérDevil Tilviljun???? veit ekki. En ég gat ekki annað en brosað.  

IMG_2668-1

Sukini eða hvernig það er skrifað. Austurísku vinir mínir sögðu mér að það væri hægt að borða blómin, þau væru hreinlega steikt á pönnu, og væru góður matur.

IMG_2669-1

Plantan er dálítið frek á pláss í svona góðu umhverfi Smile

IMG_2670-1

Hér má sjá líka runna havairósina mína í blóma.

IMG_2671-1

Ég er búin að vera að bera niður plöntur úr sölunni, til að hafa þær mér til fegurðar í garðskálanum, og Pípí þarf að skipta sér af öllu.  Hann hamast og treður sér og er æstur yfir allir þessari útplöntun, ég þurfti að grípa hann og henda honum út úr einu beðinu, af því að hann bara valtraði yfir allar plönturnar.  Hann er orðin flottur fír, en tala bara barnamál.  Ég er að hugsa hvort ég þurfi að kenna honum að tala.  En ég er ekki klár á hvernig gæsir tjá sig, svo ég er svona að hugsa um að kenna honum bara að gelta.  Hann er hvort sem er orðin fínasti varðhundur.   Ef hann sér fólk með mér, þá er allt í lagi, en eins og tildæmis pósturinn og aðrir sem koma án þess að ég sé hér, þá sýnir hann klærnar og gerir sig breiðan og merkilegan.  Ætti ég ekki bara að kenna honum að segja Voff Voff?Happy

IMG_2672-1

Jamm Elías minn kúlan er orðin ansi blómleg, og að sama skapi frekar tómlegt upp í sölunni Wink

IMG_2673-1

Bóndarósin mín flottust.

IMG_2674-1

Geitaskegg og lúpínur bíða eftir að vera settar á betri stað, þegar þær hafa lokið sér af.

IMG_2675-1

Gullregn skartar sínu fegursta líka. 

Villigarðurinn minn til margra ára er smátt og smátt að taka á sig betri mynd, og það er virkilega gaman að vinna að því að gera hann aðgengilegri og fallegri en áður, núna þegar ég hef svona góðan tíma til að sinna honum.  Og ég er bara svo glöð að hafa tækifæri til að sinna honum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af öllum bænum. 

Og í dag kom Stefan, þýskur vinur okkar, hann á sumarbústað í Hnífsdal og á morgun ætla ég að hjálpa honum að gróðursetja blóm í varnargarð sem var gerður þegar nýji vegurinn kom til Bolungarvíkur, til að varna að bílar lentu inn á lóðinni hjá honum, og þau vilja planta blómum í þann vegg. 

Að öðru leiti hefur lífið sinn vanagang hér í kúlunni.  Við erum öll ánægð, nema Elli  minn lenti illa í því og meiddist á annari hendi, Djísús og ég gleymdi að spyrja hvor hendinn það var, hann sneiddi framan af nokkrum fingrum og skar einn frekar illa, en lilliputti slapp. Hvernig get ég verið svona hugsunarlaus að spyrja ekki hvor höndinn þetta var.  Held samt að það hljóti að hafa verið sú vinstri, því við gerum jú mest með þeirri hægri, og sú vinstri er svona aðstoðarhönd ekki satt InLove

Jæja elskurnar, þetta er komið nóg, ég er að fara að slaka á eftir annasaman dag, og er ákveðin í að horfa á Lewis á eftir, það er hvort sem er ekkert sérstakt í sjónvarpinu á föstudögum, sama hvað þú leitar.  Hvað er það annars með föstudaga? Er bara ætlast til að maður sé í partýum, eða að fá sér í glas, eða einhversstaðar úti á skralli?

Eigið annar gott kvöld. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Fyrst af öllu vil ég benda á eitt að fyrir sum okkar gæti slys á vinstri hönd haft skelfilegar afleiðingar  Vonandi skaðaðist hann á "réttri" hönd.

Kærar þakkir fyrir öll garðyrkjubloggin - ég sem hef ekki græna fingur finnst afskaplega gaman að því að fræðast um garðyrkju og blóma- og trjátegundir af blogginu þínu.

Vonandi leikur tilveran ykkur þarna fyrir vestan

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 29.7.2011 kl. 21:48

2 Smámynd: Kidda

Leiðinlegt að heyra af Ella vonandi er þetta ekki eins slæmt og það lítur út fyrir að vera. 

Heppin að eiga gróðrarstöð og fá afgangana sem seljast ekki falleg planta þessi sukini þó svo að hún sé plássfrek. Sé að bóndarósin þín er eins og mín, þær eru æðislega fallegar. Frábært að loksins færðu að hugsa um garðinn þinn, það gefur manni svo mikið að stússast í garðinum sínum. Það er örugglega æðislegt að labba um garðinn þinn og skoða, næst þegar ég kem á Ísafjörð ætla ég að kíkja við hjá þér

Alveg týpískt hjá Blómavali að vera með eins plöntur og þú ert með hjá þér. Hef heyrt af fólki hérna í bænum sem keyptu blóm hjá þeim og þau drápust fljótlega. Það fólk kaupir ekki aftur blóm hjá Blómavali. 

Vona að það rigni ekki eins mikið hjá þér og hérna svo að þú getir dundað þér í ,,villigarðinum,, þínum sem ég er viss um að er enginn villigarður

Knús í blómakúluna 

Kidda, 29.7.2011 kl. 21:56

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ásthildur mín,var ég búin að spyrja þig hvort þú talir við blómin?' Eða kanski syngur fyrir þau!? Ég var alltaf hrifnust af Rannfangi,það er svo höfug lykt af því.    Annars í alvöru,er ég hugfangin af litadýrð blómanna.

Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2011 kl. 22:53

4 Smámynd: Dagný

Úff. Vona að Elli verði fljótur að jafna sig. En flottur gróðurinn hjá þér. Og ekki verra að vera með svona aðstoðargarðyrkju"mann" eins og Pípí

Dagný, 29.7.2011 kl. 23:38

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar.

Sigrún þetta var víst hægri höndin.  Já ég vona svo sannarlega að hann geti notað hana áfram. Aðgerðin heppnaðist vel, en það þurfti að taka framan af nokkrum fingrum.  Þó er heldur óljóst hvernig þetta verður.

Gott að geta glatt þig með blómunum mínum.

Já Kidda hehehe heppin er ég.  Það er enginn rigning í dag, smá úði seinnipartinn í gær, en nú er sólin komin fram aftur, þó er allt miklu ferskara eftir svona dembu.

Já regnfangið er dásamleg planta og ætti að vera í hverjum garði. Ég bæði tala við blómin, en fyrst og fremst hugsa til þeirra með virðingu, og allir eiga að fá sitt tækifæri á að lifa. 

Dagný Pípí er flottur.  Honum finnast fíflar voða góðir , Hann vill samt hafa "hönd" fót í bagga með hvað ég set niður og mótmælir harðlega hahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2011 kl. 08:47

6 identicon

Falleg blómin þín og gott að nú hefurðu tíma til að sinna þínu betur . En ég hugsa meira til Ella núna, það er erfitt að slasa sig á höndum, sérstaklega hægri þegar maður er rétthentur. Ég vona að hann nái góðum bata, en ég þekki þetta á eigin skinniað það er erfitt að bíða og sjá hvað kemur aftur af fínhreyfingum og hreyfigetu. Skilaðu batakveðjum til hans frá mér og dekraðu svolítið við hann svo hann geti hvílt höndina sína. Knús til ykkar í Kúlu

Dísa (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 10:16

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín, já ég skal dekra við hann og skila kveðjunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2011 kl. 12:03

8 identicon

Heil og sæl Ásthildur; líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Um leið; og ég bið þig fyrir góða batakveðju, Elíasi til handa, skulum við vera vongóð með, að hann nái að komast yfir þetta óhapp, sem fyrst.

Með beztu kveðjum Vestur; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 15:44

9 identicon

Sæl Ásthildur. Ég hef nú ekki prófað það sjálf, en zucchiniblóm eru víst rosalega góð djúpsteikt, kann ekki uppskriftina en þú gætir gúgglað þetta. En fyrst þú ert með plöntuna hlýturðu að fá ávöxtinn
/grænmetið? Grænn kúrbítur er sælgæti í marga grænmetisrétti og skaðar ekki að geta borðað blómin líka...

Nanna Gunnarsdottir (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 18:26

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir hugulsemina minn ágæti Óskar Helgi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2011 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband